Tíminn - 02.11.1956, Side 12
Yeðurspáin: " n
ouðvestan og sunnan kaldi, dálítil
iigning eða súld.
Hiti á nokkrum stöðum kl. 18:
Reykjavík 9 st., Akureyri 10 st.,
Kaupmannahöfn 4 st., London 9
st., París 5 st. ,
Föstudagur 2. nóvember 1956.
2óstursamasti íendur enska þingsins í 30 ár
ÁSit Bretiaíids, samveldið og
A-banda!agið i hættu,
- : sögSn stjámarandstæSmgar
f' á fjingfrnidi i gær
London, 1. nóv. — Fresta varð þingfundi 1 brezku neðri
málstofunni í dag um hálftíma vegna hávaða og óláta í þing-
mönnum. Hefir slíkt ekki komið fvrir á þeim stað s. 1. 30- ár
cða síðan 1927. Sir /vnthony Eden varði gerðir stjórnar sinn-
ar. Kvað þær lögregluaðgerðir, bezta aðferðin til að forða
stórstyrjöld væri að forðast ekki hinar smærri. Hugh Gait-
skell iýsti yfir, að brezka þjóðin væri bæði full blygðunar og
skelfingar yfir þeirri staðreynd, að brezkar flugvélar vörp-
uðu sprengjum á egypzkar borgir, ekki í sjálfsvörn fyrir
Bretland, eklci heldur innan samtaka um sameiginlegt örvggi
heldur sem árásaraðilar og í
skrá S. Þ.
Umræðan var boðuð til þess að
ræða vantrauststillögu stjórnar-
andstöðunnar á stjórnina vegna
aðgerða hennar gagnvart Egypt-
um. Krafðist Gaitskell þess, að
Bretar hættu öllum aðgerðum unz
íyrir lægi álit allsherjarþings S. Þ.,
sem saman kemur í kvöld.
VarS að fresta fundi.
Ennfremur krafðist Gaitskell
þass, að Eden skýrði frá því, hvórt
Bretland ætti í styrjöld við Egypta
land. Eden reyndi að svara, en þá
var svo mikill hávaði gerður að
l’onum frá bekkjum stjórnarancl-
stæðinga að ekkert heyrðist til
hans.
Settist hann þá niður og beið
svipbrigðalaus í sæti sínu, en
liingmenn Verkamannaflokksins
Iirópuðu í ákafa: Svarið, svarið,
hvort við höfum sagt Egyptum
stríð á hendur? Ákvað forseti þá
að slíía fundi. Gekk Eden þá út,
en ókvæðisorð stjórnarandstæð-
inga dundu á honum.
Enginn bilbugur á Eden.
Er fundur var settur að nýju,
sagði Eden, að Bretar ættu ekki í
stríði við Egypta. Taldi hann aðal-
i :ga um lögregluaðgerðir að ræða.
Ilann var spurður, hvort Bretar
í iyndu fúsir að kalla herlið sitt
á brott, ef allsherjarþingið óskaði
þass, en hann kvaðst ekki reiðu-
húinn að svara þeirri spurningu.
Lretar hefðu orðið að grípa til
skjótra aðgerða til að stöðva bar-1
daga og vernda siglingar um Súez-
:kurð.
Ef S. Þ. vildu taka við af Bret-!
um og Frökkum, er þeir hefðu náð j
markmiði sínu í Egyptalandi, j
'■æru Bretar aðeins þakklátir fyrír
a-3 svo yrði gert. Hann kvað Breta
hafa byrjað aðgerðir sínar gegn
Egyptum og bær inyndu verða
framkvæmdar, unz ýúlganginum
væri náð.
Fangar njóta ekki réttar
Stjórnarandstaðan krafðist m. a.
svara af forsætisráðherranum um
það, hvort Bretar væru formlega
í styrjöld við Egypta, vegna þess
að þeir töldu vafasamt, að þeir
beinni andstöðu við stofn-
brezkir hermenn, sem kynnu að
verða teknir til fanga þar, nytu
verndar samkvæmt Genfarsáttmál-
anum um stríðsfanga, ef ekki' lægi
fyrir stríðsyfirlýsing. Eden kvað |
þetta rangt. Egyptar væru aðilar
að sáttmálanum og allir stríðsfang-
ar nytu þessara róttinda, hvort sem
formlega hefði verið lýst yfir
stríði eða ekki. T. d. hefði aldrei
verið formlega háð styrjöld í
Kóreu.
Stefnt samveídinu í voða.
James Griffiths mælti síðan fyr-
ir vantrauststillögu Verkamanna-
flokksins. Hann fór hinum hörð-
ustu orðum um stefnu stjórnarinn-
ar, kvað hana hafa fyrirgert sæmd
og áliti brezku þjóðarinnar í heim-
inum, sundrað þjóðinni á örlaga-
stund og væri ekki sjáanlegt hvað
af hlytist.
Hann kvað nær öll samreldis-
löndin hafa fordæmt aðgerðir
stjórnarinnar og gæti þetta orðið
til þess að eyðileggja samreldið.
Ágreiningurinn við bandamenn
Breta gæti einnig haft örlagarík-
ar afleiðingar fyrir Atlantshafs-
bandalagið og sameiginlcgar varn
ir vesturlanda. Hann kvaðst
mæla fyrir munn allra . góðra
Breta, þegar hann skoraði á þessa
ríkisstjórn að fara frá þegar í
stað.
Umræðunni lauk seint í kvöld I
og fór þá fram atkvæðagreiðsla.
Hún fór þannig, að vantrauststil-
lagan var felld með 69 atkvæða
meiri hluta.
Óeirðir fyrir utan
brezka binghúsið
London, 1. nóv. — Þegar at-
kvæðagreiðsla stóð yfir í brezka
þinginu kom til ryskinga og mót-
madafunda fyrir utan þinghúsið.
Varð að kveðja út ríðandi lög-
reglumenn til að dreifa mann-
f jöldanum. Erlendir stúdentar, er
nema við brezka háskóla voru fjöl
mennir í þessum hópi. Tveir voru
handteknir.
Verkaiýðsráð Bretlands boð-
ar herferð gegn stjórninni
London, 1. nóv. — Verkalýðs-
ráð Bretlands, en að því standa
Vei-kamannaflokkurinn, verkalýðs
samtökin og samband samvinnu-
manna, lýsti yfir því í dag, að það
myndi hefja alls herjar herferð
gegn aðgerðum ííkisstjórnarinnar
brezku í Egyptalandi. Kjörorð
þeirrar baráttu væri: „Lög, ekki
styrjöld.
b., Ráðið krcfst þes sað öllum
liernaðaraðgerðum Breta gegn
Egyptum verði hætt þegar í stað,
þar sem þær séu brot á stofnskrá
S. þ. Þá verði hersveitum ísraels-
manna skipað að verða á brott
þegar í stað frá Egyptalandi. Er
skorað á brezku þjóðina að
standa saman í þessari baráttu og
beita í henni öllum þeim ráðum,
sem leyfileg séu samkvæmt stjórn
arskrá landsins.
FIiIÐRIK ÓLAFSSON
Friðrik Ólafsson
skrifar skákþált
í Tímann
í þessu blaði hefst fastur skák
þáttur í Tímanum og mun birtast
á hverjum föstudegi í vetur. Rit-
stjórn þáttarins annast Friðrik
Ólafsson skákmeitari. Það er sér
stakt happ fyrir blaðið, að liafa
fengið ágæíasta skákmeitara
landsins til þess að annast rit-
stjórn þessa þáttar. Upphaflega
C'ar svo ráð fyrir gert, að þessi
þáttur hæfist þegar í fyrravetur,
en af ýmsum óviðráðanlegum or-
sökum gat ekki af því orðið, m.
a. vegna annríkis Friðriks, sem
hefur síðan víða farið og hvar
vetna gert landi og þjóð mikla
sæmd. En nú með vetrarlcomu
hefst skákþáttur Tímans undir
ritstjórn Friðriks Ólafssonar.
Blaðið fagnar því að geta boðið
lesendum sínum samfylgd Frið-
riks um völundarhús skáklistar
innar. Skákþátturinn er á bls 5,
og mun birtast framvegis í viku
hverri.
Flótíameoíi bíða m
þósuiidism samaii
í Alexaodríu
Kaíró, 1. nóv. — Yfirmaður
egypzku öryggislögreglunnar skip-
aði öllum brezkum og frönskum
borgurum, að koma til skráningar
hjá yfirvöldum innan þriggja daga.
Sagt er að lögreglan hafi þegar
handtekið 3 karlmenn og 3 konur,
sem sakaðir eru um njósnir. Fimm
þessara manna eru Gyðingar, en
einn Egypti. Útlendingar hafa safn
ast saman í Alexandríu svo þúsund
um saman og bíða eftir skipsferð.
Líkur eru til að þeir fyrstu, sem
komast brott verði 1800 bandarísk-
ir borgarar, sem hafa selt allar eig
ur sínar og ekið í bíl til hafnarborg
arinar. í dag voru 120 bílar í lest
á leið frá Kaíró til Alexandríu und
ir egypzkri lögregluvernd. Brezkir
borgarar myndu helzt kjósa að fara
á brott, en flugsamgöngur við út-
lönd eru rofnar. Þeir, sem eiga bíl
frcista þess að aka 1800 km veg
til Benghazi í Lybíu. Bandaríkja-
menn eru sagðir fúsir, að leyfa
frönskum konum og börnum að
fara út í herskip það, sem þeir
hafa sent frá 6. flotanum til að
taka bandaríska borgara. Flotinn
er á förum frá Miðjarðarhafi.
irásin á Egyptaland sætir
iwarveína harðri gagnrýni
London, 1. nóv. — Mikillar gagnrýni gætir í garð ísraels*
manna og ekki síöur Breta og Frakka fyrir árás þeirra á
Egyptaland. Meirihluti samveldislandanna mótmælir opinber-
lega svo og fjölmörg öhnur ríki, sem annars eru Bretum og
Frökkum vinveitt, svo sem Bandaríkin. Heimsblöðin eru líka
mjög andsnúin Bretum og Frökkum og telja að hér sé um
óverjandi aðfarir að ræða. Nokkur atriði úr þessari gagnrýni
verða rakin hér á eftir.
Brezka samveMið er klofið í
aístöðunni til aðgerða brezku
stjórnarinnar í Egyptalandi. Flest
eru andvíg stjórninni, svo sem Ind
land, Ceylon og að því er virðist
einnig Kanada.
Menzies styður Breta.
Menzies forsætisráðherra Ástral-
íu hefir stutt brezku stjórnina, seg
ir að um lögregluaðgerðir sé að
ræða. Evatt foringi Verkamanna-
flokksins gagnrýnir gerðir Breta
harðlega. Holland forsætisráðherra
Nýja-Sjálands segist bera fullt
traust til brezku stjórnarinnar og
þess tilgangs er hún hyggist ná,
en málið hafi ýmsar mjög alvarleg
ar hliðar.
Nehrú æfur af vonzku.
Iíeimurinn á móti Bretum.
Rússar hamast auðvitað gegn
Bretum og Frökkum og segja þá
seka um versta glæp. Sama gerir
Júgóslavía og í yfirlýsingu stjórn-
arinnar segir, að Egyptar njóti sam
úðar Júúgóslava. Segir þær þjóðir
sem mest tali um frelsi og lýðræði
hafi enn einu sinni atað hendur
sínar blóði. Brezka íhaldsblaðið
Evening News segir, að iistinn yfir
þá, sem gagnrýni Breta sé hræði-
lega langur. Þar á meðal sé Banda
ríkjastjórn, flest samveldislöndin,
brezki Verkamannaflokkurinn og
yfirgnæfandi meiri hluti brezku
blaðanna.
Aðalfundur F. U. F.
Nehrú forsætisráðherra Ind-
lands sagði í ræðu í dag, að hann
liefði aldrei vitað svo ótvírætt til- j
felli um beina árás. Óháðu ríkin j
í Asíu og Afríku munu ekki þola!
þessa árás, sem Bretar og Frakk-
ar hafa gert sig seka um, sagði
hann. Hann hefir ritað Hammar-
skjöld bréf og krafizt skjóíra að-
gerða af hálfu S. þ.
Óeirðir gegn Bretum í Karachí.
í Reykjavík
Aðalfundur Fé’ags ungra Fram-
sóknarmanna í Reykjavík verður
lialdinn n. k. fimmtudagskvöld í
Þjóðleikhúskjallaranum. Á fund
inum verða venjuleg aðalfundar
störf. Veitingar verða fram-
reiddar. Fundurinn hefst kl. 8,30
síðd.
Forsætisráðherra Ceylon sagði í
dag, að hvorki árás ísraelsmanna
né síðar Breta og Frakka á Egypta
væri réttlætanleg. Komið hefir til
uppþota í Karachí fyrir framan bú-
stað brezka stjórnarfulltrúans í
Pakistan.
Blöðin fordænia Breta og Frakka.
Mikill meiri hluti blaða í flest-
um löndum heims fordæmir árás
ísraelsmanna á Egypta og ekki síð-
ur aðgerðir Breta og Frakka. —
Þannig er tónninn í langflestum
kanadískum blöðum, svo og banda-1
rískum blöðum.
Washington Post segir, að Bret
ar og Frakkar hafi tekið upp að-
ferðir heimsveldisstefnunar frá
19. öld. Það séu engu líkara en að
Bretar og Frakkar keppist við,
hvor verði fyrri til að velta Nass-
er og þá muni þjóðernisstefna
Arabaríkjanna úr sögunni.
Steinker í Akranes-
höfn náð á flot
Akranesi í gær. — í dag var gerð
tilraun til þess að lyfta steinkerinu
sem setja á framan við hafskipa-
bryggjuna á flot. Unnið hefir verið
að því að þétta kerið og er því náð
á flot á þann hátt að sjónum er
rutt út úr því með þrýstilofti.
í dag tókst að þoka kerinu nokk
uð, en á flóðinu í fyrramálið verð-
ur reynt að lyfta því og færa það á
þann stað í höfninni, sem það var
í fyrravetur.
Batnar þá aðstaða hátanna að
miklum mun, en sjómenn hafa átt
í miklum erfiðleikum að undan-
förnu ef eitthvað hefir orðið að
veðri og hafa þeir orðið að leyta
til Reykjavíkur og liggja af sér
veðrið þar.
SjálfstæSisf ioklmrínn hefir alltaf
fylgt verðbólgastefnunni trúlega
Frá nmræSum um ver<$- cg vísitölufestinguna
Hinn margraddaði söngur SjáKstæðismanna á þingi um
verðfestingu og vísitölubindingu ríldsstjórnarinnar vekur æ
meiri furðu manna, enda bætast daglega nýjar raddir við.
Syngur þar hver með sínu nefi. Er þessi leikur auðsjáanlega
gerður til þoss að rægja á vixl milli stétta og ríkisstjórnar-
innar. {
Fyrst kemur Bjarni Ben og seg-
ir, að launastéttir hafi verið svikn-
ar, ríkisstjórnin hafi ekki haft sam-
þykki stéttarsamtakanna til aðgerð
anna, og er grátklökkur fyrir hönd
lítilmagnans. Fer Bjarna þessi
kápa elcki vel.
Þá kemur annar, Björn Ólafsson
og segir að þetta sé raunar gott og
blessað, hér sé verið að fram-
kvæma stefnu, sem Sjálfstæðis-
menn hafi alltaf fylgt. Er þó svo-
lítið hikandi um, hvort rétt sé að
festa vöruverð, hins vegar ágætt
að festa kaup.
Þá kemur sá þriðji, Ingólfur
Jónsson, og segir að bændur hafi
verið sviknir, þeir fái ekki það,
sem þeim ber miðað við launa-
stéttirnar.
Sá fjórði, Ólafur Björnsson, seg-
ir, að launafólkið sé hlunnfarið,
uppbætur bænda of miklar og þær
allar teknar beint af launafólkinu.
Þannig er rógsöngur Sjálfstæðis-
manna. Enginn veit hvað þeir vilja
og allra sízt þeir sjálfir. Þeir ótt-
ast aðeins, að aðgerðir þær, sem í
vændum eru, komi við buddu
braskaranna, og eina ráðið til að
klóra í bakkann er að rægja á
víxl. ' j