Tíminn - 18.01.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.01.1957, Blaðsíða 7
TÍ MIN N, föstuáaginn. 18. janúar W57. 7 991 >afnið á að sýna þróun íslenzkrar myndlistar“ Ræli vi§ Selmu Jónsdóttur listíræS- ing n® Lislasafn ríkisins, starf fiess S dag og verkefni i framtíSinni í húsi Þjóðminjasafnsins við Melaveg eru margar vist- arverur. Þar er meðal annars heimkynni Lisfasafns ríkis- ins, eina opinbera lisfasafns á landinu og eina staðar, þar sem haagt er að fá dálítið yfirlit yfir ísienzka myndlist. Þar eru líka haldnar sérsýn- ingar öðru hvoru, myndlist frænda ókkar á Norðurlcnd- um hefir verið sýnd þar og margir munu minnast yfir- Mfssýninganna á verkum Jaeirra Kjarvals og Ásgríms, sem haldnar voru í fyrravet- ur. Forstöðu Listasafns ríkisins ann ast Selma Jónsdóttir listfræðingur. Tíminn leitaði á fund hennar nú á dögunum og bað hana segja les- endum nokkuð frá starfsemi safns- ins. — Flestum mun kunnugt að við erum hér í nýlegu húsi, segir frú Selma. Safnið flutti hingað 1951, var opnað 27. ágúst það ár. Þá fyrst eignaðist safnið fastan sama- stað, en áður hafði það verið varð- veitt út um hvippinn og hvappinn, einkum í skólum og opinberum byggingum. Áður fyrr voru sýning ar oft haldnar í Alþingishúsinu, ég á einhvers staðar gamla auglýs- ingu þar sem segir að safnið sé opið og aðgangur kosti tíu aura. En nú hefir safnið sem sagt fengið betri aðstöðu og getur starfað reglulegar — og, þó er því ekki að leyna að samastaður þess get- ur ekki orðið hér til frambúðar. En er annars ekki bezt að byrja á byrjuninni og tala fyrst um upp- haf safnsins? Upphaf og saga — Listasafn ríkisins var stofnað 1884 af Birni Björnssyni sem síðar varð sýslumaður, hann var merki- legur maður á marga lund og á- hugasamur um menningarmál, var t. d. einn af stofnendum Hjemm- ets í Danmörku Og gaf út íslenzkt hlað í Kaupmannahöfn, Heimdall- ur hét það. Hann gaf 38 erlendar myndir til safnsins en hinar fyrstu þeirra hárust hingað 1885 og eru þær því upphaf safnsins. Nr. 1 er mynd eftir Theodor Kloss, Geitá .heitir hún. Fyrsta íslenzka mynd- in, sem safnið eignaðist, er Áning eftir Þórarin B. Þorláksson, nokkr ir Reykvíkingar gáfu safninu hana árið 1910. Fyrsta íslenzka myndin, sem safnið keypti, er vatnslita- mynd eftir Ásgrím Jónsson, keypt árið 1915. — Hvernig hefir safnið verið aukið síðan? — Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður hafði forstöðu safns- ins á hendi frá upphafi, og annað- ist öll myndakaup fram til 1927 að Menntamálaráð tók við þeim. Matthías vann mikið og gott starf fyrir safnið, en hann sá um það þar til ég tók við haustið 1950. Myndir hafa verið keyptar til safns ins eftir flesta eða alla íslenzka myndlistarmenn, enda á opinbert listasafn að gefa yfirlit yfir þróun myndlistar í landinu og þarf því að eiga verk sem flestra lista- manna. Annað mál er það, að velja þyrfti verk hvers einstaks lista- manns þannig að þau gefi rétta mynd af listferli hans og bróun en ég er hrædd um að þessa sjónar- miðs hafi ekki gætt sem skykli. Nú í seinni tíð hefir verið kapp- kostað að afla til safnsins mynda frumherjanna í íslenzkri nútíma- Sltip á Skagaströr.d eftir Snorra Arinbjarnar Verk á safsiimi Nú sýnir frú Selma mér geysi haglega spjaldskrá, sem hún hefir gert yfir allar myndir á safninu. Þar er greint frá aldri myndanna og gerð og sögu þeirra og fylgir Ijósmynd af þeim að auki, því að til eru Ijósmyndafilmur yfir allt safnið. Hér á skrifstofunni er einn ig mikið safn af úrklippum úr ís- lenzkum blöðum, þar á að safna öllu því saman, sem ritað hefir verið um myndlist í íslenzk blöð og u'marit. — Þetta er mitt stóra stolt, seg- ir hún, spjaldskráin og úrklippu- safnið. Hér getur með tímanum orðið mikill fróðleikur saman kom inn um íslenzka myndlist og jafn- framt um viðhorfin gagnvart henni á ýmsum tímum. En enn á það langt í land að lokið sé að safna skrifum úr öllum blöðum, þótt ég reyni að vinna að því eins og tími vinnst til. Ég reyni líka að ná því saman, sem ritað er um íslenzka myndlist erlendis en það gengur náttúrlega misjafnlega. Safnið og framtíí |>ess — Viljið þér nú ekki segja mér eitthvað af daglegum rekstri safns ins? — Daglegur rekstur er í sjálfu sér sá að við höfum opið hér. En húsakynnin eru bröng og þess eng inn kostur að hafa allar myndir efi.ii- Ksniposition Benedikt Gmxnarsson : 'ííjjSsi Móðir listamannsins eftir Sigurjón Ólafsson. myndlist, Þórarins B. Þorlákssonar og Ásgríms Jónssonar og fleiri, en alltaf er keypt allmikið af myndum yngri og eldri lista- manna. Nú eru númer í safninu orðin 1056, það eru málverk, vatns litamyndir og hvers konar grafík, en höggmyndir eru ekki taldar með. Eins og ég sagði áðan kom ég að safninu haustið 1950. Þá var strax tekið til við að safna mynd- unum saman og safnið síðan flutt hingað og sett upp en áður hafði verið sýnd hér stóra ísl. sýning- in, sem fór til Osló haustið 1950. Við höfum opið hér fjóra daga í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og lugardaga kl. 1—3 og sunnudaga 1. 1-—4 og það má segja að að- ókn sé góð. Hér er t. d. ársskýrsl- n 1955, þá voru saíngestir 7778 og var þó safnið ekki opið nema fram í september. — Hvað um erlendar myndir á safninu? -— Það, sem til er af erlendum myndum er aðallega gjafir, því að sáraiítið hefir verið keypt af þeim. En ýmsir hafa gefið safninu rausn arlega, þar m. t. d. nefna Louis Foght, danskan mann, sem gaf safninu 35 myndir, olíumálverk og graíík og Ragnar Maltzau, sem gaf mikið af norskri grafík. Fyrst við tölum um gjafir er og skylt. aB..gala7~ggSS,' áð ýmsir ís- lenzkir menn íiafa sýnt safninu rausn, t. d. Markús ívarsson, sem arfleiddi safnið aö málverkasafni LÍZ'ill. Ég sé í' skránni að elztu mynd- irnar í safninu eru málaðar skömmu fyrir aldamót og spyr því: — Er ekki eitthvað til af mynd- um frá fyrri öldum? Hvar eru þær varðveittar? — Listasafnið tekur í rauninni aðeins yfir nútímamyndlist. Til skamms tíma var talið, að íslenzk myndlist hæfist ,ekki fyrr en um aldamótin síðustu en nú er að vísu búið að sanna að svo er ekki, ís- lenzk myndlist á sér miklu lengri sögu að baki. En um aldamótin verður sú mikla breyting á að lista mennirnir fara út í náttúruna til að vinna, það hafði aldrei gerzt áður hér á landi og þá má segja að nútímamyndlist hefjist hér. í Listasafninu eru varðveitt verk málaranna síðan þessi breyting verður, frá og með Þórarni Þor- lákssyni. Það, sem til er af eldri myndlist, er geymt í Þjóðminja- safni og eru það vissulega mörg góð verk. Komposition eftir Gerði Helgadóttur safnsins til sýnis í einu, enda verð um við að hengja myndirnar þann ig að hver og ein þeirra fái notið sín sem bezt. Þess vegna er alltaf skipt um myndir öðru hvoru og nýjar myndir hengdar upp, ég held þetta sé gert tiltölulega oft. Þeir Þorvaldur Skúlason og Gunn- laugur Seheving hafa oftast unn- ið við það með mér að hengja upp safnið. Annar þáttur í starfi safnsins eru sýningarnar, sem hér eru haldnar öðru hvoru og að sjálf- (Framhald á 8. síðu). Á víðavangi Engin tilviljun Það var engm tilviljun, að Mbl. lét þýða greinina úr American Mercury eftir Maccarthyistann Rockwell og birti hana svo í heilu lagi. Ef einhver hefir hald- ið að þar hafi einhver misgán- ingur verið á ferð, þá tekur að- alritstjóri blaðsins allan efa af í því efni í blaði sínu í gær. Hann segir, að Roekwell þessi hafi verið hér „.... um árabil í innsta hring yfirmanna á Kefla- víkurflugvelli og sótti að stað- aldri „sendiráðsveizlur“.. Hann átti því flestum fremur kost á að fylgjast með þessum mál- um....“, segir Bjarni. Lesend- um er seni sagt enn ætlað að trúa því, að það sem Rockwell hélt fram í greininni sé ekki að- eins „athyglisverð hugleiðing“ og „líkleg til að fara víða og móta skoðanir margra“, eins og Mbl. sagði í upphafi, heldur séu ummælin sjálf, sem mesta furðu vöktu hér, beinlínis á rökum reist. Birting greinarinnar er því svo sannarlega engin tilvilj- un heldur þrauthugsuð ráðagerð. Hvað sagði hann? Hvað er það svo, sem Rock- well þessi „átti flestum fremur kost á að fylgjast með“ að sögn MbL? Nægir að rifja upp nokk- ur atriði ur þýðingu Morgun- blaðsins 12. jan.: „.... sendi- menn okkar eigin utanríkisráðu- neytis áttu ekki lítinu þátt í þessari furðulegu eyðileggingu á harðgerðri þjóð.... Og samt sendum við til íslands sem full- trúa okkar þá lélegustu menn, sem hægt er að ímynda sér.... Opinber vörn með sósíalisma og fanatísk vörn gegn ógrímuklædd um kommúnisma í Bandaríkjun- um eru svo augljós að engum íslendingi getur dottið í hug annað en við séum sósíalistar og kommúnistar að öllu leyti nema að nafninu íil.... töluverður hluti af forustumönnum í sendi- ráðinu og hernum var þeirrar skoðunar, að Bandaríkin væru land ómenntaðs jazzunnenda- skríls, sem væri kúgaður af of- sóknaræði.... Töluvert þurfti til að skara fram úr í drykkju- skap í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík.... “ o. s. frv. Þetta er sem sagt, að sögn Mbl. í gær, allt byggt á beztu heim- iljdum, maðurinn „átti flestum fremur kost á að fylgjast með þessum málum.“ Mbl. stendur því enn fast með Rockwell og skoðunum hans og telur ástæðu- laust að draga í efa sannleiks- gildi þeirra. Morgunn í Laugarda! eftir Þórarinn B. Þorláksson. Miklir menn á íslandi f grein Rockwells er fleira, sem fellur Mbl. vel í geð þessa stundina. Þar. stendur t. d. þetta: „... .Á íslandi eru miklir menn, — sterkir, hugrakkir menn, sem geta leitt þjóðina út úr ringulreið sósíalismans“. Hverjir skyldu það nú vera? Áð- ur var það nefnt í greininni að íslenzku stjórnmálaflokkarnir væru allir afleitir og bólgnir af kommúnisma; einn væri þó lang skárstur og „minnst til vinstri“, Sjálfstæðisflokkurinn. Menn þurfa ekki fleiri tilvitnanir til þess að skilja, hvað býr undir birtingu þessarar greinar í Mbl. og samstöðu Mbl. og maccarthy* istans. Mbl.menn vorn fljótir að átta sig á því, hverjir þeir eru hinir „miklu menn“ og „hug- rökku“, sem geta frelsað þjóð- ina. Þeir vildu því að skoðuu aðstandenda „The American Mercury” á því yrði heyrin kunn á íslandi eftir að það var þeg- ar lýðum ljóst, að ófrægingar- stríðið var farið út um þúfur og stjórnarvöld Bandaríkjanna höfðu ekkert gert með ófræging arskeytin. Eftir þá opinbcrun tíl- kynnti Bjarni: „Ef að Banda- ríkjamönnum er vegið í grein- inni (eftir Rockwell), hverjum geta þeir þá um kennt nema sjálfum sér?“ Honum finnst út- koman ekki nema mátuleg. En það var annað hljóð í strokknum í sumar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.