Tíminn - 26.07.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.07.1956, Blaðsíða 4
■wr •' T í M I N N, fimnitudagiixn."3g. júlí 1958. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarínsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðameun), auglýsingar 82523. afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Stefna nýju stjórnarmnar STEFNU SKRÁ hinnar nýju ríkisstjórnar ber þess merki, að hún setur markið hátt. Fyrst og efst setur hún það að skapa atvinnuvegum þjóðarinnar traustan grund- völl með því að kom efnhags málunum í viðunandi horf. í beihu framhaldi af því, set- ur hún svo að efla og auka at . vinnuvegina með öflun nýrra atvinnutækja og aukinni ræktun. Með þessu tvennu er stefnt að því að tryggja laridsmönnum næga atvinnu og batnandi lífskjör, en því 'takmárki verður að sjálf- Sögðu ekki náð, nema með aukriingu og eflingu fram- leiðslunnar og traustum rekstrargrundvelli hennar. ■ VANDASAMASTA verk- efni stj órnarinnar er endur- reisri efnahagsmálanna. Á- reiðánlega öllum, nema strandmönnum Sjálfstæðis- flokksins, er ljóst ,að þar er mikill vandi á höndum. At- vinnuvegirnir eru komnir að stöðvun, gjaldeyrisskortur er''sívaxandi, höftin aukast etöðugt. Þessi vandamál hyggst stjórnin að leysa í nánu samstarfi við stéttasam ,t<ikin og eftir ráðum og leið- beiningum færustu sérfræð- ingá. í beinu sambandi við þetta verkefni eru þær ráðstafan- ir, er stjórnin fyrirhugar í því augnamiði að draga úr hverskonar óeðlilegum milli- liðagróða og bæta þannig hlut framleiðslunnar. í FRAMHALDI af þessu kemur svo öflun nýrra at- vinnutækja. Þar setur stjórn- in sér m. a. það takmark að aflá 15 nýrra togara, sem yrði skipt milli útgerðarstaða með jafnvægi í byggð lands- ins fyrir augum. Þá er og tak mark stjórnarinnar að afla iandbúnaðinum aukins starfs fjár. fá aukið fjármagn til raforkuvera o. s. frv. Framsóknarmenn hafa á undanförnum þingum flutt tillögur um, að auknir yrðu möguleikar fyrir togaraút- gerð út um land, en þær hafa ekki náð fram að ganga. Af- kórpa margra sjávarþorpa veltur á því, að þau fái stuðn- ing af togaraútgerð. Af hálfu Framsóknarmanna er því sér stök ástæða til að fagna á- kvæði stjórnarsamningsins um eflingu togaraflotans. Af sömu ástæðum er sér- stök ástæða fyrir Framsókn- armenn að fagna þeirri yf- irlýsingu stjórnarinnar, að hún muni leggja sérstaka áherzlu á eflingu atvinnu- veganna í þeim þremur lands fjórðungum, sem hafa að ýmsu leyti dregist aftur úr að undanförnu. Það er í sam- ræmi við þá stefnu, sem Framsóknarmenn hafa jafn- an beitt sér fyrir, að tryggja jafnvægi í byggð landsins. ÞEGAR efnahagsmálun- um og atvinnumálunum sleppir, koma utanríkis- og varnarmálin tvímælalaust í fremstu röð. í þeim málum lýsir stjórn- in sig fylgjandi ályktun Al- þingis frá 28. marz síðastl. Samkvæmt henni ber að kappkosta gott samsta,rf við allar þjóðir, halda áfram sam starfi um varnarmálin við þjóðir Atlantshafsbandalags ins og vinna að brottflutn- ingi hersins í samræmi við batriándi horfur 1 alþjóðamál um og þær yfirlýsingar, sem voru ge.fp.ar við^inngönguria í Atlantshafsbandaiagið, : að hér ýrði ekki íeyfð herseta á friðartímum. Það er trú íslendinga, að erlendir aðilar skilji og meti þetta sjónarmið, þótt í hópi íslendinga sjálfra séu til þeir ólánsmenn, sem nú reyna að rangtúlka og af- flytja þá stefnu, sem þeir sjálfir áttu þátt í að móta fyrir sjö árum síðan, og kalli meira að segja á erlenda í- hlutun til að torvelda hana. Hinir erlendu aðilar láta von- andi ekki slíkt vandræðafólk hafa áhrif á gerðir sínar. f STUTTU máli má segja, að stefna stjórnarinnar mark ist af trú og vilja til að byggja upp heilbrigt og gróandi at- vinnulíf, svo að öllum geti lið ið vel og þjóðin búið ein og óháð í landi sínu. Þetta er stórt og glæsilegt takmark, en vissulega ekki vandalaust. Það krefst skilnings og stuðn- ings alþýðustéttanna, ef það á að nást. Þessvegna þurfa þær að veita stjórninni traust brautargengi. Þá mun starf hennar vissulega heppnast. Umræður um hervarnarmál í Danmörku: Sterk andstaða gegn staðsetningu erlendra flugsveita á danskri grund íhaldsflokkurinn danski hefir nýlega hréyft við hervarna- málunum dönsku, einkum staðsetningu erlendra hersveita í landinu, en það mál hefir legið í láginni um hríð. Er nú hafin 1 dönskum blöðum umræða um þetta mál og er enn sem fyrr mjög sterk andspyrna gegn því að Danir láti af yfirlýstri stefnu sinni, sem er að engar erlendar hersveitir fái aðstöðu í Dan- mörku. Virðist danski íhaldsflokkurinn einangraðui' í málinu. „Það má ekki koma fyrir" í ritstjórnargrein í „Politiken“ í fyrradag er rætt um þessi mál. Heitir greinin: „Það má ekki koma fyrir“. Segir þar m. a.: „Nú er aftur farið að ræða, hvort staðsetja skuli sveitir frá Atlantshafsríkjum á dönskum flugvöllum. Það eru auðvitað íhaldsmenn, sem hreyfa málinu á ný, og röksemdin er nú, að þar sem draga eigi úr hervarna- útgjöldum á fjárlögum þjóðarinn- ar, muni nauðsynlegt að staðsetja erlenda flugheri í landinu, ef varn 1 irnar eigi ekki að vera þýðingar- lausar". Heimsástandið batnar Síðan er rifjað upp, að þrjú ár eru liðin síðan þáv. ríkisstjórn ókvað stefnuna í málinu, á þá lund, að á þeim tíma væri ekki ástæða til að taka tilboði NATO um stað- setningu flugsveita í landinu. Það vissu allir, segir blaðið, að undan- skilið var að ef heimsástandið versn aði, mundi liægt að taka málið upp að nýju. Síðan segir: „En sem betur fer hefir sambúðin í milli Austurs og Vesturs ekki versnað á þeim árum, sem síðan eru liðin. Þvert á móti hefir, þrátt fyrir öll vonbrigði, orð ið breyting til batnaðar. Það eru átök í veröldinni, og maður þarf að gæta sín að treysta ekki um of á það mildara loftslag í austri en það er þó staðreynd, að ástandið í dag er minna ógnandi en það var áður óg það er skylda allra landa, að stíga erigin skref, sem geta aukið á „spennuna". . . . Það er ákveðið álit okkar, að staðsetning amerískra flugherja á danskri grund á friðartíma væri gróflegt brot á þessari skyldu, og við teljum ástæðu til að vara við því að skapa nú pólitíska ókyrrð í kriiig um þetta mál . . AísfaSa Norðmarma hin sama Blaðið rekur afstöðu Norðmanna til málsins frá upphafi og segir hana vera þá sömti og Dana og þar sé engin breyting. Blaðið tel- ur, að neitun Norðmanna að taka þátt í miklum NATO-heræfingum í haust, stafi af viðhorfi sem sé mjög svipað því, er hér hefir verið lýst. Stórfelldur niðurskurSur herútgjalda f greininni kemur fram, að dönsku flokkarnir hafa komið sér saman um að skera niður herút- gjöldin um 5.0 millj. kr. á þessu ári, „og er vonandi ekki lokið þar með“, segir blaðið. Sitpr nefnd að störfum í málinq. Gerir blaðið ráð fyrir, að störf hennar leiði til enn stóraukins niðurskurðar, sem mundi létta mjög yfirstandandi efnahagsörðúgíeika í landinu. Bág lífskjör verkamanna í PóIIandi Bréf frá verkamanni í pólsku bíaði varpa Ijósi á miskimnarleysi efnhagsmála- stefnu kommúnista Tekjurnar hrökkva ekki íyrir brýnustu lífsnauÖsynjum fjölskyldunnar Eftir Poznan uppþotið hafa efnahagsmál Póllands verið mjög á dagskrá í blöðum. Heima fyrir er játað, að efnahags- málastefna kommúnista — miskunnarlaus iðnvæðing án tillits til lífskjara fólksins — hafi leitt út í ófæru. Viðhorf alþýðu manna kemur glöggt í ljós í bréfi, sem verkamaður ritar blað- inu „Glos Szczecinski“ 6. þ. m. Mbl. pantar erlenda íhlutun FORKÓLFAR Sjálfstæð- lsflokksins eru enn við það heygarðshornið að kalla á erlenda íhlutun málstað sín- um til framdráttar. í kosningabaráttunni byggðu þeir stefnu sína í varnarmálinu á því, að biðj a ætti um álit erlendra aðila og byggja síðan afstöðu ís- lands á því. f Morgunblaðinu í gær er því haldið fram, að við dæmum okkur úr samstarfi frjálsra þjóða, með því að taka fulltrúa frá Alþýðu- bandalaginu í ríkisstjórnina. Það hefur hvergi komið' fram í samstarfi hinna frjálsu þjóða, að þær vildu hlutast til um heimamál hverrar annarrar. Ájstæðu- laust er því að vænta ein- hvers slíks í þessu sambandi. Afstaða Mbl. er söm fyrir því. Með þessum skrifum sín um er það að gefa undir fót- inn með það, að slík afskipti, ef til þeirra kæmi, yrði ekki illa séð af vissum íslending- um. Hér er m. ö. o. verið að panta erlenda íhlutun. Ótrúlegt er, að nokkur er- lendur aðili verði við pönt- Þar kemur á daginn, að pólskir verkamenn búa við ákaflega þröng kjör. Afnám frelsis hefir ekki fært þeim brauð og öryggi, held- ur skort og örvæntingu. En bréfið, sem er birt í „Manchester Guard- ian“ s. 1. föstudag, er á þessa leið: „Við hælumst yfir framleiðslu- aukningu, en hvað er þá að segja um manninn sjálfan? Ellefu ár eru liðin síðan stríðinu lauk og manni virðist, að nú sé loksins kominn tími til þess að lífskjör fólksins fari að batna. Til þess að eyða ekki orðum að óþörfu, skal ég hér nefna dæmi af minni fjöl- skyldu. Við erum hjónin með þrjú börn, hið yngsta 11 ára. Ég hefi starfað í járnbrennslu í 6 ár, en fæ ekki meira en 2 daga frí í mánuði. Mánaðarlaun mín eru rétt um 1400 zloty, en þar af fara 100 zloty í skuidir. Ég fæ því í hendur 1300 eða 1350 zloty. Konan vinnur ekki úti. Hve mik- ið þarf maður til *að draga fram lífið? Hér fer á eftir stutt yfirlit um verðlagið: Brauð, 60 kg. á mánuði 210 zloty Mjólk, 2 lítrar á dag 150 Sykur, 5 kg. á mánuði 60 un Morgunblaðsins. En kynni að koma til hennar, er auð- séð undan hvaða rótum hún er runnin og hverjum bæri þá að þakka hana, svo sem verðugt væri. Vissulega er þetta ný sönn un um óþjóðhollustu og ut- anstefnur Sjálfstæðisflokks- ins. Slíkur flokkur verðskuld ar það sannarlega, að hann sé dæmdur til áhrifaleysis í málum þjóðarinnar. Hveiti, 6 kg. á mán. 42 Feiti 4,5 kg. á mán. 178 Sápa og hreinlætisv. 50 Bacon, 3 kg. 110 Kjöt, 3 kg. 90 Pylsur 50 Baunir, salt, eldsp. o. fl. 50 Kál, grjón 20 Smjör bí kg. á mánuði fyrir 5 manns 27 Brauð fyrir börn 15 Rafmagn, gas ■ -45 Leiga i- :r.r$.: •* • 25 Egg, 6 stk; á mán. 10 Félagsgjöld, .póstgjöld, blöð og fleira 19 Ýmislegt 15 Samtals 1166 zloty En það eru lilutir, sem maður þarf að káupa, og' þeir eru fleiri en það, sejh kalla má algerlega nauðsynlegt fyrir fólk 'til þess að það geti úníiið. Ilvað um sokka fyrir börn og konu, nærföt, skó, viðgerðir, fatnað fyrir börnin? Svo að maður tali ekki um sjálf- an sig. Hvað um ávexti og sæl- gæti fyrir börnin, svo maður nefni nú ekki kartöflur á vetrin- um? Hvað um kvikmyndir, skemmtanir, jafnvel flösku af víni? Ég vildi gjarnan eignast flösku einú sinni, én tekst það aldrei. Hvað eigum við að gera, hvernig eigii’m við að lifa? Það sem ég skrifa, er vandamál margra verkamanna. Við tölum oft um það“. Þetta er bréf pólska verkamanns ins og þarfnast ekki skýringa. Það talar glöggt um lífskjörin. Lindin er tær Kunnur pólskur píanósnilling- ur, Wladyslaw Kedra, hélt tón- leika hér í Austurbæjarbíói á þriðjudagskvöltlið á vegum Tón- listarfélagsins. Aðsókn var ágæt, viðtökur líka. Áheyrendur klöpp- uðu listamanninum ákaft lof í lófa. Chopin var fyrirferðarmestur á efnisskránni, en auk hans aðrir pólskir höfundar, og svo Frans Liszt. Kedra túlkar Chopin naum- ast af þeirri tilfinningasemi, sem maður er vanastur að heyra. Hljóm arnir streymdu um salinn, tærir eins og fjallalind sem er sannarlega fögur, en köld. En hér lék sá, sem valdið hafði yfir hljóðfærinu. Kedra er vissulega í hópi „virtous- anna“. Snillingshendur hans eru hraðar og þróttmiklar, og þó verð- ur þess aldrei vart, að hann leggi að sér. Leikurinn er ákaflega lát- laus og eðlilegur og maðurinn sjálfur laus við alla skrítna takta, sem stundum fylgja meisturunum. En þegar lengi er hlustað á svo snurðulausa tækni, fer e. t. v. svo, að manni finnst fullmikið til um, eins og væri óskeikul vél að verki. AF CHOPIN verkunum vakti Bolero einna mesta hrifningu, enda naut framúrskarandi leikni lista- mannsins þar einna bezt. Fjóra mazúrka lék hann með miklum hraða og léttleika, og scherzo op. 31 af tilþrifum, þótt þar væri farn ar eigin götur. Eftir hlé var h-moll sónata Liszts veigamesta verkið, flutt af miklum þrótti og krafti. Af pólskri músík mun síðasta verk efnisskrárinnar Danse vive eftir Kisieiewski hafa vakið mesta at- hygli, enda sérkennilegt og skemmtilegt, og flutt af framúr- skarandi leikni. Aukalag var Nocturne fyrir vinstri hendi, eft- ir Alexander Scriabin. Þar náðu geislar tilfinningasemi og hlýju loksins að verma andrúmsloftið. f brjósti listamanns eru margir strengir og þannig leika ekki aðrir en snillingar. —Ac.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.