Tíminn - 09.01.1957, Page 4

Tíminn - 09.01.1957, Page 4
Tímarií ciaeríkisráínsieytis Kanada birtir frásöge af Islandsferð Fearsons Segir ráðherrann haía afla'S sér mikils fróðleiks um íslenzk málefni í tímariti utanríkisráðuneytis Kanada, „External Affairs*', birt- ist fyrir nokkru ýtarleg frásiign af heimsókn utanríkisráðherra Kanada til íslands í september í haust. Er þess getið þar, að fs- land og Kanada sé nátengd með því að margir íslendingar hafi flutzt til Kanada og tekið virkan þátt í viðreisn þess, enda sé Winne peg önnur stærsta „íslenzka borg in“ í heiminum. „Það var því meðal náinna vina er Mr. Pearson dvaldist í Reykjavík", segir ennfremur í greininni. Móttakan. „Utanríkisráðherra íslands, Em- il Jónsson, tók á móti gestunum, en auk hans var sendiherra Kan- ada á íslandi, Mr. Chester A. Ronn ing, viðstaddur, auk flestra er- lendra sendiherra, þ. á. m. sendi- herra Noregs, hr. Anderseen Ryst, sem er fyrirliði erlendra sendi- herra í Reykjavík Ríkisstjórn ís- lands bauð utanríkisráðherra og frú Pearson að búa í gestabústað ríkisstjórnarinnar og var flaggað með íslenzkum fána og kanadisk um fána á meðan á heimsókninni stóð.“ Viðræðurnar. Síðan eru helztu atriði heimsókn ar utanríkisráðherrans rakin, þ. á. m. heimsókn utanríkisráðherra- hjónanna til forsetahjónanna að Bessastöðum, og til Þingvalla, til hitaveitu Reykjavíkur og annarra staða. Segir síðan í greininni: „Pearson utanríkisráðherra átti samræður við forystumenn í íslenzk um stjórnmálum, og aflaði sér mik ils fróðleiks um vandamál íslands og markmið. Var honum skýrt frá, að ísland gæti, ef vel væri á hald ið, auðveldlega brauðfætt helmingi fleira fólk en þar býr nú, en lands menn eru nú yfir 150 þús. Er ís- lendingum mikið í mun að hagnýta auðlindir landsins, einkum vonast þeir til að geta aukið raf- orkuframleiðslu. landbúnað, áburð arframleiðslu og skógrækt . . . Hagur almennings er yfirleitt góð ur og gestunum frá Kanada virt ust íslendingar vera bjartsýnir á framtíð landsins íslendingar lesa mjög mikið, lík lega meira en nokkur önnur þjóð. enda eiga fáar smáþjóðir eins merkilegar bókmenntir frá miðöld um. Árið 1955 var hinn mikli ís- lenzki skáldsagnahöfundur Hall- dór Kiljan Laxness sæmdur bók- menntaverðlaunum Nóbels fyrir skáldsögur sínar úr hversdagslífi þessarar 150 þús. manna þjóðar. Þess mætti einnig geta, að í Reykja vík, sem er 50 þús. manna borg, koma út 4 morgunblöð. Blaðamannafundurinn. í lok heimsóknar sinnar hélt Mr. Pearson fund með fulltrúum allra íslenzku blaðanna. Sýndu blaða- menn mikinn áhuga á störfum Atlantshafsbandalagsins og á af- stöðu Kanada til þess og Samein uðu þjóðanna. Mr. Pearson svar- aði því til, að Kanada hefði mikla trú á báðum stofnunum og að á meðan Sameinuðu þjóðunum tsékist ekki að trvggja sameiginlegt ör- yggi, myndi Atlantshafsbandalagið vera þýðingarmikil stofnjpí fyrir varnir þátttökuríkjann^. ' Hann bætti því við, að Kaiiadamenn sýndu engan bilbug æ.séJ' í trú sinni á Atlantshafsbandálágið. Um þann þátt, er ísléndingar hafa átt í málefnum Kanada, seg- ir Mr. Pearson þetta: íslendingar í Kanada. „íslendingar þeir, sem flutzt hafa til Kanada, hafa átt mikinn þátt í þjóðlífinu. Nú eru um 25 þús. Kanadamenn af íslenzku bergi brotnir og af öllum þeim þjóöflokkum, sem til Kanada hafa flutzt — og þetta segi ég ekki, einungis til þess að slá gullhamra — hefur enginn lagt meira af mörkum í hlutfalli við mannfjölda heldur en Vestur-íslendingar ij stjórnmálum, fræðslumálum, list-! um og vísindum". TBLKYN frá fyrirgreiðsluskrifsíofurnií ii til einstaklinga og verzlana úti um land: Tökum að oss alls konar erindrekstur og vöruútveg- li anir fyrir stofnanir, einstaklinga og verzlanir. ♦♦ FYRIRGREIÐSLUSKRIFSTOFAN jj Pósthólf 807 — Reykjavík. Sími 2469 eftir kl. 5. Ú ♦ # ♦♦ 1 ♦♦ _ ♦♦ K.S.I. óskar eftir knattspyrnuþjálfurum til kennslu- starfa víðs vegar um landið næsta vor og sumar. Umsóknir sendist stjórn K.S.f. í pósthólf 1011 fyrir 20. janúar. PILTAR, ef þið eigið stúlkuna, þá á ég hringana. T í .111 X N, miðvikudaginn 9. janúar 1957. Þó að „Sugar" Ray Robinson tapaði heimsmeistaratitlinum var það hann, sem fékk mestan ágóða af leiknum, um milljón krónur, og er þá ekki búið að reikna út hvað sjónvarps- og útvarpstekjur nema. — Gene Fullmer fékk'Tíiris vegar ekki nema sjöfta hluta af upphæð Robinsons. — Efri myndin sýnir er Fullmer hefir slegið Robinson í gólfið í 7. lotu, en hin neori er all óvenjuleg og virðist frekar að glímumenn séu þar á ferð. — Ákveðið er nú, að kempurnar mætist aftur í hringnum í marzmánuði næstkomandi. aí íslenzkum ættum heims- I millivigt í hnefaleikum Mormóni meistari Sigraði hiirn fræga „Sugar<(1 Ray Robinson í hörSum leik í New ¥©rk Síðast liðinn fimmtudag var háð keppni um heimsmeist- aratitiiinn í millivigt í hnefaleikum og Ieikurinn háður í New York. Keppendur voru heimsmeistarj'nn ,,Sugar“ Ray Rob- inson, einn bezti hnefaleikari, sem uppi hefir verið, og Gene Fullmer, mormóni frá Utah. Fullmer þessi, sem til þess að gera er óþekktur hnefaleikari, er af íslenzkum ætt- um, á íslenzka móður. Reynt verður að grennslast frekar um ætt hans og ef það heppnast verður það birt síðar hér í blaðinu. Gene Fullmer er 25 ára gamall og er fyrsti mormóninn, sem vinn ur heimsmeistaratitil í hnefaleik- um síðan Jack Dempsey, sem v?r heimsmeistari í þungajyigt. En án erfiðis sigraði Gene ekki, því leik- urinn við Robinson er einn hinn harðasti, sem um getur, og hvað eftir anna'ð var hann rékinn' um hringinn af svertingjanum. í sjöundu „lotu“ tókst Gene að slá mótherja sinn með vinstra „húkki“, svo hann var næstum far inn í gegnum kaðlana. Það var einasta „knock-out“ leiksins. Rob- inson tókst að komast á fætur og inn í ljringinn aftur áðúr en dóm- arinn hafði talið upp að fimm, og réðist þegar á Gene með hörku höggj, sem lenti á líkama hans og hægri handar höggi á höfuðið. Mormóninn var hins vegar harð- ur jsem björn og hristi sig aðeins. Á leikinn í Madison Square Garden horfðu 18 þúsund manns, sem greiddu tvö hundruð þúsund dollara. Meðal þeirra voru Gene Tunney, fyrrum heimsmeistari, kvikmyndaleikarinn Don Am- eche, fyrrverandi eiginmaður Mari lyn Monroe, Joe DiMaggio base- ballhetja, og fleíri af þckktum borgurum New York. Innan þriggja mánaða munu þeir Gene og Ray mætast aftur í hringnum, en um það var samið áður en þessi leikur fór fram.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.