Tíminn - 17.05.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.05.1956, Blaðsíða 2
2 T í MIN N, fimmtudagurinn 17. maí 1956, Tvær lúðrasveitir skóladrengja teknar til starfa í Reykjavík í Skátaheimilinu við Snorrabraut fóru í gærdag fram skemmtilegir hljómleikar. Þá létu tvær lúðrasveitir, sem' skipaðar eru 10 ára drengjum og eldri úr barnaskólum höfúð- úaðarins, til sín heyra í fyrsta sinn. Léku hvor um sig þriú ; ög og þótti þeim er á hlýddu, vel takast hjá hinum ungu nönnum, ekki sízt þegar þess er gætt, að þeir hafa aðeins eft sig í 4—5 mánuði. Gefur þessi byrjun gó'ða von um ið mikils megi af þessari starf- ;emi vænta í framtíðinni, þátt- akendum og áheyrendum til gagns )g ánægju. Paul Pamplicher stjórn ir annarri hljómsveitinni, en Karl J. Piunólfsson hinni. V'instelar á Norðurlöndtitn. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri ivarpaði samkomuna og skýrði frá )vi, að bæjarstjórn Reykjavíkur aefði í árslok 1954 samþykkt að /érja fé til þess að koma upp lúðra iveitum barna og unglinga í Rvík. Stjórnarnefnd vann síðan að und- írbúningi málsins. Kvað borgar- stjóri hljómsveitir barna og ung- 'inga lengi hafa starfað í borgum i Norðurlöndum og nytu mikilla 7insælda. Myndi vafalaust einnig ,erða svo hér. Þekktu ekki nóturnar. Karl O. Runóifsson stjórnandi I.Úðrasveitarinnar Svanur skýrði síðan nánar frá starfi og skipan lúðrasveitanna. Upphaflega var ætl unin að 1 hvörri sveit yrðu 16 ieikárar og 6 til vara, endirinn varð sá. að varamennirtiir voru líka teknir með svo að sveitirnar eru skipaðar 22 drengjum hvok. Taldi hann góðan árangur liafa náðsí, þegar þess væri gætt, hve æfingatíminn hefir verið stuttur og énginn drengjanna þekkti nót ur, þegar starfið hófst. Tvær æf- ingar hafa verið á vtku, 1 til 2 klst. í senn. Hrósaði hann drengj- ttnum fyrir dugnað og árvekni og kvað lflðrasveitir bæjarins líta þessa starfsemi hýru auga og vona að þnðan tnyndi þeirn bætast góður liðskostur í framtíðinni. Tuttugii íslenzkum imgliiignim boðið á alþjóðiegt vinamót í Lundánum Dagana 14.—28. júlí næstkomandi verSur haldið alþjóðlegt æskulýðsmót í London á vegum Bretlandsdeildar Alþjóða vinahreyfingarinnar (World Friendship Federation). í fyrra- sumar héldu samtökin æskúlýðsmót í Kaupmannahöfn, og' sótti það hópur frá íslandi. — Að þessu siríni er íslendingum bðið að sénda 20 unglinga á æskulýðsmótið í London. Að mótinu loknu er liópnum boðið að dveljast um hálfsmánaðar skeið í Skotlandi. íslenzki hópurinn mun leggja af stað hinn 7. júní með m.s. Gull ’ossi. Verður komið til Edinborg- ar hinn 10. sama mánaðar og sta'ð ;ið þar við þann dag og bærinn skoðaður. Síðan verður haldið með leiðarvagni frá Edinborg til London. Kemur hópurinn til London 11. júli. í London munu unglingarnir hafast við á völdum einkaheimilum, meðan á æskulýðs mótinu stendur. Að mótinu í London loknu mun, eins og óður greinir, haldið til Skotlands og dvalizt þar um hálfsmánaðar tíma á vegum samtakanna. Einnig þar verður hafzt við á einkaheim ilum. Haldið verður heim frá Glasgow með flugvél frá Flugfé- lagi íslands hinn 10. ágúst. í hinum íslenzka hóp munu verða tíu stúlkur og tíu drengir á aldrinum 16—20 ára. Umsóknir um þátttöku sendist Magnúsi Gísla fyrir 15. júní. Umsókn fylgi upp- lýsingar um aldur, nám eða at- vinnu, ásamt meðmælum frá skóla stjóra, kennara eða vinnuveit- fyrir hendi eru. I>á fylgi og vott- ór'ð úm énsKÚktmnáttu. í ráði er að hér verði um skipti heimsókn að ræða. Mun jafnstór liópur brezkra unglinga væntan- lega koma til íslands sumarið 1957, og er hugmyndin að unglingarnir búi þó á íslenzkum heimilum. Er því mjög æskilegt, að væntanlegir þátttakendur í Bretlandsferðinni gætu tekið brezka unglinga f.il dvalar um allt að þriggja vikna tíma næsta sumar. Af þessum sök um verður að þessu sinni að tak- marka þátttöku við unglinga frá Reykjavík, Kópavogi og Ilafnar- firði. Kostnaður fyrir hvern þátttak- anda ver'ður 1500 krónur, og eru þar í innifalin öll fargjöld og þátt tökugjald vegna bæði Lundúna- og Skotlandsdvalar, svo og ferða- trygging. (Frá menntamálaráðuneytinu.) Ferðafélag íslands býður í ferð á Snæfellsjökul og í Landmannalaugar Ferðafélag íslands býður fólki í fjallaferðir að venju um hvítasunnuna, og ættu sem flestir að njóta vorsólarinnar og bregða sér til fjalla með leiðsögumönnum félagsins. Það er föst venja Ferðafélagsins nú orðið að fara vestur á Snæfells- nes snemma vors og ganga þá á jökul. Nú verður þessi ferð farin um hvítasunnuna. Lagt verður af stað á laugardag og gist í skólahúsi að Arnarstapa, en daginn eftir gengið á Snæfellsjökul, ef nógu vel viðrar. Þá er Þórsmerkurferð á laugar- daginn, og þarf ekki að efast um góða gistingu þar í hinum ágæta Skagfjörðsskála, í mörkinni cr hog skoðunarefni eina dagsstund óg þótt lengur væri. Þriðja ferðin er svo í Land- mannalaugar og gist í sæluhúsi fó- lagsins þar, en það er hitað upp með hveravatni, svo að ekki væsir um menn. Farmiða og upplýsingar um þess ar ferðir fá menn í skrifstofu í'é- lagsins á Túngötu 5. Lagt verður af stað í allar ferðirnar frá Austur- velli kl. 2 á laugardag. Fátt kvenfólk býðst til sveita- starfa Samkvæmt upplýsingum for- stöðumanns ráðningarstofu land búnaðarins, Magnúsar Guðmunds sonar, er mjög lítið franiboð á kvenfólki til sveitastarfa, og horf- ir til vandræða í þeim efnum. Eru miklar beiðnir um ráðskonur, kaupakonur og til fleiri starfa, en fóar stúlkur gefa sig fram. Er þó völ á mörgum góðum störfum og vel launuðum, t. d. völ á ráðskonu- stöðum á góðum sveitaheimilum. Hins vegar lætur nærri, að nógu margir unglingar bjóðist á aldrin- um 14—16 ára og eins bjóðasl nærri nógu margir karlmenn til sveitastarfa til þess að hægt sé a'ð fullnægja eftirspurn. Giæsilegar bygpgafram- kvæmdir samvinnumanna Fyrir tæplega ári síSan komu tuttugu og tveir menn sam- an til fundar og ræddu hvernig hagkvæmast væri fyrir þá að byggja sér íbúð, þannig að viðráðanlegt yrði. Þar sem þeir voru allir í félagssamtökum Framsóknarmanna og höfðu skipað sér undir merki samvinnuhreyfingarinnar, var líka eðlilegast að framkvæmdir yrðu á samvinnugrundvelli. Eftir ýmsar bollaleggingar var hafizt handa. Teikningar voru gerð- ar og unnu menn úr þessum hópi að sumum þeirra. Verk- legar framkvæmdir hófust í júní í fyrra og í síðustu viku var lokið við að reisa sperrur hússins. Þessir tultugu og tveir menn eru allir félagar í Byggingasam- vinnufélagi Reykjavíkur. Hins vegar annast þeir allar verklegar framkvæmdir og liúsið er byggt á vegum þeirra sjálfra. Laugarnesvegtir 82. Byggingin er í tveim álmum. Önnur er þriggja hæða en hin fjög urra. íbúðirnar eru jafninargar eigendunum, eða 22. Stærð þeirra er frá 110—125 fermelrar. Innrétt ingum er þannig fyrir komið, að eiganda hverrar íbúðar er í sjálfs vald sett að miklu leyti, hvernig hann hefir herbergjaskipun. Stór- ar svalir fylgja hverri íbúð og stigar og gangar eru rúmgó'ðir. Sameiginlegt þvottahús er fyrir allt húsið og verður það búið full- komnustu vélum. Sameiginleg mið stöð er fyrir allt húsið, en í hverri íbúð er hægt að tempra hitann aö vild. Nýlunda. í kjallaranum eru geymslur og þar er einnig frystiklefi fyrir 2 mánaða leiklistar- skóli á Akureyri Akureyri í gær. — Nú nýlega er lokið starfsemi Leiklistarskóla Akureyrar, sem starfað hefir með miklum ágætum hér í bæ. Var honum komið á fót að frumkvæði Leikfélags Akureyrar og Trúnað- arráðs verkalýðsfélaganna. For- stöðumenn skólans hafa verið Jónas Jónasson, verzlunarstjóri, sem ráðinn var skólastjóri, og Guðmundur Gunnarsson, formað- ur L. A. 32 nemendur hafa notið tilsagnar í leiklist í tvo mánuði og láta nemendur vel af kennsl- unni. Forróðamenn skólans boð- uðu til blaðamannafundar á Akur- eyri fyrir skömmu og skýrðu frá starfsemi leiklistarskólans. Þar las Gunnlaugur Björnsson upp kvæði af mikilli list og Þráinn Karlsson sýndi látbragðsleik við mikla hrifningu. Báðir voru þeir nem- endur skólans í vetur. E. D. Furíulegar forsetakosn- ingar í S-Kóreu Úrslit eru nú kunn í forseía- kosningunum í Suður-Kóreu. Syng man Rhee, núverandi forseti, fékk fjóra og hálfa milljón atkvæða. Aðal keppinautar hans tveir fengu samtals tæp 4 millj. atkv. Þess ber að geta, að annar þeirra fer huldu liöfði og er eltur af lögreglunni, en hinn dó fyrir skömmu, en fékk þó tíépar tvær milljónir atkvæða. hverja íbúð. Það mun vera ný- mæli hér á landi, en trúlega mun kleíinn með tiiheyrandi útbúnaði borga sig á stuttum tíma. - Félagsmenn hafa unnið mikið í byggingunni sjálfir, enda flestir ungir að árum og dugmiklir. Sá, sem mesta vinnu hefir lagt af mörkum er kominn með um 30 þúsund króna innlegg, en allar vinnustundir eru skrifaðar niður. Fj’rirhugað er, að þegar húsi'ð er orðið fokhelt og búið að ganga frá því að utan, gangar og stigar fullgerðir, vinni hver og einn við sína íbúð. En þangað til svo langt er komið, munu allir vinna sam- an, eins og frá byrjun. Jósef Reyn is teiknaði húsið, en yfirsmiður er Guðmundur Jóhannsson. Raflagnir annast Ingólfur Björgvinsson og múrverk Ragnar Hanson. Húsið á Laugarnesvegi 82 er fall eg og stílhrein bygging. Mennirn- ir, sem hafa komið því upp, hafa tileinka'ð sér samvinnuhugsjónina og með sameiginlegu átaki náð þeim áfanga, sem meðfylgjandi mynd sýnir. Bandaríkjasijórn (Framhald af 1. síðu). flokksins hafa að undanförnu dylgj að um það á fundum og ögra'ð með því að dregið mundi úr fram- kvæmdum, jafnvel viðhaldi á flug vellinum innan skamms. Virðast þeir hafa haft góðar heimildir. Þróttur keppir á Akur- eyri um hvítasunnuna Akureyri í gær. — Ákveðið er, að knattspyrnufélagið „Þróttur“ fari í keppnisför til Akureyrar um hvítasunnuna. Meistaraflokkar fé- lagsins í knattspyrnu og hand- knattleik munu keppa nokkra leiki við Knattspyrnufélag Akureyrar og íþróttafélagið „Þór“. 111 færí um EyjafjörtS Akureyri í gær. — í gær gerði hér verstu stórhríð svo að snjón- um hlóð niður. 1 dag er ill færð um héraðið og snjór á götum Ak- ureyrar. Verða bílar að aka með keðjum, unz snjóinn leysir. Bílar reyndu í morgun að komast yfir Vaðlaheiði, en urðu að snúa frá vegna skafla á lieiðinni. E.D. Norðlendingur landar á Sauíárkrók Sauðárkróki, 15. maí. — Togar- inn Norðlendingur er að landa hér 240 lestum af fiski til fryst- ingar og annarrar vinnslu. Brúar- foss er hér einnig og á að taka' kjöt til útflutnings. — GÓ.1 Játning Morgunblaðsins (Fralnhald af 12. síðu). Orð flotaforingjans eru nánast ósk um að samskiptamál íslands og Bandaríkjánna leysist á viðunandi hátt, og er sú ósk vissulega gagn- kvæm. Athyglisvert er, að málgagn Sjálfstæðisflokksins skuli telja þá eina lausn fullnægjandi, að samþykkt Alþingis verði að engu liöfð og herinn sitji áfram um ófyrirsjáanlega framtíð þótt friðvænlegt væri í veröldinni án hersetu. Fiotaforinginn sat ekki ráðlierranfundinn. Morgunblaðið hnýtir því við fregn heimildarblaðsins, að Wright flotaforingi hafi setið fund At- lantshafsráðsins í París. Gefur síð- an í skvn, að foringinn muni hafa fengið upplýsingar hjá utanríkis- ráðherra og muni nú Framsókn ætia að svíkja samþykktina í varnarmálinu! Tíminn hefir fengið þær upplýs- ingar hjá utanríkisráðherra, að Wright flotaforingi hafi alls ekki setið fund Atlantshafsráðsins, hins vegar muni foringinn hafa komið til Parísar fyrir fundinn. Handrifamálíð (Framhald af 1. síðu). sem íslenzka þjóðin stæði mjög einhuga um kröfuna um endur- heimt handritanna. Kvað hann kommúnistaflokk Danmerkur vera beirrar skoðunar, að afhenda bæri íslendingum handritin 811. Forsætisráðherra vísaði í svari sínu til tilboðs dönsku stjórnar- innar 1954, þegar fslendingar vildu ekki fallast á skiptingu handritanna milli þjóðanna. Kvað liann dönsku stjórnina reiðubúna til viðræðna um nýj- ar leiðir til lausnar, en eins og málið stæði nú teldi hún ekki ástæðu tii þess að hafa frum- kvæði að slíku. Umræður um rnálið urðu ekki meiri í þinginu. — Aðils. Inu (Framhald af 12. síðu). hefði ekki átt neinn þátt i livarfi stúlkunnar með því að láta hana vinna lengur, vegna þess að liún kom lftið eitt of seint til vinnunnar. Konan kvaðst vona, að svo væri ekki. Aftur á móti sagði móðir fnu fyrir hálfum mánuði, að hún þættist þess fullviss, að dóttir sín væri látin og, að verk- stjórinn liefði myrt hana. Hins vegar gæti liún ekkert sagt strax, þar sem þetta væri ekki sannað. Fyrir nokkrum árum reyndi Poul verkstjóri að fremja sjálfs morð vegna ástarsorgar og eitt sinn dvaldi hann á geðveikra- hæli til rannsóknar. Afla- og atvinnulaust í Ólafsfiríi Ólafsfirði, 15. maí. — Algerlega fiskilaust er nú hér á heimamið- um, en bátar eru að búa sig á tog veiðar. Þeir eru nú komnir heim af vertíð syðra. Togarafiskur hef- ir ekki komið hingað til vinnslu síðustu vikur, og er því atvinnu- laust að kalla. Er þetta því til- finnánlegra sem vertíðarfólk er komið heim. — Sauðburður er byrjaður og gengur vel. BS. Fjölmennt heim til sextugs sveitunga Fosshóli, 15. maí. — Hermann Guðnason bóndi á Hvarfi í Bárð- ardal varð sextugur 6. maí s. 1. Þann dag fjölmenntu sveitungar hans heim til hans, svo og ýmsir kunningjar hans úr nágrannasveit um og heiðruðu hann. Tók hann rausnarlega á móti gestum og voru fram bornar höfðinglegar veitingar. Hermann á að baki stór myndarlegan búskap og hefir gegnt fjölmörgum trúnaðarstörf- um fyrir sveit sína. SLV. Fréttir frá landsbyggöinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.