Tíminn - 26.07.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.07.1956, Blaðsíða 6
§ T f MIN N, fimmtudaginn 26. júlí 1956. Orustan um ána (Bttle of Rogue River) Hörkuspennandi og viðburðarík ný amerísk mynd í litum um viðuréígn lögrégluforingja við Indíána. George Montgomery Richard Denning . ; , Martha Ryer Sýnd kh 5 og 9. Örlög ráía (Strange Fascination) Ileiliandi ný amerísk músíkmynd, Cleo Moore Hugo Haas Sýnd kl. 7. Síðasta sinn. AUSTURBÆJARBÍÓ Simi 1384 Þrír menn í snjónum (Drel Manner im Schnee) Sprenghlægileg og skemmtileg, alveg ný, þýzk-austurrísk gam- anmynd, byggð á hinni afar vinsælu sögu eftir Erich Kást- ner, sem birzt hefir sem fram- haldssaga Morgunblaðsins að undanförnu og ennfremur kom- ið út í bókarformi undir nafn- inu: Gestir f Miklagarði. — Myndin var sýnd við metaðsókn i Þýzkalandi s. 1. vetur. - — Danskur skýringartexti. — Aðalhlutverk: Paul Dahlke, Gunther Luders, Claus Biederstaedt. Sýnd kl. 9. TRIPOLI-BÍÓ Simi 1182 Hinar djöfullegu Geysispennandi, óhugnanleg og framúrskarandi vel gerð og leik in, ný frönsk mynd, gerð af snill ingnum Henri-Georges Clouzot, sem stjórnaði myndinni „Laun óttans". Vera Clouzot Simone Cignoret Paul Meurisse Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. GAMLA BÍÓ Sími 1475 Súsanna svaf hér (Susan Slept Here) Bráðskemmtileg og fjörug nýj bandarísk gamanmynd í litum. j Debbie Reynolds, Dick Powell Anne Francis. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarfjarðarbfó Simi 9249 Eldkrossinn (Kiss of Fire) Spennandi og viðburðarík, ný, amerísk iitmynd byggð á skáld- sögunni „The Rose and the Flame“ eftir Jonreed Lauritzen. Jack Palance Barbara Rush Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. sýnir gamanleikinn Sýning í kvöld. Aðgöngumiðasala frá kl. 2 í dag. — Sími 3191. Fáar sýningar eftir. h^u'hklhLfh^hLíhi/híí:)LlhLíhLÍt\ tithreuYið TJMANW Káta ekkjan Fögur og skemmtileg litmynd gerð eftir óperettu Franz Lehar. Aðalhlutverk: Lana Turner Fernando Lamas Una Merkel Sýnd kl. 7 og 9. TJARNARBÍÓ Siml 6485 Miljón punda seftillinn (The million pound note) Aðalhlutverk: Gregory Peck Ronald Squire Jane Griffiths Hláturinn lengir lífið. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ - HAFNARFIRÐI — Sími 9184 — 8. vika. — Odysseifur Sýnd kí. 9. Síðasta sinn. Liíli og Stóri Sýnd kl. 7. PopSínfrakkar á drengi Fást í númerunum 6—22 Serdum gegn póstkröfu hvert á land sem er cJJa ugaveg 3 7 Laugaveg 37. — Sími 81777 Eílir JENNIFER AME5 sagði hún lágróma. — Við ræddum saman á svölunum, eftir að Mantesa hjónin voru farin í rúmið . . . Ég held líka, aö hann sé hræddur, en hvort það er við Shebu, sem hann hefir víst verið ástfanginn af, eða mann hennar, sem virðist vera sérlega afbrýðisamur, þori ég ekki að segja um. Og svo sagði hún þeim allt, sem hún mundi af samtali þeirra Charles. Hún lauk máli sínu: — Hann var alltaf að segja, að hann myndi vilja hjálpa mér, ef ég vildi hjálpa honum. — Hann stakk þá ekki upp á neinu sérstöku? Hún hristi höfuðið. — Hann var orðinn nokkuð drukkinn, svo að hann man sennilega ekki mikið af samtalinu á morgun. Tuglið var komið hærra á næturhimininn. Það kastaði geislum sínum beint niður á stíginn fyrir framan þau. Suð skordýranna var næstum dá- ið út, aðeins heyrðist í moskí tóflugunum. — Það er víst bezt, að við höldum heimleiðis, sagði Alan ákveðinn. — Við höfum eng- in ráð á að smitast af malar íu núna. Það fór hrollur um Made- línu. — Ég gæti ekki kosið mér neitt andstyggilegra en að liggja vik á Mantesa setrinu. Þau gengu eftir stígnum í áttina til hússins. —Far þú inn fyrst, Fay, sagði Alan, — og ef einhver spyr þig hvar þú hafir verið, þá segðu, að ú hafir farið ein þíns liðs í gönguferð. Við Made lína komum eftir andartak. Fay læddist eftir ganginum til herbergis þeirra Alans. Nú gat hún ekki haldið aftur af tárunum lengur. Þau runnu niður kinnar hennar meðan hún afklæddist. Hún var að minnsta kosti þakklát fyrir, að Alan var ekki viöstaddur til að sjá það. Hún reyndi að einbeita huganum að því, sem Madelína hafði sagt henni af Evu, en enda þótt hún væri mjög áhyggjufull vegna Evu, gat hún ekki slitiö hugsanir sínar frá þeim Madelínu og A1 an, eins og hún hafði séð þau standa úti í steikjandi hitan um í næturmyrkrinu. Hún sá fyrir sér tárin á kinn Made línu. Hver skyldi vera ástæðan til þeirra? Loks sofnaði hún lausum svefni, en vaknaði aft ur í dagrenning, við hávað ann í þrumum úti fyrir. Hún sá eldingar leiftra milli bam usrimlanna. Hún leit á rúm Alans, en það var tómt . . . Hún fálmaði sig að gluggan um, og dró tjöldin frá. Það var farið að rigna. Ekki regni eins og hún þekkti frá Eng landi. Þetta regn helltist nið ur eins og fljót. Hún stóð góða stund og horfði á óveðrið, en svo fór hún í rúmið aftur . . . Þegar hún vaknaði aftur, var herbergið dauflega upplýst. Er hún opnaði augun, sá hún, að Alan sat við rúmið, og horfði á hana. Hann horði á hana á einhvern nýjan hátt, og ósjálfrátt rétti hún út hend ina ,og snerti við honum. Hann var rennvotur. Regnið buldi enh á þakinu, en þó ekki eins harkalega og fyrr um nóttina. — Hefir þú verið úti í alla nótt, Alan? Hann kinkaði kolli. — Ég sendi Mad í rúmið nokkrum mínútum eftir að þú fórst. Ég' hafði „01-1110^01“ að sinna. Heyrðu nú, Fay — orösending in frá Evu skýrir út það, sem við heyrðum Jungmann og Mantesa segj a á svölunum um daginn. Við höfum þá ekki mikinn tíma — við verðum að láta til skara skríða fljótt . . . Hún settist upp í rúminu. — Hvað á ég að gera, Alan? Hann hikaði. — Það gleður mig ekki að biðja þig þess, Fay. — En þú verður að ving ast við Charles, komast að því hvað angrar hann, og einnig hvernig hann vill fá þig til að hjálpa sér. Ef tll vill er hann einmitt veiki liðurinn í keðjunni. Það er möguleiki á því, að hann hafi alls engan áhuga fyrir að framkvæma það, sem hann hefir nú kom ið sér í. Þú verður að fá upp úr honum, hvort tillaga hans hafi verið gerð í heiðarlegum tilgangi. — Þú átt við, að það sé mik ilvægt, að við getum treyst honum? spurði Fay, — en hvers vegna? — Af því að hann er flug- maður, og hefir leiguflugvél hér á flugvellinum, sem gæti komið okkur að gagni, svaraði hann. Hún hafði í kvöld — ef hún hafði ekki í rauninni vitað það allan tímann — tekiö eft ir því, að Madelína var enn ástfangin af Alan. För henn- ar til Ameríku með unga her manninum hafði aðeins verið farin í því skyni að særa Al- an, eða ef til vill vegna þess, sem hann hafði sagt henni, að starf hans gerði ekki mögu legt fyrir hann að kvænast. En Mad hefði aldrei haft eirð í sér í hjónabandi með unga Ameríkumanninum. Svo mik ið skildi Fay nú — því miður — og hún trúði ekki sögunni, (sem Mad hafði sagt þeim við borðið á Savoy gistihúsinu, um að móðir hins tilvonandi brúðguma hefði átt mestan þátt í því hvernig fór. í nótt, þegar Mad hallaði sér upp að gúmmítrénu, hafði hún grátið, en í dag var hún óeölilega, næstum óþolandi glaðvær. Yfirborðs glaðværð . H3 -g • 1 . ' * Js hennar tók á taugar Fay í ríkari mæli en afskiptaleysið í fari Alans, já, jafnvel enn meira en misklíðin milli Mantesa hjónanna. Vonbrigöi hennar og ótti fóru vaxandi eftir því sem á daginn leið. Jafnvel Sonya litla virtist hafa oröið vör hins þanda and rúmslofts. Hún lá grátandi í rúminu, þegar Fay kom til þess að annast hana. Hún lagöi granna handleggi sína um háls Fay. — Ég er svo hrædd, systir Fay, ég er svo hrædd hvíslaði hún. — En góða mín, þú ættir að vera vön svona rigningu, þar sem þú hefir átt hér heima svo lengi, sagði Fay og brosti hughreystandi til hennar. — Já, en ég er heldur ekk ert hrædd við regnið, systir . . . sagði hún óþolinmóö . . . — Það er vegna . . . Hún hætti skyndilega, og hélt svo áfram lágri röddu: — Það er vegna mömmu og pabba . . . hvar var mamma í nótt? Pabbi kveikti skyndi- lega ljósið hér inni — ég veit ekki hvað klukkan var — og spurði, hvort mamma væri hjá mér . . . eða hefði veriö hér. Ég sagðist hafa verið sof andi allan tímann, og þá sagði hann: — Einn góðan veöur- dag, kannske eftir stuttan tíma, átt þú enga mömmu framar, barnið mitt. Og svo slökkti hann Ijósið og fór. Ég varð svo hrædd, að ég gat ekki sofnað í margar klukku stundir. Ó, systir Fay, hvað haldið þér aö hann hafi átt viö? Hún fór aftur að gráta, og þrýsti sér að Fay. Fay var sjálf óttaslegin, en henni tókst að láta ekki bera á því meðan hún strauk hiö indæla, stutta hár barnsins. — Ég er viss um ,að hann hefir ekki átt viö neitt sér- stakt með því. Það getur verið að hann hafi veriö nývaknað ur eftir að hafa dreymt illa. Hann hefir ef til vill dreymt, að móðir þín væri í einhverri hættu. Þú skalt ekkert vera að hugsa um það. 20. KAFLI. Það hélt áfram að rigna all an næsta dag. Skýin voru kol- svört og loftið rakt og þving andi. Stöku sinnum stytti upp, en svo fossaði regnið niö ur aftur og buldi á þakinu og á blöðum bananatrjánna eins WWAY.ViV.V.V.VAW.V.V.Y.VAV.V.V.VJV.VVrtSJ Mitt innilegasta þakklæti sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á sjötíu ára afmæli mínu, þ. 4. júlí s. 1., með heimsóknum, heillaskeytum og öðrum vinakveðj- um. Ég óska þeim allrar blessunar á ókomnum árum. Elías Jónsson, Hallbjarnareyri. WWUWWAV.VAVW.'.V.W.V.VAW.V.W.V.VAM Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur vinarhug, hjálp, hluttekningú og heiðruöu ininningu hins látna, Þorsfeins Einarssonar, bónda, Köldukinn. Guörún GuÖjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.