Tíminn - 17.05.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.05.1956, Blaðsíða 6
6 T í IVII N N, fimmtudaguriun 17. maí 1956, Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason . Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi viS Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaSamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda'h.f. [ Málgagn hershöf ðing jana ' TI|EIRIHLUTI Alþingis ■^"hefir markað stefnu jjóðarinnar í varnarmálinu og ákveðið, að fram skuli fara end- uirskoðun á varnarsamningnum :með það fyrir augum að herinn hverfi á brott. Breytt útlit í » heimsmálunum og batnandi frið- arhorfur eru undirstaða þessar- ar ályktunar. ísland gekk í Atl- antshafsbandalagið 1949 með þeirri forsendu, að hér skyldi ekki vera her á friðartíma, en aðstaða mundi látin í té ef til ófriðar drægi. Vegna uppvæn- legs útlits, 1951, eftir að komm- únistar höfðu hrundið Kóreu- stríðinu af stað var horfið frá þessari stefnu um sinn og her- varnasamningurinn gerður við Bandaríkin. Ákvæði samnings- íns — m. a. skammur uppsagnar- frestur — minna á þá staðreynd, að aldrei var til ætlast að þessi herseta hér yrði nema til bráða ibirgða. íslendingar hafa sjálfir ákvörðunarrétt í því máli. Það eru skýlaus samningsákvæði. Þjóðinni er í sjálfsvald sett, að iláta herin fara þegar hún metur ástandið þannig, að hans sé ekki lengur þörf. MEIRIHLUTI Alþingis og meirihluti þjóðarinnar stendur á bak við þá stefnu, sem nú hef ur verið mörkuð. Minnihlutinn Sjálfstæðisflokkurinn — virðist ekki vilja sætta sig við þessi úrslit. Allt síðan Alþingi tók þessa mikilvægu ákvörðun, Ihafa foringjar þessa minnihluta pings og þjóðar markvisst stefnt að því að torvelda framkvæmd jpá, sem meirihlutinn ákvað. Morgunblaðið — og ýmsir þingmenn flokksins — hafa haldið því fram opinberlega, að Alþingi sé að brjóta samn- inga á erlendum þjóðum. Þetta er hin herfilegasta blekking. En málflutningur af þessu iagi — í blaði forsætisráðherr- ans — er vissulega til þess fallinn að veikja málstað ís- lands út á við og skapa tor- íryggni um mikilvægt mál. Þessir sömu aðilar hafa laumað þeim fregnum inn í’ erlend blöð að ákvörðun Al- þingis sé kosningabrella. Einn- ::g þetta miðar að því að veikja málstað íslendinga og auka tortryggni í kring um hin mik- ilvægustu mál. Síðasta afrekið er svo að halda fram málslað hershöfðingjanna, og segja að íslenzku þjóðinni beri í þessu máli að haga sér að vilja er- lendra hershöfðingja og -lát-a þá dæmá, hv^r staða landsins sé í samfélagi þjóðanna, og hvenær létt skuli hersetunni. MENN SJÁ BEZT hvers konar málsmeðferð hér er á ferð, er þeir setja upp í huga sér hliðstætt dæmi. Ýmsir hershöfðingjar Atlantshafs- bandalagsins lögðu á það mikla áherzlu um langt skeið, að bandalagið fengi herstöðvar í Noregi og Danmörk. í ræðum þeirra og í blaðaummælum má finna þess mörg dæmi, að þeir hafi talið það mjög óráðlegt af forvígismönnum Norðurlanda- þjóðanna að leyfa ekki erlendar herstöðvar. Ef þessar þjóðir hefðu átt sitt Morgunblað, hefði það rokið upp með áróður um að þeim bæri að taka meira tillit til skoðana hershöfðingj- anna, en minna tillit til eigin stjórnmálaforingja og meirihl. þjóðanna. Þá hefði „stærsta blað landsins“ birt stórar fyr- irságnir um að það væri skað- legt að stofna til ósamkomulags innan NATO og því bæri að láta strax undan kröfunum. Og for- ingjar „stærsta stjórnmála- flokksins“ hefði haldið um það hörkuræður, að taka bæri meira tillit til erlendra skoðana en sj álf sákvörðunarréttarins. En á Norðurlöndum er ekk- ert blað sem jafnast á við Morg- unblaðið, og engar spilltar auð- mannaklíkur ráða þar yfir heil- um stjórnmálaflokkum. Sú stefna, sem mörkuð var af helztu stjórnmálamönnum í sam ræmi við vilja meirihlutans, var því framkvæmd árekstrarlaust, herstöðvunum var neitað og hvorki Danir né Norðmenn eru neitt ósælli fyrir. ÞESSI SAMANBURÐUR er lærdómsríkur þessa dagana þeg- ar Morgunblaðið eru engu lík ara en að vera málpípa erlendra hershöfðingja. Ef menn skyggn ast ofurlítið dýpra, sannfærast þeir um, að það er satt og rétt, að gróðafíknin á sér ekkert föð- urland. Bændur og bandalagið AF HÁLFU Sjálfstæðis- aaanha er nú írtjög reynt að láalda því fram í sveitum lands- urs, að Framsóknarflokknum :aumi ekki auðnast að halda jafn ;el á málunum fyrir landbún- aðinn í samstarfi við Alþýðu- lokkinn og í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Reynslan segir annað. FRAMsóknarmenn hafa tví vegis staðið að stjórn með Al- býðuflokknum, á árunum 1927— 31 og á árunum 1934—39. Bæði pessi stjórnartímabil mörkuð- ust af stórhuga framkvæmdum :! þágu sveitanna. Á árunum 1927—31 voru sett lögin um landnáms- og bygging- arsjóð. Á þessum árum var Búnaðarbankinn stofnaður. Sam eiginlega gerbreytti þetta aðstöðu landbúnaðarins. Áður hafði lánstofnunum þjóðarinnar verið lokað fyrir honum. Með framangreindum aðgerðum rfékk hann sívaxandi fjármagn til umráða. Á árunum 1934-38 voru afurð asölulögin sett. Þau björguðu sveitunum frá algeru hruni. Öllum kemur nú saman um, að þau séu merkusta löggjöfin, er sett hefur verið í þágu land- búnaðarins. Sjálfstæðisflokkurinn barðist hatramlega gegn bæði bygging- ar- og landnámssjóði og afurða- sölulöggjöfinni. Sú reynsla, sem hér er skír- slcotað til, sýnir vissulega, að Framsóknarmönnum hefur tek- izt vel að tryggja hlut sveitanna í samstarfi við Alþýðuflokkinn. ÞAÐ ER RÉTT, að mikið hefur verið gert fyrir landbún- aðinn á undanförnum árum af hálfu þess opinbera. En það hefur ekki verið Sjálfstæðis- flokknum neitt að þakka. Hann hefur ekki fremur nú síðari ár- in en áður fyrr borið mál land- búnaðarins fyrir brjósti. Afstaða hans til landbúnaðarins má bezt marka á árunum 1924—27, þeg- ar hann fór einn með stjórnina, ERLENT YFIRLIT: Nýtt stjómarfar í Sovétríkjunum? Ný tillaga frá Winston ChurchiH um aðild Rússa atS samstarfi þjóoanna, sem eru í Atlantshafsbandalaginu WINSTON CHURCHILL hefur löngum verið vanur því að koma mönnum á óvart með því að sjá lengra fram í tímann en "estir menn aðrir. Margt bendir til að þessi hæfileiki hafi ekki brugðist honum, þótt hann sé nú kominn á níræðisaldur. í seinustu viku, var Churshill sýndur sérstakur heiður, er borgar- stjórnin í Aachen í Vestur-Þýzka- landi afhenti honum hin svonefndu Karlamagnúsar-verðulaun, en þau eru árlega veitt manni, sem talinn er hafa unnið mikilvæg störf í þágu sameiningar Evrópu. Veiting þessara verðlauna var tekin upp eftir stríðið og er Churchill sjötti maðurinn, er hlýtur þau.. Aachen var á sínum tíma höfuðstaður Karlamagnúsar, er réði yfir mest allri Evrópu. Churchill ræ.tt ítarlega um þessi mál í við- tali við ameríska vikuritið ,.U.S. News and World Report“. Niður- staða hans er í stuttu máli þess: I Frá mínu .sjónarmiði 'táknar það, sem er að gerast í Sovétríkjunum, að bylting fólksins gegn komm- únismanum er að hefjast. Með þessu á Khokhloff ekki við, að lík- ur séu fyrir uppreisn í Sovétríkj- unum eða að valdhafarnir þar séu valtir í sessi, heldur hitt. að það séu áhrif frá fólkinu, er knýji þá til undanlátssemi. j HINN ÞESSARA manna er (Tokajeff hershöfðingi, sem áður var háttsettur í flughernum rússn- eska, en dvelur nú í Svisslandi. Við tal við hann um þessi mál birtist í enska blaðinu „The Sunnday Times“ 8. f.m. Niðurstöður hans voru í höfuðatriðum þessar: CHURCHILL flutti við þetta tækifæri ræðu, sem vakið hefir mikla athygli.. Efnislega fjallaði sá kafli ræðunnar, er mesta at- hygli vakti, á þessa leið: — Nýtt viðhorf hefur skapast við það, að valdhafar Sovétríkjanna hafa steypt Stalín af stalli. Ef sú stefnubreyting er raunveruleg, sé ég ekki neina annmarka á því, að Rússar verði teknir inn í samstarf þjóðanna, er nú standa að Atlantshafsbandalaginu. Við verður að gera okkur ljóst, hve djúpstæð er tortryggni Rússa og ótti þeirra við erlenda innrás. í sameinaðri Evrópu hafa Rússar hlutverki að genga. Ég er ánægð- ur yfir því, að hafa veitt því at- hygli, að áhrif hinna nýju atburða í Moskvu hafa þegar náð til Pól- lands. Fleira getur fylgt á eftir. Tékkóslóvakía getur öðlazt frelsi sitt að nýju. Framar öllu verður þó Þýzkaland að sameinast. Takmarkið á að vera, sagði Churchill ennfremur, að Evrópa sameinist í nánum téngslum bæði við Bandaríkin og Sovétríkin. Það á að vera markmið Atlantshafs- þjóðanna að unna sér ekki hvíldar fyrr en þessu stóra bandalagi hef- ir verið komið á. Ég árétta, að stefnan verður að vera sú að úti- loka ekki Sovétríkin eða Austur- Evrópuríkin. Ef slíkt samstarf næð ist, yrði miklu auðveldara að leysa hin erfiðu vandamál, eins og sam- einingu Þýzkalands, en ef þessi ríki halda áfram að skiptast í tvær andstæðar blakkir. — að Stalín var steypt af stóli. Ef j svipast, er um vestan hafs, kemur það í ljós, að sá maður, sem þarj er talinn sérfróðastur um málefni: Sovétríkjanna, George F. Kennan, fyrrv. ..sendiherra í Moskvu, hefir látið uppi svipaða skoðun. Það var Kennan, sem réði mestu um það, hvernig stefnu Stalíns var mætt af hálfu Bandaríkjanna í stjórnartíð Trumans forseta. Kennan hefur að undanförnu ferðast allmikið um Bandaríkin og flutt fyrirlestra um utanríkismál. í fyrirlestrum sínum hefur hann mjög rætt um breytingar þær, sem ! orðið hafa að undanförnu í Sovét- ríkjunum og um seinasta flokks- 1. Stórfelldar breytingar eru að verða á stjórnarháttum Sovétríkj- anna, hvort sem menn vilja kalla -þæi* byltingu eða einhverju öðru nafni. 2. Þróunin stefnir í áttina til meira frjálsræðis og er ekki sízt knúin fram af hinni uppvaxandi kynslóð. 3. Valdhafarnir óttast ekki að- ; eins heimstyrjöld, er allt getur lagt í rústir, heldur einnig smá- j styrjaldir, er geta leitt til heims- styrjaldar. Þess vegna munu þeir 1 sýna varkárni í þessum málum. 4. Valdhafarnir gera sér ljóst, að þeir verða að fullnægja óskum fjöldans um bætt lífskjör og meira svigrúm. „ . . . og aö lokum, félagar, höfum við fveggja mínútna þögn til að minn< ast þeirra, er gagnrýndu Stalin meðan liann liföi". (Vichy í „Daily Mirror“ í London). CHURCHILL er vissulega ekki einn um þá skoðun að gera sér miklar vonir um stefnubreyt- ingu þá, er mörkuð var á 20. flokks- þingi rússneskra kommúnista í vet ur og fyrst og fremst felst í því, og 1944—46, þegar hann hafði landbúnaðarráðherrann í ný- sköpunarstjórninni. Aldrei hef- ur verið búið ver að landbúnaö- inum seinustu 30 árin en á þess um tímabilum. ÞAÐ ER verk Framsóknar- flokksins, hvernig haldið hefur verið á málum sveitanna undan- farið. Hann hefur knúið Sjálf- stæðisflokkinn til að fallast á þessar aðgerðir. Ein megin- ástæða fyrir slitum stjórnarsam- starfsins, er sú, að honum er ljóst, að framförum i þágu land- búnaðarins verður ekki haldið áfram, nema breytt verði um efnahagsstefnu. Annars stöðvast þær eins og annað. Eftir slíku vildu Framsóknarmenn ekki bíða, heldur gera tilraun til að koma í veg fyrir það í tæka tíð. Stjórnarþáttaka Framsóknar- flokksins er bezta trygging bænda fyrir því, að vel verði unnið að málum þeiiTa af hálfu ríkisvaldsins. Þetta tryggja þeir nú með því að efla bandalag umbótaflokkanna. Sigur banda- lagsins er sigur bænda og ann- ars vinnandi fólks. þing kommúnista þar. Niðurstaða hans er í fáum orðum sú. að flest bendi til þess, að um raunverulega stefnubreytingu sé hér að’ræSa. Kennan segir, að hér sé að ræða um upphafið á því, að bylting kommúnista sé að hjaðna og ástand ið að færast friðsamlegra og frjáls legra horf. Það sama sé nú að ger- ast í Rússlandi og eítir allar öfg- fullar og ofbeldissinnaðar bylting- ar, þegar áhrif þeirra séu að byrja að lægja. Kennan spáir því, að frjálsræði almennings verði smátt og smátt aukið og kjör hans bætt. Hann telur og líklegt, að það muni leiða af þessu, að frið- samlegra samstarf takist með Rúsum og vestrænum þjóðum og þó einkum milli Rússa og Banda- ríkjanna. Kennan heldur því hinsvegar fram, að enn geti liðið alllangur tími þangað tii slík þróun komi til sögunnar í Kína og því verði í náinni framtíð miklu erfiðara að skipta við Kínverja en Rússa. ÞÁ ER að víkja að því, hvern- ig fióttamenn frá Sovétríkjunum líta á breytingar þessar. Að sjálf- sögðu eru þeir ósammála. Tveir þeirra, sem báðir eru vel þekktir, hafa nýlega látið uppi álit sitt um þessi mál. Annar þessara manna er Nikolai E. Khokhloff, sem um skeið var háttsettur í rússnesku leyniþjón- ustunni, en dvelur nú landflótta vestan hafs. Hann hefur nýlega 5. Stjórnin er enn traust í sessi, en ómögulegt er hinsvegar að segja, hve lengi hún verður það. Þegar skriðan er cinu sinni komin af stað og fólkið finnur getu sína til að krefjast meira og meira, getur enginn sagt það fyrir hvaf hún endar. AÐ SINNI verða ekki rifjuð upp fleiri ummæli merkra manna um þessi mál. Að sjálfsögðu er svo einnig hægt að finna ummæli manna, er halda hinu gagnstæða fi-am, og teija engar raunverulegar breytingar hafa átt sér stað. ■ Því verður hinsvegar ekki neitað; að staðreyndirnar tala yfirleitt .gegn þessum mönnum. Með rökum verð ur því ekki neitað, að verulegar breytingar hafa orðið á ýmsum sviðum og yfirleitt stefna þær í rétta átt frá sjónarhæð vestrænna lýðræðissinna, þótt en vanti mikið á, að kjör almennings og réttindi nálgist það, er viðgengst í hinum vestrænu lýðræðislöndum. Mjög er um það rætt í þéssu sambandi, hvaða áhrif þessar breyt ingar kunna að liafa í leppríkjum Rússa. Yfirleitt er því spáð„ að þær muni verða til þess, að þau fái meira athafnarými og frjáls- ræði verði aukið hjá þeim. Þess hafa þegar sést ýms merki, eink- um þó í Póllandi. Það kemur svo flestum saman um, að samkeppninni milli lýðræð- is og kommúnismanns sé hvergi (Framhald á 4. síöu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.