Tíminn - 19.05.1956, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.05.1956, Blaðsíða 12
Veðrið: Sunnan stinningskaldi, lítilshátt ' ar rigning. <0. árg. Laugard. 19. maí 1956. Hitastig: Reykjavík 9 stig, Akureyri 13, Osló 9, Berlín 13(>París 16, Lon- don 11 og New York 11 stig. , Liósm.: Sveinn Sæmunóssnn A miðri myndinni er Njörður Snæhólm írá rannsóknarögreglunni að athuga kassann, en verkemenn standa í kringum hann og fylgjast með af athygli. í horninu til hægri sést hvar Njörðurfer niður í lest til rannsóknah Verkamenn í Gullfossi svöruðu ásök- unum með þvi að leggja niður vinnu Erlander vararljafnt við kommum og íhaldsmönnum Hafnar samfylkingu viti kömnumista. Segir þá óbreytta s afstöSu til lýðræÖis. Heidur fast vií hlutleysi Stokkhólmi. Fýrir nokkrum dögttm hólt Tage Erlander forsætisráðherra Svía og foringi jafnaSárnianna þar í landi ræðu. Þar réðist hann á kommúnista. íháldsmenn jöfnum höndum. Kvað hann boð kommúnista upp á síðkastið til jafn- aðarmanna um allan heim ckki merkja iiiha minnstu breyt- ingu af þeirra hálfu til lýðræðiS. Þéir væru enn fylgjandi flokkseinræði og vináttuhjal þeirra í 'dag, gæti breytzt í sví- virðingar á morgun, ef foringjunum í Kiæihl þætti það henta hagsmunum sínum betur. Ræðu þessa má skoða sem upp- haf kosningabaráttunnar af hálfu jafnaðarmanna í Svíþjóð, en þing- kosningar fara þar fram í septem- ber. Jafnaðarmenn hafa 110 þing- sæti af 230, en kommúnistar fimm. baráttunni gegn klofningstilraun- um kommúnista. Samtímis þessu lagði hann á það áherzlu, að meg- invon Svía um frið og öryggi landi sínu til handa byggðist á því, að þeir héldu fast við hlutleysisstefnu sína. Rannsóknarlögreglan kölluö á vetívang 1^, , r * ,, f . . , f M . Hussarlofuöuollu I einm lest M.s. Reykjarfoss i fannst tómur kassi undan áfengi.1 r.. * > , Skipstjóra var tilkynnt um fund- ( ÍO^TU IIIT1 AlSST ' Um fimmleytið í gærdag gerðist sá atburður að nokkrir verkamenn, er unnu við að losa vörur úr Gull fossi gerðu verkfall. Gullfoss kom frá útlöndum í gærmorgun og var strax liafist lianda um uppskipun að vanda. Um kaffileytið varð þess vart, að kassi einn í aftur- lest skipsins, sem merktur var Pétri Péturssyni kaupmanni hafði fengið gat á eitt hornið og var komið við eitt horn lians og umbúnaður ekki eins og vera átti. Vakthafandi stýrimaður komst í málið og þótti líklegast að verka mennirnir, sem unnu í lestinni væru valdir að þessu. Mun liann liafa talað um þetta í borðsal yfir manna og látið orð falía um óráð- vendni verkamanna. J»etta barst til eyrna verkamanna, sem vildu ekki liggja undir þess- um áburði og gengu allir upp úr lestinni. Þeir fóru fram á að kall- að yrði á rannsóknarlögregluna og kom nú Njörður Snæhólm rannsóknarlögregluþjónn á stað- inn von bráðar. Kassinn umdeildi var færður upp á þilfar og' rann- sókn hófst. — Ekki eru blaðinu kunn endalok þessa máls, en fyr- ir rúmu ári skeði sambærilegur albnrðúr: inn. Fór hann að Iestinui til þess að athuga aðstæður allar. — Lét i hann það álit í ljós að verkamenn 1 þeir, sem í lestinni unnu mundu liafa stolið innihaldi kassans. Verkamenn reiddust þessum ásök unum og héldu því fram að kass- inn hefði verið tómur, er þeir komu að honum í farminum. Var þá næst að álýkta að verkamenn í Leith hefðu séð fyrir irinihaldi lians. Upphófst nú deila milli skipstjóra og verkamanna, sem unnu í Reykjafossi og lögðu niður vinnu. Stóð svo í nokkurn tínia. Verka- menn heiintuðu að skipstjóri bæði þá afsökunar, en liann sat við sinn kéip og kvaðst ekki láta af skoðun sinni í þessu máli. Sá varð samt endirinn, að skipstjóri varð að biðja verkamenn skrif- lega afsökunar á ummælum sín- um. Hófst þá viuna aftur við skip ið. Engu skal spáð um það, hvernig það inál, sem nú er á döfinni, fer. Kannske finnur lögreglan þau gögn, sem sanna hverju hér voru að verki, Danir, Skotar eða ís- lendingar. Moskvu, 18. maí. — Viðræðum frönsku ráðlierranna við rússn- eska ráðamenn er nú nær lokið, en endanleg tilkynning um við- ræðurnar verður ekki birt fyrr en á morgun. f gærkvöldi var haldin veizla mikil í bústað franska sendiherrans í borginni og stóð liún að því er fregnir lierma fram undir morgun. f þeirri veizlu segja fréttamenn aö Alsírmálið hafi verið rætt. Er sagt, að Sovétleiðtogarnir hafi fullvissað gesti sína um það, að þeir , skyldu ekki skipta sér af innanlandsmálum Frakka og jafn vel leggja þeim lið í því að leysa það vandamál. „Skósveinar auðvaldsins“. „Kommúnistar þeir, sem mæla blíðast við okkur í dag, eru sömu mennirnir, sem fyrir nokkrum ár- um ktílluðu okkur skósveina auð- valdsins og dollaraþý. Það má al- veg eins búast við, að þeir sæmi okkur þeim nafngiftum þegar á morgun“. Blöð í Svíþjóð gáfu þess um ummælum forsætisráðherrans sérstakan gaum vegna þess, að hann er nýkominn úr heimsókn til Sovétríkjanna og meðal áheyr- enda hans á fundinum voru for- sætisráðherrar Danmerkur og Nor- egs, sem eru flokksbræður hans. Ilafnaði samfylkingu. Erlander kvað ekki koma til mála að jafnaðarmenn í Svíþjóð létu ginnast til að sinna boðum kommúnista um bandalag eða sam- fylkingu. Við fagnaðarlæti áheyr- enda lýsti liann yfir, að ílokks- menn sínir yrðu að halda áfram Rofið eininguna um utanríkisstefnuna. Jafnframt réðist hann á íhalds- menn fyrir að gera utanríkisstefnu Svíþjóðar að kosningamáli og ásak aði Hjalarson foringja þeirra fyr- ir að gera tilraunir til að sveigja Svía af hlutleysisbrautinni og taka itpp einhliða samstarf við vestur- veldin. Kvað hann íhaldsmenn hafa áform á prjónunum, sem þeir heíðu að vísu ekki látið uppi enn, þar sem Svíþjóð væri ætlað að gerast liður í hervarnakerfi vest- rænna þjóða. Endursagt úr N. Y. Times. Hvað á bygging sölu- turna að dragast lengi? Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í fyiTadag ræddi Þórður Björnsson söluturnamálið nokkuð. Minnti hann á, að nú væru 4 ár liðin síðan breytt hefði verið reglum um lokunartíma sölubúða í bænum, til þess að hægt væri að hafa söluturna opna kl. 11,30 að kvöldi. Þá var til þess ætlazt, að sölu- turnar yrðu byggðir á allmörgum stöðum víðs vegar um bæinn, þar sem krossgötur eru, almenningi til þæginda. Til þess var og ætlast, að biðskýli yrðu í þessum söluturn um fyrir strætisvagnafarþega. Fyr- ir alllöngu hefir nefnd lagt til, að bygging söluturna yrði leyfð á átta tilteknum stöðum, en ekkert hefir orðið úr framkvæmdum. Er þetta mjög bagalegt. Þórður Björnsson bar því fram Forvextir hækka um 5,5% í V-Þýzka!andi Frankfurt, 18. maí. — Ríkisbank- inn í V-Þýzkalandi gaf út tilkynn- ingu í dag þar sem segir að for- vextir'hafi werið hækkaðir í land- inu úr 4,5 í 5,5%. í ágúst í fyrra voru forvextir hækkaðir upp í 3,5% og nokkru síðar upp í 4,5%. eftirfarandi tillögu um fram- kvæmdir í málinu. Að sjálfsögðu var henni vísað til bæjarráðs: Bæjarstjórn ákveður að leyfa byggingu söluturna á eftirtöldum stöðum: 1. Við Suðurgötu og Fálkagötu. 2. Við Réttarholtsveg og Sogaveg. 3. Við Grensásveg og Sogaveg. 4. Við Miklatorg. 5. Við Miklubraut og Lönguhlíð. 6. Við Langholtsveg og Ckeiðarsund. 7. Við Langholtsveg og Brákar- sund. 8. Við Sunnutorg (Skýlið, sem þar er nú verði flutt). Biðskýli fyrir farþega S. V. R. skal vera í sambandi við söluturn. Felur bæjarstjórn borgarstjóra að efna til opinberrar samkepþni um gerð og tilhögun turnanna og auglýsa síðan eftir umsóknum úm byggingu og starfrækslu þeirra. Fatlað fólk skal að öðru jöfnu sitja fyrir um starfrækslu turn- anna. Austíirðingar fjölmenntu á fundinn þrátt fyrir óveður A þriðjudagskvöldið héldu um- bótaflokkarnir tvo fundi á Aust- urlandi, aunan í Neskaupstað og hinn á Eskifir'ði. ^ Víðtæk úraniumleit að hefjast á Grænlandi f lok þessa mánaðar hefst víð- tæk úraníumleit í Grænlandi. Eft- ir nokkra daga heldur Grænl'ands- farið ,,Umanak“ úr höfn í Dan- mörk með fjölmarga leiðangurs- menn, sem fara til Grænlands á vegum dönsku kjarnorkumálastofn- unarinnar. Flugvélar verða hafðar með 1 förinni til- að aðstoða við leitina að þessum dýrmæta málmi. Verða vélarnar búnar sérstökum: únista háifu Björn Þórðarson og tækjum, sem gefa til kynnað hvort1 jóhannes Stefánsson og kvað þar úraníum er fyrir hendi, þegar lágt ■ vig hinn sama tóninn. er flogið. Enn hefir ekki fundizt j ___________________________ svo mikið magn af úraníum, að það hefði þótt borga sig að vinna það og flytja til Danmerkur. Síðdegis þennan dag brast á hið versta veður,' norðaustan garður með snjókomu. Dró það vitaskuld úr fundarsókn, en samt var liús- fyllir í Neskaupstað og góð fund- arsókn á Eskifirði, þrátt fyrir for- áttu veður. Ræðumenn á Neskaup staðarfundinum voru Eysteinn Jónsson ráðherra og Eggert Þor- bjarnarson alþm. en á Eskifirði Vilhjálmur Hjálmarsson alþm., Stefán Gunnlaugsson og Daníel Ágústínusson bæjarstjóri. Lúðvík ber sig illa. Kommúnistar reyndu að and- mæla á fundum þessum, en fengu mjög daufar undirtektir. Lúðvík Jósepsson var mjög kvíðandi um fylgi sitt á Eskifjarðarfundinum, en í Neskaupstað töluðu af komm Brezkir kommúnistar 0 hafa melt nýju línuna Stjórn brezka kommúnista- flokksins hefir nú gefið út yfir- lýsingu, þar sem lýst er yfir, að hinar nýju fréttir um gagnrýnina á Stalín einræðisherra, hafi kom- ið sem reiðarslag yfir brezka kommúnista. Það er játað, að það hafi komi'ð brezkum kommúnist- um mjög á óvart, þegar í ljós kom, að mikill fjöldi lieiðarlegra og saklausra manna liefði verið tekinn af lífi. Lýsir flokkurinn yf ir hryggð sinni vegna þessara „mistaka“. Hyatstofniíin að ganga til þurrðar London, 17. maí. — Fulltrúar norskra og enskra sjómanna, sem stunda hvalveiðar sem aðalatvinnu grein, undirrituðu í dag áskorun til allra þjóða, sem gera út til hvalveiða, að þær takmörkuðu fjölda þeirra skipa, sem leyft er að stunda hvalveiðar árlega og beita sér fyrir því að komið væri á alþjóðlegu eftirliti til þess að varð'veita hvalstofninn í Suður- íshafinu frá algerri eyðileggingu sem nú vofir yfir, ef ekki sé að gert. Rússar fækka hermönn um í A-Þýzkalandi Austur-Berlín, 18. maí. — í dag hurfu heim frá A-Þýzkalandi urri 30 þús, rússneskir hermenn úr setuliðinu þar. Mun þetta vera einn liðurinn í þeirri fækkun í hernum, sem Rússar boðuðu á dög aði. Fékk það þær upplýsingar, unum. Nokkur hundruð Þjóðverjar voru mættir á járnbrautarstöðinni og kvöddu ,,vini“ sína. Einn af rússnesku liðsforingjunum hélt ræðu og sagði ,að fækkunin í hern- um sýndi einlægan vilja Rússa til að bæta sambúð þjóðanna. Benzín hækkar um 8 anra lítrinn vegna SiækkaSs fktningskostnaðar Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu í dag, liækkar benzín um 8 aura hver lítri frá og með degmurn í dag og verð- ur kr. 2,16. Er frá þessu skýrt í auglýsingu verðgæzlustjóra. Blaðið sneri sér í gær til Olíu- félagsins og spurðist fyrir um það, af liverju þessi verðhækkun staf- að þessi hækkun væri eingöngu vegna hækkunar á flutningskostn- aði. Gagnstætt því sem venja’er hafa flutningsgjöld á olíu hækkað tölu- vert nú í vor og sumar, þótt að undanförnu hafi þau venjulega lækkað heldur á þessum árstíma. Olíuflutningarnir aukast sifellt, og alltaf verður erfiðara að fá skip til olíuflutninga og stafar hækkun- in af þessum erfiðleikum. Engin liækkun liefir -hins vegar orðið á benzíni eða olíu, enn vegr.á aukins rekstrarkostnaðar eftir þær hækkanir, sem urðu á Iaunum og öðru á síðasta og þessu ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.