Tíminn - 08.06.1956, Blaðsíða 1
1 blaðinu í dag:
íþróttir og Bréf frá París á bls. 4.
Úr Heljarslóðarorustu og Stattu
kyrr svo ég geti barið þig ábls.5.
Erlent yfirlit á bls. 6.
Vísitöluráð íhaldsins á bls. 7.
íslcndingaþættir á bls. 8.
125. blaS.
ísSenzkar aSþingiskosningar vekja heimsathygli í fyrsta sinn:
Von á erlendnra útvarps- og
blaðamönnum til fréttaöflunar
Útvarpsmenn vilja fá að senda fréttir
af kosningaiirsiitiim jafnliarSan með
stuttbyl gj mitvarpi til stöðva sirnia
Sumir munu koma nokkru fyrir kosningar til
þess a<S kynma sér málefnin sem bezt
Af skrifum erlendra blaða er það löngu orðið ljóst, að
alþingiskosningum þeim, sem nú fara í hönd hér á landi,
er veitt meiri athygli í öðrum löndum en dæmi eru um
kosningar hér. Fullvíst er nú, að erlend stórblöð, fréttastof-
ur og útvarpsstöðvar munu gera sérstakar ráðstafanir til
þess að fá fljótar og greinilegar fréttir af kosningabarátt-
unni síðustu daga og úrslitunum.
Tilkynning um endurskoðun
varnarsamnings senn afhent
Blaðið hsfir spurt utanríkisráðherra, hvað líði end-
urskoðun þeirri á varnarsamningnum, sem fyrir dyr-
um stendur samkvæmt ályktun Alþingis, 2. marz s. I.
Hann skýrði blaðinu svo frá, að tilkynning um þetta
efni væri tilbúin og mundi afhent fljótlega. Mundi birt
tilkynning um málið jafnskjótt og frá því hefði verið
gengið.
Frá bæjarstjérnarfundi í gær:
iÆtlar íhaldið að fresta afgreiðslu launa-
j samþykktarinnar fram yfir kosningar?
Vill ekki taka afstöðu til breytingar-
I
tillagna lögreglumanna fyrir þær
Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur, sem haldinn var í
gær, bar fulltrúi Framsóknarflokksins fram fyrirspurn til
borgarstjóra um drátt þann, sem orðið hefði á afgreiðslu
launasamþykktar fyrir starfsmenn bæjarins.
Landbúnaðartækni
Rússa á mjög lágu stigi
Pineau leggur af stað í opinbera
heimsókn til Bandaríkjanna eftir
9 daga. Hann flutti ræðu í gær og
lagði áherzlu á það, að Vesturveld
in mættu ekki fyrir alla muni
halda í járntjaldið, ef Rússar sýndu
það í verki, að þeir vildu lyfta
því. Pineau sagði, að Mollet hefði
lagt áherzlu á það í viðræðum
sínum við rússneska ráðamenn í
Moskva, að Frakkar myndu halda
áfram nánu samstarfi við vína-
þjóðir sínar í NATO og standa við
allar skuldbindingar sínar við
bandalagið.
Pineau sagði, að það sem mésta
athygli sína hefði vakið í Rúss-
landi; væri hve landbúnaðar- og
iðnaðartækni Rússa stæði á lágu
stigi.
ins í Edinborg 4. júní:
Karlakór Reykjavíkur söng í Ed-
inborg á heimleið úr söngför til
Danmerkur, Noregs og Svíþjóð-
ar. Kórinn heillaði okkur raun-
verulega, eins og kór getur bezt
gert með' því að syngja sig inn í
hjörtu áheyrenda. Þeir sungu hina
íslenzku söngva af lífi og sál.
Söngstjórinn Sigurður Þórðarson,
sem jafnframt er stofnandi kórs-
ins flutti þarna þrjú af verkum
sínúm, eitt um landnámsmennina
og siglingu 'þeirra yfir úthafið.
Eitt af því bezta á söngskemmt-
uninni var meðferð kórsins á lagi
Karls O. Runólfssonar um drauga-
skipin.
Knldatíð á
norðausturlandi
Akureyri í gær. — Enn er hér
kuldi-og hálfgerð vetrartíð. Hríð-
árfjúk var í nótt og í morgun
lim aílan Eyjafjörð. Enu hefir
elvki fest snjó í byggð, en íjöll
eru grá að neðan, en hvít upp
við efstu tinda. í morgun var
grátt af snjó við bæina fyrir ofan
Akurcyri. Kuldinn er þegar far
inn að spilla gróðri og eru lauf
á trjám farin að dökna. Lausa-
fregnir herma, að hafís hafi sézt
norður af Grímsey, en ekki hefir
fengizt staðfesting á þeim frétt.
Vitað er, að nokkrar . útvarps
stöðvar senda hingað sérstaka
fréttamenn og hafa leitað leyfis
og aðstöðu til þess að senda fregn
ir jafnharðan með stuttbylgjuút-
varpi til stöðva sinna. Þá er einn
ig vitað um blaðamenn frá stór
blöðum, einstaka hafa þegar ákveð
Einsöngur Guðmundar Jóns-
sonar baritonsöngvara var svo
góður, að hann getur varla verið
betri. — Stór maður. sem söng
stórkostlega.
ið komu sína en margir aðrir
leitað upplýsinga og spurzt fyrir
um möguleika á því að koma.
Nokkrir áður komnir.
Ýmis þau skrif erlendra blaða,
sem hingað hafa borizt sum byggð
á vafasömum fréttaskeytum frétta
ritara hér á landi, hafa töluvert
verið rakin hér áður í blaðinu, og
skal elcki endurtekið liér. Þótt
margt sé missagt í fræðum er-
lendra blaða um þessi efni, er
það augljóst, að íslenzkum stjóru
málum hefir aldrei verið gefinn
slikur gaumur erlendis, jafnt 1
Evrópu sem í Bandaríkjunum.
Orsök þess er fyrst og fremst sú
ályktun Alþingis, að óska skuli
endurskoðunar á varnarsamningn
um með brottför liersins fyrir
augum og sí'ðan stjórnarslit út
af efnahagsmálunum og fleiru,
þingrof og nýjar kosningar.
Nokkur stórblöð sendu þegar eft
ir að þetta gerðist blaðamenn sína
hingað, og má nefna New York
Times og Christian Science Moni-
ior.
Fréttamenn útvarps og blaða
væntanlegir.
Nú dregur fast að kosningum,
(Framhald a 2. síðu)
Fulltrúi Framsóknarflokksins,
Þórarinn Þórarinsson, gerði þá
grein fyrir fyrirspurninni, að frum
varp að nýrri launasamþykkt fyrir
starfsmenn Reykjavíkur hefði ver-
ið til 1. umræðu á bæjarstjórn-
arfundi fyrir mánuði síðan. Borg-
arstjóri hafi þá talið málið svo
aðkallandi, að hann hefði ráðgert
að kveðja saman aukafund í bæj-
arstjórninni í næstu viku og
ganga þar frá lokaafgreiðslu þess.
Af því hefði hins vegar ekki orðið
og væri nú búið að halda tvo
reglulega bæjarstjórnarfundi, án
þess að launasamþykktin hefði
verið tekin til meðferðar. Sá orð-
rómur væri jafnframt kominn á
kreik, að borgarstjóri og 'bæjar-
stjórnarmeirihluti ætluðu ekki að
taka málið til afgreiðslu fyrr en
eftir alþingiskosningarnar.
Fulltrúi Framsóknarflokksins
taldi, að þessi dráttur væri orð-
inn með öllu óviðunandi fyrir
j starfsmenn bæjarins. Hér væri
um það að' ræða, að þeim væru
tryggð liliðstæð réttindi og upp-
bietur og starfsmenn ríkisins
liefðu fengið með nýju launa-
lögunum, er Alþingi afgreiddi
fyrir hálfu ári síðan. Það væri
orðið með öllu óafsakanlegt að
draga þá á þcssum kjarabótum
lengur.
Borgarstjóri gerði þá grein fyrir
drættinum, að' félag lögreglu-
manna hefði óskað eftir breyting-
um á frumvarpinu um launasam-
þykktina, en fulltrúar Starfsmanna
félags bæjarins hefðu ekki viljað
fallast á þær. Reynt hefði verið
að ná samkomulagi milli félag-
anna, en án árangurs til þessa.
Hefði það valdið drættinum.
Fulltrúi Framsóknarflokksins
kvaðst ekki hafa á móti því, að
reynt yrði að ná samkomulagi
milli viðkomandi félaga, en ekki
(Framhald á 2. síðu)
*
Agætur (undur
umbótaflokkanna
á Hvammstanga
Hvammstanga, 4. júní. — Umbóta-
flokkarnir hcldu fund á Hvamms-
tanga í gær og var hann ágætlega
sóttur. Frummælendur voru Skúli
Guðmundsson, alþingismaður, Her-
mann Jónasson, form. Framsókn-
arflokksins og Bragi Sigurjónsson,
ritstjóri. Var gerður góður rómur
að máli þeirra allra. — Ríkir al-
ger einhugur bandalagsflokkanna
í sýslunni.
Kosningafundnr
í Kelduhverfi
Frá fréttaritara Títr.ans
í Kelduhverfi.
Síðastliðinn mánudag var hald-
inn fundur hér í Kelduhverfi á
vegum þeirra fjögurra stjórnmála-
flokka, sem hafa menn í ‘.jori í
sýslunni. Fundurinn var haldinn
í félagshúsi ungmennafélagsins við
Grásíð'u og hófst hann klukkan 2,
30. Eftirtaldir frambjóðondur
tóku til máls á íundinum: Gísli
Guðmundsson, alþingismáður, fyr-
ir Framsóknarflokkinn, Barði Frið
riksson fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
Hermann Jónsson fyrir Þjóðvarn*
arflokkinn og Rósberg Snædal fyr
ir Alþýðubandalagið. Funduriaa
Var fjölsóttur og fór í a la slaði
hið bezta fram. — IH.
VELKOMNIR HEIM
, Liósm.: Sveinn Sæmundsson
I gærmorgun kom Gullfoss frá útlöndum og me3 honum Karlakór Reykjavlkur, kominn heim eftir vel heppn-
aða söngför um Norðurlönd. Er skipið lagöi að landi stóðu kórfélagar á afturþiljum og sungu: ísland, ísland.
ég vil syngja. — Myndin er af Karlakór Reykjavíkur og nokkrum öðrum farþegum.
Karlakór Reykjavíkur komiun
heim ur vel heppnaðri söngf ör
Hlaut mjög lofsamlega dóma í skozkum Möðum
Karlakór Reykjavíkur kom heim með Gullfossi í gær-
morgun, eftir mjög vel heppnaða söngferð til Norðurlanda
og Skotlands. Söng kórinn í Danmörku, Noregi og Svíþjóð,
og í Edinborg í Skotlandi. Blaðið hefir áður greint frá ferð-
um kórsins og lofsamlegum dómum, er hann hlaut í Nor-
égi og Danmörku. — Til viðbótar eru hér aðalatriði úr dómi
hins víðkunna skozka blaðs ,,The Scotsman“ um söng kórs-