Tíminn - 26.05.1956, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.05.1956, Blaðsíða 9
'TÍ-MIN.N, laugardaginn 26. mai 1956. 9 )B HENRIK CAVLING: iMiiNiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniimiimiHinmiimimiiniiiiiiiiiuiimiimmHHiiHiiiwv I REIKNINGUR ! u. M. S. K. u. M. S. K. Ungmennasamband Kjalarnesþings heldur almenna skemmtun í Hlégarði í kvöld kl. 9. Ferð frá B.S.Í. kl. 8,30. V' * • ' • ' ■ ; Húsinu lokað kl. 11,30. — Ölvun bönnuð. NEFNDIN. H.f. Eimskipafélags íslands fyrir árði 1955 liggur §§ frammi á skrifstofu félagsins, frá og með deg- H =S inum í dag að telja, til sýnis fyrir hluthafa. % 3 =? Reykjavík, 26. maí 1956. 34 - snemma á ferðinni, verð ég að segja. ' Hann. hló glaðlega. — Það er ekki hægt ^ð. sofa -fram éftir öllúm morgnfhsliku .vorveðri. Ég náði ferjúhni kí. Sjö frá Korseyri. Gjörðu svo • vel, manima, þetta er ýsihá- gjöf' hánda þér. • Há'rin- rétti . henni hvolpinn. ; Augu m'óður hans .ljémuðu. —r Nei, hrópaði. húri; — ó- 'sköp lítili jiýr Fídó. .Ít||Erttans þákkir, Andrés, en: hVé rhánn er fallegur. • . , Vú; Hún tók hundinn í fangið og gerði gælur við hann. Hann sleikti hönd hénnar þakklátur. Við miðdegisverðarborðið talaði óðalsbóndinn ósleiti- lega um 'hinn ágæta árangur Andrésar' í ferðalaginu. Hann .var a}ls óþreytándi við -það mprféiuófpi. :^f$$?og£?íð leít- hámi hreýkmri a son sirin. Svo sagði móðir hans: — En fórst þú ekkert út að skemmta þér? — í fyrrakvöid fór ég í Kon unglega Jeikhúsið, sagði Andrés, og skýði síðan frá efni leiksins, og hve leikar- I arnir hefðu haft sterk áhrif á hann. — Hvar varst þú svo í gær, " á fyrsta vordeginum? spurði móðir hans. Nú kemur það, hugsaði Andrés'. Það var víst eins gott að hafa sig í það. — Ég átti annars aö færa ykkur kveðju frá Elsu von . Kipping, sagði hann. Þau litu öll undrandi á : hann. Foreldrarnir litu síðan íhvort á annað. Svo leit Lana , de Borch aftur rannsakandi á son sinn. Lísa var orðin blóðrjóð. Já, nú er hann víst orðinn nógu góður handa henni, hugsaði hún. — Hvar hittir þú hana, spurði faðir hans og hrukkaði ennið. Hrukkurnar uröu dýpri, eftir því sem sonurinn sagði lengur frá atburðum gærdagsiris. Vitanlegá sleppti hann þó öllum persónulegum útskýringum. Andrés gkýrði nákvæmlega frá heiinsókninni í Frederiks- borgarhöllina. — Ég er hræddur um, að þeir hafi. rétt fyrir sér meö . myndina af Kristínu Munk, pabbi. Hann leit í áttina til myndarinnar og hélt áfram: .— Þessi er ekkert lík þeirri, sem er á safninu. — Við verðum að reyna að fá okkur aðra, sagði faöir hans stuttur í spuna. Hann hafði aöeins hlustað með öðru eyranu. Það hafði verið hon- um talsvert áfali að heyra, að Elsa skyldi voga sér að heimsækja son hans á gisti- húsið. Hugsanir móður hans voru líka víðs fjarri, en hún vildi ekki, að Andrés yrði þess var. — Finnst þér ekki Fídó litli Vera dásamlegur? sagði hún yið mann sinn. — Það var líka hugmýnd Elsu, að ég skyldi kaupa hann handa þér, flýtti Andrés sér að skjóta inn L Hún hefur greinilejga kunn- að skii á því að smjaðra fyrir honum, hugsaði Lísa. Illa leynd óbeit óðalsbóndans og konu hans á Elsu huggaði Lísu litið. , — Þetta er fallegur hund- úr, taútaði óðalseigandinn. Þáð var ekki talað eitt orð frekar um Elsu von Kipping. »Eftir miðdegisverð var óð- alseigandinn vanur að hvíla sig í hálfa klukkustund. Hann gekk upp á loftið, en í stað þess að fara inn i sitt eigið herbergi, gekk hann inn i setustofu konu sinnar. Lana de Borch hafði haft með sér kaffibolla upp í her- bergið, og sat nú við glugg- ann. — Þessar fréttir glöddu mig alls ekki, sagði hann þeg- ar í stað við koriu sína. Hún hristi höfuðið sorg- mædd á svip. — Þú átt við Elsu? Hann kinikaði-kolli. — Ég mun nauðugur sam- þykkja ráðahag milli þeirra. Og svo er víst engum vafa bundið, að •þaö eru pening- arnir okkar, sem hún er að sækjast eftir. Lana de Borch hrukkaði ennið. — Ég er hrædd um, aö þú hafir rétt fyrir þér í því, sagði hún hljóðlega. — Elsa er ekki stúlka fyrir Andrés. Hugur hennar stendur til gulls og gersema. Það munu verða miklar ófarir. Óðalseigandinn leit undr- andi á hana. — Það er þó ekki skeð neitt ennþá. Og ég skal lofa þér því, að hingað til Borchholm verður Kippings fjölskyld- unni ekki boðiö framar. Kvenlegar tilfinningar Lönu de Borch skynjuðu hættu: — Andrés var svo undar- legur, þegar hann talaði um hana, Claus. .— Hún er frekjudrós. Hugsa sér, að hún skuli voga sér að heimsækja hann eftir það, sem kom fyrir hér í fyrra. Hún kann ekki að skammast sín. Ég þori að veðja um, að Gerhard veit ekkert um þetta. — Ég er hrædd; Claus. Úr því að Elsa gat bitið höfuðið af þeirri skömm, hefur hún haft sínar gildu ástæður til að heimsækja hann. Og þær ástæður geta aðeins verið, að hún vill fá hann til að kvæn- ast sér. Andrés er óreyndur í slíkum málum. Hann hefur ekki einu sinni tekið eftir þýí, Lísa er yfir sig ástfangin af honum. — Er hún það? Lana de Borch brosti. — Æ, þið karlmennirnir er- uð svo uppteknir af sjálfum ykkur, að þið getið ekki séð einn sentímeter fram yfir ykkar eigin nefbrodd. — Nú, svaraði óðalseigand- inn stuttaralega, — þaö huggar mig, að hann hefur ék'ái tekið éft'ir' þVí. háíú' Elsa hafá þó, '.ékjö ,. y'eij^.'.sáipah nema einn dag. Þar að auki er Andrés allt of greindur, til þess að gera slíkt í flýti. — En það er Elsa ekki, Claus. Ég er hrædd um, að við höfum. enn ekki séð fyrir end- ann á þessu máli. Óðalseigandinn gekk fram ,og aftur um herbergið. — Við skulum nú sjá til, sagði hann að lokum. — Ég treysti Andrési. Það er góöur efniviður í honum. — Það segir þú satt, svar- aði móðirin hlýlega. Lana de Borch mundi allt í einu eftir hvolpinum. — Ég verð að fara og sækja Fídó, gall í henni. Andrés hafði einnig farið upp á herbergi sitt. Hann stóð við skrifborðið og horfði glaður á hinn fagra vönd vorblóma. Hér hefur Lísa verið að verki, hugsaði hann. Hann gekk út að gluggan- um, og leit niður í garðinn. Alls staðar var farið að grænka. En hve sólin hafði dásamlegt afl. Svo snérust hugsanir hans aftur til vandamálsins, sem hafði skotið upp kollinum si og æ frá því að hann vaknaði um morguninn. Elsa. Atburðir gærdagsins virtust honum f j arstæðir. Honum fannst mjög vænt um ungu, fallegu stúlkuna, og þau höfðu átt dásamlegan dag saman. En þrátt fyrir það .. Honum fannst hann ekki vera bundinn henni. Og á einhvern hátt hafði hún nú ekki jafn mikil áhrif á hann, og hún hafði áður haft. Und- anfarna fimm mánuði hafði hann oft hugsað til Elsu von Kipping. Sjálfur hafði hann haldið sig þrá hana. En hann hafði litið á hana sem eitt- hvað, sem ekki væri hægt að öðlast. Hann bar vináttuhug til hennar, en hann fann ekki hjá sér neina þörf til að eyða lífinu með henni. Það sá hann greinilega nú. Og hann vonaðist til, að hún myndi gleyma atburðinum. Líklega myndi hún líka gera það, þegar hún kæmist að því, að tunglskinið hafði komið hugmyndaflugi hennar á hreyfingu. Þá myndi hún fljótlega gleyma, og líta að- eins á samveru þeirra sem skemmtilega endurminningu. Andrési leiddist, hve fund- ur þeirra Elsu hafði orsakað mikil leiðindi foreldra hans. Hann hafði tekið eftir því, hve særð þau voru. En ef til vill myndi tíminn breyta öllu á betri veg. Nú hefði hann gott af dálítilli skógarför. Hann skipti um föt í flýti. Reiðstígvélin voru dálítið of þröng, en það var eðlilegt, því að þau voru svo ný. Hann stökk niður stigann. í anddyrinu mætti hann Lísu. Hún brosti til hans. Hún er alltaf í ljómandi skapi, hugs- aði hann. — Þakka þér fyrir blómin, Lísa. Ég geri ráð fyrir, að þau "hafi verið frá þér? '" Úun roðnaði og kinkaði kolli. | STJÓRNIN. íiinniuiiniiiiiiuniiiiiiinniiiiiniiiiiiiiiiiiiiiuuuininiHuinininuuuiuiniuiuiuiuimunmuiiiiiiiiiniiiiiiiiiini 4jjiiiiniiiiHiiiiiiiiiiiiiimiiimiiuiiuiiiiiiiiiiHmiHHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiHiiiiiiHiiiiniiiiiiuiiii|if wiiniiiiiiniiminiiiuniniuiHinmTmmimmiiuimiiimiuiiiimiimnimiiiiinmiimmiimmimimiiinmnimÍÍ ^ötmtöndun • iniuiuuHuuiiiiiiiiiiiisiíniiuiHiiiiiuiuinuuinimniiriiiiiiiiiiiiiiuiuiniiiHuiMiiiiiiMiiiiHiiiniiiinuiuiHiiriinjw mm = Blómaverzlanir bæjarins veröa opnar kl. 10—2 á mæðrán |§ 1 daginn. .., ÁgéSahfuii af biémasöfu rennur fil mæðrasfyrks- j§ | nefndar. ■■ * ,, iriiiiiiiiiiliiii^miuHiiiiiniiiiuHiiiiiuiniiiimmiimmmniiimininnminiimiiiimummiimmiKiimiimimiiit

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.