Tíminn - 02.11.1956, Qupperneq 5

Tíminn - 02.11.1956, Qupperneq 5
T f MIN N, föstudaginn 2. nóvember 1956. 5 Olympíumótið -1220 skákir - Barcza fellir Smyslov - Leikfléíta ENDA I>ÓTT nokkuð sé um liðið frá lokum Ólympíuskákmótsins mikla í Moskvu^Jer því svo fjarri, að það sé fallið í gleymsku og dá. Hinn geysilegi fjöldi skáka, sem þarna litu dagsins ljós, er nú mat- ur á borðum fræðimanna og hvað- anæva fljúga, frá bækistöðvum þeirra, umsagnir um notagildi einnar eða annarrar nýjungar, sem einhver einstök skák kann að hafa fætt af sér. Og þær 1220 skákir sem þarna voru tefldar, ættu að vera þeim verkefni um sinn. EINS og gefur að skilja, eru skák- ir þessar ærið misjafnar að gæð- um, hinar beztu tilheyra þó í flest- um tilfellum efsta riðlinum (final group), þótt ut af því kunni að bregða. f þessum úrslitaflokki, sem svo mætti kalla, er vitanlega teflt af mestri kunnáttu og harð- fylgi, og þar gildir sú regla, að koma andstæðingi sínum sem mest á óvart í byrjun. Ég minnist í þessu tilliti hins sigurvana Smys- lovs, sem á þennan hátt varð að lúta í lægra haldi fyrir Bareza hinum ungverska, og get ég ekki stillt mig um að birta þá skák hér. Leikur Rússa og Ungverja var sá fyrsti og eini, sem Rússar hafa tapað á Ólympíumótum til þessa, og réði þessi skák þar úrslitum, því að hún var sú einasta, sem vannst. Byrjunin í skákinni, er ein- mitt í anda Barcza, enda við hann kennd og kölluð Barcza byrjun (system). Smyslov byggir skákina upp á þann hátt, sem honum ein- um er lagið, myndar sér sterkt mið borð og velur mönnum sínum hentuga reiti, sem sagt, bíður þess, að andstæðingurinn geri grein fyr- ir sínum áætlunum. Og Barcza læt- ur ekki á sér standa, með snagg- aralegri peðsfórn á miðborðinu, rífur hann völdin í sínar hendur. Greinilegt er, að Smyslov hefir alls ekki gert ráð fyrir þessari óvæntu árás, því að næstu leikina rambar hann á barmi glötunar, en með sinni alkunnu seiglu tekst honum að standa af sér sóknarlot- urnar og rétta að nokkru sinn hlut. Við sjáum, þegar um hægir, að liðsmunur er enginn. Var þá peðs- fórnin til einskis? Nei, Barcza hef- ir vitað, hvað hann var að gera, þegar í byrjun, því að hann hefir nú myndað sér peðameirihluta á drottningarvæng, og sú staðreynd nægir til sigurs. Barcza vinnur þessa skák á svo sannfærandi hátt, að maður leiðist ósjálfrátt til að álykta, að svartur hafi ekki átt sér viðreisnar von eftir peðsfórn hvíts. En hér er svo skákin: Hv.: Barcza, Ungverjalandi Sv.: Smyslov, Rússlandi. (Barcza system) 1. Rf 3—Rf6. 2. g3—d5. 3. Bg2 —Bf5. .4 c4—c6. 5. cxd (Þessi leikur og sá næsti eru einkenn- andi fyrir byrjunarkerfi Barcza) 5. — cxd. 6. Db3—Dc8. (6. — Db6 er fremur hæpinn leikur, enda hefir Barcza unnið marg- an sigurinn eftir 7. DxD—pxD. 8. Rc3). 7. Rc3—e6. 8. d3— (undirbýr hina afdrifaríku framrás e-peðsins) 8. —Rc6. 9. BÍ4—Be7. 10. 0—0, — 0—0. 11. Hacl (svartur á sér einskis ills von og forðar drottningu sinni af hinni ógnandi hrókslínu. En þá fellur sprengjan!) 11.—Dd7. 12. e4!—dxe. (Svartur afræður að þiggja fórnina, en við það opnast taflið, honum mjög í ó- hag. Bezt var sennilega 12. — Bg4). 13. dxe—Rxe4. 14. RxR —BxR. 15. Re5! (Liður í áætl- un). 15. —Rxe5 (þvingað. 15. —Dd5 svarar hvítur með 16. Bxe4—Dxe4. 17. Dxb7 og vinn- ur marin). 16. Bxe4—Itc6. (Enn þvingað!) 17. Hfdl—De8. 18. Da4. (Nú vinnur hvítur peðið aftur með mun betri stöðu. Segja má, að frá tæknijegu sjón ' armiði Scj tafíið itú unriið)! 18. — lídá. 19. Hxll-í—-Dxlí.' 20. Bx c6—bx c6. 21. Dxc6—Íi6. (Öryggi kóngsins framar öllu!) 22. Be5—Bg5. 23. Hc4. (Hótar Hd4 ásamt H-d7. Svo svartur forðar drottningu sinni í skvndi). 23. —Ddlf. 24. Kg2— Hd8. 25. Df3! (Neyðir svartan í drottningarkaup og skapar sér þannig unnið endatafl. Ef svarta drottningin hörfaði, réði hótunin H-c7 úrslitum). 25. — DxDf. 26. KxD—Bf6. 27. BxB —pxB. (Það er eðlilegt, að svartur vilji biskupaskipti, því að hvíti biskupinn er geysiöfl- ugur þarna á miðborðinu). 28. Ke3. (Eft'irtektarvert er, að hvítur leikur ekki hrók sínum strax og setur á a-peð svarts. Ástæðan er sennilegast sú, að hann vill fyrst koma peðum sín- um á framfæri í valdi hróksins, áður en til átaka kemur). 28. — Hd5. 29. b4—Kg7. 30. a4—e5. 31. b5—Hdl. 32. Hc7. (Nú legg- ur hann til atlögu, enda eiga peðin nú skemmri leið upp í borð til þess að framfylgja köll- un sinni). 32. — a6. (Einasta úrræðið). 33. bxa—Hd4. 34. a7 —Hxal. 35. Kd3. (Nú þarf ekki lengur vitnanna við!). 35. —f5. 36. Ke3—Kf6. 37. Kb3—Hal. 38. Kb4—Kg5. 39. Kb5—Kh5. 40. Kb6 og svartur gafst upp, því hann fær ekki hindrað að hvít-j ur komi upp drottningu. AÐ lokum kemur svo smá sýnis-j horn af taflmennsku kunningja okkar Larsens, þar sem hann á við i júgóslavneska stórmeistarann Gli- goric. Svart: Gligoric. upa). 2. —KxB. 3. HxHf—KxII. 4. KxB. (Hvað hefir hvítur nú áunnið með gerðum sínum? Jú, hann getur fyrr eða siðar mynd- að frípeð á b- eða c-línunni og hvernig, sem svartur fer að, kemst hann ekki hjá því að missa e-peðið ásamt peðum sín- um á kóngsvæng. Eins og svart- ur teflir kemur þetta nokkuð öðru vísi út, en það fær engu breytt um úrslitin). 4. —Ke7. 5. Ke3—Kd6. 6. Ke4—b4. 7. c3 —b3. (Gligoric teflir vörnina á- kaflega skemmtilega. Eftir 7. —bxc. 8. bxc leikur hvítur c- peði sínu áfram og neyðir svartan fyrr eða síðar til þess að drepa það. Við það losnar valdið á e-peðinu, hvítur tekur það og síðan peðin á kóngs- væng. Svartur er varnarlaus). 8. c4—g6. 3. g4—h5. (Svartur streitist við í lengstu lög en ör- lög hans cru ráðin). 10. gxh— gxh. 11. h4—Kcð. (Ef Ke8 þá 12. c5). 12. Kxe5—Kc5. 13. Kfó! —Kd4. 14. Kf4!. (Nú verður svartur að taka c-peðið, og þá éru örlög b-peðsins ráðin). 14. —Kxc4. 15. Ke4—Kc5. 15. Kd3 —Kd5. 16. Kc3—Ke4. 17. Kxb3 —Kf5. 18. Kc3 og svartur gafst upþ. — FrÓl. Ný skáldsaga eftir sson GAMLA BÍÓ Hvítt: Larsen. Larsen hefir fórnað peði, og nú lítur hér dagsins ljós ljóm- andi falleg leikflétta, sem lykt- ar með því, að Larsen fær unn- ið peðsendatafl. Fyrsti leikur- inn er 1. Dxf7f! (Eins og þruma úr heiðskíru lofti!) 1. —DxD. 2. BxDf (Auðvitað ekki 2. Hx Hf vegna —KxH. 3. BxD— Bc5 og svartur tryggir sér jafn- tefli vegna hinna mislitu bisk- Elzia kvikmyedahib landsins, Gamla Bíó9 er fimmfíu ára í dag Elzta lcvíkmyndahús landsins, Gamla bíó, er 50 ára í dag, en fyrir nákvæmlega 50 árum voru fyrst sýndar „lif- andi myndir“ hér í Reykjavík. í tiiefni af þessum tímamót- um í starfsemi kvikmyndahússins hafa eigendur þess ákveð- ið, að allur ágóði af sýningum í dag renni til styrktar starf- semi Blindravinafélagsins. Sýnd verður kvikmyndin „Sæ- farihn“, sem Walt Disney sá um töku á. Jökuil Jakobsson Helgafell hefir gefið út nýja skáldsögu eftir Jökul Jakobsson og nefnist hún Ormar. Sagan er rituð 1955, og nefnist aðalsögu- hetjan Ormar Arnljótur. Bókin er í sama broti og vasabækur þær, sem Helgafell er að byrja að gefa út. Skáldsaga þessi er um 130 blað síður að lengd. Ein skáldsaga hefir áður komið út eftir Jökul Jakobs- son. Frá stríðslokum hafa nær /uu manna s 18 löndum öðlazt frelsi, segir Dulles Dallas, Texas. — Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna lét nýlega svo ummælt, að eina óskin, sem Bandaríkin eiga til handa Ungverjalandi og öðrum kúguðum þjóðum, er að „þær endurheimti fullveldi sitt og hafi frjálst val um kosningu stjórnarmeðlima". 1 Dulles sagði á fundi utanríkis- ráðs Bandaríkjanna sl. iaugardag, að hverri þeirri kúguðu þjóð, sem heppnaðist að hrinda af sér oki : Ráðstjórnarríkjanna og ölast fulit 'frelsi, myndi verða veittur efna- liagslegur stuðningur frá Banda- j ríkjunum — án tillits til þess stjórn ! aríyrirkomulags, sem þær kunna að velja sér. | Hann bætti því við að Bandarík in litu ekki á leppríkin sem hugsan 'lega bandamenn, þau hefðu alls I ekkert annað markmið í huga, er þau óskuðu eftir frelsi þeim til . handa. í sambandi við Ráðstjórnarrík ' in sjálf sagði Dulles, að :ábúar þeirra færu fram á aukið frelsi og persónulegt öryggi. Sumar kröfur þeirra hafa þegar verið uppfylltar og har.n bætti því við, að svo gæti farið að afturhvarf frá þessari stefnu reyndist óframkvæmanlegt. Duiles sagði, að Bandaríkin og Ráð stjórnarríkin geti átt með scr vin samieg samskipti. Dulles vakti athygli manna á því, að frá stríðslokum hefðu næst um 700 m lljónir manna í 18 þjóð löndum öðlazt fullt frelsi. Hann sagði, „okkur er mjög um hugað urn sjálfstæði allra þessara þjóða og erum reiðubúnir að miðla þeim af þekkingu okkar og efnum, og hjólpa þeim t. þ. a. verða efna Hinn 10. október 1906 birtist svofelld auglýsing í Isafold: „Reykjavíkur Bíógraftheater byrjar í þessum mánuði í Breiðfj örðshúsi sýningar sínar á lifandi myndum Nýtt programm hverja viku. Sýning á liverju kveldi. Hljóðfærasláttur og raflýsing. Úr progrömmum má nefna: Hs. hátign Friðrik 8 tekur við konungdómi. Alþingismenn í Khöfn og margt annað. Aths. Sýningarskáiinn verður byggður til batnaðar.“ Ekki varð þó úr að Reykjavíkur Bíógraftheater hæfi sýningar fyrr en 2. nóvember, og eru því í dag liðin 50 ár frá því að Gamla bíó, eins og það síðar nefndist, hóf starfsemi sína. Danskur stofnandi. Stofnandi þess og eigandi fyrstu 7 árin var danskur stórkaupmaður Fr. Warburg að nafni, en stjórn- endur þess fyrsta árið voru Aibert Lind og P. Petersen. Albert Lind fluttist þó héðan árið eftir að sýn- ingar hófust, en P. Petersen, sem flestir Reykvíkingar kannast við undir nafninu Bíó-Petersen starf- aði við kvikmyndahúsið frá stofn- un þess og var eigandi þess frá árnu 1913 til 1939, er hann seldi það núverandi eigendum Gamla Bíó h. f. Það er athyglisvert, að aðeins 11 árum eftir að fyrst var farið að sýna kvikmyndir (í París og Berlín 1895) var risið upp kvik- hagslega sjálfstæðir, en það er und | irstaða frelsisins. Dulles sagði að lokum, að þetta væri „vandamál, sem engin frjáls þjóð ætti að láta áfskiptalaust“. | „Þao er áreiðanlegt að hinar frjálsu ’ þjóðir heims geta séð til þess, að engin þjóð sem ann frelsinu, verði að velja á milli þess og ógnarstjórn ar kommúnista og efnahagslegrar örbirgðar. myndahús í Reykjavík, ekki veg- legri en hún var 1906. Á fyrstu árum kvikmyndanna töldu fiestir þessa nýjung eiga litla framtið fyrir sér og að „fólk yrði fljótt leitt á þessu“. En það fór hér eins og ; annar staðar, að kvikmyndasýning- ar urðu brátt vinsælustu skemmt- anir almennings, og það hafa þær haldist í þessu 50 ár, enda aðsókn að kvikmyndasýningum stöðugt aukizt, og óhætt mun að fullyrða, að þæf séu í dag orðinn snar þátt- ur í lífi menningarþjóða, og kvik- myndirnar hafa nú þróast upp í það að verða sjálfstæð listgrein. Nýtt húsnæði. Bíó-Petersen sá fljótt fram á það, að húsnæðið í ,,Fjalakettinum“ við Bröttugötu yrði eigi til fram- búðar og árið 1925 hóf hann bygg- . ingu nýs kvikmyndahúss við Ingólfs : stræti og tók Gamla Bíó þar til starfa 2. ágúst 1927. Einar Erlends- son húsameistari teiknaði húsið í samráði við Petersen. Var þar engu til sparað að gera húsið eins vandað og vistlegt og tök voru á. Ýmsum nýjungum var þar komið fyrir er talið var að mundi auka þægindi og bæta þjónustu við kvik myndahúsgesti. Eigendur Gamla Bíó hafa ætíð reynt að fylgjast með nýjungum á sviði kvikmyndatækninnar, og árið 1930, 1. september var fyrsta tal- myndin sýnd í Gamla Bíó. Síðan hafa margvíslegar breytingar orðið á tækniþróun kvikmyndanna. Nýjar sýningarvélar af fullkomnustu gerð frá PHILIPS-verksmiðjunum voru keyptar árið 1948 og WIDE- ! SCREEN eða breiðtjald árið 1953. i Á 50 ára afmælisdaginn hefjast svo sýningar á CINEMASCOPE- myndum, en cinemscope er full- komnasta töku- og sýningaraðferð sem þekkist í dag og náð hefur al- mennri útbreiðslu. í tilefni af 50 ára starfsafmæli Garnla Bíós hefur stjórn þess á- kveðið að allur aðgangseyri að sýn ingum á afmæiisdaginn skuli renna itil starfsemUBlindravinafélágs ís- lands.. . i:'ij tnva RITSTJÓRI: FRIÐRIK ÓLAFSSON

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.