Tíminn - 19.05.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.05.1956, Blaðsíða 2
2 ’efía er veggklæ'ðið, sem frú ÁsgerSur E. Búadótfir híauf verSlaunin fyrir. Heitir þaS „Konan og fuglinn". (Jng íslenzk kona hlaut gullverðlaun á al- þjóðlegri sýningu fyrir fagurt, veggklæði Islenzka listiðnacJardeildin í Munchen vakti mikla aíhygli og hlaut hina beztu dóma í gær kvaddi stjórn félagsins „íslenzkur listiðnaður" blaða- :menn á sinn fund til að skýra frá þátttöku íslendinga í alþjóð- iegri sýningu listiðnaðar, sem haldin var í Munchen í Þýzka- landi. Lúðvíg Guðmundsson, skólastjóri, hafði orð fyrir stjórn félagsins og skýrði frá því, að íslenzk kona, frú Ás- gerður E. Búadóttir, hefði hlotið gullverðlaun á sýningunni fyrir fagurt og listrænt handofið veggklæði. Var frú Ásgerður mætt þarna á íundinum og veitti móttöku gull- verðlaunum ásamt tveim heiðurs- skjölum frá forsætisráðherra Bay- ern. Auk stjórnarinnar, heiðurs- gestsins og blaðamanna, voru ráð- herrarnir Dr. Kristinn Guðmunds- son og Ingólfur Jónsson mættir þarna svo og Dr. Kuhle, staðgeng- :ill sendiherra Þjóðverja, sem flutti ávarp við þetta tækifæri. Frú As- gerður er ættuð frá Borgarnesi. Ung kom hún í Handíða- og mynd- listaskólann og stundaði þar nám í 3 ár. Síðan stuncViði hún fram- haldsnám í Kaupmannahöfn við listaháskólann. íslenzka deildin vakti athygli. íslenzka listiðnaðardeildin vakti yf irleitt mikla athygli og hlaut beztu dóma almennings og kunnáttu- manna fyrir listrænt og vandað handbragð. íslenzkir stúdentar í Múnchen veittu mikla aðstoð við vörzlu á sýningu og við að leið- beina gestum. Sveinn Guðmunds- son, verkfræðistúdent í Múnchen, kom fram fyrir hönd félagsins og veitti móttöku þeim verðlaunum, sem nú hafa verið afhent frú Ás- gerði. Tvísýna-hársbreidd| í Austurlandi blaði kommúnista ' á Notðfirði, segir. svo um ástand og horfur í kosningunum í Suður- j Múlasýslu 11. þ. m.: „Ef við lítum á þetta kjördæmi,! Suður-Múlasýslu, með hliðsjón af síöustu kosningum, blandast okk- ur ekki hugur um, hvcr úrslitin rnuni verða. Framsókn sigraði þá með það miklum yfirburðum, að telja verður að hún haldi báðum sætunum örugglega." Og enn segir kommablaðið: „Úr slitin hvað snertir kjördæmakosnu þingmennina geta ekki verið tví- sýn“. Loks kemur svo rúsínan í pylsu- endanum, en það er dagskipanin, en hún hljóðar svo: „En þa'ð er annað, sem er tví- sýnt í þessum kosningum og það er hvort Lúðvík Jósepssyni tekst að italda uppbótarþingsæíi sínu. Við siðustu kosningar munaði aðeins hársbreidd“. Þannig er nú hijóðið í blessuð- um kempunum hálfum öðrum mánuði fyrir kosningar. — — Hvað mun síðar verða? -i-gkallh >0. sýning á „Kjarnorku og kvenhy!li“ Síðast liðið miðvikudagskvöld sýndi Leikfélag Reykjavíkur gam- anleikinn Kjarr.orku og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson í 50. sinn. Var hvert sæti skipað í leikhús- inu og að leikslokum var höfund- urinn kallaður fram, en formaður L. R., Lárus Sigurbjörnsson, færði honum fyrir hönd stjórnar Leikfé- lagsins fagra blómakörfu og á- varpaði hann nokkrum orðum að tilefni þess, að leikritið var nú sýnt í fimmtugasta sinn. Hafa fá íslenzk leikrit náð svo hárri sýn- ingartölu og ekki nema eitt, Gullna hliðið, sem hefir náð hærri sýn- ingatölu á sama leikárinu. Að lokum heiðruðu leikendur og starfsmenn L. R. Agnar Þórðarson með ferföldu húrrahrópi, en áhorf! endur klöppuðu honum óspart lof ' í lófa. — Næsta sýning á gaman- leiknum verður á annan í hvíta- sunnu og verður það þriðja sýn- ing leiksins, þar sem starfsári L.R. lýkur 31. maí. Brezka sendiráðið sýnir merka kvik- mynd um aðra helgi Um aðra helgi sýnir brezka sendi ráðið enska úrvalskvikmynd í Tjarnarbíó og er aðgangur ókeyp- is, eins og að fyrri sýningum sendi- ráðsins í vetur. Að þessu sinni verður sýnd brezka stórmyndin, sem fjallar um leiðangur Scott til Suðurpólsins 1912. Er þessi kvik- mynd tekin í lilum og leikur John Mills aðalhlutverkið. Var taka þess arar kvikmyndar talin mikið afrek. Nokkur hluti hennar var tekinn með ærinni fyrirhöfn og áhættu í svissnesku Ölpunum. Þessi mynd verður sýnd tvisvar á vegum sendiráðsins. Fyrst í Tjarn arbíó á laugardaginn 26. maí og síðan sunnudaginn 27. maí. Eimreiðin í nýjum búningi í umsjá nýrra eigenda Tímaritið Eimreiðin er nú komin út í nýjum búningi í um- sjá nýrra eigenda. Félag íslenzkra rithöfunda hefir keypt ritið af Sveini Sigurðssyni og hyggst gefa það út. Ritið er þó á ýmsan hátt líkt í sniðum og áður, en ný kápa hefir verið gerð á það og efnisskipun og efnisval með nokkuð öðrum hætti en áður var. Skæruliðar hafa alls kálað 31 Breta á Kýpur Niccosia, 17. maí. Síðast liðinn sólarhring hafa tveir brezkir hermenn verið vegnir á Kýpur úr launsátri. Hafa þá alls verið drepnir 31 brezkur hermaður á Kýpur sjðan skæruliða- samtökin Eoka tóku til starfa fyrir um það bil ári síðan. Liðs- foringinn, sem var drepinn í morgun, lézt samstundis og þrír hermenn, sem með honum voru, særðust nokkuð. Stjórn félagsins hefir ráðið rit- stjóra Guðmund G. Hagalín, en í ritstjórn með honum verða Þor- steinn Jónsson, og Helgi Sæmunds- son. Afgreiðslumaður ritsins er Indriði Indriðason. Af efni þessa fyrsta heftis má nefna kvæði eftir Valtý Guðmunds son, grein um Eimreiðina fyrr og nú eftir ritstjórann, grefn um dr. Valtý Guðmundsson eftir Jónas Jónsson, kvæði eftir Andrés Björnsson, smásagan Fylgdarmað- ur eftir Þórleif Bjarnason. Þá er frásögn eftir Þóri Bergsson, er nefnist úr Fremribyggð og Tungu- sveit, þrjú kvæði eftir Þorgeir Sveinbjarnarson og grein um norska skáldið Tarjei Vesaas eftir Ivar Orgland, sendikennaca. Þá er allmikið af ritdómum um íslenzk- ar bækur og ritfregnum um er- lendar. Árásin var gerð við borgina í'amagusta. Voru hermennirnir í bifreið á eftirlitsferð, er sprengju var varpað að bílnum frá runnum rétt við veginn. Leitað hefir ver- ið að tilræðismönnunum, en þeir ekki enn fundizt. Hinn hermaðurinn, sem drepinn var s. 1. sólarhring, var veginn úr launsátri í þorpi einu um 75 km. fyrir sunnan Nicosia. Þá hafa ver- ið gerðar tilraunir til að vinna ýms skemmdarverk á eignum brezkra manna, t. d. húsum og bifreiðum. Á veggjum nokkurra húsa í Limasoll má nú sjá slagorð gegn Bretum og eru þau nú rituð á ensku. ’ T í MIN N, laugardagurjnn 19. maí 1956. .......................................... AÐALFUNDUR IKAUPFÉLAGS KÓPAVOGS |E verður haldirtn þriðjudaginn 22. maí 1956 kl. 9 síðdegis 1 | í barnaskóla Kópavogs. § 3 Fundarefni: 1 §3 Venjuleg aðalfundarstörf. =S STJÓRNIN. amiimmiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ niiiu''auiiiiiiiuiHiPiiiiiiiHiiuiiiiiiiiiHiii!iiHiiiiiiiHi:iiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinuiiiiuii!iimiiimiiimiiiiiiiiie = s |Frá barnaskóium Reykjavíkurj | Þau börn, sem fædd eru á árinu 1949 og verða því f p skólaskyld frá 1. sept. n. k., skulu koma til innritunar = i og prófa í barnaskóla bæjarins miðvikudaginn 23. maí 1 1 kl. 2—4 e. h. | Fræðslufulltrúinn. 3 = 3 llUHUIIIHHIIi'iUIHIIIUIIUIIHIilHIIIUIIIIHIHIUIUIUIinillUIHIIIHIIIIIIIIHIIIIIIIIIUIUIillllllllHIUllhilllllllllillllÍu Tilkynning um andlát og jarðarför Hinn 23. des. s. I. andaðist að Gimli í Manitobafylki f Kanada Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, skáld og rithöfundur frá Syðra-Hverfi í Svarfaðardal. Jarðneskar leifar hans og síðari konu hans, Guðmundu Haralds- dóttur, verða jarðsettar að Völlum í Svarfáðardal, sunnudaglnn 27. tnaí kl. 2 síðdegis. Reykiavík, 17. 5. 1956. Eiríkur Hjartarson, Snorri Slgfússon. oe Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Sigurveig Jónsdóttir, Nesvegi 68, lézt í Landsspitalanum þann 10. þ. m. Bálför hefir farlð fram. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Ófeigur Eyjólfsson, Fanney Ófeigsdóttir, Geirmundur Sigurðsson og barnaborn. Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð og vináttu vlð andlát og jarðarför Árna Erlendssonar, Skíðbakka, Landeyjum. Erlendur Árnason, Guðbjörg Jónasdóttir og börn. HBWM Hjartans þakklæti til hinna mörgu, sem hafa sýnt okkur samúð og vinarhug í veikindum og við útför Ingólfs Sigurðssonar, Heiðargerði 102. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. Öllum þeim, sem heiðruðu minningu móður mlnnar Ólafar Sigurðardóttur frá Gaul færi ég mínar beztu þakkir, sömuleiðis Kvenfélagi Staðarsveltar fyrir rausnarlegar veitingar við jarðarför hennar. — Með alúðar kveðju og þökk. Slgrún Sveinsdóttlr. ssm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.