Tíminn - 08.02.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.02.1957, Blaðsíða 2
Sss*' TÍMINN, föstudaginn 8. febrúar 1957, Hvarf Svíans Raoul Wallenberg (Framh. af 1 síðu). Annar stjórnmálamaður. sem sat um stund í fangelsi í Moskva, hefir fullyrt, að Wallenberg hafi að öllum líkindum setið í sama fangelsi og hann árið 1949. í Mið-Síberíu árið 1953. Sænsk-eistlenzkur fangi, Tam- velius að nafni, skýrði svo frá því í október 1956, að Wallenberg hefði setið ásamt honum í Tatsjed íangelsinu í Mið-Síberíu árið 1953. Maður þessi sagði, að nafn Svíans hefði verið Wilborg, en lýsingin á manni þessum kemur nákvæm- lega heim við Wallenberg. Var sænskur, hét Wallenberg. Enn annar maður, sem setið hef ir í fangelsum Rússa skýrði frá því í ársbyrjun 1956, að Wallen- berg hafi verið á lífi í rússnesku fangelsi árið 1953. Maður þessi, sem er Finni og býr nú í Gauta- borg, kveðst hafa verið í næsta klefa við Wallenberg í Vladi- mirsk. Finnsku-mælandi túlkur fangelsisins hefði skýrt sér frá því að nágranni hans væri sænskur og héti Wallenberg. Þess má geta í sambandi við mál þetta, að í sumár birtist í Tíman- um löng grein um Wallenbergs- málið þýdd úr American-Scandi- navian Review. 500 fangar í ríkisfangelsin Utah gerðu nppreisn - gáfust upp eftir 12 klst. SALT LAKE CITY—NTB 7. 2.: Fangarnir í ríkisfangelsi Utah í Salt Lake City lögðu í dag niður vopn og skiluðu aftur 25 gíslum er þeir höfðu tekið til fanga í uppreisn í fangelsinu, sem staðið hefir í 12 klukkustundir. Fang arnir, sem eru 500 að tölu gáfust upp nokkrum mínútum áður en frestur sá var útrunninn, sem fylkisstjórinn gaf þeim áður en herlið yrði sent á vettvang til að bæla uppreisnina niður. Strax f upphafi uppreisnarinn- ar náðu fangarnir vörðunum á sitt vald, fyrst var haldið í matar- geymsluna og látið greipar sópa. Nokkrir fanganna héldu síðan í lyfjageymsluna og drukku sig fulla af spíritus. BÆTT LÍFSSKILYRÐI. Talsmaður fanganna lýsti því yf- ir áður en þeir.gáfust upp, að þeir hefðu fengið tryggingar fyrir því, að engum þeim, sem þátt tók í uppreisninni yrði refsað fyrir til- tækið. Landsstjórinn hefir lofað að taka til athugunar ósk fanganna um bætt lífsskilyrði í fangelsinu og styttri fangelsisrefsingu. Nefnd til aS undirbúa komu þjótJhöfðingjanna Forsætisráðuneytið hefir skipað nefnd til þess að liafa með hönd um undirbúning að heimsókn þjóð höfðingja Svíþjóðar og Finnlands á sumri komanda. Eiga þessir menn sæti í nefndinni: Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, Har- aldur Kröyer, forsetaritari, Hen- rik Sv. Björnsson, ráðuneytis- stjóri og Hörður Bjarnason, húsa meistari ríkisins. íslendingar sýna á kaupstefnunni í Leipzig Kupstefnan veríur í marz n. k. og þar sýna fyrir- tæki frá meir en fjörutíu löndum framleitJsIu sína Hin alþjóðlega kaupstefna í Leipzig verður haldin dagana 3.—14. marz í vor. íslenzkir útflytjendur munu nú sýna vör- ir sínar á kaupstefnunni í fyrsta sinn og verða einkum sjávar- ifurðir í deild íslendinga þar. Umboðsmenn kaupstefnunnar ;j Leipzig hér á landi er Kaupstefnan h.f. 1 Reykjavík. Þeir ísleifur Högnason og Haukur Björnsson skýrðu fréttamönn- um í gær frá kaupstefnunni fyrir hönd umboðsmanna. Kaupstefnan í Leipzig hefir ver- ð ein aðalmiðstöð verzlunar í Evr- jpu um 800 ára skeið. Síðari árin lefir hún verið haldin tvisvar á iri, vorkaupstefna í marz og haust ■kaupstefna í september. Á sýning- mni í vor verður véladeildin sér- itaklega yfirgripsmikil og mun •eynast tengiliður milli stærstu narkaða heimsins. Þar verða gerð- : r viðskiptasamningar milli þjóða ag einstaklinga og gera má ráð 'yrir að umsetningin verði nú neiri en nokkru sinni fyrr. Sýningarsvæði kaupstefnunnar í /or verður stærra en nokkru sinni fyrr en undanfarið hefir það verið stækkað ár frá ári og var þannig 1.917.000 ferfet árið 1956. Sýnt /erður í 31 sýningarhöll og 21 skála og vöruflokkar þar eru taldir 35. Mun vart fyrirfinnast sú vara, sem ekki er sýnd þar. Kaupstefn- an er jafnan mjög fjölsótt og koma gestir til hennar úr flestum heims- hlutum. 1956 sýndu þar 9900 fyrir- tæki en gestir voru 505.000 frá 80 löndum. íslendingar munu nú sýna út- flutningsvörur sínar á kaupstefn- unni í fyrsta skipti. Aðailega verða það sjávarafurðir og má geta þess að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samband ísl. samvinnufélaga og Fiskiðjuver ríkisins hafa þegar ákveðið þátttöku. íslenzkir kaup- sýslu- og iðnaðarmenn hafa sérstak lega tvö síðustu árin fjölmennt í Leipzig og verður svo efalaust enn Reynsla þeirra af viðskiptunum er yfirleitt mjög góð og þar hafa þeir kynnzt ýmiss konar nýjungum. Þar gefst færi á að ná samböndum við fjölda kaupsýslu- og iðnaðarmanna því að kaupsýslumenn frá meir en 40 þjóðum sýna þar vörur sín- ar auk Þjóðverja sjálfra. Þeir, sem áhuga hafa á að fara til Leipzig, geta fengið frekari upp lýsingar hjá umboðsmönnum: Kaupstefnunni í Reykjavík. Um- boðsmenn afgreiða kaupstefnu- skírteini, sem jafngildir vegabréfs- áritun til landsins. Jemen-stjórn vill vopnahlésviðræður CAIRÓ—NTB. Jemen-stjóru mun hafa snúið sér til brezku stjórn- arinnar og tjáð sig samþykka viðræðufundum fulltrúa beggja þessara stjórna um möguleikana á vopnahléi við landamæri Jem- en og Aden. Jemen-stjórn mun hinsvegar ekki telja, að heppilegt sé að hefja viðræður þessar við sjálf landamærin eins og Bretar hafa stungið upp á. Póísk sendinefnd til Bandaríkjanna WASHINGTON — NTB 7. febr.: Tilkynnt var í Washington í dag að von væri á pólskri sendinefnd til Bandaríkjanna innan skamms til að ræða hin efnahagslegu tengsl á milli Póllands og Banda ríkjanna. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í dag, að hér væri einkum um að ræða þá ósk Pólverja að kaupa hluta af offramleiðslu banda- rískra landbúnaðarvara, svo sem af hveiti, baðinull og plöntuolíu. Tveim bandarískum sendiráðsstarfs- mönnum yísað frá Rússlandi MOSKVA—NTB 7. febrúar. Rúss neska stjórnin krafðizt þess í dag, að tveir flotamálafulltrúar banda ríska sendiráðsins í Moskva færu þegar í stað úr landi. Segir stjórn in, að menn þessir hafi gert sig seka um njósnir, m. a. hafi þeir reynt að taka myndir af hernaðar mannvirkjum. Talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins sagði í Washington í dag, að ásakanir gegn mönnunum væru fjarstæðar og væru ekki til annars gerðar en að draga athyglina frá ofbeld- isverkum Rússa í Ungverjalandi og njósnum Rússa í Bandaríkjun um. Góður afli 19 Akranesbátar fóru á sjó í fyrradag og fengu allgóðan afla. Bátarnir urðu að sækja langt og komu seint að landi aftur. Afla- hæstur var Bjarni Jóhannesson, fékk 14 smál. Næstir honum komu Skipaskagi og Reynir með tæplega 10 smál. hvor. Bátarnir fóru flestir á sjó í gær og urðu enn að fara langt og voru fæstir komnir að landi, þegar blaðið hafði fréttir af Akranesi í gærkveldi. Kjörbréf á Alþingi Spænskir stódeníar MADRID — NTB 7. febrúar: Stúdentar í Madrid efndu í dag íi,l fjölmennrar kröfugöngu um borgina. Hrópuðu stúdentarnir: „Við viljum fá frelsi“ „Bætt lífs- kjör“. Lögreglan kom á vettvang og dreifði kröfugöngunni. Víða kom til minniháttar átaka milli stúdenta og lögreglu. Brezka stjórnin leggur fram ti!L um víðtækt samstarf á sviði frjálsrar verzlunar LONDON — NTB 7. febrúar: Brezka stjórnin lagði í dag til, að þjóðir V-Evrópu gengu til uin fangsmikils samstarfs á sviði frjálsrar verzlunar og innan vé- banda Efnahagssamvinnustofnun arinnar yrði stofnað til frjálsr ar verzlunar á ölium vörum, nema landbúna'ðarvörum. Segir brezka stjórnin ætla að leggja tillögu þessa fyrir ráðlierra- fund Efnahagssamvinnustofnun- arinnar, sem kemur saman á þriðjudaginn í næstu viku. Hið frjálsa verzlunarsvæði á að ná til ríkjanna innan Efnahags- samvinnustofnunarinnar og öll rík in, sem aðild að henni eiga, eiga að geta gerzt aðiljar að þessu sam starfi samkvæmt brezku tillögunni. Brezka stjórnin kveðst fyrir sitt leytl ekki geta látið landbúnaðar- afurðir ná til þessa skipulags sök um skuldbindinga við samveldis löndin. (Framh. af 1. síðu) handa Eggert, er var næstur á lista Alþýðuflokksins, og vísaði málinu til úrskurðar Aíþingis. Áki sagði, að yfirkjörstjórn hefði hvorki neitað, né Játað að gefa út kjörbréfið, en vísað mál- inu til úrskurðar Alþingis á for- sendum 31. gr. stjórnarskrárinn- ar, þar sem segir að kjósa skuli hlutbundinni kosningu I Reykja vík átta þingmenn og jafn marga varamenn. Sagði Áki, að það væri hæpinn orðhengilsháttur að binda sig í þetta ákvæði laganna, þar sem þau gerðu alls ekki ráð fyrir því, að þingmenn og varamenn þeirra gætu forfallast í senn og gerðu, ekki heldur ráð fyrir því, að hægt væri að kjósa upp, eins og í einmenningskjördæmunum, þegar sæti löglega kjörinna þingmanna, kosnum hlutbundinni kosningu, yrðu auð, eins og nú er um sæti Alþýðuflokksins í Reykjavík. Enginn efaðist hins vegar um, að þingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík yæri kjörinn lögmætri kosningu og þessvegna ætti flokk urinn vitanlega fyllsta rétt á vara manni, samkvæmt tilgangi kosn- ingalaganna og stjórnarskrárinn ar. Alþingi verður sjálft að skera úr Það væri um þetta eins og svo oft hjá löggjafanum, að hann gæti ekki við lagasetningu gert ráð fyr- ir fjölbreytni atvikanna og þess- vegna væri það dómaranna að skera úr í hverju einstöku tilfelli eftir anda laganna, þar sem bók- stafnum sleppir, og í þessu til- felli væri Alþingi æðsti dóm- stóll. Alþingi sker sjálft úr um það hvort þingmenn eru löglega kosn ir, sagði Áki. Það atriði, hvort kjörstjórn gefur út kjörbréf get- ur ekki haft úrslitavald gagnvart Alþingi. Allir liljóta að skilja og viðurkenna, að eðlilegt sé að A1 þýðuflokkurinn fái að hafa vara- mann til þingsetu, eins og aðrir flokkar. Auk þess raskar þetta þingsæti á engan hátt jafnvægi á þingi, og hefir ekki neina breyt ingu á valdahlutföllum flokka í för með sér. Bjarni Benediktsson talaði af liálfu annars minnihluta kjörbréfa nefndar, hans og Friðjóns Þórðar- sonar, og var honum allmikið niðri fyrir. Mætti hann í ræðustól með fundargerðarbók kjörbréfanefndar þar sem hann hafði ásamt Frið- jóni snúizt öndverður gegn því, að Alþýðuflokkurinn fengi að hafa varamann á þingi, eins og nú standa sakir. Gerði Bjarni nokk uð að umtalsefni sínar skoðanir á því, hvað ríkisstjórnin væri mikið fyrir valdaníðslu og bjóst jafnvel við að hún myndi með löggjöf koma í veg fyrir kosningar í ná- inni framtíð. Mátti helzt skilja á ræðumanni. að liann vildi láta kjósa í Reykjavík einn þingmann í sæti Haraldar, enda þótt stjórn arskráin geri alls ekki ráð fyrir slíkum kosningum, eins og Áki benti á í sinni ræðu. Taldi málið utan við verlcsvið nefndarinnar Fulltrúi Aljþýðubandalagsins f kjörbréfanefndinni, Alfreð Gísla- son hafði sérstöðu í nefndinni, og gerði hann grein fyrir henni. Var sérstaða hans þess efnis, að kjör bréfanefnd teldi það utan við sitt verksvið að taka afstöðu til máls-1 ins, og skilaði hann því ekki áliti um það . Einar Olgeirsson tók þvínæst til máls og lagði áherzlu á að það væri Alþingis að setja lög um þetta efni. Hann benti á það mis- ræmi, sem gæti orðið, vegna þess- ara lagaákvæða. Tók sem dæmi er Þjóðvarnarflokkurinn átti tvo full trúa á þingi, ef þeir og einn vara- maður hvors þeirra hefðu for- fallazt hefðu kjósendur flokksins engan fulltrúa átt á þingi. Ræðu- maður sagði að það væri því ekki undarlegt, þó oft væru vandræði á ferðum, þegar þannig væri áf löggjafans hálfu ekki gætt fyllsta samræmis milli laganna og anda stjórnarskrár og kosningalaga. Þingforseti varð við ósk þing- formanns Sjálfstæðismanna im\ að fresta atkvæðagreiðslu um 25 mín útur, vegna þess að einhverjir Sjálfstæðismanna voru við jarðar för. Nafnakall var viðhaft við at- kvæðagreiðsluna og var tillaga þeirra Gísla og Áka felld með 24 atkvæðum gegn 23. Greiddu at- kvæði á móti allir þingmenn Sjálf stæðisflokksins og Alþýðubanda- lagsins, en þingmenn Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins greiddu atkvæði með tillögunni. Sex þingmenn voru fjarstaddir. Ráðherrarnir Hannibal Valdi- marsson og Lúðvík Jósefsson gerðu grein fyrir sínu atkvæði. Fyrirvari Lúðvílcs hljóðaði á þessa leið: Eins og till. þessi er orðuð, þá er gert ráð fyrir því, að Alþingi samþ. að taka gilda kosningu Eggerts ÞorSteinsson ar. Ég tel, að hér sé mjög ó- venjulega að farið. Það sé ekki hægt fyrir Alþingi að samþ. að taka gilda kosningu alþm. án þess að fyrir liggi kjörbréf. Hins vegar er ég á þeirri skoð un, að kjörstjórninni í Reykja- vík beri skylda til að gefa út kjörbréf, og ég tel eins og mál þetta ber að, að það sé eðlilegt, að gildandi lögum sé fullnægt á þann hátt, að Alþfl. fái vara mann og að það sé eðlilegt í þesu tilfelli að gefa út kjör- bréf fyrir fjórða mann á lista flokksins, Eggert Þorsteinsson og mundi afstað mín við afgr. kjörbréfsins, þegar það lægi hér fyrir, miðast við það, en ég segi nei við þessari till. eins og hún liggur hér fyrir. Fyrirvari Lúðvíks sýnir glögglega vilja meirihlutans Þar sem víst má telja, að þing menn Alþýðubandalagsins séu sömu skoðunar og Lúðvík, sýnir fyrirvari hans glögglega, að meirililuti þings telur Eggert Þorsteinsson eiga rétt til þing setu, en vegna ágreinings um formsatriði, var það fellt í gær. Afstaða Sjálfstæðisflokksins markast vitanlega af því einu, að hann er í stjórnarandstöðu og vonast til að geta gert þetta mál að viðkvæmu deiluefni millí stjórnarsinna. Óþarft ætti að vera að láta honum verða að þeirri ósk sinni. Arnesinpféíagið heldur árshátíð á laugardag Árnesingafélagið í Reykjavík heldur árshátíð sína í Sjálfstæðis- húsinu á laugardaginn kemur. Hefst samkoman kl. 7 með borð- haldi. ‘ Verður þar margt til skemmtunar, eins og venja er á samkomum félagsins. Hróbjartur Bjarnason, stórkaup- maður og formaður félagsins, set- ur samkomuna og stjórnár henni. Ágúst Þorvaldsson alþingismaður flytur þar ræðu. Guðmundur Guð- jónsson syngur einsöng og 'Guð- mundur Ágústsson flytur gaman- þátt. Að lokum verður dansað. Félagið hefir jafnan þann hátt á að bjóða sérstaklega nokkrum gestum á árshátíðir sínar. Að þessu sinni verða gestir félagsins jieir Páll ísólfsson og Ágúst Sveins son bóndi aö Ásum í Gnúpverja- lireppi. Á borðum verður íslenzkur mat- ur, svo sem hangikjöt og hákarl. Árnesingafélagið í Reykjavík er fjölmennur félagsskapur og sam- komur þess sækja jafnan margir að austan, auk þeirra Árnesinga, sem búsettir eru í bænum. • ii^TwÍ«w:M:9iw|n!iiuiiN*áiiN»»* tfugltyóíð í Yimmum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.