Tíminn - 08.02.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.02.1957, Blaðsíða 5
TÍMIJN'N, fostudagitMi 8. febrúár' 1957. Pilnik í essirnt sínu RITSTJORI: FRIÐRIK OLAFSSON Góðkunningi okkar íslenzkra skákmanna, Pilnik, er nú kominn til íslands einu sinni enn og hyggst dveljast hér um stundar- sakir. Hann tekur þátt í Reykja- víkurmótinu, sem jafnframt er til- einkað okkar trausta skjaldarbera j Pggerti Gilfer, í tilefni 65 ára af-j mælis hans. Á síðustu mánuðum hefir Pil- nik tekið þátt í fjölda skákmóta, svo sem Kandidata-mótinu í Hol- landi, stórmóti í Prag, jólaskák-i móti í París og hinu árlega Bew-^ ervijk-móti í Hollandi. Jólaskákmótið í París vann hann, ■ fyrir ofan Chilemanninn Letelier, ísraelsmÁnninn Persitz og Frakk- ann ScHéfbakóv (landflótta Rússi). Ég hitíi Éilnik að máli nú á dög-| unum og lét hann mér þá í té eft- irfarandi skák, sem hann telur eina þá beztu, sem hann hefir! lengi teflt. Ög satt er það, skákin; er snaggaralega tefld og einkenn- andi fyrir Pilnik, þegar hann er í essinu sínu. En hér kemur svo skákin, og ég vona að þ>ð séuð á sama máli, les- endur góðir. Hv.: H. Pilnik. Sv,: Jauregui, Chile Teflt í jóláskákmótinu í París 1956 I 1. d4—d5. 2. Rf3 (Pilnik teflir byrjunina rólega að vanda). 1 2. —KfG. 3. c4—dxc (Þegið, drottningarbragð). , 4. e3—g6, (Hugmyndin að baki þessa leiks er tiltölulega ný og ^ upphaflega komin frá Smyslov. i Hann leiðir byrjunina inn í af-j brigði af Griinfelds-vörn, sem er að mörgiu leýti erfitt viðureignar fyrir hvítan, eins og reynslan hef- ir þegar sýnt. Pilnik hefir sínar eigin skoðanir um afbrigði þetta og það er fróðlegt að sjá, hvernig: hann bregzt við því). 4. Bxc4—Bg7. 5. 0 -0—0-0. 6. h3(!) (Hér byriar Pilnik að fara sínar eigin leiðir. Síðasti leikur hans er að sjálfsögðu leikinn í því augnamiði að hindra B—g4, það sjá allir. En hví er svo þýðingar- mikið að hindra B—g4, spyrjum j við; látum svartan bara leika því, I við svörum með h2—h3 og svart-! ur verður- að hörfa með biskup sinn eða láta hann í skiptum fvrir riddarann- á f3? Nei, svo einfaltI er málið ekki, lesendur góðir, vi.ð verðum að skyggnast dýpra í stöð-' una. Athugum hið venjulega áfram hald í stað 6. h3: 6. Rc3—Rfd7 (Þetta er hinn typiski Smvslov- leikur. Hann eykur áhrifavald bísk1 upsins á g7 og lætur kóngsriddar-j ann koma kollega sínum á drottn-' ingarvængi'itd] hiáloar). 7. De2— Rb6. 8. *Bb3—Rc6. 9. Hdl—a5. 10. a3—a4. 11. Ba2—Bd7 og hvítur á erfitt um vik, t. d. 12. e4—Bg4 og d4-peðið verður hvítum stöðugt á- hyggjuefni. Nú verður tilgarsur Pilniks með h3-leiknum augljós, hann vill hindra B—g4 í eitt skipti fyrir öll til að geta síðan snúið sér áhyggjulaus að eigin áætlunum). 6. —Rfd7. 7. De2—e-5 (Svartur gefst upp á því að halda R—b8- kerfinu til streitu, Pilnik hafði líka skemmtilega leið í huga, hefði andsíæðingur hans farið út í þá sálmá: 7. —Rb6. Bb3—Re6. 9. Bd2— (Til að hindra R—a5). 9. —a5r 10. Ra3. Hann kemur mönn- um 'sínum á framfæri sem skjót- ast, en hugsar lítt um að leika e3 —e4^ sem annars er eitt aðalmark- mið ihvíts í þessari byrjun. Þó er örðuj*t að sjá, hvort staða hans er nokkjuð að ráði betri eftir 10. —a4. 11. Bc2—Rd5). 8. dxe (Að öllum líkindum bezt. T. d. 9. Hdl er einfaldlega svarað með—exd. 10. Rxd4—c6 og svarta staðan er traust. Svartur undirbýr D—e7 og R—e5). 8. —Rxe5. 9. RxR—BxR. 10. Rd2. (Hyggst koma riddaranum til f3 með leikvinningi. Sóknartil- raunir með f4 og síðan e4 væri fullgalgopalegt svo snemma á stigi málsins). I 10. —Bg7 (Svartur hugsar senr svo: „Þessum leik verð ég að leika fyrr eða síðar, hví ekki að leika honum strax?“ „Já, því ekki?“) j 11. Rf3—c5 (11. —c3 hefði ver- ið öllu varlegra. Nú fær hvítur1 hins vegar sterka aðstöðu á d5-. reitnum). 12. e4—Rc6. 13. Hdl—Dc7 (d4- reiturinn er ekki eins aðgengileg-j ur fyrir svarta riddarann eins og; í fyrstu mætti virðast. 13. —Rd4. j 14. RxR—cxR. 15. e5 og d4-peðiði svarta varla lengi. Jafnframt er, 13. —De7 svarað með 14. Bg5 og! svarta drottningin neyðist til aði fara til c7). 14. Be3—g6. 15. Iíd2— (Við sjá- um að hvítur hefir orðið heldur! fyrri til að koma mönnum sínum á framfæri og velja þeim hentuga reiti. Næst reynir hann því að færa sér hina opnu d-línu í nyt, enda þótt gróðinn af því virðist fremur lítill við fyrstu sýn. En við skulum sjá, hverju fram vindur). 15. —Bb7(?) (Þessi leikur er ekki tímabær hér. Hvíti biskup- inn á c4 er alltof hættulegur mað- ur til að vera látinn óáreittur á sínum stað. Aðkallandi var 15. —Ra5! 16. Bd5—Bb7, og staðan er um það bil jöfn. Nú fer hins vegar að halla undan fæti fyrir- svörtum, enda gefur Pilnik engin grið, heldur notar hvert tækifæri, sem gefst). 16. Hadl—HadS (Bezt úr því,1 sem komið var. Það merkilega er aftur á móti, að þessi staða hróks- ins á d8 er einmitt kjarninn í leik- fléttu hvíts). 17. Bd5— (hafi svartur nú hald- ið sig geta boðið biskupakaup með 17. —Rb4, þá varð honum hrapa- lega af von sinni. Svarið er 18. Bxf7f—Kxf7. 19. Dc4f—Ke7. 20. Rg5 og hvítur vinnur. Eftir 17. —Ra5 fær hvítur hins vegar sterkt frípeð, 18. Rg5!—BxB. 19. exB— Rb7. 20. d6!—Dc6 (20. —Hxd6. 21. HxH—RxH. 22. Bf4—Hd8. 23. HxR—HxH. 24. De8f—Bf8. 25. BxdG—Dxd6. 27. Dxf7t og mátar í næsta leik. 21. d7 og svartur er illa beygður). 17. —Hd7 (Ráðgerlr —Rb4 í næsta leik, en nú er það bara of seint. 17. —hö til að bægja frá hinni óþægilegu hótun —Rg5 kom einnig sterklega til greina). 18. a3 (einfalt!) 18. —Hfd8(?) (Þessi hrókur verður sömu sökinni seldur og kollega hans var áður. Mér virðist aftur á móti, að 18. —Re5 komi sterklega til greina. Hvítyr heldur þó frumkvæðinu með 19. Bf4). 19. b4! (Allt í einu verður hin kyrrláta staða vettvangur æsilegra viðburða. Svartur er tilneyddur að þiggja peðsfórnina að sinni, ella verður peðaborg hans tortímingu ofurseld). wm. m mKM Gráar gærar eru verSmætari en aðrar - ábending til bænda 19. —cxb. 20. Dc4! (Ein fellur sprengjan annarri stærri. Með 20. —bxa stendur leikflétta Pilniks eða fellur og við skulum sjá, hver niðurstaðan verður. 20. —bxa. 21. Rg5! (Kjarni leikfléttunnar). 21. —Re5. 22. Bxf7f—Rxf7. 23. DxD —HxD. 24. HxH—RxH. 25. HxR? —Bf8. 26. Hxf8f—Kxf8. 27. Re6f —Ke7. 28. Rxc7—a2. 29. Bd4 og hvítur ætti að vinna. Getið þið, lesendur góðir, komið auga á ein- hverja leið til björgunar fyrir svartan eftir 21. Rg5. Ef svo væri, þætti mér vænt um að fá að vita það, því að enn sem komið er, hef- ir okkur Pilnik ekki teklzt að komast að neinni niðurstöðu). 20. —Hc8. 21. axb—Re5. (Svart- ur leggur hér út í fallega leik- fléttu, sem því miður er eilítið gölluð. 21. —Rd8 hefði gefið betri raun). 22. ÐxЗHcxD (Ef 22. — RxRf 23. gxf3—HcxD. 24. BxB—HxH. 25. HxH—HxB. 26. Hd8f—Bf8. 27. Bh6 og mátar). 23. Bf4—RxRf (Ef 23. —He7 þá 24. BxB—HxB. 25. Hd8f ásamt Bh6. Eða 23. —BxB þá 24. Rxe5 og hvítur vinnur skiptamun). 24. gxf3—Bc3! (Á þessum fal- lega leik byggði svartur vörn sína. Nú gengur ekki 25. Bxe7 vegna —Bxd2. 26. Bxb7—Hxc7! og 25. Hc2 er svarað með —-Be5! Allt saman mjög snoturt. Gallinn er bara sá, að Pilnik hefir séð ein- um lengra). 25. F,xf7v!—Hxf7. 26. Hd8f— Kg7. 27. Bxc7—Bxb4. (Eftir 27. —Hxc7. 28. Hd7f kemur hvítur út með skiptamun yfir). 28. Be5fKh8. 9. Hd8 d7 og svartur gafst upp. — Fr. ÓI. í síðasta hefti Félagstíðinda KEA er greinarkorn eftir slátur- liússtjóra kaupfélagsins, Hauk P. Ólafsson, þar sem rætt er um gráar gærur og bent á, að þær eru verðmætar. Greinin er á þessa leið: í sláturtíðinni s. 1. haust voru teknar um 525 gærur, sem gæru- matsmaður taldi gráar að Iit, og verða af þeirri ástæðu reiknaðar mun hærra verði til bænda en aðrar gærur. Eftir sláturtíð kom hingað hr. Stille frá Svíþjóð, sem undanfar- in ár hefir verið kaupandi að meirihluta af gráum gærum frá SÍS, För hans til íslands var gerð til þess að leiðbeina sláturhúsum um, hvernig gráu gærurnar verða að vera til þess að hægt sé að fá fyrir þær þetta háa verð. Meðan hr. Stille dvaldi hér skoðaði hann hluta af hinum gráu gærum okkar og gaf gærumats- manni og sláturhússtjóra mjög góð ar leiðbeiningar um gærurnar, enda kom í ljós, að af þeim 525 gærum, sem inn voru teknar, voru ekki nema 360, se«i uppfylltu kröf ur kaupandans. Einnig kom í ljós, að gærur, sem gráar voru að utan, reynd- ust hafa svartan og mórauðan lit inni við skinnið. Sömuleiðis bar töluvert á hvítri ull inn við skinn- ið. En allar verða gærurnar að vera gráar eingöngu inn við skinn. — Ennfremur er ekki markaður fyrir g'ærur af fullorðnu, ef þær eru mjög þykkar og þungar. Við viljum enn einu sinni biðja bændur að gæta þess, að nota ekki málningu á fé sitt, sem, því miður, kemur of oft fyrir, og af þeirri ástæðu falla gærurnar um helming í verði. ! Hormónalyf gefin til eldis Frá því er skýrt í landbúnaðar* skýrslum í Bandaríkjunum, að náðst hafi merkur árangur með því að sprauta hormónalyfum „stilbestrol“ í nautkálfa, sem ald- ir eru til slátrunar. Kroppþungi kálfanna jókst um 31% eftir að í þá hafði verið sprautað 36 milli- grömmum af lyfi þessu, í saman- burði við kálfa, sem hlutu sama eldi, en fengu ekki sprautu. Til- raun þessi var gerð í Éldistilrauna stöð Wyomingfylkis. Innsprautun í veturgömul naut hafði ekki sömu áhrif, jók að vísu þungann, en ekki nálægt því eins mikið. í tilraun þessari fengu 91 naut- kálfur og 72 vetrungar 11,3 kg. a£ grængresi og 3,2 kg. af fóðurbæti á dag. Hópnum var skipt í 5 smærri hópa, og fengu hóparnir mismunandi inngjafir af hormóna- lyfinu. Útkoman varð sem fvrr seg- ir að 24—36 milligramma inngjöf hafði veruleg áhrif á kálfa á 1. ári. Iðimemnm fjölgaSi xm 24Ö á sl. ári - Eru alls 1776 á öllu landinu, — samkvæmt skýrslu I^nfræíslurátJs Iðnfræðsluráð hefur gefið út skýrslu um tolu iðnnema og skipt ingu þeirra í milli iðngreina. Sam kvæmt henni eru iðnnemar í Reykjavík í árslok 1956 eins og hér segir: Iðngreinar: Alls 1. Bakarar ................... 2 2. Bifvélavirkjar .......... 85 3. Bifreiðasmiðir ......... 22 4. Blikksmiðir ............. 10 5. Bókbindarar .............. 3 6. Flugvirkjar ............. 11 7. Framreiðslumenn .......... 9 8. Glerslípun ............... 1 9. Gullsmiðir ............... 6 10. Hárgreiðslukonur ....... 38 11. Hárskerar .............. 11 12. Hljóðfærasm.iðir ........ 1 13. Ilúsasmiðir ........... 150 14. Húsgagnabólstrara ...... 15 15. Húsgagnasmiðir ......... 40 16. Kjólasaumakonur ......... 4 17. Kjötiðnaðarmenn ......... 3 18. Klæðskerar .............. 3 19. Kvenhattarar ............ 2 20. Ljósmyndarar ............ 9 21. Ljósprentarar ........... 8 j 22. Matreiðslumenn ......... 6 23. Málarar .............. 36 24. Málmsteypumenn .......... 3 i 25. Mjólkurfræðingar ....... 3 126. Mótasmiðir ............ 1 27, Múrarar ................ 64 ,28. Pípulagningamenn ...... 59 ! 29. Plötu og ketilsmiðir .... 47 30. Prentarar .............. 25 31. Prentsetjarar .......... 11 32. Prentmyndasmiðir ........ 3 33. Rafvirkjar ............ 103 34. Rafvélavirkjar .......... 23 35. Rennismiðir ............ 8 36. Skipasmiðir ............. 8 37. Skriftvélavirkjar ....... 5 38. Úrsmiðir . ............ 5 39. Útvarpsvirkjar. 12 40. Veggfóðrarar ............. 6 j 41. Vélvirkjar ........... 156 IÐNNEMAR UTAN REYKJAVÍKUR: Kaupstaðir og sýslur: Alls Gullbr.- og kjósars. m/Keflav. 93 Víðtækur undirbúningur hafinn að stofnun kjamorkustofnunar Evrópu Washington. — Þrír háttsettir opinberir starfsmenn frá Evrópu löndunum hófu nýlega 5 daga viðræður við opinbera starfs- menn í Bandaríkjunum um fyr- irhugaða stofnun kjarnorkustofn unar Evrópu. Þeir eru Þjóðverjinn Franz Etzel, sem er varaforseti fram- kvæmdastjómar kola og stáliðn- aðarsambands Evrópu, Frakkinn Louis Armand sem er forstjóri frönsku ríkisjárnbrautanna, og ítalinn Francisco Giordani sem er prófessor í efnafræði og sér- fræðingur í kjarnorkurannsókn- um. Sátu þeir fyrst fund með -Z&tiHk ■ .**"•**• Hafnarfjörður ................ 75 Mýra og Borgarfj.s. m/Akran. 83 Barðastrandarsýsla ............ 4 ísafjarðarsýslur ............. 10 ísafjörður ................... 24 Húnavatnssýslur ............... 7 Skagafj.s. m/Sauðárkróki .... 20 Siglufjörður • • ■ • ,........ 16 Eyjafjarðars. m/Ólafsfirði . . 5 Akureyri .................... 100 Þingeyjarsýslur m/Húsavík .. 13 Seyðisfjörður ................. 8 Múlasýslur m/Neskaupstað . . 14 Skaftafellssýslur.............. 4 Rangárvallasýsla .............. 7 Vestmannaeyjar ............... 45 Árnessýsla ................... 75 VERULEG FJÖLGUN. Samkvæmt þessu eru í Reykjavík í árslok 1956, 1078 nemendur á námssamningi í 41 iðngrein, móti ! 973 um fyrri áramót, en 825 í árs- lok 1954. — Annarsstaðar á land- , inu eru iðnnemar 618, en voru við j árslok 1955, 483 og 386 árið j áður. — Heildartala iðnnema, sem fengið hafa staðfestan námssamn ing er nú 1696 á öllu landinu, en var 1456 árið áður. Hefur iðnnem- um því fjölgað um 240 á árinu, en samkvæmt fenginni reynslu má gera ráð fyrir að 50—80 námssamn ingar við nemendur sem hófu nám síðast á árinu, hafi verið ókomnir til staðfestingar um áramótin. Má því telja að iðnnemar á öllu land- inu séu nú sem næst 1776. utanríkisráðherra Bandaríkjanna John Foster Dulles. Utanríkisráðherra Belgíu, Henri Spaak, mun taka þátt í viðræð- um þessara þriggja sérfræðinga fyrirhugaðrar kjarnorkustofnun- ar og opinberra starfsmanna Bandaríkjanna. Spaak er formað ur , ráðherranefndar þeirrar, er fjallar um stofnun sameiginlegs " markaðs' Evrópulandanna og Ivjarnorkustofnunar Evrópu. Hagnýting kjarnorkunnar nauðsynleg. Etzel skýrði svo frá, að það væri bráðnauðsynlegt að hagnýta kjarnorkuna til þess að auka vel megun Evrópulandanna, kvað hann Bandaríkin þegar hafa öðl- ast reynslu í sambandi við hag- nýtingu kjarnorkunnar á þessu sviði, sem þjóðir Evrópu vonuð- ust til að geta fært sér í nyt. Hann bætti því við, að nefnd- * armeðlimir væru sannfærðir um? að vænta mætti mikilla vísinda- legra framfara í sambandi við haát j nýtingu kjarnorkunnár, sem orkÚ ; gjafa og myndu Evróþulönd geta veitt Bandaríkjunum mikilsverðarc’ upplýsingar á þessu sviði enda : þótt Bandaríkin stæðu þeim núj9 framar. '1 Komið upp innan þriggja mánaða. Nefndarmenn fullyrða að koja og stáliðnaðarsamband Evrópu, sem komið var á fót' fyrir fimm árum hefði verið fyrsta skrefið í þessa átt, og með stofnun sam- eiginlegs Evrópumarkaðs og kjarn orkustofnunar Evrópu miðaði enu áfram í sömu átt. Þær sex þ.jóðir, sem standa að stofnun kjarnorkustofnunar Evr- ópu eru: Frakkland, Sambandslýð veldi Þýzkalands, ítalia, Belgía Lúxemburg og Holland. Talið er líklegt að stofnunin verði komin upp innan þriggja mánaða. AuqlýsiV i TtMAVUm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.