Tíminn - 26.07.1956, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.07.1956, Blaðsíða 1
ifjlgist me<5 tímanam og lesiB TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 og 81300. Tíminn flytur mest og fjel- breyttast almennt lesefni. fO. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 26. júlí 1956. í blaðinu í dag: 'r^1 Hallur Símonarson skrifar frá ' i Rotterdam á bls. 5. Umræður um hervarnarmál í I Danmörk, bls. 4. Norðmenn herða á fiskmatinu, bls. 5. Leiðari fjallar um yfirlýsingu st j órnarf lokkanna. 168. blað. Heimsókn Rússanna efni í pólitískt simskeyti Rússneski knattspyrnuflokkurinn er á leið til Kanada og kemur hér við í leiðinni. Mun það allt hafa verið ákveðið löngu fyrir stjórnarskiptin. En íhaldsmenn á íslandi síma nú út um lönd, að hér sé allt „yfirfullt“ af gestum að austan og gefa erlendum blöðum tilefni til að fullyrða að það sé „afleiðing“ stjórnar- myndunarinnar. Myndin sýnir Rússana og úrval Reykjavíkur- félaganna ganga til leiks. Vítaverður fréttaflutningur íhaldsblaða til útlanda: Segja landið „yfirfulit” af gestum að austan, vegna stjórnarskiptanna Nota löngu ákveðna heimsókn tékk- nesks ráSherra og pólsks píanóleik- ara og rássnesks knattspyrnuliðs til a§ reyna að villa vestrænum þjóðum sýn á merkingu stjórnarsamstarfsins í vor birtust greinar í mörgum blöðum í ýmsum löndum byggðar á þeim upplýsingum, að hér hefðu orðið stjórnarslit út af varnarmálunum og kommúnistísk og andamerísk öfl hefðu ráðið úrslitum. Upplýsingarnar, sem blöðin byggðu á, voru héðan að heiman, frá íslenzkum aðilum, sem gegna fréttaritarastarfi fyrir stórar erlendar fréttastofnanir. Upp- tökin voru á skrifstofum Morgunblaðsins og Vísis. Aðalfundur útgeríarfélagsins Meitils: Sex bátar gerSir út frá Þorlákshöfn árið 1955 Fjórar milljónir króna greiddar í vinnulaun Aðalfundur útgerðarfélagsins Meitils í Þorlákshöfn var haldinn 19. þ. m. Á vertíðinni 1955 voru gerðir út sex bátar frá Þorlákshöfn og var afli þeirra frá 550 og upp í 875 lestir af fiski upp úr sjó, eða samtals um 4400 lestir. Greidd vinnu- laun á árinu námu 4 milljónum króna. Rekstur félagsins gekk fremur; s. 1. ári gerðist SÍS hluthafi í fé- erfiðlega á árinu, einkum vegna ■ laginu. Af hálfu SÍS mættu á fund- skemmda á skreiðarframleiðslu af inum Erlendur Einarsson, forstjóri völdum votviðranna um vorið. A Svíi særður í Palesínu Jerúsalem, 15. júlí. — Phal- in liðþjálfi í sænska hernum, sem er einn af starfsmönnum í eftir- litsnefnd S. þ. í Palestínu, særð ist hættulega í dag, ásamt nokkr um öðrum mönnum, er þeir voru á eftirliðsferð inn yfir landamæri Jórdaníu. Urðu þeir fyrir skot- hríð frá hermönnum Jórdaníu. — Atburður þessi átti sér stað um 8 km norðaustan við Jerúsalem. íbúðarhús breunur á Eyrarbakka Síðastliðna mánudagsnótt brann íbúðarhúsið Sölkuholt á Eyra-r bakka til kaldra kola. Ilúsið var steinhús en allt brann innan úr því. Húsbóndinn var einn lieima, og vaknaði hann er húsið var orð- ið fullt af reyk. Slökkvilið Stokks- eyrar og Eyrarbakka kom á vett- vang, en gat ekki bjargað húsinu. Húsið og innbú var vátryggt. Elds upptökin eru ókunn. Flotiim í landvari Engin veiði var í gær vegna brælu á miðunum. Skipin lágu í höfn, eða í landvari. f fyrrakvöld sá síldveiðibáturinn Fákur mikla síld út af Sléttu. Óð þar torfa við torfu, en ekki hægt að athafna sig vegna veðurs. og Helgi Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri útflutningsdeildar. Góð skilyrði. Skilyrði til útgerðar eru að ýmsu leyti mjög góð í Þorlákshöfn, en það hefir háð undanfarin ár, að ekkert hraðfrystihús er til á staðnum til að vinna úr aflanum. Á aðalfitndinum var samþykkt að koma upp fullkomnu hraðfrysti- húsi í Þorlákshöfn hið fyrsta. Stjórn Meitilsins skipa: Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri, Sel fossi, formaður, Erlendur Einars- son, forstjóri SÍS, Reykjavík, Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík, Ágúst Þorvaldsson, alþm., Brúnastöðum, og Ásgeir Eyvindsson, kaupm., Stokkseyri. Framkvæmdastjóri er Benedikt Thorarensen, Þorlákshöfn. HoMand 111 stig ísland 103, frásögn á bls. 5 Landskeppni Hollendinga og íslendinga í frjálsum íþróttum, sem fram fór í grennd við Rott- erdam nú í vikunni, lauk með sigri Hollands: 111 stig, ísland 103. Á bls. 5 ritar Hallur Sím- onarson um keppnina, en hann var þar áhorfandi að keppninni. Stórrigning á Austur- landi í gær Egilsstöðum í gær. Hér hefir verið sólskin og þurrka tíð að undanförnu, en nú er komin norðaustan rigning. Bændur eru búnir að ná inn eða í sæti megin- hluta af töðu sinni og er hún með ágætri verkun. Spretta er orðin á- gæt. Ilér hefir verið mikið um ferða- fólk og það hefir notið sólskins- ins í ríkum mæli, en nú er margt að tygja sig brott, þar sem skipt hefir um veður. Ekki var flogið hingað í dag, en annars er allt af flogið hingað dag lega og stundum tvær ferðir á dag, þar sem farþegar hingað og héðan eru margir. ES. Með þessu athæfi, að síma póli- tískt litaðar fréttir og blekkingar til útlanda — til þess að geta notað erlendar fyrirsagnir úr blöð um í áróðursskyni hér heima — var málstað íslands unnið hið mesta ógagn. Rangar fregnir, sem stórar fréttastofur láta hundruð- um blaða og útvarpsstöðva í té, er ógerlegt að leiðrétta svo að gagni komi. Það var álit sumra hinna beztu erlendu ffðttaTiTahná, sem hingað komu og kynntu séP málin' af eigin reynd, að þessi vinnubrögð hefðu þegar gert mik- ið tjón og villt mönnum sýn á því, sem hér var raunverulega að ger- ast. W5T REYKJAVIK Islatids ho\ædstad vil bogstftvelig talt Va?re <3 af gæster Jjca jr ------ .-.1 Reykjavik 1 11 . polak kultr dislav Kedran. tereiReykj- ,1 nttit- - Krajcia og fe bedsmænid De iedsages af"eh!| og en íiimíotograJ. ’ Dertil kommer, at | >Lokomotif, fra M leder et gæstespil- i ier en uge. 1 fy*-* — „Og afleiðingarnar", segir Dagens Nyheder í undirfyrirsögn og byggir á fréttaskeyti frá Reykjavík. Landið er „yfirfullt" af austanvérum. Sýnis- horn af fréttamennsku íhaldsmanna um þessar mundir. Dönsk blöS ræSa um, aS Danir veiii fslendingum hjálp viS gæzlu herstöðvar á Keflavíkurflugvelli Einkaskeyti til Tímans frá Kaupmannaliöfn Dönsk blöð ræða nú töluvert þessa dagana í forystugreinum um ýmis vandamál varðandi Keflavíkurflugvöll. f dag segir í forustugrein Infonnation á for- síðu rneðal annars, að Danmörk liafi öll skilyrði til þess að veita íslandi aðstoð á margvíslegan hátt til þess að halda við herstöð inni á Keflavíkurflugvelli, þann ig að lierstöðin og flugvöllur- inn geti verið til reiðu fyrir flug- vélar með stuttum fyrirvara. Þjálfun starfsmanna Þá- segir blaðið ennfremur, að Danir geti hæglega hjálpað ís- lendingum við þjálfun og mennt un starfsmanna og sérfræðinga til þessarar starfrækslu, eða með því að senda þeini sérþjálfaða menn til starfa um tíma. í forustugrein Berlingske Aft enavís segir, að staða íslands sé nú til athugunar í Danmörk og ef til vill verði um að rreða inn sé farinn. Af danskri hálfu séu menn reiðubúnir að veita íslandi slíka hjálp að vissu marki. Blaðið segir, að menn bíði og fylgist með því, hver þróunin verði í þessum málum, og búist jafnvel við beinni málaleitun frá íslenzku ríkisstjórninni um þessi efni. Aðils. Kynlegur hugarburður. Þessi skrif hinna dönsku blaða munu koma íslenzkum Iesendum kynlega fyrir sjónir. Ekkert hef- ir gerzt hér, sem gefið gæti til- efni til þeirra skrifa, og þarf varla að taka fram, að hér er um hugarburð einn að ræða, Menn eru nú að verða ýmsu vanir um skrif erlcndra blaða um íslenzk mál, en því miður hefir komið í Ijós ærið oft, að missagnirnar eiga að einhverju leyti rætur að rekja til íslenzkra fréttaritara, sem vanda fréttaflutning sinn ekki sem skyldi. Hér virðist ein. vörðungu vera um heimabrugg hinna dönsku blaða að ræða. Sagan endurtekur sig En pólitísk óvild og von um áróð ursaðstöðu er enn þyngri á metun- um en tillit til íslenzks málstaðar hjá sumum þeim aðilum, sem írakkastir hafa verið að senda blekkingar og getgátur um íslenzk stjórnmál til erlendra blaða og fréttastofnana. Dæmi um það er frétt, sem United Press fréttastofan birtir samkvæmt fréttaskeyti frá Reykjavík (undan rifjum Vísis) þegar ^eftir stjórnarmyndunina. Þar er gefið tilefni til að tengja saman í eina heild stjórnarmynd unina, þátttöku Alþýðubanda- lagsins í stjórn og heimsókn tékknesks ráðherra, pólsks píanó leikara og rússnesks knattspyrnu liðs. Danska íhaldsblaðið „Dagens Nyheder" hendir þetta skeyti. á lofti og birtir í einni allsherjar fyrirsögn frásögn af myndun ríkis- stjórnarinnar, — sem það kallar „folkefrontsregering", samkvæmt heimildum Reuters fréttaritara í Reykjavík (Mbl.) — og „Island oversvömmes allerede af gæster fra jerntæppe-lande“. Löngu ákveðin heimsókn Þetta eru athyglisverð vinnu- brögð. Hljómlistarmenn og aðrir gestir að austan hafa komið hér á hverju ári mörg undanfarin ár, en þá ekki þótt ástæða til að síma fregnir af því út um heim. Ferð tékkneska ráðherrans t. d. mun hafa verið ákveðin fyrir kosningar, meðan Ólafur Thors sat enn á veldisstóli, rússneska knattspyrnuliðið er hér á leið til Kanada. Og listamenn frá mörgum þjóðum koma hér, án þess að það þyki pólitísk tíðindi. Alið á tortryggni Auðskilið er, hvað þarna er ver- ið að gera: Ætlunin er að koma þeim blæ á stjórnarmyndunina og ástandið hér í augum útlendinga, að það veki sem mesta tortryggni. Þannig ástunda fréttaritarar starf- semi, sem getur orðið landinu til tjóns. Með þessu athæfi er verið að gera íslenzku þjóðinni og ís- íFramhaid á 2. síðu). Lókómótíí vann 13:2 í gærkvöldi fór fram knattspyrnu kappleikur milli rússneska liðsins Lókómótíf og KR. Leikar fóru svo að Lókómótif gerði 13 mörk á móti 2 hjá KR.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.