Tíminn - 18.01.1957, Side 2

Tíminn - 18.01.1957, Side 2
2 MacMillan ávarpar brezku þjóðina: Samstarf Breta og Bandaríkjanna verö- ur að byggjast á gagnkvæmri virðingu Telurstjórn sína sterka og samhenta og muni hún sitja út þetta kjörtímabil London, 17. jan. — Harold Macmillan forsætisráðherra Breta hélt fyrstu útvarps- og sjónvarpsræðu sína til þjóðar- innar í dag. Hann sagði, að hann væri þess fullviss, að sag- an myndi sanna réttmæti aðgerða Breta í Egyptalandi. Þau vandræði, sem brezkur almenningur yrði nú að búa við svo sem olíuskorturinn væri það gjald, sem greiða yrði fyrir að hafa gert það, sem nauðsynlegt var í máli þessu. Ef allt hefði verið látið reka á reiðanum, myndi gjaldið hafa orðið enn þungbærara fyrir brezku þjóðina. Hann kvað raunhæft -samstarf Bretlands og Bandaríkjanna verða að byggjast á -gagnkvæmri virðingu. Bretland hefir ekki í hyggju að slíta tengslin við Bandarikin, sagði forsætisráðherrann, en hyggst held ur ekki verða Bandaríkjunum und- iránug á nokkurn hátt. Ég er líka viss um, að Bandaríkin óska þess ckki að við tökum upp slíka afstöðu til þeirra, sagði ráðherr- ann. Stendur höllum fæti, en . . . Því öflugra sem Bretland er, því betri félagar munu Bretland og Bandaríkin verða. Hann kvað Bret land ekki geta jafnast á við Banda yíkin eða Sovétríkin, þegar um væri að ræða efnalegan styrkleika, en gífurlegur styrkur væri falinn :í brezka samvelainu og ekki síður í samstarfi Breta og þjóða Evrópu. Bretland væri þegar tengt traust- um böndum við þessar þjóðir, ekki sízt Frakkland, og hann kvaðst þeirrar skoðunar, að örlög Bret- lands væru nátengd örlögum þess- ara ríkja. Samanlagður máttur sam veldislandanna og hinna evrópzku þjóða, væri ekki minni en hvers, ' stórveldisins um sig, Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. sjálfa okkur. Við skulum hætta að tala um Bretland sem annars flokks stórveldi. Bretland hefir verið stór veldi, er stórveldi, og mun halda áfram að vera það, ef við snúum bökum saman og hefjum starfið. Stopular samgöngur við Eyjar VESTMANNAEYJUM í gær: Hér eru allir bátar í höfn og ekki er kunnugt um að neinar skemmdir hafi orðið á þeim í roki því, sem nú geisar. Samgöngur hafa legið niðri að mestu undanfarið og ekk- ert hefir verið flogið síðan á laug ardag vegna veðurs. Síðastliðinn þriðjudag voru um tuttugu bátar á sjó héðan en afli var tregur. Mestur afli var sex ilestir á bát þann dag. Doktorspróf þjóð- minjavarðar á morgun Doktorspróf Kristjáns Eld- járns þjóðminjavarðar fer fram í hátíðasal liáskólans á morgun, laugardaginn 19. janúar, og hefst kl. 2 e. h. Andmælendur af há- skólans hálfu verða norski forn- minjafræðingurinn dr. phil. Jan Petersen, yfirsafnstjóri frá Staf- angri, og prófessor dr. phil. Jón Jóhannesson. Öllum er heimilt að hlýða á doktorsvörnina. r Ohagstætt veður hamlar síSdveiðum Norðmanna ÁLASUNDI, 17. jan. — Heildar- síldaraflinn, sem borizt hefir á land í verstöðvunum vestanlands í dag, nemur um 35 þús. hl. Mest- ur hluti þessa magns er rekneta- síld og um 20 þús. hl. bárust til Álasunds. Vindur er allhvass á miðunum og geta snurpunótabát- ar ekki athafnað sig, en rekneta- bátar eru enn á veiðum. Síldar: aflinn er enn fremur tregur, enda hefir veðrátta verið óhagstæð. Fiskhús og hjallnr fuku í stór- viðri á Flateyri í fyrrinótt Mun sitja út kjörtímabilið. Hann tók þáð skýrt fram, að stjórn sín myndi sitja út allt þetta kjöríímabil, eða næstu þrjú árin. Hann gaf í skyn, að dregið yrði úr útgjöldum til landvarna, og sagði, að Bretar myndu bera sinn réttláta skerf af vörnum til sameiginlegs öryggis, en heldur ekki meira. Hann kvað stjórn sína sterka og einhuga og nefndi Butler, sem sinn nánasta sam- verkamann. Þjóðina skortir forustu. Ráðherrann bað menn leggja ■.niður deilur og úlfúð. Takast •myndi að yfirstíga erfiðleikana, ef menn aðeins sneru bökum saman. Hann kvaðst fylgjandi „framfara- jinnaðri íhaldssemi“. Brezka þjóðin oiði nú eftir dugmikilli forustu. Hann kvaðst myndi gera sitt ítrasta til að láta þá forustu í té. Brezka þjóðin á nægilegan styrk og dug sagði ráðherrann. Allt sem við öörfnumst er trú á land okkar og Fólk hætt komið í íbúÖarhúsum, sem urSu fyrir braki úr húsunum, sem fuku Flateyri í gær. í Önundarfirði, einkum á Flateyri, urðu miklir skaðar af ofsaveðri í nótt sem leið. Hefir fokið fiskaðgerðarhús og fiskhjallur, einnig skemmdust íbúðarhús, og munaði litlu, að meiðsli yrðu á mönnum. Veðrið sópaði fiskhúsinu, sem er eign Kaupfélags Önfirðinga, á brott, svo að aðeins stóðu eftir grunnstöður og veggpartur. Fauk brak úr húsinu á íbúðarhús, sem nærri stóð, en þar býr á efri hæð, Trausti Friðbergsson kaupfélags- stjóri ,en á neðri hæð Guðmundur Jónsson, starfsmaður kaupfélags- ins. Brotnuðu gluggar í húsinu, og var fólk í hættu af glerbrotum, sem þeyttust inn. Brak fauk einn- ig á bílskúr, fór inn úr vegg hans og braut rúður í bíl. Þá fauk einnig hjallur með all- miklu af fiski, sem ísfell átti. — Skemmdist fiskurinn nokkuð, en fauk ekki teljandi. Enn var veður mikið í Önundar- firði og óttuðust menn þá, að enn myndi hvessa. Nokkuð tjón mun hafa orðið á bæjum í Önundarfirði, en þó var hvergi vitað um stór- tjón í gærkveldi. Þak gistihússms á Haganesvík fauk í gær Fleiri skemmdir urtSu í kauptúninu og í ná- grenninu Haganesvík í gær. í Haganesvík og þar í kring urðu ýmsar skemmdir 1 fár- viðri því sem staðið hefir undanfarið. Þak tók af gistihúsi staðarins í heilu lagi'. Allar símalínur slitnuðu s. 1. mánu- dag og var símasambandslaust í tvo daga. Meiri og minni skemmdir hafa orðið til sveita og hey víða fokið og skemmzt. Biksteinninn (Framh. af 1. síðu). ef flytja ætti hann vestur um haf :með íslenzkum skipum. Ef Þjóðverjar ákveða að fá bik stein í Loðmundarfirði, þarf að fara fram lokarannsókn á honum, ug sú rannsókn er allumfangsmik- .11 og dýr, og ekki yrði lagt í hana :nema ákvörðun hefði verið tekin lun nýtingu áður. 50 milj. marka rannsóknarsjóður. Þá hefir blaðið frétt, að V-Þjóð verjar hafi ekki alls fyrir löngu stofnað hvorki meira né minna en 50 milj. marka rannsóknarsjóð, og er sjóðurinn eingöngu ætlaður til rannsókna orlendis, ekki sízt á ýmsum hagnýtum jarðefnum. Munu Þjóðverjar ekki ófúsir til að leggja fram fé úr sjóði þess- um til slíkra rannsókna hér á landi, og mun það mál nú vera i athugun. Síðastliðinn mánudag brast á suðvestan ofsaveður í Haganes- vík. Þakið fauk af gistihúsinu í heilu lagi og hluti af þaki sölu- búðar kaupfélagsins. Símasam- bandslaust var frá því á mánudag þar til í fyrradag, vegna þess að allar langlínur slitnuðu. Að Lundi í Holtshreppi fauk þak af hundrað kinda fjárhúsi og varð bóndinn að koma fénu fyrir á næstu bæjum. Á BjarnargUi fauk járn af þaki íbúðarhússins og einn- ig sextíu til sjötíu hestar af heyi. Á Brúnastöðum og Stór-Holti fauk af íbúðarhúsunum og á Sléttu fauk hey og hluti af fjárhúsþaki. Að Litla-Holti fauk hey en náðist aftur að mestu. Einstök hlýindi hafa verið að undanförnu og er jörð alauð, og er slíkt fátítt um þetta' leyti árs. f gær var suðvestan hvassviðri í Iíaganesvík. SE. T í MIN N, föstudaglnn 18. janúar 1957. Vestan stórviðri gekkyfir alltland í gær og mótt, - kyrrir árdegis Mun snúast í suÖaustan átt og hlýna meÖ kvöldinu Blaðið átti í gærkveldi tal vi* Pál Bergþórsson veður- fræðing um óveður það, sem gekk yfir landið undanfarin dægur og í gær. Sagði hann, að þetta suðvestan hvassviðri væri þá komið um allt land og mundi vart hvessa meira í þetta sinn. Með nóttinni var búizt við, að veðrið snerist í norðvestur og kólnaði þá um leið, en ekki yrði teljandi frost eða snjókoma hér suðyestan lands, en búast mætti við élj- um eða snjókomu norðan lands. Þegar líður á morguninn er bú- iizt við að veður kyrri, en í nótt mun veður á ný snúast í suðaust- ur og hlýna svipað og verið hefir undanfarjð. í gærmorgun komst vindur allt upp í 12—13 vindstig vestan lands, en annars var veðurhæðin mis- jöfn, mjög hvasst á sumum stöð- um, en á stöðum eigi langt frá allmiklu kyrrara. Tveim erlendum fréttaritur- um í Búdapest vísað úr iandi Búdapest, 17. jan. — Tveim fréttariturum í viðbót var vísað úr landi í Búdapest í dag. Er annar þeirra fréttaritari Reuters,, Wiga'U að nafni, en hinn frá þýzku blaði. Fyrir nokkru var fréttaritara blaðsins New York Times vísað úr landi fyrir rangan fréttaflutning. Fréttariturunum tveimur var tilkynnt að þeir yrðu að vera á brott úr landinu fyrir kl. 12 1 kvöld, en þeir kváðu slíkt óframkvæmanlegt og fengu þá frestinn framlengdan til miðnættis á föstudag. Fréttaritararnir voru báðir kvaddir í ungverska utanríkisráðu- neytið í morgun og þar tilkynnti frú Erdely, sem er háttsett í þeirri deild ráðuneytisins, sem sér um erlenda blaðamenn, um brottvísun þeirra. Var hún aðeins gerð munn- lega. Uppþotið við Csepel- verksmiðjurnar. Ástæðan fyrir brottvísun var tal in hegðun þeirra 11. jan. s. 1. er uppþotin urðu við Csepel-stálverk smiðjurnar. Þeir óku þangað ásamt fjórum erlendum fréttariturum, er kunnugt var um uppþotið. Þeim var hleypt í gegnum hring lögreglu mannanna og fylgdust þeir allvel með atburðum. Verkamenn kröfð- ust hærri launa og mótmæltu því að Stalinistar hefðu verið teknir á ný í stjórn verksmiðjunnar. Lög- reglan skaut á verkamennina og voru tveir drepnir, en margir særðir. Minningarathöín um skipstjórann á GoSanesi í NeskanpstaS í gær Frá blaðamanni Tímans, Neskaupstað. í gær var haldin minningarathöfn hér í Neskaupstað um skipstjórann á Goðanesi, Pétur Hafstein Sigurðsson, sem fórst með skipi sínu við Færeyjar. Athöfnin fór fram í Norð- fjarðarkirkju að viðstöddu fjölmenni. Chu En-Lai (Framh. af 1. síðu). burðunum í Ungverjalandi, að hvert sósíalistískt _ríki, sem sneri baki við Sovétríkjunum, mætti vænta þess að lenda í klónum á auðvaldsríkjunum. Þess vegna væri óhjákvæmilegt að öll sósíalist ísk ríki héldu órofa tryggð við Sovétríkin, enda myndi vinátta Kína og Sovétríkjanna vara að eilífu. Búlganin sagði í sinni ræðu, að stefna Eisenhowers við austanvert Miðjarðarhaf sýndi greinilega, að Bandaríkin óskuðu ekki eftir að binda endi á kalda stríðið. Áætlun forsetans væri liður í fjárhagslegri og stjórnmálalegri útþenslu Banda ríkjanna á þessum hjara. Hins veg- ar myndu viðkomandi þjóðir á- byggilega skilja til hvers refirnir væru skornir og haga sér sam- kvæmt því. Góðar togarasöfiir f fyrradag seldi togarinn Pétur Halldórsson afla sinn í Bremer- haven 203 lestir fyrir 105800 mörk. Einnig seldi Egill Skalla- grímsson í Cuxhaven 181 lest^fyrir 110800 mörk. Sléttbakur seldi í Grimsby 2969 kit fyrir 15328 pund í dag seldi ísborg afla í Grimsby 2557 kit fyrir 11509 pund. í dag selur síðasti íslenzki togarinn í Bretlandi í þessum mánuði, er það Gylfi, sem selja mun í Grims- by. — Viðstaddir minningarathöfnina um Pétur heitinn voru áhafnir tveggja togara, hins nýja togara Gerpis og Austfirðings, en marg- ir menn af þessum skipum höfðu verið skipsfélagar Péturs heitins áður fyrr. Erfitt tíðarfar. Togarar afla nú lítið vegna ó- stöðugrar tíðar og hafa margir togarar leitað til hafnar á Aust- fjörðum undan óveðri. — Guðni. m&asm Kvikmyndasýning Germania Á morgun, laugardag, verður kvikmyndasýning í Nýja bíó á vegum félagsins „Germania", og hefst sýningin kl. 2 e. h. Verða þar sýndar tvær fréttamyndir með mörgnm atriðum frá Berlín, en jafnframt verður sýnd sér- stök fræðslumynd þaðan, sem nefnist „Verliebt in Berlin“ (Ást- fanginn í Berlín) og var sú mynd sýnd á síðastl. sumri. Vakti hún þá mikla athygli, svo að ástæða hefir þótt til að sýna hana aftur, enda er Berlín eitt einkennileg- asta fyrirbrigðið í pólitískri sögu Evrópu. — Af fræðslumyndum verða ennfremur sýndar „Wett- erwarte auf der Zugspitze", veð- urstöðin á Zugspitze, hæsta fjalli Þýzkalands, með myndum af hinu undurfagra landslagi Alpa- fjallanna, og loks „Unser taglich Wasser", þar sem vakin er at- hygli manna á því, hvílík nauð- synjavara vatnið er, en því vilja margir gleyma, og hvernig þess er aflað til að fullnægja hinum furðumiklu þöríum stórborg- anna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.