Tíminn - 02.11.1956, Síða 6

Tíminn - 02.11.1956, Síða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 2. nóvember 1956, Crtgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur f Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj- eg blaðamenn), auglýsingar 82523. afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Stríðshættu (agnað MORGUNBLAÐIÐ hefur verið með miklum gleðisvip seinustu daga. Tilefni þessar- ar gleði er þó nokkuð óvenju legt. Tilefni er nefnilega það, að Mbl. telur atburði seinustu daga í Austur-Evrópu og Súez svæðinu benda til aukinnar stríðshættu. Sennilega mun það einstætt, að blað geti ekki leynt fögnuði sínum yfir aukinni stríðshættu. En svo mikill er áhugi Mbl. fyrir því, að ísland verði hersetið á- fram, að það fagnar af hjarta öllu því, sem það telur geta réttlætt framlengda hersetu hér á landi — meira að segja aukinni stríðshættu. UM ATBURÐINA í Aust- ur-Evrópu er það annars að segja, að Mbl. er nokkuö eitt um þá skoðun, að þeir hafi aukna stríðshættu í för með sér. Þvert á móti er af flest- um talið, að haldi núv. þróun áfram í þessum lönd- um, muni það vafalítið styrkja verulega friðarhorf- urnar í Evrópu. Aukið sjálf- stæði leppríkjanna og brott- flutningur rússneskra herja úr löndum þeirra, myndu tví- mælalaust minnka stríðs- hættu úr þeirri átt. Meðan þróunin eystra stefnir í þessa átt, er vissulega ekki hægt að tala um aukna stríðshættu þar. Annað viðhorf skapaðizt að sjálfsögðu í þessum efnum ef Rússar gripu til þess ráðs, að herða tökin í þessum lönd um aftur. Það myndi auka viðsjár. INNRÁS GYÐINGA í Eg- yptaland, og hótanir Breta og Frakka um að hertáka Súezskurðinn, geta vafalaust haft í för með sér nokkra styrjöld á þessu svæði. En flestar líkur benda til, að þar verði aðeins um takmarkaða styrjöld að ræða, er ekki verði að neinu allsherjarbáli. — Helztu stórveldin eins og Bandaríkin og Sovétríkin munu standa utan við, og á- hrifamikil ríkjasambönd munu vinna að því að koma á friði. Margt bendir því til, að Bretar og Frakkar verði 'fljótt neyddir til að hætta við hið óafsakanlega innrásar- ævintýri sitt. Það er jafnvel ekki ósennilegt að sá hnútur, sem hér hefur skapazt, geti orðið til þess að þvinga fram iausn Súezdeilunnar. Úr þessu fæst að öllum lík indum skorið mjög fljótlega. Þangað til ætti Mbl. að geta beðið að draga ályktinar sín- ar um það, hvort Súezdeilan réttlæti hersetu á íslandi. Eigi hins vegar deilur Araba og Gyðinga að réttlæta her- setu hér á landi, þá er alveg óhætt að reikna með henni næstu aldir. f SAMBANDI við þessi mál er rétt að hugleiða það, hvernig sú stefna var, sem andstöðuflokkar kommúnista mótuðu 1949, og enn er hin yfirlýsta stefna íslands í hessum efnum. Hún var sú, að hér yrði ekki leyfð herseta á friðartímum. í samræmi við þá stefnu var ekki leyfð her- seta þá. Ófriður milli Araba og Gyðinga var þá í algleym- ingi, borgarastyrjöldin í Kína var ekki til lykta leidd, barist var í Indó-Kína, og flutninga bannið á Berlín stóð sem hæst. Ekkert af þessu var þá talið réttlæta hér hersetu. Skilningur manna var þá sá, að til þess að leyfa hér her- setu og tímarnir gætu ekki talizt friðartímar, þyrfti að vera yfirvofandi stríðshætta á Atlantshafssvæðinu. Slíkt ástand skapaðist á tímum Kóreustyrjaldarinnar, þar sem Rússar og Bandaríkja- menn áttust þar raunveru- lega við. EF SÚ REGLA væri nú tekin upp, að leyfa hér her- setu meðan búast mætti við smástyrjöld eða árekstrum einhversstaðar í heiminum, væri alveg vikið frá stefn- unni, er var mörkuö 1949. Þá væri raunverulega verið að gera hersetuna vararílega. Þetta vildu menn ekki 1949, því að menn vildu heldur, eins og Bjarni Benediktsson orðaði það, taka áhættuna, sem fylgir því að hafa ekki her, en áhættuna, er fylgir varanlegri hersetu. Sú afstaða er í samræmi við reynslu allra þjóða, sem hafa búið við langvarandi hersetu og það alveg eins, þótt vinveitt þjóð hafi átt í hlut. Því bindur engin þjóð sér sjálfviljug bagga lang- varandi hersetu. Stefna ís- lendinga frá 1949 er byggð á ótvíræðri sögulegri reynslu, sem vonlaust er að ætla að véfengja. STEFNA Framsóknarfl. og Alþýðuflokksins er enn hin sama og 1949. Þess vegna hafa þeir óskað eftir að hafin verði undirbúningur að brott flutningi hersins. Þeim er það hins vegar ljóst, að aftur get- ur syrt í álinn, og því vilja þeir láta viðhalda varnar- stöðvunum, svo að þær geti orðið til taks, ef þörf krefur, t.d. ef þróunin gerbreytist í Austur-Evrópu eða Súezdeil- an yrði að Evrópustyrjöld. Þetta er áreiðanlega hin rétta íslenzka stefna. Stöðug, langvarandi herseta myndi lama allt sjálfstæði þjóðar- innar. Tvísýnt ástand alþjóða mála réttlætir hér hins vegar nokkurn viðbúnað. En hann verður að vera í höndum ís- lendinga sjálfra, nema alveg óvenjulega standi á. Það er sannarlega ekki ís- lenzkt sjónarmið, að þrá svo erlenda hersetu, að fagnað sé yfir því í hvert sinn, er ófriðarhorfur skapast í heim inum. Fögnuður Mbl. yfir Súezdeilunni er vissulega svo annarlegur, að menn hljóta að hugsa sig um oftar en tvisvar, áður en þeir á- kveða að fylgja áfram flokki, er hefur slíkt viðhorf. íerfiefnin og eiginleikar þeirra Stöðngt eru að koma til sögunnar ný og ný efni, og skiptir miklu, að fólk afli sér upp- lýsinga um eiginleika þeirra áður en reynir þau KONUR standa næstum ráða- lausar gagnvart þeim fjölda efna, sem á síðari árum hafa komið á markaðinn. Og ekkert síður þær, sem numið hafa með áhuga hin góðu ráð mæðra sinna og eldri systra. Alltaf koma ný og ný efni, sem engin venjuleg kona hefur minnstu þekkingu á. Fyrst kom Rayon-silkið og Rayon- ullin, og konurnar voru á góðri leið að missa fótfestuna. Rétt eftir síð- ustu heimsstyrjöld kom nylon, sem konurnar kepptust við að kynnast og síðan orlon og dacron og margar aðrar nýungar. Perlon til dæmis, er hin þýzka framleiðsla af nylon og terylen er ensk framleiðsla af dacron. Grillon, enkalon og silon er skylt perlon og akrilan og redon eru nöfn á mismunandi efnum af orlon- líkingu. FRAMANTALIN nöfn segja ekki mikið, og húsmæður eru nokkurn veginn jafnnær, þótt einhver efni séu kenad við hin framandi er- lendu heiti. En hvernig eigi að fara með hin nýju efni og hvers megi vænta af þeim, er ofarlega í huga kvenna og nú vantar hin gömlu og góðu ráð mæðranna, því að á þessum sviðum eru þau ekki til. Helzt er að grípa til þess ráðs- ins að reyna fyrst og dæma svo, en það er nokkuð dýr aðferö til að kynnast hinum nýju og fjöl- breyttu efnum, þv íað litlar upp- lýsingar eru á boðstólum í verzlun- unum, þar sem fólk gerir innkaup- in. Vísindalegar rannsóknir geta gefið nokkrar vísbendingar, en þó aðeins bendingar í rétta átt. NYLON er talið vera fundið upp í eins konar ógáti eða réttara sagt af mistökum á því, sem verið var að fást við. Aðalefnið í nylon er steinkolstjara, sem hefir marga undarlega eiginleika og hægt er að nota til margs konar og hinna ólíkustu hluta, sem marka má af því, að hún er jafn góð til að búa til úr henni efni í sokka handa vandlátum konum og höfuðverkja- pillur handa sömu aðilum og fleiri. — Við margvíslegar rannsóknir og tilraunir á þessu efni hefir komið fram hið sterka nylongarn. Það er ótrúlega grannt. 900 metrar af þessum þræði vega 15 grömm. Að- alkostur nylonsins og eftirsóttasti eiginleiki er hinn ótrúlegi styrk- leiki. Þetta er staðreynd, þótt nyl- onsokkarnir, sem svo mjög voru dáðir og eru enn, séu fljótari að bila en ætlað var í upphafi. Jafn- vel ójöfnur á húðinni sjálfri geta valdið eyðileggingu á hinum góða sokkum. . EN KREPNYLON og spunnið nylon er töluvert betra. Það er líka hlýrra og þægilegra við fót- inn. Það er teygjanlegt, krypplast ekki og er þess utan mjög létt og hentugt fyrir fólk, sem ferðast mikið. Það þolir vel þvott og hreinsun. Konurnar meta það mik- ils að geta þvegið sokkana og farið í þá eftir 15 mínútur. En á sumrin þegar heitt er og svitinn segir til sín, neitar nylonið að draga rak- ann til sín, eins og það þyrfti að gera. Þess vegna eru nylonundir- föt ekki þægileg yfir hásumarið. Ókostir þess koma líka áþreifan- lega í ljós á veturna, þegar kalt er. Þannig segja margar ungar stúlk- ur frá því, að þegar þær koma af dansleik í köldu veðri, frjósa sokk- arnir við fótleggina, og það er engan veginn notalegt. Krepnylon hefir aftur á móti þá eiginleika, sem nylon hefir ekki, að það dregur í sig raka að vissu marki og af því að garnið er svo „hrokkið", heldur það í sér meira Iofti en það er einmitt loftið í föt- unum, sem einangrar mest og bezt. SÁ, SEM SJÁLFUR hefir revnt að sauma úr nylonefni, hefir ef- laust tekið eftir því, að það er erf- itt að fá saumana jafna og fallega. Síðan nylonið varð svona teygjan- legt, verður að sauma það á annan hátt. Orlon er mýkra, hlýrra og léttara en nylon og það þolir óírúlega vel birtu, jafnvel sterkasta sólskin, án þess að upplitast, og er þess vegna ágæít í gluggatjöld. SAMBLAND af ull og orlon, hiS svokallaða ullarorlon, er notað í kjóla og dragtir. Þetta efni er hægt að þvo í vatni og jafnvel þótt flík- in sé fellt, haldast fellingarnar þvott eftir þvott. Dairon er allra nýjasta gerfiefn- ið, sem komið hefir á markaðinn. En þetta efni er ennþá svo dýrt og reynslan svo lítil, að ekki er hægt með neinni víssu að spá um framtíð þess. En í Ameríku hefir þetta efni vakið lirifningu karl- mannanna, af því að það er mjög sterkt og þolir vel misjafna og illa meðferð. Til dæmis toila bnxurn- ar mæta vel í brotum, jafnvel þótt þær vökni í rigningu. Þetta buxna- efni þarf aldrei að láta pressa. FÓLK verður að gera sér Jjóst, að yfirleitt þola þessi gerfiefni íak- (Framhald á 8. síðu). I Bandaríkjunum fara stöðugf fram rannsóknir á háloftunum og cru rakettur notaðar til þeirra rannsókna. Raketta sú, sem sést hér á mynd- inni, er 14 fet á lengd og er á leið í rúmlega 100 km. hæS. Hún er hlaðin alls konar vísindalegum rannsóknartækjum. VAÐSrOFAA/ Nýjung í bókagerð. ÞAÐ ER AÐ hefjast nýr þáttur í bókagerð íslendinga. Fyrir nokkr um árum var það tízka, að gefa út skrautútgáfur. Þær voru mik- ið auglýstar í þá daga. Þetta eða hitt verkið komið út í „forláta út- gáfu“, var sagt. Þá þótti varla sæmandi að rétta bók að kunn- ingja sínum á hátíðisdegi nema hún væri úr þessum fJokki bóka, helzt tölusett eintak með eigin- handaráritun höfundar. Margir borgarar eiga svona bækur í skápum sínum. Þær eru skraut- legar á kjölinn og nokkur heim- ilisprýði, en of stórar og þungar sumar hverjar til að vera þægi- legar til lestrar. Það er a. m. k. mjög erfitt að hemja þær í hendi ef maður hallar sér út af. En nú held ég þessi tíð sé liðin og er það vel. Of miklir fjármunir voru með þessum hætti bundnir í einu upplagi. Þar liggur verð margra bóka með öðru sniði. Ódýru bækurnar. ÞÓTT útgáfukostnaður hafi stór- hækkað hér á landi, og sé orð- inn alvarlegt áhyggjuefni fyrir bókelska þjóð, er nú samt byrjað að gefa úr ódýrar bækur. Pocket- bókagerðin hefir haldið innreið sína. Þrjú verk innlendra höf- unda eru þegar komin þannig gerð og sagt er að almenningur taki nýbreytninni vel. Menn kaupa þessar bælcur þótt þær séu ekki ætlaðar til að prýða hill- ur í skáp, og lesa þær. Nú síðast er Gerpla Halldórs Laxness kom- in í þessum búningi. Ég er nú ekki viss um, að hún verði ákaf- lega eftirsótt því að af henni fer mjög misjafnt orð með þjóðinni, • en þetta er samt allra snotrasta bók að handleika, helzt til þykk að vísu til að fara vel í vasa, en þægileg að grípa og halda á i hendi. hvort sem maður situr í stól eða lúrir á kodda. Þetta bók- arform hefir gegnt merku hlut- verki erlendis, og er auðvitað al- kunnugt hér af erlendum útgáf- um. Þær eru miðaðar við mann- fjölda, stór upplög, okkar útgáfa hlýtur að verða smávaxin í sam- anburði. En það er vitnisburður um að þjóðin er bókelsk, þrátt fyrir allt, að hún skuli geta hald- ið uppi þessari útgáfu ofan á allt annað. Ungir höfundar f nýrrl kápu. ÞAÐ ERU TÍÐINDI af bókamark- aðinum, að ungur höfundur komi með nýtt verk í svona ódýrri al- menningsútgáfu. En Helgafell gef- ur nú út litla bók eftir ungt skáld, Jökul Jakobsson, með þessu ódýra sniði. Þetta er Iik- lega athyglisverð nýjung. Þeir, sem vilja gjarnan kynnast nýjum höfundi án þess að kosta til þess verulegu _ fé, fá þarna tækifæri til þess. Ég spái því, að þetta út- gáfuform eigi eftir að leysa þrautir margra ungra höfunda, sem eiga erfitt uppdráttar á þess um dýrtíðartímum. Helgafell vinnur þarna gott verk. — FrostL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.