Tíminn - 10.11.1956, Síða 7

Tíminn - 10.11.1956, Síða 7
TÍMINN, laugardaginn 10. nóvember 1956 FERÐ 06 F 7 múxi 0! Mönnum gefst nú kostur á að velja om 20 teg. yfirbyggkga og margar gerðsr véla Fyrir nokkrum dögum, eða nán- ar tiltekið þann 5. þ. m. kom Buick 1957 á markaðinn. Ilann er lægri og rennilegri á að líta en fyrr og hefir aflmeiri vélar en fyrirrenn- arar hans. Allar gerðir Buick 1957 (mismun andi yfirbyggingar eru 20) eru rýmri en áður. Þótt húsið sé lægra er rými farþega meira og hæð und, ir þak hin sama. Hin nýja gerf' undirvagns er þannig úr garði gerð, að ýfirbyggingin sczt niður í grind- ina en situr ekki á henni eins og á eldri gerðum. Auk hinna venjulegu gerða yfir- bygginga eru á boðstólum svonefnd ir „Estate-Wagon“ sem rnunu vera svipaðir Staíion-Wagon. í gerðun- um Roadmasler, Super og Century eru vélar af V-8 gerð, 300 hestafla með þrýstingshlutfallinu 10:1, en í Special hefir vélin 250 hö. með þrýstingshlutfallinu 9,5:1. Eins og að undanförnu eru hinar ýmsu gerðir Dynaflow sjálfskipt- ingár á gerðunum, Roadmaster, Super og Century og einnig fáan- legar á Speeial. Miklar breytingar eru á fram og aftur enda bílsins. Rúður að aftan | og framan eru stærri og betra út- sýni. fyrir bílstjóra og farþega. Þá hefir sú nýbreytni verið tekin 1 upp að hafa afturrúðuna í þrennu lagiraðskilja með mjóum krómlist-. um. Merkin að aftan og framan eru j ný, og skrautlegri en áður. í Að framan er grindin með smá-j um krómlistum sern liggja lóðrétt, j en á miðju er merki, 1 9-5-7, og út | frá því gengur þverslá, sem búin; e,r til í bláum, rauðum og hvítum litum. Þetta er gert í samræmi við, þá venju sem tekin var upp í íyrra,: að setja framleiðsluár á hvernj Buick. Lok vélarliússins hefir ver-i ið lækkað fram, en aurbretti aftur á móti hækkuð. Þetta er gert með það fyrir augum að betur sjáist fram á veginn. Að aftan eru aurbrettin svipuð og á fyrra árs gerð en aftasti hluti þeirra er nú gerður úr krómuðu stáli og þar er stefnuljósum, stöðu- 'jósum og ljósi sem kviknar þegar bíllinn er settur í afturá gír, komið fyrir. Þá eru ýmsar nýungar í skreyt- ingu, bæði utan og innan. Eitt er það enn, sem til nýunga má telja, en það er hinn svonefndi „öryggisvörður“. Tæki þetta er þannig útbúið að það gefur hljóð- merki þegar bifreiðin er komin á ákveðinn hraða. Þetta mun gert til þess að halda aftur af mönnum á þjóðvegunum og reyna þannig að sporna við hinum tíðu slysum sem nú taka stærri toll mannslífa en mannskæðar styrjaldir. „Öryggisvörðurinn" er þannig að hægt er að stilla hann inn á vissan hraða og gefur aðvörun er honum er náð. Eins og áður var sagt, er undir- vagn nýr að öllu leyti, Buick 1957 er á gormum að aftan og framan eins og undanfarin ár. Hinsvegar er útbúnaður framhjólanna og fjöðrunar nýr og bifreiðin er sögð taka minni dýfur þótt snögglega sé hemlað á mikilli ferð. Þá.er hinn Buick 1957. Þessi bíil er sf gerðinni „Century Hardtop" l nýi útbúnaður sagður gera bílinn mun stöðugri á beygjum og jafn- vel ennþá þýðari í akstri en áður. Að innan eru ýmsar breytingar frá fyrra ári og má þar fyrst nefna nýtt mælaborð og stýri. Kring um mælaborðið er bólstrað og klætt með skinni. Er þetta gert til frek- ara öryggis ef óhapp ber að hönd- um. Eins og að undanförnu eru Buiek bílarnir í tveim stærðum. Eru gerðirnar Roadmaster og Super j í stærri flokknum, en Century og Special í þeim minni. Mymi.ri e. ttá ii.m-.i ný;u í«« yerkifniiiiu Ch-vsiers og sýnir hluta einnar vélasatnstæitunn3;-. Efst er magurinn, sem stjórnar henni frá litlu k, stjórnborSi. jálfvírkni eykst í bílaiðnaðinum Það cr orðið langt síðan fyrstujtöldu hana líklega til að valda at- vélarnar til þess að létta undir og i vinnulcysi meðal þeirra. _,, . . ... , . , ..x. i Ekki er ýkja langt síðan að fregn flyta fy™ storíum 1 verksmiSjum, frá Englandi] um verkföu komu fram.Allir kannast við sög-10g UppSagnir verkamanna í bíla- una um fyrstu spunavélina.er verka j verksmiðjum, vegna þess að sjálf- menn eyðilögðu, vegna þess að þeir virkar vélar tóku við störfum verkamanna. Fyrir nokkru síðan var tekin í notkun í Bandaríkjunum verk- smiðja, sem framleiðir vélar í bif- reiðir og sem er sjálfvirk að mestu leyti. Aðeins 10% af vinnunni er unnið af faglærðum verkamönnum, en 90% vinna sjálfvirkar vélar sem stjórnað er frá stjórntækjum og sér einn maður um stjórn vélasam- stæðu, sem framleiða t. d. 70 sveif- arása á klukkutíma, tilbúna til ísetningar. Þessi sjálfvirka verksmiðja er eign Chrysler verksmiðjanna og hefir nú verið í notkun um nokkurn tíma. Talið er að smí'ði og uppsetning véianna, sem þarna eru notaðar hafi kostað um 50 millj. dollara. Sérstök vélasamstæða er fyrir hvern hlut vélarinnar. Samstæðurn ar skila hlutunum altilbúnum til samsetningar og þaðan fara þeir í, sjálfvirka samsetningarvél sem skil, ar bílvélinni fullgerðri. Eins og að framan er sagt, stjórn j ar einn maður hverri vélarsam- stæðu. Hann heldur kyrru fyrir við mælaborð og fylgist þannig með hverjum hlut í vélasamstæðunni. Ef t. d. bor eða rennistál tapar skerpu sinni, kviknar ijós á mæla- borðinu og það sem aðallega er unnið af mannahöndum í verlc- smiðjunni, er að skipta um þessa [ hluti. í Sem dæmi um stærð vélasam- stæðanna má geta þess, að fjórar hliðstæðar vélasamstæður búa til strokkhausana, eru hver um sig um 140 metra langar. Sjálfar blokkirn- ar, aðalhlutir vélanna eru búnar til í tveim samstæðum, sem hver um sig eru yfir 150 metra langar. Bullur, bullustengur, sveifarásar pg kambásar eru búnir til í sér- ;tökum vélasamstæðum og safnast að lokum saman í samsetningar- véiína, sem einnig er algjörlega sjálfvirk og undir stjórn eins manns. Breyiingar á bílaverði í Bandaríkj. Samkvæmt nýkomnum blöðum vestan frá Bandaríkjunum, hefir sala bíla af 1957-gerð, sem ný- komuir eru á markaðinn, gengi'ð vel og mun betur en á fyrra ári. Chevrolet hefir selzt sem nemur 10—15% betur en í fyrra og fyr- ir nokkrum dögum var tala seldra Chevrolet-bíla komin talsvert á aðra milljón. Ford tilkynnti nýlega, að þeir væru einnig komnir yfir miljón. Þegar Ford og Chevrolet komu á markaðinn, var verð nokkuð hærra en árið áður. Nú hafa verðlistar sumra bílaverksmiðjanna verið birtir og er verðlag hækkandi, nema hjá Nash og Hudson. Bíiar frá General Motors hafa hækkað sem hér segir: Pontiac hækkar frá 100—280 dali á bíl. Oldsmobile frá 132—284 dölum. Buick frá 168— 264. Cadillac 348—644. Hækkunin er mest á dýrustu gerð Cadillac, „Fleetwood Seventy-Five“ og er mesta hækkun, sem gerð hefir ver- ið í einu. Chrysler hefir einnig tilkynnt nokkra hækkun á sínum bílum, en þó ekki eins miklar og G. M. Dodge hækkar frá 64—175 dali og Plymouth frá 66—160. Ply- mouth hefir að undanförnu verið nokkru dýrari en Ford og Chevro- let en verður nú svipaður að verði og stendur þar af leiðandi betur að vígi í samkeppninni. Hins vegar er Nash 329 dölum ódýrari í ár og Hudson 378 dölum ódýrari. • • Oryggislæsiíigar reynasí vel plr Hin nýja gerð öryggislæsinga á bílhurðir, sem fyrst komu á mark aðinn á 1958 gerð bandarískra bíla, hafa að sögn, reynst mjög vel. Samkvæmt upplýsingum tryggingafélaga þar vestra, hefir slysum, sem stöfuðu af því, að hurðir opnuðust, fækkað um helming og er það eingöngu þakk að hinum nýju læsingum. Vaxaecfi vinsældir Nash og Hudson Það hefir löngum þótt brenna við, að hinir minniháttar bílafram- leiðendur stæðust hinum stærri ekki snúning og hefir þctta orðið til þess, að nokkur minni íyrirtæki hafa verið sameinuð. Eitt þeirra, sem varð til upp úr slíkri sam- steypu er American Motors, sem eru Nash og Hudson bílsmiðjurnar sameinaðar. Þeir hafa nýlega tilkynnt að sala bifreioa hafi gengið mun bet- ur nú en á árinu áður, og sérstak- lega hefir Nash Rambler selst vel. Hér sjáum við aftan é Buick Roadmaster. Afturrúðan er þrískipt og króm- rendur ganga frá framrúðunni aftur á kistulokið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.