Tíminn - 10.11.1956, Page 6
6
T f MIN N , laugardaginn 10. nóvember 1956
$
««»
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Ritstjórar: Haukur Snorrason
Þórarinn Þérarinsson (£b.).
Skrifstofur f Edduhúsi við Lindargötu.
Sfmar: 81300, 81301, 81302 (rite£(, og blaðamexm),
auglýsingar 82523, afgrelSsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Fáni með gati
í NOKKRA örlagaríka
daga var ungverska þjóðin
frjáls. Yfir sögufrægum
byggðum hugrakkrar þjóðar
blakti fáni með gati. Það var
þjóðfáni Ungverja, en sovét-
stjarnan, sem tyllt hafði ver-
ið inn á alla fána leppríkj-
anna, var klippt á brott.
Þannig sýndi fólkið í Ung-
verjalandi m. a. skoðun sína
á kommúnismanum og lepp-
mennskunni. Hún vildi ekki
liafa útlent og annarlegt tákn
í þjóðfána sínum og hún bylti
af sér oki kommúnismans
með sannkallaðri þjóðarupp-
reisn, sem ekkert gat bælt
niður nema nakið vald út-
3ends hers.
s..
ÞESSI UNGVERSKI fáni
með stóru gati á, ætti að
verða minnisstæð mynd í
huga þeirra þegna lýðfrjálsra
landa, sem hafa verið blekkt-
ir til að trúa því, að leið
kommúnismi leiddi til far-
sældar fyrir alþýðu manna
eða stuðlaði að friði og rétt-
læti í mannheimi. Látum
svo vera, að í ýmsum löndum
austurevrópu hafi stjórnar-
far verið ranglátt á fyrri tíð,
framför lítil, fátækt mikil og
misskipting auðs og valda.
Á þeim tíma hafa margir
vafalaust átt um sárt að
binda, en nokkur þróun til
íramfara mun þó jafnan
hafa verið þótt ekki væri
hún samfelld, og einræöis-
kóngar og liðsmenn þeirra
þrengdu oft kosti fólksins. En
hvernig er jöfnuðurinn á
reikningnum í dag, eftir að
skipulagi kommúnismans hef
ur verið þröngvað upp á þess
ar þjóðir og haldið yfir þeim
með hervaldi? Nú flýtur blóð
.um stræti borganna, saklaust
fólk er brytjað niður, frægar
byggingar standa í björtu
báli og heimili eru í rústum.
Þessir atburðir hafa opnað
öllum heiminum sýn til harð-
stjórnar og kúgunar, og til
íyrirlitningar á mannlegri
hamingju og rétti einstakling
anria. Og hvert er þá orðið
starf kommúnistanna, sem
þeir segja að stefni að meiri
íramför og auknu réttlæti?
Það er óafmáanlega tengt
afturför, kúgun, miskunnar-
leysi og afturhaldi.
Ungverska þjóðin og aðrar
ikúgaðar þjóðir hafa ekki
hlotið hamingju né framför
af skipulagi kommúnismans.
Þær hafa kynnst grimmd og
harðræði í nýju ljósi, öðlast
íþá lífsreynslu, að þrátt
íyrir allan seinagang og öll
mistök, er ekki hægt að með
neinum sérvizkulegum kredd
um og kennisetningum að
búa til skipulag, sem tekur
lýðræðisskipulaginu fram.
Hin dauða hönd „skipulags-
ins“ þjarmar fyrst að lífs-
kjörum, svo og frelsi. Og loks
er gripið til járnagans til að
halda óánægjunni niðri.
ÞETTA ERU ÞVÍ lær-
dómsríkir dagar fyrir allt
mannkyn, en ekki sízt fyrir
þá, sem hafa vaðið í reyk-
skýjum sjálfsblekkingar um
það, hvar sé að leita frelsis
og jafnréttis og einlægrar
baráttu fyrir friði í mann-
heimi. Menn þurfa vissulega
að endurskoða sín sósíalísku
fræði, en hvernig svo sem
útkoman verður á þeirri end
urskoðun, og um það á hver
og einn við sjálfan sig, virð-
ist eitt augljóst: Þeir, sem
hafa nú um sinn haft við hún
fána sósíalisma með merki
hinnar rússnesku heimsvalda
stefnu álímdu, eins og var í
Ungverjalandi, þurfa að fara
að dæmi frelsisvinanna þar
eystra og skera það úr. Þess
hafa að vísu sézt nokkur
merki, að þeir sem áður dýrk
uðu kommúnisma og þóttust
aldrei sjá heimsvaldastefnu
hans, hafa brugðið skærum á
fræðin og lýst yfir, að þeir
fordæmi athæfi þeirra, sem
þeir kalla „ráðstjórnarmenn"
og er það gleðilegt. En þótt
slíkur fáni með gati hafi sézt
á stangli hér og þar, hefur
þetta þó ekki orðið sú alls-
herjaraðgerð, sem vænta
mátti. Menn hafa að sjálf-
sögðu skiptar skoðanir á
þeim leiðum, sem þeir telja
að þjóðirnar verði að feta í
átt til friðar, frelsis og far-
sældar. Um það er ekki að
fást í lýðræðislandi. En hitt
er lítil hæfa, að draga ekki
ályktanir af heimssögulegum
atburðum og tala og skrifa
rétt eins og öll samtímasag-
an sé skáldskapur, en kredda
á bók hin einu lífsfiannindi.
HÉR HAFA bæðl nú og
áður gerzt ýmis merki þess,
að í þessum efnum stefni að
réttu marki fyrir okkar þjóð,
og þeir, sem ánetjaðir hafa
verið, leysi af sér böndin.
Þannig verður þjáning í fjar
lægum löndum e.t.r. til að
frelsa þá, sem frjálsir geta
verið en skilja það ekki. Hand
arstórt gat á ungverskum fána
verður e.t.v. tákn nýrra frels-
istíma margra þjóða þá fram
líða stundir.
„Ró og festa hefur aftur skapast í Ungvarjalandi". {Teikning eftir Vicky', Daily Mirror).
Ungversk fe@rg iu
rússneskra skriðdreka og fallbyssna
Fregnritari dansks bla'Ss síraar hroSaSegar íýs-
ingar á aíSförum Rússa í borginni Bunanpentele
á afmælisdegi byltingainnar
Danska blaðið Politiken hefir haft fregnritara í Ungverja-
landi, hafa nokkrir vestrænir fréttamenn komizt dálítið inn
fyrir landamærin frá Austurríki til að sjá með eigin augurn,
en að öðru leyti byggja þeir á frásögnum flóttamanna og‘ sjón-
arvotta.
Meðal lýsinganna er eftirfarandi
um atburði á afmælisdegi bylting-
arinnar, símuð af Adolph Rastén
frá Vín s. 1. miðvikudagskvöld,
hér endursagt og stytt:
Afmæli bylfingarinnar
Rússar höfðu 200.000 manna
vélahersveitalið og 4500 skriðclreka
til að halda upp á afmæli bylting-
arinnar í Ungverjalandi, og dagur-
inn var helgaður lokaþættinum i
þeirri örvæntingarbaiáttu fyrir
frelsi og sjálfstæði, sem ung-
verska þjóðin heyr nú og hefir gert
undanfarna daga, þar af 4 s. 1.
daga gegn rússneskum vígvélum
og hermönnum. Hér er nú talið,
að tala fallinna manna og særðra
skipti mörgum tugum þúsunda, en
samt heldur mótspyrna Ungverja
áfram. Útvarpssendistöð frelsis-
vina í Rakozsy hélt áfram að
segja frá atburðunum og í gegn-
um hana gat hin frjálsa veröld
gert sér nokkra grein fyrir atburð-
unum, einkum hetjulegri baráttu
hermanna og verkamanna írelsis-
sveitanna gegn ofbeldishernum við
iðnaðarborgina Dunanpentantele.
Þetta er bær með um 60.000 íbúa,
og er um 100 km. sunnan við
Búdapest.
Áhlaup vélahersveifa
Borgin var umsetin á þrjá vegu
af rússneskum vélahersveitum en
vörnin var svo hctjuleg og stór-
fengleg, að hún á skilið að verða
skráð í veraldarsöguna sem dæmi
um fórnfýsi og hetjulund alþýðu
manna.
Útvarpsstöðin tilkynnti í morg-
un, að kl. 2 aðfaranótt byltingar-
afmælisdagsins hefðu vélaher-
sveitir byrjað áhlaupið á bæinn
og þá hefði miskunnarlausri
kúlna- og sprengjúhríð úr skrið-
drekum og fallbyssum rignt yfir
bæjarbúa.
Frá því var sagt, að foringi
Rússa hefði sent frelsisvinum úr-
slitakosti, en foringi varnarliðsins
hefði hafnað þeim og tilkynnt, að
baráttan héldi áfram.
„Ungverskir frelsis- og ætt-
jaroarvinir", var hrópað í útvarps
sendistöðinni, „gefumst aldrei
upp! Leggið ekki frá ykkur vopn-
in. Við berjumst áfram. Þegar er
hrundið fyrstu árás Rússa á borg
ina“.
Hjálparbæn til Sameinuðu
þjéSanna 1
Þá var minnt á það í útvarpinu,
að bæjarbúar hefðu þegar fyrir 2
dögum sent hjálparbæn íil Sam-
einuðu þjóðanna um að krefjast
þess, að hún yrði lýst opin og
óvarin borg og gerð að miðstöð
fyrir hjálparstarf Rauðakrossins.
„Við. höfum ekkert svar fengið“,
sagði útvarpið. „Hvers vegna
svarar frjáls heimur ekki bænum
okkar“?
En svo varð allt hljótt. Um miðj
an dag heyrist aftur í írelsisút-
varpinu og þá var lesin orðsending
til Eisenhowers Bandaríkjaforseta:
„Vér höfum nú frétt, að Eisen-
hower forseti hafi verið endurkjör-
inn. Og hér er nú boðskapur vor
til yðar, herra forseti: Sendið oss
hjálp, sendið oss vopn. Ef forset-
inn vill hjálpa þeim, sem kúgaðir
eru og ofsóttir, biðjum við drott-
inn að blessa gerðir hans.... “
Þegar viS þögnum, þá er
baráttan úti
Og svo las útvarpsþulur þetta
ákall frá fólkinu í Dunanpentele:
— í nafni allra heiðarlegra og
frjálsra Ungverja spyrjum vér
milljónirnar í hinum frjálsa heimi:
Er frelsið yður heilagt? Það er oss
heilagt. Eigið þér konur og börn?
(Framhald á 8. síðu.)
’BAÐSTOMN
Á eyðimörk glappaskotanna
VEÐURFRÆÐINGAR
ísenöa upp loftbelgi tii að
:tnæla hitastig og marka vind
stefnu. Pólitískir spekúlant-
ar stofna til skrílsláta til að
Teyna að fræðast um, hve
langt sé fært að ganga gagn-
vart almenningsálitinu. Það
®r þeirra loftbelgur. Stráka-
2ýð úr Heimdalli er smalað
paman að rússneska sendiráð
inu og þeim sagt að hafa þar
frammi spjöll og læti. En vind
áttin reynist ekki sú, sem ætl
að var. Almenningur fordæm-
ir ofbeldi og grimmdarlega
kúgun. Á það skortir ekkert.
En menn fordæma líka leik-
araskap og skrílslæti og kæra
sig ekki um að spilla góðum
málstað með slíkum aðgerð
um. Þegar þetta varð ljóst
hófst undanhaldið. Þeir, sem
fyrir uppþotinu stóðu, láta
blöð sín segja, að harma beri
slíkar aðferðir og átelja þær,
og annað í þeim dúr, sem
kemur einhvers annars stað-
ar frá en nálægt hjartarót-
unum. Og þegar frá líður, og
fordæming almennings á
skrílsuppþotinu nær víðar, er
reynt að telja fólki trú um,
að ýmsir heiðarlegir borgar
ar, sem álengdar stóðu, eða
áttu leið fram hjá, hafi verið
þátttakendur í upphlaupinu.
ÞANNIG er íhaldsforust-
an að reyna að flýja frá eig-
in verkum og skilja þá, sem
hún notaði til verkanna, eftir
aleina úti á eyðimörk glappa
skotanna. Þar næðir gustur
almenningsálitsins um þá. —
En forsprakkarnir skýla sér
í flokksherbergjum Sjálfstæð
ismanna og þykjast hvergi
nærri koma.
Birtir upp eftir stórrigningu
ÞAÐ HEFIR rignt mikið á okk-
ur suðvestanlands undanfarna
daga, og svo hefir stórviðburðum
rignt ýfir þjóðina, já og allt mann
kyn. Maður dró andann léttar í
morgun þegar það sást í gárri
morgunskímunni, að nú hefði þó
stytt upp. Loftið var hreint og
tært eins og ætíð eftir stórrign-
ingu. Maður hafði leyfi til að ætla
að kyrrari tíð væri að halda í
garð. En úti um heiminn er lítil
uppstytta, enn sem komið er. Að
vísu skýrast nú máiin, hin fyrsta
flóðalda er genginn yfir, og liægt
er að eyja brakið, sem hún hefir
skilið eftir. Þar bar hæst rústirn-
ar í Ungverjalandi. Þær eru hinn
stærsti atburður þessara örlaga-
tíma. Þar hefir smáþjóð orðið að
þola hörmungar og áþján og allt
til þess að hún fái yfir sig „skipu
lag“ sem sumir menn trúa að sé
ákaflega heilsusamlegt fyrir þjóð-
irnar. Menn hafa nú dýrðina fyrir
augunum. Þótt straumur sögimn
ar og tímans beri á faldi sér
marga merkilega atburði og lær-
dóma, er sá vafalaust stærstur, aS
heimskommúnismin hefir sjálfur
grafið sér gröf meo þessum at
burðum. í haria mun hann fallo,
þótt síðar verði. Þá munu betri
tímar fara í hönd.
Góð bók f
SNÚUM OKKUR s»., að öðrum1
efnum: Eg sá nýlega litla bók, er
séra Gunnar Árnason hefir tekið
saman og heitir: „Veganesti" og
geymir 350 frásagnir og dæmisög-
ur, tengdar ýmsum stórmennum
mannkynssögunnar, og viðhorfi
þeirra til lífsins. Þessi bók er
sannarlega ágætt veganesti fyrir
ungt fólk, enda einkum ætlað því.
Sönn og lifandi frásögn eða dæmi
saga er stundum áhrifameiri en
löng prédikun. Eg hvet foreidra
til að fá unglingum þessa bók. Fái
þeir hana í hendur láta þeir hana
ekki frá sér fara fyrr en þeir hafa
lesið margar hinna stuttu og
snjöllu sagna.
Hann ofmetnaðist ekkl.
HER ER ein hinna stuttu
sagna úr þessari bók: „Henry
Broadhurts hét enskur þingmað-
ur. Hann var múrari á unga aldri
og vann þá að byggingu enska
þinghússins. Frá þeim dögum
minntist hann þe;;s, er hann stóð
uppi í klukkuturninum á kalsa-
dögum og var ekki betur búinn
en það, að lnnn hólt tæplega á
. sér hita. Eli síöar átti fyrir hon-
um að licgia að verða aðstoðar;
innanríkisráðherra í Englandi. f
smáherbergi í húsi sínu geymdi
hann tréhnall og meitil til þess að
minna sig á fyrri ævi . . “ Og lát
um þessu spjalli lolcið í dag,
—Frostl. 1