Tíminn - 18.01.1957, Side 1

Tíminn - 18.01.1957, Side 1
Jylgizt með tímanum og lesið TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 og 81300. Tíminn flytur mest og fjöl- breyttast almennt lesefni. 41. árgangur. Reykjavík, laugardaginn 19. janúar 1957. Efni í blaðinu í dag: ^ Skákþáttur Friðriks Ólafssonar, bls. 5. ] Heimsókn í Listasafn ríkisins, \ bls. 7. I Karl Einarsson 85 ára, bls. 8. f 11. blað. Liggja af sér óyeðrið i Reýkjavíkurhöfn V-Þjóðverjar haf a sterkan hug á að hagnýta bikstein úr Loðmundarfirði ÞaS var margt um báta í Reykiavíkurhöfn í gær, og fleiri en heimilis- bátar. Akranesbátar komu flestir þangaS í fyrrakvöld, þegar séS var, að óveður fór aS. Einnig lágu þar ýmsir fleiri aSkomubátar. Myndin var tekin í gærmorgun og sýnir hiuta flotans. (Ljósm: Sv. Sæmundsson.) Chou En-lai leggnr Messtrn sínayíir ofbeMisverk Róssaí Ungverjalandi Verndarvængur Sovétríkjanna ómissandi Moskvu, 17. jan. — Chou en-lai forsætis- og utanríkis- ráðherra Kína konr frá Búdapest til Moskvu í dag. Áður hafði hann gefið út sameiginlega yfirlýsingu með Kadar um viðræður þeirra. Lýsir Chou fullum stuðningi við Kad- arstjórnina og segir uppreisn ungversku þjóðarinnar hafa verið gagnbyltingu. Er hann kom til Moskvu hélt hann ræðu, þar sem hann lagði enn út af þessu efni og lýsti með sterk- um orðum tilraunum auðvaldsríkjanna til að sundra einingu sósíalistísku ríkjanna og hremma þau síðan eitt og eitt. Ung- verska „gagnbyltingin“ væri Ijósasti vottur þessa. " —..... j Ræða þessi var haldin fyrir 3 þúsund verkamönnum, en viðstadd ir voru helztu valdamenn Sovét- ríkjanna. M.a. tók Búlganin til máls og lýsti innilegri ánægju sinni yfir, að kínverska stjórnin skyldi líta sömu augum og Sovét- ríkin á atburðina í Ungverjalandi. Fjölmargir liðsíor- mgjar handteknir í Jakarta Býður Sókarnó komm- únistum aðild að stjórninni? LONDYON, 17 jan. — Fregnir frá Jakarta, höfuðborg Indónes- i íu, herma að fjöldi manns hafi verið handteknir þar í borg í dag. Flestir þeirra handteknu eru ! háttsettir liðsforingjar í hernum. j Sókarnó forseti tilkynnti í dag,! að hann hefði gert ráðstafanir til, þess að bæta úr þeim ágöllum á' stjórnarskránni, sem leitt hefði j til uppreisnarinnar á Súmötru. I Sagði forsetinn, að æskilegt væri, að veita hinum ýmsu hlutum ríkis I ins aukið sjálfstæði, en eins og nú stæðu sakir yrði því ekki komið Búizt er við, að Sókarnó beiti sér fyrir endurskoðun ríkisstjórn ar landsins og bjóði koinmúnist- um aðild að stjórninni. Tregur afli Sand- gerðisbáía SANDGERÐI í.gær: — Hcr er ofsaveður í dag, en ekki er kunn- ugt. um að skemmdir hafi orðið af völdum þess. Bátar, sem komu að landi í fyrradag, fengu lítinn afla, enda veður afleitt. StofnacSur hefir verií 50 milj. marka sjó^ur í Þýzkalandi til rannsókna erlendis, og munu ÞjótJverjar vilja leggja fram fé úr sjótinum til jartfefnarannsókna hér á landi Blaðið hafði 1 gær tal af Sveini Björnssyni, forstöðu- manni Tðnaðarmálastofnunar ríkisins, og Tómasi Tryggva- syni, jarðfræðingi, og fékk, aðallega hjá hinum síðari, nokkr ar upplýsingar um athuganir þær, sem síðustu mánuðina hafa farið fram á möguleikum til hagnýtingar biksteins. Það virðast einkum vera Þjóðverjar, sem nú eru að hugsa um biksteininn. hafa athugað hann og eru að athuga um möguleika á flutningi hans til Þýzkalands og bræðslu hans þar og gera hann að byggingarefni. í sumar voru tveir V-Þjóðverj- ar hér á landi við rannsóknir við Mývatn, bæði á botnleir vatnsins, sem er mjög kísilríkur, og eins á brennisteininum í Námaskarði og gufum, sem koma úr borholum þar. Biksteinninn athugaður. Tómas Tryggvason fór í vor til Þýzkalands, Norðurlanda, Hol- lands og Englands í því skyni að kanna möguleika á hagnýtingu bik steins, og virtist helzt vera um slíka möguleika að ræða í Þýzka- landi. Einnig hafði Tómas sent sýnishorn út. Þegar Þjóðverjarnir voru hér í sumar, fór Tómas með þá austur í Loðmundarfjörð og eins að Prestahnjúk við Kaldadal og sýndi þeim biksteinslögin. Tóku þeir sýnishorn og gerðu ýmsar at- huganir og mælingar. Eftir heim- komuna hafa þeir svo unnið úr þessu rannsóknarefni og haft sam band við íslendinga um málið. Hugsa um Loðmundarfjörð. Virðist svó sem Þjóðverjar hafi allmikinn hug á að fá hér bik- stein, og þá helzt úr Loðmundar- firði, því að þeir mundu ekki taka bikstein í mjög stórum stíl, a. m. k. fyrst um sinn, þar sem aðeins er kominn upp í Þýzkalandi einn ofn til að bræða bikstein. Bik- steinninn mundi verða notaður til framleiðslum á plötum í bygging- arefni. Ef það tekst að leysa vanda málið með útskipun biksteinsins í Loðmundarfirði, er það miklu handhægara fyrir Þjóðverja, bæði er sigling þaðan styttri til meg- inlandsins, og þar er biksteinninn auðunninn og nærri sjó. Ef nýta á biksteininn í Prestahnjúk, þarf vinnslan að vera í miklu stærri stíl, þar sem um langan iandflutn ing er að' ræða, en vafalaust yrði hentugra að taka hann þar, t. d. <Framhald á 2. síðu.) Þakkar Sovétríkjunum. Chou sagði, að auðvaldsríkin hefðu ekki óskað eftir friði í heim- inum s. 1. þrjú ár, þótt tekizt hefði að varðveita heimsfriðinn á þess- um tíma, sökum hins mikla friðar vilja kommúnistaríkjanna. Þessi ríki væru í rauninni grundvöllur þess, að friður mætti haldast. Þess vegna viidu auðvaldsríkin eyði- leggja þennan hluta heimsins. Það sýndu atburðirnir í Ungverjalandi. En með hjálp Sovétríkjanna hefði tekizt að koma í veg fyrir áform þeirra, festa sósíalistíska stjórn í sessi og skapa ró og frið í landinu. Ilann kvað það nú sannað af at- (Framhald á 2. síðu.) Einn af bæjarfulltrúum flokksins segir sig úr Petrína Jakobsson segir ástæíuna vera yfir- ráí kommúnista og fylgispekt ÞjóSviljans vií Rússa í Ungverjalandsmálinu Þau tíðindi gerðust á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær, að einn af bæjarfulltrúum Sósíalistaflokksins, Petrína Jakobsson, lýsti yfir því, að hún hefði sagt sig úr flokknum, en myndi þó áfram gegna störfum bæjarfulltrúa á eigin ábyrgð. og gerði grein fyrir henni. Efni hennar var á þessa leið: Sosíalista- flokknum Petrína kvaddi sér hljóðs nokkru eftir að fundurinn hófst og las upp yfirlýsingu, þar sem hún skýrði frá þessari ákvörðun sinni Eini dekkbátur VopnfirSinga slitn- aði upp, rak á sker og Frá fréttaritara Tímans í Vopnafirði í gær. í dag milli kl. 1 og 2 slitnaði vélbáturinn Báran NS-18 af bóli sínu í bátahöfninni, rak út höfnina og strandaði á skeri. Mun báturinn vera eyðilagður eða stórskemmdur, og fer þar með síðasti dekkbáturinn, sem Vopnfirðingar eiga. Báran er 14 smálestir að stærð og var ekki gerð út s. 1. ár, enda er báturinn orðinn allgamall og vélin léleg. Ofsastormur var hér á sunnan eða suðvestan, þegar báturinn slitnaði upp, og rak hann þegar út af höfninni og rak upp á sker, sem er skammt innan við Leiðar- höfn. Varð ekkert að gert vegna veðurofsa og sjógangs. — KB. YFIRLYSINGIN. Sósíalistaflokkurinn var á sín- um tima stofnaður af kommún- istum og hluta úr Alþýðuflokkn- um. Þróunin liefir orðið sú, að kommúnistar hafa náð algerum tökum á flokknum og er flokks- stjórnin nú einlit að þessu Ieyti. Ég hefi lengi verið óánægð yfir þessu og þó einkum eftir að til sögu koinu þeir atburðir í Ung- verjalandi, er mesta athygli liafa vakið um skeið. Blað fiokksins, Þjóðviljinn, liefir t. d. bersýni- lega verið á bandi Rússa og sýnt það með ýmsum hætti. Ég get ekki sætt mig við þetta lengur og liefi því ákveðið að segja mig úr Sósíalistaflokknum, en mun starfa áfram sem bæjarfulltrúi á eigin ábyrgð. KVEÐJUR GUÐMUNDAR. Þegar Petrína hafði lokið máli sínu, kvaddi Guðmundur Vigfús- son sér hljóðs. Aðalefni ræðu hans var að mótmæla þvi, að kommúnistar réðu Sósíalistaflokkn um, en þó vék hann sér undan að færa rök fyrir þeirri fullyrðirigu. Hann þakkaði svo Petrínu fyrir samstarfið og óskaði henni góðsj gengis í framtíðinni. Fækkað um nær eina millj .í Kommén- istaflokki Ítalíu 1 RÓMABORG, 17. jan. — Mið- stjórn ítalska kommúnistaflokks- ins barst í dag skýrsla frá for- manni skipulagsnefndar flokks- ins, Amendola, þar sem hann skýrir frá gífurlegu fylgishruni flokksins. Síðastliðið ár voru skráðir meðlimir flokksins 2,3 milljónir, en hingað til hafa ekfci nema 1,5 milljón endurnýjað flokksskírteini sín. Formaðurinn skýrði einnig frá því að borizt hefði mikill fjöldi úrsagna frá einstökum mönnum, sem þekktir eru fyrir afrek á sviði lista eða vísinda. í bréfum, sem fylgja þessum úrsögnum er oftast sagt, að ástæðan til þess að viðkom- andi vill ekki lengur vera í flokknum séu aðfarir Rússa í Ungverjalandi. Þinghúsiðí Gufudal fauk af grunni um helgina og brotnaði í spón j| Húsið var járnklætt timburhús og byggt íyrir 27 árum , ( Frá fréttaritara Tímans í Reykhólasveit. Um helgina fauk samkomuhúsið í Gufudal í Gufudals- hreppi. Tók það af grunninum og kom niður í túnið og brotn aði við það í spón. Samt er talið að hægt sé að bjarga ein- hverju af nothæfu timbri úr brakinu og er verið að vinna að því. < Samkomuhúsið í Gufudal var eign Gufudalshrepps og ungmenna félagsins og var þinghús hreppsins og skemmtistaður. Þetta var lítið hús, 4x8 m„ byggt úr timbri og klætt járni og byggt fyrir tuttugu og sjö árum. Þ. Þ, Eins og kunnugt er, þá var mik- ið hvassviðri á þessum slóðum um helgina. Fauk einnig þak af hest- húsi, við samkomuhúsið í Beru- firði í Reykhólasveit, en ungmenna félagið þar átti húsið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.