Tíminn - 26.07.1956, Side 5

Tíminn - 26.07.1956, Side 5
'T ÍM'IiN íí, fimmtudaginn 26. júlí 1956. Vítaverö framkoma Hollendinp á fyrri tíegi lantískeppninnar í frjálsíþróttum Dómarar og starfsmenn viíi keppnina voru h!ut- drægir — og ni<Surrö<Sun keppnisgreina Islandi mjög í óhag. — Hollendingur fyrsur í kringlukasti meÖ ógildu kasti Rotterdam, 22. júlí. Landskeppni Hollands og íslands hófst í dag kl. tvö í Vlaardingen, sem er smábær rétt við Rotterdam. Samtímis var einnig háð kvennalandskeþpni milli Hollands og Frakk- lands, sem lauk með sigri Hollands. Veður var afar gott, er keppnin hófst, hiti um 15—18 stig, en nokkur gola, svo að hitinn kom vart að sök hvað árangur snerti. Áhorfendur voru milli fjögur til fimm þúsund. Völlurinn, þar sem keppnin var háð, er nokkuð góður, en framkvæmd mótsins 1 heild mjög léleg. Niðurröðun keppnisgreina var okkur rnjög í óhag, svo greinilegt er, að Hollendingar ætla með öllum ráðum að sigra, eins og síðar kom bezt fram í kringlukastinu. s Heisluhæli N. L. F. í. í Hveragerði: Grettistak til gagns og gððs fyrir aldna og óborna Brautryðjandastarf Jónasar Kristjánssoear, íæknis Fyrir 19 árum eða hinn 5. júlí 1937 var hið fyrsta Náttúru- lækningafélag stofnað hér á landi á Sauðárkróki. Fyrstu hug- myndina munu þeir hafa átt Björn Kristjánssön, heildsali í Reykjavík, sonur Kristjáns Gíslasonar fyrrum kaupmanns á Sauðárkróki, og hinn þjóðkunni læknir Jónas Kristjánsson, þá héraðslæknir á Sauðárkróki, sem öllum öðrum fremur hefir borið þetta mál fram til sigurs hér á landi. Fararstjórar ísl. flokksins mót- 'mæltu þegar er þeir komu til IIol- lands, að 400 m og 800 m hlaup Vóru ákveðin fyrri keppnisdaginn, en Þórir Þorsteinsson keppti í báðum greinunum, en Hollending- ar höfðu þar 4 menn. Þórir varð að leggja hart að sér til að sigra í 400 m, og var því langt frá því að vera óþreyttur, er keppnin í 800 m hófst. Varð það til þess að hann varð aðeins þriðji í hlaup- inu, en hefði áreiðanlega sigrað annará. ~í kringlukastinu kom greini- lega fram, að dómararnir voru ekki starf-i sínu vaxnir og þar að auki hlutdrægir. í 2. umferð náði Koeh nokkuð góðu kasti, en steig greinilega framyfir kasthringinn og var kastið þvi ógilt. Dómararnir voru hins veg- ar svo uppteknir að sjá livar kringlan kæmi niður, að þeir tóku ekki eftir þessu, og dæmdu það gilt. Friðrik Guðmundsson benti þeim þegar á mistökin, en án árangurs. Hallgrímur kastaði á eftir Koch og náði þá lengsta kastinu í keppninni, rúma 40 m, en þrátt fyrir, að kast lians væri fullkomléga löglegt — það sáum við blaðamennirnir greinilega, því við sátum- rétt hjá kast hringnum — og Friðrik og fleiri fullyrtu það einnig, var það þó dæmt ógilt. Er svo var komið náðu Hallgrímur og Friðrik í fararstjórann Brynjólf Inglófs- son. Hann mótmælti þessuin að- förum og kærði til yfirdómnefnd arinnar, en mótmælin voru ekki tekin til greina. Köstin í kringlunni voru ekki mæld fyrr en að hverri umferð lokinni, og spaugilegt atvik kom þar fyrir. Stúlka sú, sem merkti köstin, hafði stungið kastmerki í grasvöllinn, og nú komst hún allt Norska sjávarútvegsmálaráðu- neytið hefur birt tilskipun um mjög hert fiskmat á öllum sviðum. Skal nú allt metið, hvaða verkun, sem viðhöfð er, allt frá því fisk- urinn kemur upp úr skipi. í blöð- um kemur fram, að ekki hafi ver ið gripið til þessara ráðstafana fyrr en nauðsyn krafði. En tregða fiskimanna, útvegsmanna og fisk- vinnslustöðva að vanda vöruna sem mest hafi valdið því, að ekki var til setunnar boðið. Aldrei hafi v.er ið nauðsynlegra fyrir Norðmenn en einmitt nú að varðveita orðstír norskrar gæðavöru erlendis vegna harðnandi samkeppni á fiskmark- aðinum. Þess vegna megi aldrei þola, að slakað sé neitt á kröfunni um vöruvöndun. í skrifum um þetta mál kemur í ljós, að norsk ur saltfiskur hefur að undanförnu sætt nokkurri gagnrýni, m. a. munu heilbrigðisyfirvöld á ítalíu hafa stöðvað sölu á nokkrum birgðum af norskum saltfiski fyrir nokkru. Það sem einkum er nýtt í nýju reglugerðinni er, að allur nýr fisk í einu að þeirri „niðurstöðu“ að Koch ætti þetta kastmerki. Var nú hlaupið til að mæla og þegar til- kynnt, að um nýtt hollenzk met væri að ræða, þar sem kastmerkið var um 54 metra frá hringnum. fsl. keppendunum þótti þetta grun samlegt, þar sem þeir hó'fðu ekki merkt neitt svo langt kast hjá Koch. Athuguðu þeir það nánar og kom þá í ljós, að ekkert far eftir kringluna var við spjaldið, og hún því alls ekki fallið þar. Hollend- ingar urðú súrir í bragði, en urðu þó að viciurkenna, að stúlkunni hefðu orðið á „rnistök", en hins vegar máttLvel greina, að hún ætl- aði að tryggja hinn illa fengna sig ur betur, því köst Hallgríms og Koch voru afar jöfn. Skammarlegt yrði fyrir Hollendinga, ef þeir sigr uðu í landskeppninni á þeim stig- um, sem þeir kræktu sér í í þessari grein. , Landskeppnin hefst. Setningarathöfn landskeppninn- ar var látlaus, en fór þó virðulega fram. Liðin gengu inn á -völlinn, fyrst þrír fánaberar, hollenzkur maður, frönsk stúlka og Jóel Sig- urðsson. Síðan voru þjóðsöngvam- ir leiknir og liðin hrópuðu hvatning arhróp. Fyrsta keppnisgreinin. Fyrsta keppnisgreinin var 400 m hlaup, og þar kom Daníel Hall- dórsson í staðinn fyrir Hörð Har- aldsson, en Daníel sýndi fádæma hörku í boðhlaupinu í Kaupmanna höfn, og sprengdi Gunnar Nielsen, þótt dönsku blöðin héldu öðru fram í reiði sinni yfir ósigrinum. Til merkis um það, að Gunnar Nielsen var heill allt hlaupið má geta þess að millitími hans í boðhlaupinu var gefinn upp 47,7 sek. — sem er um sek. betri timi en hann hafði ur fer undir mat, hvernig sem verk- un hans á að vera liáttað, og síð- an fer útflutningsvaran, fullverk- uð, einnig undir mat. Stjórnin til- kynnir að reglur þessar komi til framkvæmda eins fljótt og unnt reynist um land allt og verði hvergi slakað á kröfunum. Norðmenn leggja mikið kapp á að tryggja sér skrciðarmarkað inn í Nígeríu þar sem þeir eiga í harðri samkeppni við fslend inga. Nýjasta skrcfið til þess að efla tengsl við þetta fjarlæga land er, að norska utanríkisráðu neytið og norska útflutningsráð- ið buðu heim 7 blaðamönnum frá Nígeríu til þess að kynna þeim fiskframleiðslu Norðmanna, eink um skreiðarframleiðslu. Þessi för er nú farin að bera ávöxt. Sam- kvæmt frásögn norskra blaða birtast nú greinar og myndir um norska skreiðarfrainleiðslu í blöð um landsins og vekur ferð blaða mannanna mikla athygli heima fyrir. nokkru sinni náð áður, og hann gat því ekki meir, þó hann kenndi tognun um, að hann hefði ekki stungið Daníel af. Brautarskipting í 400 m var þannig, að Þórir var á 2. og Daníel á 4 braut, en betri Hollendingur- inn, de Kroon, á 1. braut. Það sást strax í hlaupinu að Þórir hljóp að eins upp á sigur — með 800 m hlaupið í huga, og fór rólega af stað. De Kroon hljóp ágætlegá og varð Þórir því að taka á öllu í lok in til að sigra, en það var ekki fyrr en 20 m voru eftir að marki, að hann komst framhjá. Margir hafa komið á óvart í keppninni hingað til, en Daníel þó ef til vill mest. Eins og áður einkenndi keppnis- gleðin og harkan allt hlaup hans og honum tókst að tryggja annað sætið — og til þess varð hann að bæta sinn bezta árangur um tvær sekúndur. Slíkt er óvenjulegt. —- Þetta fyrsta hlaup gerði okkur bjartsýna, en flestir höfðu reikn- að þar með 1. og 4. sæti. Fyrir greinina hlaut íslands 7 stig og Holland 4. Hilmar bregst ekki. í annarri greininni, 100 m hlaupi sýndi Hilmar Þorbjörnsson hve frá bær hlaupari hann er orðinn og sigraði hina heimsfrægu hlaupara með yfirburðum, en ekki leið okk- ur löndunúm vel á meðan á hlaup- inu stóð. Hlaupararnir voru í fyrstu kallaðir til baka eftir þjóf- start hjá Höskuldi, en þegar þeir komust af stað í annan skipti, mis- heppnaðist viðbragðið hjá Hilmari svo hann var nokkuð á eftir í fyrstu fljótlega fór hann þó að síga á, og um mit hlaupið hafið hann komizt á hlið við hina þrjá, sem voru mjög jafnir, ert Höskuldur stóð sig á- gætlega fyrri hluta hlaupsins. Hilm ar og Hollendingarnir geistust á- fram, og fyrst eftir rúma 80 m tókst Hilmari, að rífa sig frá þeim og sigra örugglega, en átökin voru stórkostleg. Tími Hilmars var 10,8 sek, og má það mjög góður árang ur heita, þegar þess er gætt að hann náði slæmu viðbragði og gol- an var á móti. Hollendingarnir, Saat og Templeaar, hlupu á 10,9 sck. og Höskuldur á 11,1 sek. — Stig: ísland 6, Holland 5. 110 m grindahlaup. í þessu hlaupi voru Hollending- ar í algerum sérflokki, og skipuðu tvö fyrstu sætin, þótt tímamunur væri óeðlilega mikill. Pétur hélt aðeins í við þá yfir fyrstu grind- urnar, en var síðan að sleppa. — Fyrstur varð Kamerbeek á 15,0 annar Parlevliet á 15,5, Pétur á 15.6 og Björgvin Hólm á 16,0 sek. Stig: ísland 3, Holland 8. íslenzk sýningargrein. í næstu grein, stangarstökkinu, jöfnuðust stigin frá grindinni og stangarstökkið var ísl. sýningar- grein. Valbjörn Þorláksson vakti áreiðanlega langmesta eftirtekt af öllum keppendum, og hinn fagri stíll hans í greininni, og hæðirnar sem hann reyndi við, vöktu gífur- lega aðdáun, sem heyra mátti í hvert skipti, sem hann stökk. Hol- lendingar eiga lélega stangar- stökkvara, og eru óvanir því að ráin sé sett yfir 4 metra. Þegar Valbjörn reyndi, að stökkva 4,36 m voru starfsmennirnir í miklum erfiðleikum við nákvæmar mæling ar og urðu að lokum að ná í stiga til að allt yrði rétt gert. Valbjörn komst ekki yfir þessa hæð, en hann hafði næst áður stokkið 4 m. Heið ar átti í nokkrum erfiðleikum og stökk ekki hærra en 3,80 m, þótt tilraunir hans við 4 m væru nokk- uð góðar. Hollendingar stukku 3.60 m og 3.40 m. Stig: ísland 8, Holland 3. Hollenzkar greinar. 5000 m. hlaup og hástökk urðu „hollenzkar greinar“ og þeir unnu tvöfaldan sigur í báðum. Sigurður Guðnason og Stefán Árnason hlupu (Framhald á l. s£0u.) Síðan hafa verið stofnuð mörg slík félög hér á landi og munu nú vera 15 starfandi, með á þriðja þúsund félagsmenn. Þessi félög hafa myndað samband sín á milli sem heitir „Náttúrulækningafélag íslands" (N.L.F.Í.), og er Jónas Kristjánsson forseti sambandsins. Stofnun og stefna Heilsuhælisins Þetta samband, N. L. F. í„ stofn aði sjóð með skipulagsskrá, er samþykkt var á aðalfundi N.L.F. f. liinn 19. marz 1944. Sjóðurinn heitir ■ „Heilsuhælissj óður Náttúru lækningafélags íslands“. Hann er eign Heilsuhælisins sem er sjálfs- eignarstofnun. Heilsuhæli Náttúrulækningafé- lags íslands hóf starfsemi sína hinn 24. júlí 1955 í nýjum og glæsileg- um húsakynnum í Hveragerði eða aðeiris sunnan við kauptúnið. Þessi nyja stofnun hefur þann tilgang að vera einskonar skóli, er kenni fólki að varðveita. heilsuna, er kenni því að lifa heilbrigðu og regiusömu lífi, er kenni því að temja sér ákveðna hollustuhætti, er kenni því að þekkja hin ein- földUStu lög náttúrunnar, sem gilda í hirium nánustu samskiptum rrianna við haná"óJg sém lcénni því, að háskalegt er að halda ékki þessi einföldu allsherjarlög. En jafnframt starfar Heilsuhæl ið sem sjúkrahús, er tekur vissa sjúklinga til lækninga, s. s. alls konar gigtarsjúklinga o. fl. Húsakynni Húsakynni Heilsuhælisins eru um 650 ferm., en þau eru aðeins helmingur þess, sem þeim er ætl- að að verða. Húsið er ein hæð og ris, sem notað er til geymslu. Það rúmar 28 dvalargesti, auk læknis og annars starfsfólks. Tveir gestir búa í hverju herbergi. Húsið er rúmgott, bjart og sérlega vistlegt, og umhirða öll í bezta lagi. Þá skortir ekki hita. Hveravatn er leitt í húsið frá Hveragerði og er bæði notað til upphitunar og sem baðvatn. Gestir geta fengið heit og köld vatnsböð bæði ker- laugar og steypiböð. Þar fást einn- ig heit hveraleirböð inni í húsi. Aðbúð og eldi Læknir Heilsuhælisins, hin hálf- níræða hetja, Jónas Kiústjánsson, innir þarna af hendi öll hin dag- legu læknisstörf. Sjúklingar hafa notið þarna margs konar læknis- aðgerða annarra en baðanna. Aðhlynning öll við gestina er í bezta lagi, bæði frá hendi lækn- is, forstöðukonu og starfsstúlkna. Fæðan þarna er eingöngu úr jurtaríkinu, svo og mjólk og mjólk urafurðir. Egg eru einnig notuð í mat. Margir þurfa nokkra daga til að venjast fæðinu, en flestum féll það vel, þegar frá leið. Það er ákaflega fjölbreytt, mjög vel mat- búið og glæsilega framreitt. Fólk, sem ekki dvelur í Heilsuhælinu, kemur oft margt til að fá eina og eina máltíð. Um helgar skiptir það stundum mörgum tugum, og oft sama fólkið aftur og aftur. Það bendir til þcss, að því falli fæðið. Árangur Ég, sem skrifa þessar línur, var gigtarsjúklingur í Heilsuhælinu í vor mánaðartíma. Mér leið mjög illa, þegar ég kom þangað og hafði þjáðst af gigt í nokkra mán- uði og farið stöðugt versnandi. Effi ir hálfan mánuð var líðan mín miklu betri, og þegar ég fór það- an, eftir 32 daga dvöl, var ég | næstum laus við gigtina. Ég fói* þá strax að vinna, en þrátt fyrii’ það hélt batinn áfrám eftir að ég fór frá Heilsuhælinu’ ög gigtin vac horfin mánuði síðar." Heilsuhælið var fúllsetáð þann tíma, sem ég dvaldi, I þar. Þeir sjúklingar, sem höfðu ./Jyalið þar hálfan til heilan mánuð.e.ða lengur, virtust flestir hafa ferigíð nokk- urn bata og nokkrir lriikirin. Þarna voru sjúklingar, serii h’ofðu mætfc mjög erfiðum sjúkdórriúiri, einnig þeir virtust vera á batavegi eftit* nokkurra vikna dvöl þar. Kynning og bending Ég rita þessar línur einkum til þess að fólk, sem lííii ‘éða engin kynni hefir af þessari sérstæðu nýjung, fái tækifæri'tíl' að kynn- ast því, sem þarna er áð gerast og að þeir, sem þurfa á :sams kon- ar hjálp að halda og þeirri, sem þarna er veitt, þurfi ekki vegna ókunnugleika að vcra án hennar. Ég minni á þessa athyglisverðu stofnun meðfram vegna þess, að hún stendur í fjárhagslegri sveltu. Alþingi hefir að vísu veitt stofn- uninni 100 þúsund'’króliá bygg- ingarstyrk, hvort hinna tveggja síðustu ára, eða 200 þús. kr. sam- tals. Þetta dregur skammt. Styrk- inn þarf að hækka, svo að stofn- unin geti bráðlega byggt liinar nauðsynlegustu byggingar, eins og t. d. baðdeildina, sem eítir teikn- ingu að dæma, gæti orðið á heims- mælikvarða. En þá fyrst færi stofnunin að njóta sín til fulls. Þeir, sem hafa meira handbærfc fé en þeir hafa þörf fyrir, og sem vilja verða góðu og gagnlegu máli að liði, hafa þarna gullvægt tæki- færi að rétta hjálparhönd ,og lána Heilsuhælinu sem svarar verði einnar íbúðar eða 300 þús: til hálfa milljón króna í nokkur ár, gegu öruggri tryggingu og með sann- gjörnum vöxtum. Þá væri Heilsu- hælinu borgið fjárhagslega og því yrði unnt að starfa samkyæmt ætl- un sinni. Grettistak Það er undravert, að.ftiaður, sem er hálfníræður, skuli geta lyffc slíku Grettistaki sem því að koma þessari stofnun á fót og reka hana sjálfur. Viljinn er brennandi og kjarkurinn ódrepandi. Auk þeso að gefa stofnuninni 150 þús. lcr., vinnur hann þar kauplaust allan ársins hring. En því -má ekki gleyma, að fleiri liafa sýnt þarna drengileg handtök, enda þótfc Jónas læknir eigi þarna lang- stærsta átakið. T. d. hafa nokkrk* gefið henni myndarlegar gjafir eða lánað henni fé. Aðrir'. hafa unniö margvísleg störf í hennar þágu I ókeypis. ...... Framkvæmdastjóri N-L-E.í., Sig urjón Danívalsson, hefir verici stofnuninni ómetanleg stoð með dugnaði sínum, elju og framsýni. Þá skiptir það eklci litlu, hvernig hin daglegu störf innan húss £ stofnuninni eru innt af hendi. Þeim stjórnar forstöðukonan, ung- frú Ilrönn Hilmarsdóttir, með ár- vekni og miklum myndarskap. Heilsuhælið er öllum þeim til sóma, er við það vinna. Þeir, sem kynnzt hafa Heilsu- hælinu, telja margir', að þarna hafi verið lyft Grettistaki til gagns og góðs fyrir aldna og óborna. Jón Sigtryggsson. _i Norðmenn skerpa fiskmat - Blaðamenn frá Nígeríu boðnir tiS Noregs

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.