Tíminn - 17.05.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.05.1956, Blaðsíða 5
•4*v'Vr ‘‘V A'-: •• -'•,. >•-:■; V/ ÍÍM I N N, fimmtudagurinn 17. maí 1956. Sambandsþing S. U. F. verður að Samvinnuskólinn að Bifröst er lyftistöng fyrir fræðslustarf samvinnumanna Hin vitræria þróun mannsins hef ir fallið í tvo farvegi. Vitið í þágu sérhyggjunnar, sem leiðir af sér yfirdrottnunarstefnu, og vitið í þágu samvitundar og samstarfs. Með samstarfi og samhjálp náðu liinir frumstæðu þjóðflokkar lengst, en hver sá sem útilokaði sig frá hinum, staðnaði og þróun- in varð neikvæð. Hvar, sem við lít um, verður það samstarfið, sem nær lengst. Ekki aðeins í ríki okk ar mannanna, heldur einnig í ríki náttúrunnar. Örninn, hinn mikli og tignarlegi fugl, fer einförum. Nú sést ekki nema einn og einn. En fugiar, sem virðast vanmáttug- ir og smáir í samanburði við örn- inn, þeir hafa haldið velli. f hverju liggur svo þetta, að slíkur konung- ur sem örninn er, er að deyja út? Því er auðvelt að svara. Það sem hefir bjargað hinum smærri fugl- um er að þeir hafa háð baráttu sína í flokkum og myndað órofna heild, meðan hinn stóri fór ein- förum, háði sína baráttu einn og féll svo. Þegar á reyndi varð glæsi leikinn og veldið ekki nægilegt. Við íslendingar erum hinir smáu meðal stórþjóðanna. Okkar smáa þjóð verður að beita hinni vit- rænu þróun í þágu samhyggju og samstarfs, vilji hún halda frelsi sínu og vera efnahagslega sjálf- stæð. Feti hún í fótspor einhyggj- unnar er séð fram á örlög hennar. Þeirri æsku, sem nú vex upp, eru færð mörg þjóðféíagsleg vandamál í hendur, og eins og nú er ástatt í okkar þjóðfélagi, langar mig til að halda því fram, að hún fái eins mikil vándamál og sú næsta á und- an, og ef til vill meira. Því fær hin tápmikla íslenzka æska nóg að starfa og nóg af vandamálum til að leysa, en svo er eftir að vita, hvernig og á hvaða grundveili slíkt verður framkvæmt. Eins og okkar þjóðfélag er byggt upp, velt ur á öllu hve þegnarnir sýna mik- inn félagslegan þroska, og finna að það er í raun og veru hver og einn sem tekur þátt í stjórn lands- ins, og ábyrgðartilfinningin er þar mjög mikilvæg. Það er ef til vill þess vegna, sem er raunverulega erfiðara að lifa í lýðfrjálsu landi en í einvaldsríki. í einvaldsríkinu varpar þjóðin frá sér ábyrgðinni í hendur fárra manna og sitv.r og stendur eins og þeir vilja. Þjóðin þarf sem minnst að taka sjálfstæð- ar ákvarðanir, tapar ábyrgðartil- finningu sinni og veltist um cins og stjórnlaust skip í ölduróti valda gráðugra cinhyggjumanna. Eitt af vandamálunum, sem veld ur okkur mikTum erfiðleikum, er jafnvægið'í byggð landsins. Öllum er það ljóst, að hinn látlausi straumur fólks í þéttbýlið er mjög háskalegur. En ég held, að aðgerð ir hjns opinbera séu of einhæfar til þess, að þær komi að gagni. Það þarf að fara aðrar leiðir. Við hljótum að sjá, að þær ráðstafanir, sem nú eru gerðar til hjálpar at- vinnuvegum til lands og sjávar eru misheppnaðar. Slíkt er aðeins að fara á milli Skylla og Karybdis. Þessi mál verða bezt leyst á grundvelli samvinnunnar. Sú þjón- usta, sem samvinnufélögin á ís- eftir Halldór K. Halldórsson landi veita dreifbýlinu er ekki of metin, og sú aðstoð, sem þau veita til að viðiialda jafnvægi í byggðinni. Ef þessi mál verða ekki leyst á þann hátt, veit ég ekki hvaða ráð væri betra. Hið op- inbera ætti að líta á samvinnufé- lagsskapinn sem bandamann í þess ari baráttu sinni, og aðstoða hann við að veita fólkinu í dreifbýlinu viðunandi kjör, svo að það geti lifað farsælu lífi og fært þjóðinni tekjur í þjóðarbúið. Getum við hugsað okkur sveitir og þorp þessa lands ef allt starf samvinnufélag- anna væri þurrkað út, engin kaup- félög, engar verksmiðjur, engin frystihús og engin mjólkurbú sam- vinnumanna. Einhver myndi ef til vill segja, að þau mættu hverfa, því þá myndi einhver og einhver veita fólkinu þessa þjónustu. Bn ég segi nei. Hvaða maður myndi reisa, t. d. frystihús í sjávarþorpi, þar sem fáeinir bátar leggðu inn afla sinn á sumrum, bændurnir af- urðir sínar á haustin, og svo stæði húsið autt á vetrum? Ef kaupmað- ur væri á staðnum, myndi hann reisa frystihús fyrir fólkið? Nei, ekki býst ég við, að hann gerði það, a. m. k. ekki eins og nú er á- statt í frystihúsamálum dreifbýlis- ins. Hann leggur ekki í vafasöm fyrirtæki, þó að auðsætt sé að slíkt sé bráðnauðsynlegt, til at- vinnuaukningar. • En þetta hafa kaupfélögin gert. Þau eru samtök íólksins, stofnuð af því sjálfu til að vinna að hagsmunum þess. Væri slík stofnun lífsnauðsynleg teldi stjórn félagsins sér skylt að veita meðlimunum slíka þjónustu, fyrir þá er starfið unnið. Þetta dæmi sýnir ef til vill bezt, hvílíkur reg- inn munur er á einkaframtakinu og samvinnunni. Ég er ekki að halda því fram að kaupmenn geti ekki verið prýðismenn, en á bak við fyrirtæki þeirra liggur engin hugsjón. í Svíþjóð hafa farið fram athygl isverðar rannsóknir á því hvers vegna fólk verzlar við eina verzlun fremur en aðra. Nærtækast væri að hugsa sér að það væri vegna þess, að ein verzlun væri nær en önnur, skemmtilegri búð, betri þjónusta og hagkvæmara verðlag, eða því um líkt. Niðurstöðurnar urðu ekki þær, heldur að það sterk asta sé að á bak við liggi einhver hugsjónastefna. íslenzki samvinnufélagsskapur- inn er orðinn svo öflugur í land- inu, að hvar sem við förum sjáum við fyrirtæki samvinnumanna. Þetta er hreyfing, sem óumdeilan- lega á sína framtíð, framtíð í skjóli manngöfgi og fagurra hug- sjóna. Vitanlega er hægt að sjá galla í rekstiú félaganna, því í engu eru mennirnir fullkomnir. En menn mega ekki skella. skuld- inni á félagsskapinn í heild, þótl þeir séu að einhverju leyti óánægð ir með sitt félag, grundvallarregl- ur þess eru alltaf jafn sígildar, hitt er aðeins dægurmál. Oft heyr- um við félögunum hallmælt mjög ómaklega, en gagnrýnin hefir þau takmörk að um leið sé bent á önn- ur markmið æðri. Það er ósköp auðvelt að segja, að þetta eða hitt er ómögulegt, þetta getur ekki gengið svona, en svo er líka ekki meir. Þeir menn, sem stunda að gagnrýna gerðir annarra en benda ekki á neitt betra, slíkir menn eru einhverjar auðvirðulegustu mann- verur, sem ég þekki, því auðveld- ara er að dæma en verða dæmdur. Ég held, að menn hugsi félögin sem of sjálfsagðan hlut og vilji ekki alltaf leggja eins mikið á sig og þeir heimta af þeim, finna sig ekki sem hluta af heildinni, sem félögin byggjast á. Mín skoðun er sú, að fræðslu og upplýsingastarf- semi samvinnusambandsins sé ekki nægileg, hvað snertir al- menna fræðslu um félagsstarfsem- ina og kynningu á samvinnustefn- unni meðal almennings. Menn þurfa að vita hvernig félögin eru byggð upp, en það myndi hafa það í för með sér að menn myndu verða miklti betri félagsmenn. Meira þarf að gera af því að senda út um landið góða fyrirlesara, sem myndu ræða við fólkið, um starfið. Afleiðingar af ónógri fræðslu, koma fram í hinum fáránlegustu hugmyndum, sem jafnvel hinir greindustu menn gera sér um sam- vinnufélögin, en þeir- liafa að ein- hverjum ástæðum ekki lagt sig í að kynna'sér þessi mál. Þetta er svo hættulegt, að ekki ætti að ganga fram hjá þessu máli órann- sökuðu, heldur auka hina almennu fræðslu verulega. Ég veit dæmi þess, að maður fór að kvarta undan því, að sykurpok- inn í kaupfélaginu hans væri dýr- ari en hjá kaupmanninum rétt hjá. Það var hægt að sýna manninum fram á, að þegar hann væri búinn að fá sinn arð væri sykurinn þrátt fyrir allt ekkert dýrari í kaupfé- laginu, þó að svo hefði staðið á í þetta skiptið, að þessi vörutegund væri dýrari hjá félaginu. En þá kemur það, sem svo margir sletta fram. Það segizt endurgreiða svo og svo mikið, en takið svo mest aftur í þennan stofnsjóð ykkar, þetta er allt til að sýnast. En veit maður, sem heldur þessu fram, hvað er gert við stofnsjóðinn? Það get ég ekki ímyndað mér. En þetta skilja allir, ef þeim aðeins er sagt það. ÖIl fyrirtæki þarfnast rekst- ursfjár, og ekkert getur starfað án fjármagns. Hvar fá kaupfélögin sitt rekstursfé? Rekstursfé þeirra er ósköp einfaldlega stofnsjóður fé lagsmanna og aðrir sjóðir þeirra. Þú, sem ert í kaupfélagi, ættir_að hafa hugfast, að það er þinn hag- ur, að verzla eingöngu við þitt kaupfélag, þannig gerirðu það fjár hagslega sterkara og hæfara til að gegna sínu hlutverki fyrir þig og afkomendur þína. Með því að efla félagið þitt ertu að búa í haginn fyrir komandi kynslóð, og hvað er í raun og veru göfugra takmark? Þú þarft ekki að óttast að það fé, sem þú lagðir að mörkum hverfi burt, það verður alltaf kyrrt á sín- (Framhald á 8. síðu). Næsta J>in« Sambands ungra Fram- sóknarmanna verður háð í liinum glæsi legu húsakynnum samvinnuskólans Það hefir ætíð verið svö, að kynni hin glæsilegustu og aðbúð þing S. U. F. háfa verið aðsóps- mikil og vakið athygli. Mörg dæmi má nefna þessu til stuðnings. En hvað veldur, að meira kveður að þingum ungra Framsóknarmanna en þingum unghreyfinga annarra flokka? Skýringin á þessu er marg þætt. Á því leikur ekki vafi, að í engum öðrum stjórnmálaflokki er hlutur æskunnar jafnmikill og í Framsóknarflokknum og það er máske ein meginástæða þess, hve samtök ungra Framsóknarmanna eru aðsópsmikil. Hið mikla lýð- ræði, sem jafnan hefir ríkt í Fram sóknarflokknum, hefir átt sinn þátt í því, að skapa S. U. F. Þau skil- yrði til þess að vaxa og þroskast sem veigamíkíl ’grein á flokks- meiðinum. Sjálfstaéði samtakanna innan heildarinnar hefir verið þeirra lífskraftur. Jafnan hafa verið gerðar á sam- bandsþingum S. U. F. veigamikl- ar ályktanir, sém hafa haft oft- j lega mikil áhrif á starf og stefnu Framsóknarflokksins. hin bezta. Hitt var ekki veigaminnst í huga sambandsstjórnar, að einmitt á þessum stað var hið glæsilega menntasetur samvinnumanna, og einskonar vé samvinnustefnunnar í landinu. Allt starf Framsóknar- flokksins mótast af hugsjónum.og baráttu samvinnustefnunnar til réttláts þjóðfélags. Frá þessu menntasetri munu streyma straumar, sem munu hafa djúptæk áhrif á unga Framsóknarmenn og starf Framsóknarflokksins í fram- tíðinni. Tengsli okkar allra við samvinnustarfið er gott veganesti (Framhald a 8. síðu). Sambandsfélögin til- kynni kjör fulltrúa i hið fyrsta Ný vjðhorf. Sambandsþingið er nú haldið á örlagatímum í íslenzkum stjórn- málum. Flokksþing Framsóknar- manna er háð var í marzmánuði s. I. hefir skapað méira umrót í stjórnmálunum en flestir bjuggust við fyrirfram. Framsóknarflokkur- inn hefir nú í bandalagi við Al- þýðuflokkinn tekið upp forustu- hiutverkið gegn íhaldinu. Nú í fyrsta sinn um áraraðir eygja kjós endur möguleika á því, að áhrif- um íhaldsins sé útrýmt um stjórn landsins. Alls staðar af landinu berast fregnir um að fólkið skipi sér fast um bandalag umbótaflokk- anna, efli þriðja aflið. Við þessar aðstæður hlýtur marg ur æskumaður að örfast til nýrra og mikilla dáða. Framundan eru bjartir tímar í íslenzkum stjórn- málum. Þjóðin ber gæfu til þess að efla sem mest umbótaflokkana. Þessi björtu viðhorf og breyttu aðstæður hljóta að setja svip sinn á sambandsþing S. U. F. og gera það að einu mesta baráttuþingi í sögu samtakanna. Þinglialdið að Bifröst. Þegar sambandsstjórnin var að svipast um eftir þingstað, komu eðlilega margir staðir til greina, sem vel voru fallnir til þinghalds. En að öllu athuguðu ber Bifröst af þeim stöðum, sem sambands- stjórnin hafði í athugun. Bifröst er á vegamótum við aðalsamgöngu æð til þriggja landshluta. Húsa- iIiiiiiiiiiiin!ini«iiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiHiimii!«iiiiin | Frá ritst jóranum | 5 Nú um skeið hefir Vettvang-E Hurinn ekki komið reglulega útM ITil þess að fyrirbyggja misskilns BÍng skal það tekið frain, aði =Iöng veikindi mín hafa átt sök= =á þessu. Framvegis mun Vett-= Svo sem tilkynnt hefir verið sambandsfélögunum bréflega verður sambandsþing S. U. F. sett aS Bifröst í Borgarfirði föstudaginn 25. maí n. k. Sam bandsfélögunum er nauðsyn- legt að kjósa hið allra fyrsta fulltrúa sína á sambandsþing- ið. Senda má einn fulltrúa fyrir hverja 20 félagsmenn á sambandsþingið. Einnig er heimil fundarseta ungum Framsóknarmönum, sem vildu sækja þingið sem gestir og eru allir ungir Framsóknar- menn, sem þess eiga kost, að sitja þingið, hvattir til að koma þangað. Þingið mun sennilega standa fram á sunnu dagskvöld 27. þ. m. Fulltrú- um og gestum verður séð fyrir gistingu og veitingum gegn mjög vægu gjaldi, en vegna gistirúmaskorts er öllum þeim, er þess eiga kost ráðlagt að hafa meðferðis svefnpoka eða værðarvoðir, því að fyrir- sjáanlegt er, að annars hljót- ast af vandræði. Æskilegt er að þeir fulltrú- ar, sem koma frá nágranna- héruðunum eða ráða.yfir far- kosti, sjái sjálfir um bíl til ferðarinnar. Hins vegár mun sambandsstjórnin skipuleggja bílferð á sambandsþingið sér- staklega fyrir þá fulltrúa, er þurfa að koma fyrst til Reykja víkur, t. d. utan af landi, sjó- leiðis eða flugleiðis. Formenn sambandsfélag- anna eða fulltrúar setji sig í samband við formann S. U. F. Þráin Valdimarsson, sími 6066 á skrifstofu Framsóknarflokks ins, eða Áskel Einarsson, sími 82771. Þeir munu gefa allar upplýsingar um þinghaldið og veita þá fyrirgíreiðslu, sem =vangurinn koma reglulega sem= iáður. | þeim er unnt að láta í té. Einn Á. E. 11 ig ber að tilkynna þeim þátt- iiTniiiiiinninininiiiniiiinnninniiiinninninnniniml töku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.