Tíminn - 22.09.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.09.1956, Blaðsíða 6
s TÍMINN, laugardaginn 22. september 1S74. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. aitstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Sfmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðameais), auglýsingar 82523. afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda hi. £l* FYRIR NOKKRU síðan jirtist hér í blaðinu yfirlit ílagstofunnar uin mann- ijölda á íslandi í árslok L955. Samkvæmt því var mannfjöldinn 159.480 í árs- Lok 1955 og hafði aukizt um 3450 frá því í árslok 1954. Næstum öll aukningin eða um 3000 varð í Reykjavík, Kópavogi og Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nokkur aukning varð svo á Akranesi og í Ár- uessýslu, en í nær öllum kaup stöðum eða sýslum öðrum stóð mannfjöldinn rétt í stað og lækkaði jafnvel sums stað ar. Þetta er vissulega glögg vísbending um það, hvert stefnt hefir í búsetumálum landsmanna að undanförnu. Fólkinu hefir stöðugt fjölgað á Reykjanesskaga, unz nú sr svo komið, að þar býr nú röskur helmingur allrar þjóðarinnar. í árslok 1955 voru íbúar Reykj anesskag- ans (Reykjavík, Hafnarfjörð úr, Kópavogur, Keflavík, Gullbringu- og Kjósarsýsla) 84 þús., en landsmenn allir tæp 160 þús. Það þarf áreiðanlega ekki að eyða orðum að því, að þetta er ekki æskileg stefna i búsetumálum landsmanna. Hér þarf vissulega að verða breyting, ef vel á að fara. ÞEGAR Framsóknar- clokkurinn og Alþýðuflokk- urinn gengu frá hinni sam- eiginlegu stefnuskrá sinni fy,rir kosningarnar í vor, var þeim vel ljóst, að hér þurfti að hefjast handa um stór- auknar aðgerðir. Fyrrver- andi ríkisstjórnir höfðu að vísu gert sér þetta ljóst og unnið gott starf til að fá þess ari öfugþróun snúið við. Má i því sambandi nefna hin auknu framlög til landbún- aðarins, rafvæðingu dreif- býlisins, atvinnuaukaféð o. s. frv. Þótt þetta væri allt þýðingarmikið og stefndi í rétta átt, var það þó nægi- legt til að ná fullum árangri. í STEFNUSKRÁ umbóta flokkanna var því lögð mikil áherzla á auknar aðgerðir til að tryggja jafnvægi í byggð landsins. Þessi atriði voru nefnd alveg sérstak- .lega: Haft skal eftirlit með fjár- festingu til að tryggja jafn- vægi milli landshluta. Afla skal nýrra framleiðslu tækja til þeirra staða, þar sem þau nú skortir. Hraða skal framkvæmd áætlunarinnar um rafvæð- ingu dreifbýlisins. Áherzla skal lögð á að efla lánadeildir Búnaðarbankans og greiða fyrir landbúnaðin- um á annan hátt. Fjölga skal togurum og vél bátum og bæta aðstöðu til fiskivinnslu sem víðast út um land. Komið skal á ríkisút- gerð togara til atvinnujöfn- unar. Fleiri atriði má nefna úr stefnuskrá umbótaflokk- anna, er stefna í þessa átt. í stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins var einnig að finna mörg þessara atriða. ÞAÐ var eðlilegt áfram- hald af þessu, aö í stefnuskrá hinnar nýju ríkisstjórnar er lögð ein megináherzla á efl- ingu atvinnuveganna í þeim þrenutr land/;f jórðungum, sem nú standa höllum fæti. í samræmi við það hefir ríkisstjórnin þegar skipað nefnd til að gera tillögur um þessi mál. Meðal þess, er mjög hlýtur að koma til athugunar við framkvæmd þessarar stefnu, er að afnema allt fjárfesting- areftirlit með framkvæmd- um í þessum landsfjórðung- um, er stuðia að eflingu at- vinnulifsins þar. Það gæti orðið til að styðja að því, að fjármagnið beindist heldur þangað. Jafnframt þarf svo að draga úr ofþenslu fjárfest- ingar á Suðvesturlandi. Einhverjum kynni að skilj- ast, að slíkar ráðstafanir beindust gegn þeim helmingi þjóðarinnar, sem nú býr á Reykjanesskaganum. Slíkt er þó reginmisskilningur. Það er ekki síður hagsmunamál hans en hins helmingsins, sem í dreifbýlinu býr, að jafn vægi haldist í byggð landsins og gæði þess hagnýtist sem bezt, jafnt til sjávar og sveita. Það getur aldrei end- að nema illa, ef óheilbrigð fjármálastefna og stjórnar- hættir leiða til offjölgunar á einn stað. Það er mál allra lands- manna að stöðva slíka öfug- þróun. Ferðalög til Sovétríkjanna VÍSIR varpar þeirri spurningu til Tímans nýlega ávort hann hafi ekki áhyggj ur af auknum ferðalögum íslendinga til Sovétríkjanna. Því er fljótsvarað. Tíminn álítur þvert á móti heppilegt, að sem flestir eigi kost á að fara þangað. Það á síður en svo að vera hættulegt nein um, er hefur opin augun. Eða hefur Vísir þá trú á stjórnarháttum og lífskjör- um alþýðu þar austur frá, að það breyti miklu um skoðan ir manna að kynnast þeim. Tíminn taldi það óheppilegt áður fyrr, að Rússar skyldu loka landi sínu. Öll einangr un er skaðleg sambúð þjóð- anna. Sú þrólun helzt því vonandi áfram, að ferða- mannastraumur til Sovétríkj anna geti aukist og Rússar heimsæki vestræn lönd í því ríkari mæli. Ef til vill er fátt líklegra til heppilegra áhrifa í alþjóðamálum en að þekk ing Rússa aukist á kjörum vestrænna þjóða. ERLENT YFIRLIT: 6. marz 1957 bætist í hóp sjáiístæÖra ríkja nýti ríki, sem getur ortiiS forusturíki hinnar blökku Áfríku ÁTÖKIN um Súez-skurSinn hafa orðið þess valdandi, að söguleg tilkynning, sem brezki nýlendu- málaráðherrann Lennox-Boyd birti síðastl. þriðjudag, hefir horfið í skuggann í fréttaflutningi útvarps og blaða. Hér er þó ekki um ó- merkari fregn en þá að ræða, að 6. marz næsta ár mun nýtt ríki bæt ast við í tölu sjálfstæðra ríkja í Aíríku. Þetta ríki er Gullströndin eða Ghana, eins og það mun heita eftirleiðis. Það mun ná til Gull- strandarinnar og brezka Togolands, ef þing Sameinuðu þjóðanna sam- þykkir þá sameiningu. Togoland cr nú verndarsvæði, sem heyrir undir S. Þ. og fór fram atkvæðagreiðsla um það meðal íbúa landsins í sum- ar, hvort þeir vildu sameinast Gull ströndinni. Meirihlutinn var því samþykkur og má því telja víst, að þing S. Þ. samþykki sameininguna. Tilkynning brezka nýlendumála- ráðherrans var birt í tilefni af því, að nýkjörið þing Gullstrandarinn- ar hafði óskað eftir að landið hlyti fullt sjálfstæði, en yrði áfram inn- farið að þeim óskum. f þingkosn- ineunum, er fóru fram í sumar, fákk flokkur Nhrumah 72 af 104 þine=Bstum. Eitt fyrsta verk Nkrumah ''!'-ð- ur nú að setja landinu nýja st'' '"-n- arskrá, Andstæðingar lians ’-dja láta Ghana vera samband -íki brieem fylkja og styðst þáð við allmikil söguleg og landfræ^Teg rök. I.andjð skintisf nú í þrjú að- alsvæði. strandhéruðin, kor’’,ngs- ríkið Ashanti, sem er í miðið og norðurbéruðin. Nhrumah er hins vegar andvígur fylkiaskipun tel ur hann muni torvelda heildarbró- un þjóðarinnar. Þetta getur reynst honum erfitt viðfangsefni. Nkrumah fortíð sína með því að taka upp ENGINN vafi er það, að Nkru-nah verður fyrsti stjórnandi Ghana. Það er honum mikill styrkur. hve landið er auðugt frá náttúrunnar hendi. En menntunarleysi landa hans, getur reynst honum eríiður Ghana-nafnið. Gullstrandarnafnið. Þrándur í götu. Meginþorri íbú- lætur þeim líka illa í eyrum, því að það er sprottið frá þeim tima, an brezka samveldisins. Bretar Þegar þrælaverzlun var arðvænleg- höfðu áður veitt Gullströndinni fyr irheit um fullt sjálfstæði. asta atvinnugreinin þar. í HINU nýja ríki verða um 5 millj. íbúa. Aðeins 10—15 þús. þeirra eru Evrópumenn. Það verður því þriðja „svarta“ ríkið í Afríku, næst AHUGI Gullstrandarmanna anna er enn ólæs, en Nkrumah leggur nú allt kapp á að auka þekk ingu þeirra. Spurningin er samt sú, hvort þeir fylgja honum jafn dyggi lega eftir að hann á að fara áð fyrir'stjórna þeim og á meðan hann barð að heimta sjálfstæði, byrjaði fyrst ist fyrir sjálfstæði þeirra. eftir fyrri . heimsstyrjöldina, enj Nkrumah stóð nálægt kommún- ekki kom þó verulegur skriður á! istum ura skeið, en hefir síðan fiar sjálfstæðisbaráttu þeirra fyrr en, lægst þá. Ilann telur sig nú kristi- á eftir Ethiopíu og Líberíu. Margt cftir síoari heimsstyrjöldina. Þá legan sósíalista. Hann er oft nemd- bendir til, að það geti brátt orðið j eignuðust þeir líka sérstaklega dug 1 ur Nehru Afríku, og mun það fremst hinna svörtu ríkja sakir' legan foringja, Kwame Nkrumah.! stafa af því, að 'nann er talirin auðlegðar landsins. j Ilann er 47 ára gamall og hlaut hafa að ýmsú leyti svipaða aðstöðu Gullströndin er nú stærsti kakao j menntun sína í Bandaríkjunum og í Afríku og Nehru í Asíu. Tvímæla framleiðandinn í heiminum og er j Eretlandi. Iíann kom heim 1947 stærsti útflytjandinn á manganesi. | eftir 12 ára dvöl i þessum löndum Þar eru miklir skógar, sem auðvelt' og gerðist brátt aðalleiðtogi sjálf- er að nýta, og demantsnámur og stæðismanna, enda sjálfkjörinn til gullnámur. Þar er mikið af bauxit, þess vegna margþættra hæfileika sem aluminíum er unnið úr. Síðast, sinna. Bretar tóku honum illa en ekki sízt, er þar mikið af vatns- fyrst, seítu hann í fangelsi og afli. Því er nú í þann veginn að hugðust bæla samtök hans. niður. hefjast þar bygging eins mesta Bráðiega sáu þeir að sér og hófu orkuvers í heiminum. Aluminíum- j samninga við sjálfstæðishreyfing- hringarnir brezku og kanadisku una. Þeir veittu Gullströndinni víð- hafa náð samkomulagi um það við tæka sjálfstjórn og Nkrumah var hin innlendu stjórnarvöld að virkja fyrsti forsætisráðnerra innlendu Voltafljótin og reisa síðan stóra • stjórnarinnar. Hann lét sér þetta aluminíumverksmiðju. Gert er ráð þó ekki nægja, heldur krafðist al- gers sjálfstæðis. Bretar hafa nú fyrir, að virkjunin verði 564 þús. kw. og árleg aluminíumframleiðsla 210 þús. smál. til að byrja með. Framkvæmdir þessar munu kosta um 144 millj. sterlingspunda. Uppi- stöðulón virkjunarinnar verður á- líka stórt og stærstu stöðuvötn Af- ríku og verður það kennt við Nkru mah forsætisráðherra. í framan- greindri áætlun er bygging. hafn- ar einhverntíma á 14. öld. Portú- ríku. Samningar um framkvæmd þessa verks tóku alllangan tíma, því að Nkrumah vildi forðast að veita hinum erlendu auðfélögum nokkur þau hlunnindi, er síðar gætu reynst hættuleg sjálfstæði landsins. laust er hann nú fremsti fulltrui hinnar svörtu Afríku, en það er vafalaust hinir blökku íbúar Afríku sem eiga eftir að setja svip r,inn á Afríku framtíðarinnar, þótt hæst I áti í Aröbunum á norðurströnd Afríku nú. Framtíð Afríku getur áreiðanlega oltið mjög á því, hvern ig Nkrumah heppnast. Gangi hon- um vel, mun það ýta undir sjálf- stæðisvakningu blökkumanna um alla Afríku, og það getur einnig stutt að því, að deilumál þeirra og Evrópumanna leysist friðsarnlega, líkt og gerzt hefir á Gullströndinni. — Þ.Þ. \tÐ$romN EITT ER sameiginlegt með Islandi og Gullströndinni. Danir reyndu að koma upp nýlendu þar fyrr á öldum og höfðu þar nokkur yfir- ráð allt fram á seinustu öld. Stjórn arbyggingin í höfuðborginni Aecra er gamall danskur kastali, er ber nafnið Christiansborg. Frakkar munu annars hafa komið fyrstir Evrópumanna til Gullstrandarinn- ar einhvern tíma á 14. öld. Portú- galar voru hins vegar fyrstir til aö koma upp nýlendu þar um 1470. Síðar komu Hollendingar, Danir, Svíar og Þjóðverjar og komu sér þar upp bækistöðvum. Bretar komu seinastir, en ýttu hinum síðan smám saman í burtu. Það varð þó ekki fyrr en á milli 1870 —1880, sem Gullströndin varð formlega brezk nýlenda. Nafnið, sem Gullstrandarmenn ætla eftirleiðis að velja landi sínu, Ghana, er þannig tilkomið, að fyrir 1000 árum síðan var konungsríki með slíku nafni í vesturhiuta Su- dans. Ættflokkarnir, sem byggðu það urðu fyrir árásum nábúa, og hrökktust burtu alla leið yíir Sa- liara. Þeir tóku sér bólfestu í norð- urhéruðum Gullstrandarinnar, en I dreifðust síðan um hana alla. Gull- j strandarmenn vilja mirma á þessal BLAÐIÐ HEFIR fengið allmargar upphringingar síðustu dagana vegna greinar, sem hér birtist á dögunum eftir S. S. og var ferða- saga í Barðastranclarsýslu. Eink- um eru það konur, sem hringja og eru mjög reiðar. Það er engu líkar en gerð hafi verið á þær hatrömm, persónuleg árás. Og hvað er það svo, sem þær reið- ast? Það er fyrir hönd fjalls eins hér í grenndinni. Að vísu er þetta ekkert venjulegt fjall, heldur sjálf Esjan, yndis- og eftirlætis- fjall Reykvíkinga. í grein þeirri, sem um er rætt, var farið allsmánarlegum orðum um Esjuna. Hún var talin ljót og eiginlega ekkert fjall. Henni var allt fundið til foráttu. Þetta kom við hjartað í Reykvíkingum og öðrum nágrönnum Esjunnar, sem tekið hafa upp vörn fyrir fjall sitt. Það er að vísu alvag sntt, að þetta voru ill og ómakleg orð um Esjuna, og von til að roenn væru ekki á sama máli. En að þau yllu slílcum sárlndum og reiði, sem raun ber vitni um, hefði mig alls ekki grunað. Ég liélt satt að segja að ekkert fjall eða blettur á land- inu aatti slik ítök í fólki, að menn mættu ekki segja meiningu sína fullum hálsi jafnvel með ómjúk- um orðum, án þess að það velcti slíka reiðiöldu. Menn verða nú að muna, að í lýðfrjábu og prent- frjálsu landi verður mönnum að leyfast að segja fulla meiningu sína um hlutina — jafnvel Esjuna — þó að aðrir séu á andstæðri skoðun. þar sem ráðizt er á heimafjall þeirra, og þeir unna Esjunni heitt, þó að litbrigði hennar þar séu ekki eins fögur og frá Reykja vík séð. Það var skilarétt Kjal- nesinga einum eða tveim dögum eftir að þessi Esjugrein kom hér í blaðinu, og þar voru þeir ekkl myrkir í máli, bændurnir á Kjal- arnesi. Þeir vönduðu höfundi Esju-níðsins ekki kveðjurnar, og varð svo skrafdrjúgt um þetta, að nærri lá að drætti seinkaði £ réttinni. Það væri skynsamíegt af S. S. að fara með nokkurri leynd um Kjalarnes, ef hann ætti þar leið um bráðlega. Kialarnesi. EINS og gefur að skilja mun reiði aldan hafa risið éinna hæst á Kjal arnesi, enda má segja, að nærr: Kjalnesingum hafi veriö vegið Skemmtilegur vottur um ást á Ir.ndinu. EN ÞESSI viðbrögð fólks við sjjrás inni á Esjuna eru skemmtilegur vottur um það, hve fólkið ann fegurð landsins, og þá engu síð- ur íbúarnir á malbikinu í Eeykja- vík en fólkið á grasinu, og manni hlýnar um hjartaræturnar rf þv£ að beyra fólk taka upp hanrkann fyrir Esjuna svona heils Iiugar. Þetta fólk er hluti af Iandina og það þarf ekfci að efast urn hug þess til fósturlandsins. Lanrlið er ekki dauður hlutur í augum þess, það er iifandi í fegurð siíini og tign, og því má ekki hallmæla fremur en góðum vini. í mtuum augum hefir hsHmælagreinin um Esjuna gert eitt gott að minnsta koati. Hún hefir hreyft við árt til fagurs staðar, ást sem kcmnske blundaði, og menn gerðu sér ekki Ijósa fyrr en þeim fannst ómak- lega um þer.nan stað mælt, svo að þeim fannst þeir verða aS rísa til varnar. Það er notalegt að finna, hvað fólki getur þótt vænt um ýmsa fagra staði. - —Hárbarður,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.