Tíminn - 18.01.1957, Page 8
8
T í M I N N, föstudaginn 18. janúar 1957,
85 ára:
Karl Einarsson, fyrrv. bæjarfógeti
Það þykir ræktarsemi og viður-'
kenning að minnast manna á af-
mælum er mörg starfsár eru að
baki. Enda er menningarsagan
meira og minna persónusaga.
Karl Einarsson er fæddur 18.
janúar 1872 að Miðhúsum, Eiða-
þinghá, SuðurMúlasýslu, sonur
Einars Einarssonar, bónda þar og
konu hans, Pálínu Vigfúsdóttur.
Karl er í hópi vormanna alda-
mótakynslóðar, er braut ísinn og
varðaði veg íslenzkrar þjóðai- til
þeirrar hagsældar, sem hún nú býr
við. Og hann bar gæfu til að íaka
virkan þátt í því umbótastarfi. i
Stúdent varð hann frá Latínu-
skóla Reykjavíkur 1895. Nam lög
við Hafnarháskóla og lauk embætt
isprófi í þeirri grein 1903. Hug-
sjónir voru þá hátt á baugi meðal
íslenzkra Hafnarstúdenta á þeim
árum. Fyrirheit mikilla viðburða
og stoltra áforma svifu yfir vötn-
unum, eins og löngum tíðkaðist í
þeirri sveit. Enda voru þá í hópn-
um fjöldi góðra manna, sem alíir
mörkuðu allmjög gang íslandssögu
á sinni tíð. Frelsisbarátta þjóðar-
innar var á dagskrá. Höfðu þá
náðst merkir áfangar til sjálfstæð-
is. Gaf það byr í segl. Viðhorf til
þess máls hlaut að marka lífsskoð-
un og störf ungra menntamanna.
Karl skipaði sér í flokk þeirra, er
töldu farsælast að gera ætíð ýtar-
legustu kröfur í baráttunni, og
var því trúr ávallt síðan.
Hann gerðist aðstoðarmaður í
stjórnarráði 1905 eftir að hafa ver-
ið settur sýslumaður á tveim stöð-
um. Árið 1909 verður hann sýslu-
maður í Vestmannaeyjum og síðar
bæjarfógeti. Gegndi hann þeim
embættum alls í 15 ár. Þar beið
hans mikið ætlunarverk um skeið.
Eyjabúar hafa ætíð sýnt atorlcu í
sjósókn og dregið björg í bú meir
en tíðkazt í öðrum héruðum lands-
ins. Atvinnuhættir þeirra fóru nú
smám saman að breytast. Framá-
menn atvinnumála beita sér fyrir
vélvæðingu flotans. Mótorbátum
fjölgar óðum. En betur má, ef
duga skal. Það vantar höfn. Um-
bótamenn höfðu lengi alið þá von
að bæta höfnina að gagni. Hún gat
ekki rætzt án hjálpar fjárveitinga-
valds landsins. Karl varð þingmað-
ur Vestmannaeyja 1913 og var þar
þingmaður næstu 10 árin. Það
kom í hans hlut að bera hafnar-
mál Eyjanna fram á þingi. Þar
voru daufar undirtektir í fyrstu.
Þótti það nýlunda og jafnvel fárán
leg fjarstæða, að bera fram beiðni
um framlag í slíkt fyrirtæki, sem
væri bæði mjög fjárfrekt og að
því er virtist algerlega vonlaust,
að gera höfn svo að segja fyrir
opnu Atlantshafi. Þá hafði ekki áð
ur verið lagt í meiriháttar hafnar-
mannvirki hér á landi, nema höfn-
ina í Reykjavík. En þar var ólíku |
saman að jafna, Sundunum við
Seltjarnarnes eða regin víðáttu út-
hafsins við Eyjar.
Þungur var róður að fá fylgi
þingmanna með þessu máii. Samt
heppnaðist það svo, að byrjað var
á hafnargerð og lokið að mestu við
hafnargarða. En málið var þar
með ekki komið í höfn. Innan
skamms brimaði. Mikill hluti garð
anna brotnaði og þurrkaðist burt.
Þar með virtust allar hrakspár
rætast. En ekki dugði, að leggja
árar í bát. Þingmaðurinn guggnaði
ekki. Og flutti nú málið á ný við
löggjafa og landsstjórn með festu
og þrotlausri seiglu, þrátt fyrir
vantrú og vonleysi þeirra, er til
þurfti að sækja. Var málið nú mun
torsóttara en fyrr. Eikin fellur
vart við fyrsta högg. Framvinda
málsins varð sú, að nýir garðar
voru reistir á rústum þeirra
horfnu. Og þegar Karl hvarf frá
Eyjum höfðu þeir staðizt þolraun-
ina, er sannaði að þeir mundu þola
fangbrögð haföldu. Nokkuð flýtti
framkvæmdum, aðg fyrir tilhlutan
Karls lagði danskur verktaki, Mon-
berg, fram fé í þetta verk áður en
aðild ríkissjóðs lá fyrir.
Karl kom mikið við sögu ann-
ars stórmáls þeirra Eyjabúa. Það
var björgunarmálið. Enginn ein-
staklingur hefir lagt af mörkum
happasælla starf í þágu þess mál-
efnis en hann, þótt margir ágætir
Elin Stephensen og Karl Einarsson. Myndirnar eru teknar um 190á.
menn hafi þar lagt hönd á plóg.'
Sá, er þessar línur ritar, var þá
starfsmaður bæjarfógetaembættis-
ins þarna og hafði því góða að-
stöðu til að fylgjast með hvað gerð
ist. Björgunarmálið var hjartans-
mál eyjaskeggja. Karl boðaði íil
fyrsta fundarins, er leiddi til stofn
unar Björgunarfélags Vestmanna-
eyja og var síðan leiðtogi þess
fyrstu brautryðjandi starfsár fé-
lagsins meðan hans naut við í
Eyjum. Aldrei varð vart vantrúar
né afturhvarfs hjá honum i því
máli. Hann naut með Vestmanna-
eyingum hins stolta auknabliks. 26.
marz 1920, er björgunarskipið Þór
kom t'l hafnar í fyrsta sinn. Eng-
inn, sem þá var í Eyjum, mun
gleyma þeirri stund. Þó var ekki
blásið í básúnur, né hóað til veizlu
fagnaðar. Það var miklu frekar
hljóð stund, eins og oft er, þegar
miklir hlutir gerast. Fólkið var
frá sér numið. Það hafði ekki
mörg orð, en það var eitthvað í
látæði þess, og það hafði það blik
í augum, er þeim einum hlotnast,
sem vita, að þeir hafa náð göfug-
um sigri. Allir höfðu lagt rausnar-
legan skerf til kaupa skipsins,
margir af litlum efnum. Skipið
þeirra lá nú albúið á höfninni. Það
átti að vaka yfir lífi og eignum
þeirra á gjöfulum en hættulegum
miðum. Áhöfn skipsins var líka
frábær. Þar var skipstjóri .Tóhann
P. Jónsson, þá nýbrautskráður úr
sjóliðsforingjaskóla í Danmörku,
síðar skipherra og stýrimennirnir
Friðrik V. Ólafsson, skipherra og
skólastjóri og Einar Einarsson,
skipherra. Allir áttu þeir eftir að
gera garðinn frægan og lyfta sjó-
mannastétt landsins á nýtt og veg
legt svið. Aldrei hafði skip lagt
úr höfn með fríðari sveit um borð,
Enda fylgdi skipi þessu mikii gæfa
frá fyrstu til hinztu stundar hér
við land.
í fyrstu var skipið þó vegalaust
að því er snertir rekstrarfé. Fá
mennt bæjarfélag var ekki megn-
ugt að sjá því farborða. Bæjar-
stjórn kaupstaðarins undir forystu
oddvita síns, Karls Einarssonar,
ákvað að hækka útsvör bæjarbúa
um allt að því helming vegna skips
ins. Þar með setti þetta bæjarfélag
met í björgunarhjálp, og mun því
sennilega aldrei verða hrundið.
Landsstjórn og löggjafar voru mál-
inu hlynntir upp að vissu marki
og veittu nokkurn styrk. Allt þetta
nægði samt ekki.
Brátt kom í Ijós, að þörf væri
skipsins víðar en við björgun og
var því bráðlega falin landheigis-
gæzla að nokkru leyti. Og var liarð
sótt að fá því íramgengt.
Karl Einarsson var fyrstur
manna, er hreyfði opinberlega að
sameina björgunareftirlit og land-
helgisvörzlu, sem þá var í höndum
Dana. Þetta var mikið nýmæli í
sölum alþingis. Og það varð hlut-
verk Karls að kaldhamra það mál
á hinum háa stað. En góð mál fá
framgang um síðir. Þór varð fyrsta
varðskip íslendinga og hafði einn-
ig.það hlutverk að annast björgun.
Karl lagði góðan skerf til
margra fleiri merkra mála á al-
þingi þessi ár. Hann átti hlut að
afgreiðslu fullveldislaganna 1918
Og mannúðarmál áttu vísan stuðn-
ingsmann, þar sem hann var. Kom
það einnig greinilega fram í emb-
ættisfærslu hans, að hann gætti
vel réttar þess minnimáttar. Það
var t. d. aitalað, að mjög erfitt
væri að fá hann til að kveða upp
úrskurð, er heimilaði fátækra-
flutning þurfamanná. Lög um það
efni voru í gildi í embættistíð
hans. Og hann átti nokkurn hlut
að, er þau ákvæði voru numin úr
lögum. Hann virðist hafa haft
skapferli til að verða alþýðuleið-
togi, en hann tók þann kost að
hætta að ganga opinberiega fram
fyrir skjöldu í þjóðmálum, þegar
hann hvarf frá störfum í Eyjum.
Það varð líka þannig með marga
gömlu sjálfstæðismennina, að lík-
ast var og þeir einhvern veginn
bæru ekki sitt barr eftir 1918.
Listasaínið
(Framhald af 7. síðu.)
sögðu vekja þær mesta athygli og
aðsókn almennings. Haustið 1950
var sýningin, sem síðar fór til
Osló þannig sýnd hér í húsakynn-
um safnsins, í ágúst 1952 var yfir-
litssýning á verkum Jóns Stefáns-
sonar, haustið 1954 var hér norsk
myndlistarsýning, haustið 1955 yf-
irlitssýning á verkum Kjarvals og
í ársbyrjun 1956 á verkum Ás-
gríms en í vor sem leið dönsk
myndlistarsýning í tilefni af komu
konungshjónanna dönsku. Þessi
sýningarstarfsemi hefir hlotið
mjög góðar undirtektir og verður
væntanlega haldið áfram.
— Nú má kannske spyrja:
Hvert álítið þé'r meginhlutverk
safns á borð við þetta?
— Það er fyrst og fremst að
gefa góða heildarmynd af þróun
íslenzkrar myndlistar og jafnframt
þróun hinna helztu listamanna
eins og ég drap á áðan. En jafn-
framt getur safnið haft marghátt-
uðu hlutverki að gegna sem
fræðslustofnun um myndlist bæði
með sérsýningum, fyrirlestrum og
margháttaðri starfsemi annarri.
En til þess þyrfti safnið bæði að
hafa betri húsakynni og rýmri
fjárráð en nú er.
— Og mesta nauðsynjamál safns
ins nú í dag er þá að bót verði
ráðin á þessu tvennu?
— Já, tvímælalaust. Það er óhjá
kvæmilegt að safnið eignist sitt
eigið hús með timanum og þá væri
hægt að gera margt, sem maður
lætur sér nægja að dreyma um
eins og sakir standa. Það er t.d.
æskilegt að hafa safn bóka og tíma
rita um listir í samb. við Listasafn
ið, geta sýnt kvikmyndir um list
og haldið uppi fræðsiu fyrir al-
menning, fengið hingað verk er-
lendra listamanna og sýnt verk
einstakra íslenzkra listamanna án
þess að þurfa að loka safninu
sjálfu á meðan.
Ég er sannfærð um að þróunin
stefnir í þessa átt. Það er mikill
áhugi á myndlist meðal almenn-
ings og til að safnið geti svalað
þessum áhuga, þarf það að búa
við mun betri skilyrði en nú er.
Hið nýja safnhús rís að vísu
hvorki í dag eða á morgun en ein-
hvern tíma kemur að því og þá
er betra að það verði heldur fyrr
en síðar. — Jó.
Þingfylgi sitt hafði hann að veru-
legu leyti úr hópi þeirra, er voru
miðurmegandi efnahagslega. Og
gæti margur hugsað að það hafi
gert embættismanninum erfitt um
vik.
Árið 1930 gerðist hann endur-
skoðandi í stjórnarráðinu og hefir
unnið við þau störf allt til þessa
dags.
Karl var giftur ágætri konu,
Elínu Jónasdóttur Stephensen
póstmeistara frá Seyðisfirði.
Reyndist hún manni sínum hollur
förunautur og bezt þegar mest á
reyndi og eitthvað ábjátaði. Hún
lézt 1942. Þau Karl og Elín eign-
uðust 4 börn, er upp komust, Jón-
as, Stefán, Pálínu og Önnu. Anna
andaðist 1944. Hún var íorstöðu-
kona hárgreiðslustofu hér í bæ.
Hin systkinin eru öll gift og bú-
sett hér. Karl er enn hress og fær
og nýtur hvíldar og öryggis á
heimili dóttur sinnar, Pálínu og
tengdasonar, Kjartans Norðdahls,
símaverkstjóra.
Um leið og ég með línum þess-
um hefi leitazt við að bregða upp
örfáum svipmyndum úr ævi af-
mælisbarnsins Karls Einarssonar,
vil ég óska honum langra lífdaga
og alls þess, er má verða honum
íil velfarnaðar.
Jón Kristgeirsson.
ii r-fi ‘fr-r-^-v-ifrTv m v •<■
Sjópróf
(Framhald af 4. sfðu.)
ast út um bakborðsdyrnar heldur
en gluggana eða stjórnborðsdyrn-
ar. Náði vitnið nú taki með hægri
hendi á karminum á aftasta glugg
anum næst dyrunum bakborðsmeg-
in og með vinstri hendi í dyrakarm
inn. Var nú straumurinn inn í
brúna svo mikill, að fyllti út í
dyrnar. Tókst vitninu þó að stinga
höfðinu í strauminn og koma hægri
fæti út fyrir dyrnar og upp á brú-
arvænginn. Einhvern veginn tókst
honum að koma höfðinu út fyrir
dyrnar og efri hluta líkamans, þann
ig að meðan straumurinn var inn
í stýrishúsið sogaðist neðri hluti
líkamans inn í stýrishúsið. Straum
urinn fór nú að minnka og þegar
jafnvægi hafði náðst fannst vitn-
inu hann sjá Ijósglætu fyrir ofan
sig og byrjaði að synda upp, en
vitnið var í björgunarvesti og barst
all hratt upp og skaut allvel upp
úr í gegnum þykkt olíulag. Sá vitn
ið til að byrja með ekki neitt.
Næst kom alda og kastaði vitninu
til í sjónum og lenti hann á braki
án þess þó að meiða sig. Þá synti
ann af stað í átt til ijósa, sem hann
sá á björgunarskipum. Var þarna
brak allt í kringum vitnið. en hann
kallaði nöfn nokkurra skipsfélaga
sinna, en hvorki sá til þeirra né
heyrði. Synti hann nú áfram en
bóman á formastri flaksins kom
upp úr sjónum tvo til þrjá metra
frá vitninu, breytti hann um stefnu
til að komast fram hjá henni, en
þá reið yfir ólag og henti honum
frá bómunni. Því næst tók vitnið
aftur stefnu á ljós björgunarskip-
anna, þræddi fyrir brak á sjónum
og komst svo nálægt að hann
greindi skipsskrokkinn þrátt fyr-
ir bjarmann af kastljósunum og
heyrði mál manna á skipinu, sem
reyndist vera Hrókur. Sá hann nú
trillubát leggja af stað frá Hrók
og koma í áttina til hans. Var
hann nú tekinn um borð í trillu-
bátinn. Var nú m. a. eftir beiðni
vitnisins, bátnum haldið áfram til
að leita að fleiri mönnum. Fundu
þeir fyrst Finnboga Finnbogason,
var hann í björgunarvesti og var
kominn út úr brakinu og synti bak-
sund. Drógu þeir hann upp í bát
inn. Næst fundu þeir Guðmund
Sigurðss., sem var á reki innan um
brakið. Var hann tekinn um borð
í bátinn.Sigldi báturinn enn í góða
stund innan um brakið í leit að
fleiri mönnum, en fundu ekki. Síð
an var haldið að læknabátnum
Thorshavn. Vitnið var lítið þrekað
ur eftir volkið.
Erlent yfirlit
(Framhald af 6. síðu).
verja í Peenemunde voru eyðilagð
ar í loftárás, en það tafði mjög
flugskeytagerð Þjóðverja. Síðar
stjórnaði hann baráttu gegn flug-
skeytum og þótti reynast vel í
því starfi, þót hann tilkynnti helst
til fljótt, að verið væri að vínna
bug á þeim. Hann féll í þingkosn
ingum 1945, en hann hafði þá
gegnt embætti verkamálaráðherra
í nokkra mánuði. Hann var aftur
kosinn á þing 1950. Þegar Churc-
hill myndaði stjórn 1951, varð
Sandys birgðamálaráðherra og
fékk m. a. það hlutverk að hafa
forustu um afnám þjóðnýtingar á
járn- og stáliðnaðinum. Fyrir
tveimur árum tók hann við af
Macmillan sem heilbrigðismálaráð
herra. Hann hefir þótt standa sig
vel í því starfi og hefir það því
mælst vel fyrir, að Macmillan hef
ir nú hækkað hann í tign og gert
hann að varnarmálaráðherra.
Það háði Sandys úm skeið að
menn töldu hann eiga frama^inn
að þakka tengdum við Churchill.
Hann hefir hins vegar sýnt, að
hann er ötull starfsmaður, er vinn
ur verk sín af mikilli skyldu-
rækni. Hann er sagður manna lát
lausastur í framgöngu og vinnur
sér með því traust og vináttu sam
starfsmanna sinna. i
EITT ER sagt sameiginlegt
um alla þessa þremenninga. Þeir
eru eindregnir fylgismenn þess,
að Bretland auki mjög efnahags-
lega samvinnu við önnur ríki
Vestur-Evrópu. Einkum hefir
Sandys mjög látið samvinnu Evr-
ópuríkjanna til sín taka.
Enn má nefna tvo af yngri leið
togum íhaldsflokksins, sem til-
nefndir hafa verið sem forsætis-
ráðherraefni. Það eru Alan Lenn-
ox-Boyd, sem hefir getið sér gott
orð sem nýlendumálaráðherra, og
Hailsham lávarður, sem er nú
menntamálaráðherra. Sennilega
verður þó aðalstignin óyfirstígan-
legur þröskuldur í vegi Hailshams.
Áður en hann erfði iávarðstign-
ina, átti hann s^eti í neðri deild
inni undir nafnínu Quintin-Hogg
og lét þá mikið til sín taka. Hann
reyndi mikið til að afsala sér lá-
varðstigninni, en það reyndist úti
lokað.
Að sjálfsögðu getur svo vel far-
ið, að enginn þessara manna verði
forsætisráðherra, þótt íhaldsflokk-
urinn verði við stjórn í framtíð-
inni. Fyrir fimm árum var ekki
farið að minnast á Macmillan sem
forsætisráðherraefni. Rás atburð-
anna getur aftur skotið upp nýj-
um manni, sem skákar þeim, er
nú þykja vænlegastir til frama.
Þ. Þ. 1
Aðalfundur 1
(Framhald af 5. síðu).
afmæli sitt á Þingvöllum í sumar
er ætlun félagsins að vinna að því
að æskufólk komi þar fram allfjöl
mennt undir merkjum félagsins,
en vöntun á fullgerðum íþrótta-
velli mun að sjálfsögðu gera fé-
laginu erfitt fyrir að koma fram
með fjölmenna íþróttaflokka aðra
en glímuflokkinn, en félagið he£
ir fengið nýja starfskrafta til að
vinna að þessum málum.
Áhugi félagsmanna spáir góðu
um framtíðina.
'.V.V.V.V.V.V.V.V.-.-.v.-rt
v.v.v.v.v.v.
.*
I ■ ■
Hjartanlega þakka ég öllum, sem með heimsóknum,
\ góðum gjöfum og vinarkveðjum glöddu mig á sextugs
í aímæli mínu þann 18. des. s. 1.
.■ wpmmzm*’-- ■___ ..
■í Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Hólm Ágústsson,
Krossi, Skarðströnd.
iV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.VA
i