Tíminn - 19.05.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.05.1956, Blaðsíða 8
B Hundrað ár frá fæðingu Páls Erlingssonar í dag cru liundrað ár liðin frá íæðingu eins merkasta íþrótta- frömuðar okkar íslendinga, Páls Erlingssonar, sundkennara. Páll fædiist að Stóru-Mörk unu- ir Eyjafjöllum, þann 19. maí, árið 1856. Foreldrar hans voru þau Erlingur Pálsson, bóndi, í Stóru- Mörk og Þuríður Jónsdóttir kona hans. Þau hjónin fluttust síðar að Sámsstöðum í Fljótshlíð. Þá var PáU' crðinn stálpaður. Hugur hans þötti strax á unga aldri hneigjast til íþrótta og þótti hann djarfur við að vaða og svamla í Markar- fljóti, svo mjög, að heimamenn á Sámsstöðum óttuöust um hann. Árið 1886 fer Páll svo til Reykjavík ur og lærir sund hjá Birni Blöndal og með því má segja að þáttaskil verði í Iífi hans. Hann hóf nú að kynna sund- íþrqttina í heimkynnum sínum, en þar, sem annars staðar var við raniman reip að draga, því að skiln ingpéysi á nytsemi sundíþróttar- inn«r ’var landlægt á þeim tírna. Þá var Páll Erlingsson eini maður- inn-ie Suöurlandi, sem kunni sund. . Pálí las fornar sögur og dáðist að hreysti forfeðranna og hve vel þeir. voru íþróttum búnir. Mun hpöúm’ þá strax hafa runnið til rifja níðurlæging íþrótta og kunn- áttuleysi hér á landi. Frá Sámsstöðum fluttist Páll að Árhrauni á Skeiðum og reysti þar hú ásamt konu sinni, Ólöfu Stein grímsdóttur, frá Fossi á Síðu. Þar fæddust tvcir synir þeirra hjóna, Steingrímur og Erlingur. Það var á fyrstu árum Páls á Árhrauni á Skeiðum og reisti þar á, fram og til baka. Þetta afrek vann hann er áin var í leysingu og stormur og rigning var þennan dag. Brynjólfur Jónsson frá Minna- Múpi skrifaði um þetta afrek Páls í Fjallkonuna og þótti mönnum mikið til hreysti hans, að komast yfir vatnsfallið, en það var ekki talið neinum fært nema fuglinum fljúgandi. Páll fluttist með fjölskyldu sína að Ormsstöðum í Grímsnesi og það- an að Apavatni. Árið 1892 skrifaði Björn Jónsson ritstjóri Páli og bað hann að koma suður og liefja sundkennslu í Reykjavík. Piörn Jónsson hafði áð- nr leitað til Björns Blöndals og spurt hann ráða um kennara, en Páll var af þessum fyrverandi kenn ara sínum talinn sá eini, sem til mála kæmi. Fyrst var kennt í gömlu torflauginni og aðeins á sumrin, en eftir að steinlaugin, sem en er svo vinsæl meðal Reyk víkinga, komst upp fyrir frum- kvæði Páls, var farið að kenna all- an veturinn. í þá daga var skilningur á íþrótta- málum ekki mikill, hvorki meðal almennings né hjá stjórnarvöldum. Svo langt gekk, að framámenn íþrótta voru hafðir að háði og spotti og erfiðlega gekk að fá greidd kennslulaun fyrir sund- kennsluna. Eftir að Páll fluttist með fjölskyldu sína til Reykjavík ur hóf hann að kenna Mennta- skólanemum sund og litlu síðar fengu nemendur allra skóla, sem nutu styrks af ríkisfé, ókeypis sundkennslu. Um aldamótin veitti Alþingi 300 króna framlag til sund ikennslu sjómanna. Eins og gefur að skilja var oft þröngt í búi, en gestrisni hjónanna að Bjargi við Sundlaugaveg er enn við brugðið. Þar áttu utanbæjarmenn athvarf og margir eru þeir, sem þágu þar mat og gistingu á þeim árum. Til að byrja með voru nemend- ur sundkennarans ekki margir en árið 1918 var tala þeirra komin upp í 800 á ári. Það var stærsti skóli hér á landi í þá daga. Eftir því sem synir Bjargshjóna komust upp, veittu þeir foreldrum sínum hjálp eftir getu og unnu fyrir heim ilinu ásamt föður sínum. T. d. kenndi Erilngur, núverandi yfir- lögregluþjónn, ásamt honum, en vann fyrir sér við sjóróðra og hvað sem hendi var næst þess á milli Páll hafði sundkennsluna sem aðalstarf frá 1908, þar til hann hætti árið 1920. Páll andaðist 19. apríl 1937. , Það fer ekki milli mála, að Páll h ~ Erlingsson á einn drýgsta þáttinn í hjnni góðu sundmenntisiondinga. Fáfækur og ó.studdur barðist bann við hvers konar fordóma 'og aftur hald og lét aldrei bilbug á sér finná; þótt á-móti • blési. Það var ekker.t smáræðis þrekvirki á þeim árum að gangast fyrir byggingu steinlaugarinnar í Reykjavík og hvér Íýftistöng það hefir orðið sundíþrótfinni og íþróttamálum þjóðarinnar yfirleitt, er hverjum manni ljóst. Þau hjónin Ólöf og Páll eignuð ust fjóra syni. Elstur er Steingrím ur, þá Erlingur, Ólafur og Jón. Allir hafa þeir komið mjög við sögu sundsins og íþróttamála. Hafa tekið upp merki föður síns, sem á sínum tíma gerðist sá frumherji, að æska landsins og allir sannir íþróttaunnendur lita til hans sem fyrirmyndar æ síðan. Þáttur kirkjunnar (Framhald á 8. síðu). inu er cákn irúarinnar, persónu gervingur hennar. Lampinr. gæti verið hjarta liennar, þar sem ljós trúarinnar brennur. Og konan var samt aðeins venjuleg kona, likt og við hin. Vegurinn var hin grýtta braut hversdagsleikans, en um þenn- an veg lýsti ljósið, lýsti í tii- hlökkun og vonbrigðum, sorg og gleði. En samt var eitthvað í fasi hennar og svip, svo að ekki varð hjá því komizt að veita henni athygli. Austur- lenzkar konur bera vatnsker á höfðinu. Byrði þeirra gefur þeim reisn og tign. Kona kvæð- isins líkist þessum konum. Lampinn, sem hún ber, gefur henni tiginleika, öryggi, festu og einurð. Óttaleysið ljómar yfir henni og umhverfið fær ó- sjálfrátt blæ af þessum Ijóma. Ifún er ekki hrædd við að ganga inn í myrkrið, því að hún ber Ijósið með sér. Hún veit að þetta Ijós getur ekki slokknaö. Hún veit, að Guð er kærleikur. EN EKKI ER ljósið alltaf jafnbjart, en það skín skærast þar sem dimmast er. Og það lýsir þeim, sem ganga sömu leið og getur gefið þeim ör- yggi og styrk. Það gæti verið unnt að kveikja Ijós af hennar lampa. En lampann sjálfan get ur hún ekki gefið án þess að glata sjálfri sér. Kvæðið túlkar heita þrá eftir að verða slík kona, bein- vaxin og óttalaus gegn öllum þrautum. Og við þekkjum öll einhverja slíka konu — eða mann, sem „lýsa beim, sem Ijósið þrá.“ Lampinn lýsir. Menn og konur ganga um veg- inn með Ijós í höndum — ljós í augum. Sérhver hefir sitt ljós, og það má ekki slokkna, • og ljósmetið, scm nærir logann heitir bæn — guðssamband. Árelíus Níelsson. tfughjAií í Tónaxum LífiS í kringum okkur (Framhald af 5. síðu.) ar gjár liins ókunna djúps. En þegar sólin fer að verma haf- flötinn á ný, stefnir Rall laxin- um upp úr undirdjúpunum og lætur hann þokast upp hlíðarn- ar, sem eru þaktar krabbadýr- um og hvers kyns undarlegum og hávöxnum gróðri. Þar er gós- enland laxanna. Þannig þokast þeir upp á landgrunnið móti hækkandi sól með kennd fersk- vatnsins í tálknunum, sem læt- ur þá ekki í friði fyrr en stinnir vöðvar taka að þreyta kapp við straumanna er þeir kvöddu í fyrra eða árið þar á undan. Allt er þetta víst skáldskap- ur hiá Rall, en sprottinn af dul- arfullu líferni laxins, sem er enn gáta. En leyndardómurinn um líf iaxanna og ferðir þeirra út í hafsauga, gera þá róman- tíska eins og farfuglana, sem kvöddu suðrænar strendur fyrir skemmstu til að eyða sumrinu í kyrrðinni hér norður frá. LAXINN, sem krían sá í morg- un niður við ós, er allt í einu horfinn, eins og áin hafi gleypt hann. Þótt gátan um lífið í sjón- um væri leyst í dag, er enn ærið verkefni að þekkja ferðir lax- ins í ánni. Sú gáta, sem erfið- ast er að leysa býr yfir mestum töframætti. T í IVIIN N, laugardagurjnn 19. maí 195& iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiw VANDLÁTIR TE-NEYTENDUR VILJA I | OG FÁ ÞAÐ | / NÆSTU | BÚÐ 1 HEILÐSÖLUBIRGÐIR: íþróttir (Framhald af 4. síðu.J ar gegn þeim í Stokkhólmi 1943, er þeir töpuðu 1—3. Hér kma svo úrslitin í norsku og sænsku leikjunum um fyrri helgi. Degerfors—Malmö FF 2—3, Djur- garden—Göteborg 1—2, Halsing- borg—Norby 2—3, Norrköping— Vasteras 2—0 og Sandviken— Iíalmstad 4—0. Hovedserien: Brann—Viking 4—1, Larvik Turn —Rapid 2—2, Sandefjord—Varegg 0—0, Válerengen—Odd 0—0, Fred rikstad—Asker 2—1, Kvik—Frigg 1—2, Lilleström—Sarpsborg 3—1, Ranheim—Skeid 4—4 og (16. maí) Fredrikstad—Skeid 2—0. Þýzkaland—England 1x2 Degerfors—VesterSs Ix Hammarby—Norrby 1 Malmö FF—Halmstad 1 Norrköping—Halsingborg 1 Sandviken—Göteborg 2 Kvik—Lilleström 2 Skeid—Fredrikstad 1 2 Brann—Larvik Turn 2 Odd—Varegg 1 Rapid—Viking 14 Sandefjord—VSlerengen 1 2 Bragi Ásgeirsson (Framhald af 7. síðu.) í Kaupmannahöfn um þessar mund ir. Greinin ber fyrirsögnina: ,,Is- landsk Talent“. Fær sýningin mjög lofsamlega dóma, og segir, að auð- séð sé, að málarinn hafi lagt mikið starf og einbeitni í hinar afstæðu samstillingar sínar. Sjálfsmynd hans sé einnig mjög góð, svo og myndin Konuhöfuð, málað í rauðu. Segir, að þessar myndir beri vott um öryggi og þroskað formskyn, sem vitni um listgáfu hins unga listamanns, og vænta megi að gáf- ur hans, dugnaður og viðleitni beri hann langt fram á listabraut inni. — Aðils. jiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiHiiiiMiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiu* |0. Johnson & Kaaber h.f. j uíiiiiniiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiina | A M A R Ó vörur eru framleiddar í eftirtöldum =§ | tegundum: | =Herra-nærföt síð Dömubuxur GADDAVÍR = — nærföt stutt — bolir nr. IZVí — 25 kg rúllur. Gamla verðið, kr. 98,50 j Helgi Magsiúéson & Co, §Hálfermaskyrtur iHlírabolir iSportbolir, einlitir og i röndóttir 1 Heildsölubirgðir: (IIIIIIIIIIIHIimillHIIHIIIIIHinillllllllHHIIIIIHIIHIHHIIHI Barna-náttföt — buxur — bolir Drengja-nærföt, síð 14 OQ 18 KAllATA TRÚLOFUN ARHRIN G AU 1 G. Ö. Nielsen | 1 Umboðs- og heildverzlun, = Aðalstræti 18 (Uppsalir) — símar 81562. || ÍiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilMiuiiiiiíiiiiiiiiiiHiiiiimiiiiiiiiiil

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.