Tíminn - 08.06.1956, Síða 7

Tíminn - 08.06.1956, Síða 7
T í M I N N, föstudaginn 8. júní 1956. Heimavisfarhús Menntaskólans á Akureyri — lítið yrffi eftir til skólabygginga þegar vísitölugreiðslur vœru komnar í 'to milljónir. ms eru Á víðavangi r Uígjöld ríkisins til niðurgreiðslii mundu ó- hjákvæmilega verða til þess að verklegar framkvæmdir mundu falla niður | Fjárveitingar til nýrra þjóðvega og brúagerSa á fjárlög- u'm þessa árs nema 27 miljónum króna. Með þeirri fjárhæð er hægt að greiða niður sem svarar 4x/2 vísitölustigi. Bæti maður við 10 milj., sem veittar eru til haínargerða og lend- ingarbóta, væri hægt að borga niður IV2 stig til viðbótar, eða alls 6 vísitölustig. Þessar tölur upplýsa í einu vetfangi, hvað íhaldið í rauninni á við með tillögum sínum um að greiða nið-: ur vísitöluna til þess að fyrirbyggja stöðvun atvinnu- veganna eins og það er kallað. Minnsta niðurgreiðsla fram á haustið er 12 stig, en hún mundi kosta ríkis-j sjéð 72 miljónir króna. Yrði því að gera betur en' skera niður f járveitingar til vega, brúa, hafnargerða, og lendingarbóta. Við yrðum að bæta því fé, sem nú er veitt til skólabygginga, raf- orkusjóðs og raforkuframkvæmda. Væri upphæðin þá alls komin í 62 milij. Og enn yrði að bæta við, taka 10 millj frá öðrum fram- kvæmdum, svo sem framlögum til skóla, sjúkrahúsa og sjúkraskýla 0. s. frv. Mundi þá nást þær 72 millj.,, sem til þarf til þess að lialda vísitölunni í skefjum fram á veturnætur í lengsta lagi. Og þá yrði að hefja nýjar niðurskurðar aðgerðir á framlögum ríkisins eða leggja á nýja og stórfellda skatta. ■ Til þess af> greiða niður 16 vísi- tðlustig mundi þurfa að verja 96 millj. króna, en það er um það bil jafnhá upphæð og nú er veitt til alira verkiegra framkvæmda ríkisins. Viðreisn dreifbýlisins Verklegar framkvæmdir ríkis- ins; svo sem vegagerð, brúarsmíði, skólabyggingar o. s. frv., eru liðttv í viðreisn dreifbýlisins. Þar er mest um hluta þessa fjármagns varið. Vísitölutillögur íhaldsins eru fyrst og fremst miðaðar við að fram- lengja núverandi falska velmegun; sem einkum segir til sín í Reykja vík og grennd. Henni fylgja enn um sinn miklir gröðamöguleikar fyrir stórgróðavaldið hér og áhang endur þess. En stórfelld ríkisútgjöld til að halda niðri vísitölu til þess að framlangja þetta ástand, mundu bitna mjög hart á dreifbýlinu, stöðva framkvæmdir þar, auka fólksstrauminn hingað suður og auka allt ójáfnvægi í byggð og at- vinnuiífi. Fjcjráð Þegar bjargráð íhaldsins eru skoðuð í þessu ljósi, sést að þau eru í rauninni fjörráð við fólkið í byggðum landsins, miðuð við hagsmuni gróðastéttanna. Á að taka lán? Þegar íhaidsmenn ræða um nið urgreiðslutillögur sínar láta þeir sem unnt sé að spara þessar síór j felldu fjárhæðir á ríkisrekstrinum. j En vitanlega er fjarstæða að tala j um sparnað sem nemur milljóna-’ tugum, nema fSrin verði sú leið, i sem ein yrði fær ef aö tillögum íhaldsir.s yrði gengið, að skera niður útgjöld til verklegra fram- kvæmda. í annan stað láta íhalds- menn eins og unnt sé að halda þjóðarbúskapnum áfram með þess um hætti með lántökum? En hvar á að taka 90—100 millj. króna lán? Á að prenta fleiri seðla? Er það bjargráðið? Niðurgreiðslu- og uppbótakerfi ríkisins kostar þegar stórfelldar fjárfúlgur, og enn bætist við. (Síld arsöltun nyrðra er væntanl. styrk- þegi.) Niðurgreiðsluleiðin er eng- in frambúðarlausn, heldur hættu- Ieg svikaleið, sem brátt hefnir sín, ef hún er framkvæmd í eins stórum stíl og íhaldið vill, og er þegar komið of lengt á þeirri braut. Þeir sjá enga aðra leið Sjálfstæðismönnum virðist samt vera alvara með að halda fram niðurgreiðsluleiðinni því að þeir láta frambjóðendur sína hér í Reykjavík bjóða upp á þessi bjarg ráð á framboðsfundum. Þannig hefir Mbl.þetta eftir frambjóðanda flokksins hér, frú Ragnhildi Helga dóttur: „Ræddi hún efnahagsmál in og afstöðu Sjálfstæðismanna til þeirra. Sjálfstæðismenn viija, sagði frú Ragnhildur (á Sjálfstæðis- kvennafundi) stöðva verðbólguna með því að greiða vöruverð nið- ur úr ríkissjóði til bráðabirgða . . . og gera ýmsar ráðstafanir til að auka framleiðsluna“. Hún er ákaf- lega glögg og skýr þessi efnahags málastefna! En samt er ekki um að villast. Niðurgreiðsluleiðin á kostnað landsbyggðarinnar er steína Sjálfstæðisflokksins. Á mófi grundvaliar- breyfingum Á sama tíma berst Sjálfstæðis flokkurinn með odd og egg gegn þeim grundvallarbreytingum á skip HvaS hræðasf þeir? íhaldið óttast fólkið, heitir grein í Þjóðviljanum í gær, og hefst á þessum orðum: „Nú er íhaldið hrætt“. Og Frjálsþýðing ar taka í sama strenginn. Við hvað eru íhaldsmenn hræddir? Þeir eru hræddir vio að missa meirihluta sinn á Alþingi, glata aðstöðunni til að ráða málum, er varða helztu hags- muni stórgróðaklíkunnar, sem gerir Sjálfstæðisflokkinn út. En hvernig gæti það gerzt, að í- haldið missti meirihluta? Að því spyrja kjósendur fyrst og fremst. Því er fijótsvarað. Eng- inn ógnar meiríhlutavaldi í- haldsins nema bandalag urn- bótáflokkanna. Það hræðist ekki þjóðvarnarliða og komm- únista.Það er óumdeilanleg stað staðreynd, að póiitískt iíf ým- issa íhaldsframbjoSenda víða um land, er komið undir gengi sprengiflokkanna. í fjölniörgum kjördæmum teija íhaídsmenn saman í huga sér atkvæðin, sem þeir vona að sprengiflokkarnir fái, og gera upp vonir sínar út frá þeim reikningi. Vonir ihalds ins eru tengdar glundroðanum, því sama ástandi, sem ríkt hefir á Aiþingi. Ótti þess er við meiri hlutalikur umbótaflokkanna. — Þetta blasir við öllum, sem líta yfir allt liið pólitíska svið. Það er rétt athugað hjá Þjóðviljan- um, að íhaidið er hrætt. En það huggar sig við sprengiframboð- in, kandidata komma og frjáls- þýðinga eru sannarlega óska- börn og glókollar íhaldsins. Bjarni og feifa letrið Ýmis teikn eru á lofti, sem ráða má af að Ó'afur Thors sé smátt og smátt að víkja úr foringjasessi íhaldsins fyrir Bjarna Benediktssyni. Þetta kemur einna glcggst fram í við- horfi Mbl. Hvenær sem Bjarni fer á stjórninálafond úti í kjör- dæmunum, leggur Mbl. forsíð- una undir frásögn af þeim fund um, og gerir hlut Bjarna þá sem mestan svo að einna helzt líkist bardagalýsingum úr Helj- arslóðarorrustu. Gengur hann þá með frækilcgan sigur af hólmi, jafnvel þótt hann hafi ekki merkilegri liðskosti á að skipa að baki sér en Jóhanni Ilafstein og Jóni ísberg. Ævin- lega eru þessar frásagnir Mbl. feitletraðar allar, frá hausi til hala. Svo var um frásögn af hin um makalausa Olafsvíkurfundi, (en sleppt að geta um merk- ustu atburði fundarins, yfirlýs- ingar prestsins og fautaskap Bjarna) og enn er þessi háttur uppi í frásögn af fundi á Hvammstanga í Mbl. í gær. Er ekki erfitt að sjá, hver hafi rit- að bardagaannála þessa. Er þar enginn annar en sjálfur höfund ur Bandamannasögu Mbl. að verki. Ólafur og granna letrið Öðru vísi er farið með Ólaf Tliors, sem enn á að heita form flokksins. Hans fundir fá ekki forsíðurúm, og ekki er þar feit letruð frásögn. Á meðan Bjarni leggur mestan hluta forsíðunn- ar undir sig og notar feitletur prentsmiðjunnar í óhófi, er Ól- afi holað niður á innsíður með sinn Kópavogsfund, sem hald- inn var sama dag og Hvamms- tangaíundurinn, og er þar allt minna í sniðum, frásögn og let- ur. Þetta þykir ýmsum benda til þess að senn dragi að því að átök hefjist um það, hver eigi að erfa sæti Ólafs og Bjarni viiji þegar tjaida því sem til er. Aðrir segja að í þessum frásagnarstíl Mbl. birt- ist aðeins ólíkir innviðir þess- ara foringja. Ólafur láti sér á sama standa, hvað Mbl. segir um fundi hans. Hann treysti sín um leikarahæfileikum tii á- hrifa. En skapsmunir Bjarna séu þannig, að hann þoli ekki ó sigur og leikarahæfileika hafi hann enga. Þegar illa gengur á fundum, sigrar Bjarni mest í Mbl. Raðar hann þá sigurfregn- um sínum sjáifur og leikur mönnum og málefnum eins og strákar leika tindátum. Og hrós ar jafnan sigri sjálfur. Furðufregnir úr Húnaþingi Um frásögn Mbl. af Hvamms tangafundinum er það annars að segja, að það mun þeim sem þekkja til í Húnaþingi og á Al- þingi þykja furðufrétt, ef gáfna ljós á borð við Jóhann Hafstein og Jón ísberg hafa knésett Skúla Guðmundsson í kappræð um. Ber fréttin raunar með sér að lieimildarmenn eru íhalds- kapparnir sjálfir. Ilafa ekki aðr ir gert þeim upp gáfur og hreysti til slíkra afreka. Enda mun allt skrum og skáldskapur sem um viðureign þessa er sagt í Morgunblaðinu. B "ii- un útflutningsverzlunar, banka- mála og útgerðamála, sem gera þarf til að leysa hnút efnahags- vandræðanna til frambúðar, jafn hliða því, sem vinnandi stéttir taka höndum saman við ábyrga ríkis- stjórn til að framkvæma aðgerðirn ar og leysa vandann. Vísitöluráð íhaldsins eru fjörráð við fólkið úti um bygqðir landsins. Velsæld Brú í Arnarfiröi. — Mannvirki af þessu tagi yröu að bíða, unz búiS væri að losa þjóðina viS vísitöluráS íhaldsins. Hafnargarður í SúgandafirSi — fjárframlög til slikra mannvirkja mundu hverfa í vísitöiuhítina. auðmannaklíkunnar hér á að tryggja á kostnað fram- kvæmda í dreifbýlinu. Gegn þeim fyrirætlunum rís mót mælaalda um land allt. Frambjóð endur íhaldsins þar, þora ekki að gera þessi mál að umtalsefni líkt og óhætt þykir á fundi í Sjálf stæðisíélögum í Reykjavík. En þessir frambjóðendur verða krafð ir reikningsskapar. Skemmtiferð fyrir vistfólk á Grund Eins og undanfarin níu sumur, verður farið í skemmtiferð með gamla fólkið á Elíiheimilinu Grund, og Hveragerði, laugardag- inn 16. júní n. k. á vegum Félags ísl. bifreiðaeigenda, og þá í tíunda sinn. Er það eindregin ósk félags- stjórnarinnar að félagsmenn sem j vildu taka þátt í þessari ferð, með því að koma sjálfir eða lána bíla sína, gefi sig fram í skrifstofu síma félagsins 5659 milli kl. 13 og 16 daglega, og eftir kl. 18 í síma 3564 og 82818, eigi síðar en 10—12 n. k. Ennfremur vonast félagsstjórnin til þess, að þau firmu, sem undan farið hafa glatt gamla fólkið með gjöfum, á sælgæti, öli og gosdrykkj um og fl. taki vel á móti þeim sem kæmu erinda í nafni félags ins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.