Tíminn - 11.12.1956, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.12.1956, Blaðsíða 3
3 Tí jg I N N, þriðjudaginn 11. desember 1956. Ur heiðnum sið á fslandi Kristján Eldjárn þjóðminjavörður Bók þessi á erindi ti! allra, er unna landi sínu, sögu forfeíra vorra og siftum. Hér eiga Isíendingar loksins kost á aS skyggnast inn í og kynnast leyndardómi Iiftinnar títiar og dularfeeimi haugbúans. Kristján leitSir lesendur sína á skemmtilegan hátt sýslu úr sýslu frá einum sögustao til annars og lyftir hinni myrku hulu heiÖninnar. Kym! og haugfé er feék, m aliir viifa elgnasf, tEKgir sssi garrslir. Lesið, eigið ðg gefið' merkusfu bék ársins. •juampli* -ms Kristján Eldjárn er löngu orðinn landskunnur sem fræðimaður, rithöfundur og fyrirlesari. Þetta er stærsta verk hans til þessa. Bókin er 464 blaðsíður í stóru broíi, prentuð á myndapappír, sem, sévstaklega var fengiim fyrir þetta stórglæsilega verk. í bókinni eru 200 myndir til skýringar. í holtum og melum í námunda við bæi iiggja kuinl fornmanna með því haugfé, sem í þau var lagt, áður en kristni kom á ísland og skipan komst á kirkjugarða. Öðru hverju koma þessar fornu minjar fram í dagsljósið, annað hvort af völdum náttúruafla eða manna. Um langan tíma hefir verið reynt að halda öllu slíku til haga, safna fornminjunum saman í Þjóðminjasafni íslands og bókfesta fundarvitneskju um þá. í þessari bók gerir Kristján Eld- járn þjóðminjavörður heildaryfirlit um allar þessar minjar, þær sem kunnar eru. Hann skýrir frá hinum elztu merkjum manna- byggðar á íslandi og rekur síðan kumlfundi alla í hverri sýslunni á fætur annarri um landið allt. Þá er gerð grein fyrir þeim út- fararsiðum, sem tíðkuðust hér á landi í heiðni og öllum iegundum skartgripa, vopna og áhalda, sem fundizt hafa íil þessa dags :crá þeim tíma. í bókinni eru nær 200 myndir til skýringar, og til samans birta lesmál og myndir eins fullkomna heildarsýn og nú er unnt að leiða í ijós af ytra menningargervi karla og kvenna á söguöld, þegar flestar íslendingasögurnar gerast. Þá reynir höf- undur og jafnan að láta hvað eina bera viö menningarsöguleg atriði erlendis á sama tíma og draga af þeirn samanburði þær ályktanir, sem heimilar virðast á núverandi stigi rannsókna. Bókaútgáfan NORÐR Pósthólf 101 — Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.