Tíminn - 08.02.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.02.1957, Blaðsíða 8
8 Mmning: Kristleiínr Jónsson f DAG verður borinn til hinztu hvíldar, frá kirkjunni í Fossvogi, Kristleifur Jónsson, bóndi, að Borgarholti. Hann fæddist 28. 10. 1899, að Kóngsbakka í Helgafells- sveit, en lézt á sjúkrahúsi Hvíta bandsins 27. f. m. eftir þungbæra sjúkralegu og langa vanheilsu. Má segja, að hann gengi aldrei heill til skógar síðasta áratuginn. Á miðju sumri 1955, gekk hann und ir uppskurð og náði þá nokkrum bata um sinn, en á s. 1. hausti tók helmeinið að grafa um sig á ný, og vann nú fullan sigur. Kristleifur ólst upp hjá for- eldrum sínum að Kóngsbakka, á- samt stórum systkinahóp, og hann hélt alla stund órofa tryggð við æskustöðvar sínar og ættmenni, þó að leiðir skildu og leiti bæri á milli. Á mótum æsku og mann- dómsára leitaði hann sér atvinnu utan heimilis, fyrst við sjóróðra. síðan sem háseti á togurum og húsabyggingar. Voru honum því töm flest störf til lands og sjáv- ar, og þótti hvarvetna hinn nýt- asti starfsmaður. En kærust voru honum þó landbúnaðarstörf og hirðing búfjár. Þar naut hann sín bezt, þar undi hann hag sínum bezt. Þessi áhugi Kristleifs fyrir sveitalifi og búskap varð til þess að hann reisti hús á erfðafestu- landi austan Engjadals og hafði þar jafnan nokkurt bú, þó að hann stundaði daglaunavinnu oft- ast öðrum þræði. Mun hann hafa verið eina sauðflestur Reykjavík ur-bænda á síðustu árum, og svo var hann natinn og umhyggjusam- ur við slcepnur sínar, að af bar. Hafði hann áreiðanlega nokkrar áhyggjur af því, hvað um þær yrði, þegar hann sá, að hverju fór. Kristleiíur var þunglyndur að eðlifsari, og fremur fálátur, en hann var hreinskiptinn og tillögu- góður, og svo orðheldinn, að fáa hef ég hitt hans jafningja. Samn- ingsorð hans var haldbetra harð- soðnustu lögfræðibókmenntum. og minna væri skrifað, og samning- ar betur haldnir, ef fleiri líktust honum. Hann var sjálfur manna ólíklegastur til að gangá á bak orða sinna, — og sömu kröfu gerði hann til annarra. Trassa- skapur og óregla í meðferð fjár- muna var honum þyrnir í augum, því að hann var snyrtibóndi og traustur þjóðfélagsþegn, — og það var sannfæring hans, að hver upp- skæri eins og til væri sáð. Við fráfall Kristleifs setzt þung ur harmur við dyr konu hans, frú Kristjánsínu Bjarnadóttur, hinni mestu ráðdeildar- og dugnaðar- konu, sem ein situr eftir, þrotin að heilsu. Auk hennar mun og fleirum finnast skarð fyrir skildi. S. B. * Miimmg: Halldór Agústsson, Vestmannaeyjum Þau sorglegu tíðindi urðu hér aðfaranótt hinn 9. jan. s. 1., að Halldór Ágústsson skipstjóri féll út af vb. Maí og drukkriaði. Halldór heifinn var fæddur 26. okt. 1926 í Víðidal 'í Vestmanna- eyjum. Foreldrar hans eru hjónin Elín Halldórsdóttir frá Búðarhóli í Landeyjum og Ágúst Sigfússon frá Stóru-Breiðuvík við Reyðar- fjörð. Á 2. aldursári fluttu foreldrar Halldórs austur að Stóru-Breiðu- vík, og þar bjuggu þau til ársins 1940, en fluttu þá til Vestmanna- eyja aftur, og hafa búið liér síðan. Frá fermingaraldri til 18 ára aldurs vann Halldór við alls konar vinnu, og dvaldi að jafnaði í for- eldrahúsum. Átján ára gamall hóf Halldór nám í bátasmíði hjá Gunnari M. Jónssyni skipasmið hér, og laulc því eftir 4 ára nám. Haustið 1950 lauk Ilalldór prófi á vélstjóranámskeiði hér, og sam tímis fékk hann réttindi til að fara með 35 lesta báta sem skip- stjóri. Og 23 ára gamall byrjaði hann útgerð hér í Eyjum ásamt tveimur öðrum, á vb. Freyju, er þeir fé- lagar keyptu og héldu út í fjögur ár. Halldór var formaður á bátnum og aðaldriffjöðurin í útgerðinni, bæði á landi og sjó. Bát og útgerð seldu þeir félagar, og hættu út- gerð um sinn. Reyndist þessi út- gerð þeirra þó allvel stæð fjárhags lega eftir því sem hér gerist. Réði þar miklu um, að Halldór fór vel með allt, er honum var trúað fyrir, nýtinn og hagsýnn. Næstu tvö ár var Halldór verk- stjóri útgerðar Fiskiðjunnar hf. hér, hafði umsjón með útgerð báta fyrirtækisins. Vorið 1956 keypti Halldór, á- samt tveimur mönnum öðrum, vb. Höllu, er þeir skírðu upp, og gáfu nafnið Maí. Gerðu þeir bátinn út s. I. sumar og haust á línu. í fyrsta róðri — útdrætti — á þessari vertíð féll Halldór fyrir borð og drukknaði. Á þeim árum er Halldór nam bátasmíði, réðust foreldrar hans í að byggja yfir sig og fjölskylduna íbúðarhús. Vann Halldór öllum stundum við byggingu foreldra sinna, og mun hans framlag í vinnu, hafa ráðið miklu um, að foreldrar hans eignuðust sitt eigið íbúðarhús, að Landagötu 16. Frístundum sínum, er ungir menn nota gjarna til eigin ánægju fórnaði hann foreldrum sínum við byggingu hússins. Faðir hans hafði átt við mikla vanheilsu að stríða í mörg ár, dvalið á sjúkrahúsum, bæði á Akureyri og hér, og lætur það að líkum, að fjárhagur var þröngur. Þetta eitt sýnir, að Halldór mun hafa skilið, að leiðir til úrbóta á efnahag væru .fyrst og fremst eigin athafnir, dugnaður og trúmennska í starfi. Þessir eiginleikar hafa verið íslenzku þjóðinni haldbeztir í efnahagslífi hennar gengnar aldir. Halldór kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Sigurjóns- dóttur frá Víðidal hér hinn 29. nóv. 1952, hinni ágætustu eigin- konu. Eignuðust þau hjón þrjú börn, er öll eru á lífi. Eftir að Halldór og þeir félag- ar seldu mb. Freyju, hóf hann byggingu íbúðarhúss fyrir sig og fjölskyldu sína, á Faxastíg 6B. Að byggingunni vann hann að mjög miklu leyti sjálfur í frístundum sínum, og hafði hanri að mestu lokið byggingunni á s. 1. hausti, og fluttu þau hjónin í nýju íbúðina nokkru fyrir s. 1. jól. Hér er aðeins brugðið upp svip- mynd úr lífi þessa unga og efni- lega manns, og gefur hún örlitla sýn inn í lífsferil hans. Lífssaga Halldórs er stutt, en hún er vörðuð dáðríku starfi og drengskap. Og þegar litið er yfir þennan stutta lífsferil, og þau störf, er að baki liggja, kemur manni í hug, að Halldór liafi verið í kapphlaupi við lífið, um að koma sem mestu af og byggja upp fram- tíðarheimili tveggja fjölskyldna, foreldra sinna að nokkru leyti, og sitt eigið, áður en lífsskeiðið væri á enda runnið, þótt ungur væri. Voru þessi störf þó aðallega unn- in í frístundum, er tími gafst frá Erlent yfirlit (Framhald af 6. síðu) ur-Evrópuríkin munu því fylgj- andi og sama gildir um samveldis- lönd Breta. Sennilega eru Indland og ýms fleiri Asíuríki sama sinnis. Þá má og gera ráð fyrir, að sú sé afstaða ýmsra ríkja Suður-Ame- ríku. Ástæðan fyrir þessu er ekki aðeins sú, að þeir, sem nákvæm- ast vilja fylgja sáttmála S. Þ., eins og skandínavisku löndin, telja ekki heimilt að gera um það ályktun. Ástæðan er einnig sú, að sérstök afskipti eða samþykki S. Þ. um málið á hvern veginn, sem þau eru, muni aðeins espa upp og gera illt verra, og því sé rétt að bíða 1—2 ár og sjá hverju fram vindur. Af tveimur ástæðum, hefir Alsír algera sérstöðu, sem gerir mál þess frábrugðið öðrum ný- lendumálum. Annað er það, hvað margir Frakkar eru þar búsettir, og hitt er það, að enn vantar þar nægilega skipulagða og samhenta sj álf stæðishreyf ingu. Það hefir vafalaust ýtt undir þá skoðun, að sérstök afskipti S. þ. af Alsír, séu vafasöm á þessu stigi, að trúboðinn frægi, Albert Schweitzer, hefir sent Eis- enhower bréf og hvatt til þess, að Alsírmálið verði ekki látið koma til atkvæða á þingi S. Þ. að þessu sinni, þar sem það muni ekki bæta fyrir lausn málsins. „The New York Times“ skýrði frá þessu bréfi Schweitzer á þriðjudaginn var. — Þ. Þ. öðrum athafnasömum störfum, er hann hafði með höndum. Um Halldór má segja, að hon- um hafi aldrei fallið verk úr hendi Þrítugur að aldri er lífi lians lolcið hér meðal okkar. Almennt er talið að á því aldursskeiði byrji manndómsárin. Framundan liggi verkefni mannsins til uppbygging- ar og nokkurs þroska. Ég ætla, að það fari ekki á milli mála, að störf Halldórs á þessari stuttu ævi beri vott um mikinn manndóm, þroska og fórn sér og sínum til handa. Yfir störfum og lífsferli Hall- dórs heitins er birta, er geymir hugljúfar minningar um ungan at- hafnamann, er miklar vonir voru bundnar við. Eg vil ekki láta hjá líða að láta þess getið, að hjálp- semi hans var á orði höfð og greið vikni, og var þá ekki spurt um endurgjald, heldur þörfina hjá þeim, er þurftu á liðsinni að halda. Það mun öllum hafa komið á óvart, að Halldór skyldi gista hina votu gröf í þessari för, m. a. vegna þess að hann var ágætur sundmað- ur og veður ekki vont, því að í minnum er haft, er hann bjarg- aði barni frá drukknun hér við Básaskersbryggju með snarræði og ágætri sundkunnáttu. Varð hann þó að kasta sér til sunds eins og hann stóð á bryggjunni, og kafa eftir barninu, er lá við drukknun. Og aðstæður allar liin- ar erfiðustu. Halldór var hagur maður, og lagði gjörva hönd á marga hluti. Hann var vel að manni, hár vexti, og fríður sýnum. Bjart var yfir svip hans, og öll framkoma hans bar vott um prúðmennsku og drenglund. Halldór var trúhneigður og treysti á guðlega handleiðslu, enda hafði uppeldi hans í heimahúsum lagt trausta undirstöðu að þeirri lífsskoðun. Líf hans og störf mót- uðust af þeirri lífsskoðun. Rétt fyrir jólin fluttu hjónin í nýja húsið sitt, framtíðarheimilið, og nutu þar jólagleðinnar. Og nýja árið hóf göngu sína með hækkandi sól, og nýjar og glæstar vonir blöstu við þessum ungu dugmiklu hjónum. — En Alfaðir ræður. — Æðri máttarvöld kusu Halldóri verksvið í annarri veröld. Hann var kallaður burtu „meira að starfa guðs um geim“. Ástvinir, er eftir standa á „ströndinni“, eru harmi lostnir. En vissulega er það huggun í raun, að minningin um góðan dreng, ástríkan eiginmann, föður, son og bróður, og um störf hans, er urðu öðrum til blessunar, er hugljúf og óbrotgjörn. Og „Ég veit, að látinn lifir, það er huggun harmi gegn.“ Vestmannaeyjum, 20. jan. 1957. Sveinn Guðmundsson T í M I N 'N; 'föstudaginn 8. febrúar 1957, Bláa bandinu berst 10 |jús. kr. gjöf til styrktar bindindis- og hjálparstarfi - Sjófrur til minningar um séra Magnús í Laufási Fyrir nokkru barst Bláa band- inu stórgjöf frá frú Ingibjörgu Magnúsdóttur, prestsekkju frá Laufási við Eyjafjörð. Var það sparisjóðsbók með tíu þúsund kr. iunstæðu, og er gjöf þessi gefin til minningar um foreldra frú Ingibjargar, séra Magnús Jóns- son prest í Laufási, hinn alkunna bindindisfrömuð og konu hans Vilborgu Sigurðardóttur. Frá Ingibjörg leggur svo fyrir, að af þessu fé skuli stofna sjóð, er beri nafn foreldra hennar og tekur sjóðurinn við gjöfum og á- heitum. Tilgangur hans er „að styrkja bindindis- og hjálparstarf það, sem áfengisvarnafélagið Bláa bandið hefir með höndum“. Stjórn Bláa bandsins hefir á hendi stjórn sjóðsins og veitir fé úr honum, og meðan eitthvert af börrium frú Ingibjargar er á lífi skal eitt þeirra eiga sæti í sjóðs- stjórninni. Fyrir hönd Bláa bandsins héfi ég tekið við þessari rapsnarlegu gjöf frú Ingibjargar Maghúsdóttur og þakka hana hérmeð fyrir Felags ins hönd. Hún sýnir hug þessarar ágætu konu til þess málefnis, sem faðir hennar bar svo mjög fyrir brjósti, og jafnframt skilning hennar á því verkefni, sem Bláa bandið er að reyna að leysa af hendi. Sjóðnum, sem heitir Minningar- sjóður séra Magnúsar Jónssonar og Vilborgar Sigurðardóttur, hefir nú verið sett skipulagsskrá og tek- ur hann héreftir við gjöfum og á- heitum. Verður því fé, sem sjóðn- um kann að berast, varið til starf- semi Bláa bandsins eða til styrkt- ar sjúklingum þar. Ég þakka frú Ingibjörgu Magn- úsdóttur þessa höfðiriglégu og vinsamlegu gjöf og óska hennl allra heilla. go líc Jónas Guðmundsson, Listi trúnaðarmannaráðs sjálfkjörinn ; í Félagi íslenzkra rafvirkja í fyrradag rann út frestur til framboðs við stjórnarkjör í Félagi íslenzkra rafvirkja. Þar sem aðeins einn listi kom fram, listi trúnaðarmannaráðs, var hann sjálfkjörinn. Samkvæmt því er Óskar Hail- grímsson endurkjörinn formaður félagsins næsta ár. Aðrir í stjórn eru Páll J. Pálsson varaformaður, Sveinn V. Lýðsson ritari, Magnús K. Geirsson féhirðir og Kristján Benediktsson aðstoðarféhirðir. f varastjórn eiga sæti þeir Sig- urður Sigurjónsson og Auðunn Bergsveinsson. Trúnaðarmannaráð skipa Svavar Björnsson, Einar Ein arsson, Sigurður Kjartansson og Tómas Tómasson. Varamenn eru Marteinn P. Kristinsson, Gunnlaug ur Þórarinsson, Kristinn K. Ólafs- son og Kristján J. Bjarnason. Stjórn Styrktarsjóðs: Aðalsteinn Tryggvason ritari og Óskar Guð- mundsson féhirðir. Varamenn eru Áslaugur Bjarnason og Stefán Jónsson. Bækur og höfundar (Framhald af 7. síðu). björn Einarsson svofelldum orðum í áramótaprédikun: „Líðandi stund, hvað gerist með an hún hverfur hjá? Líf vaknar á einum stað, feigð kallar á öðrum ný mannvera heils ar með gráti, önnur kveður með dauðahryglu. Þarna lætur ungling ur tælast til syndar, sem verður kvöl hans og smán um ókomin ár. Þarna fer móðir með barn til svefns og les vers, sáir helgu fræi er ber ávöxt, sem enginn metur. Þarna klingja menn glösum yfir markleysu og mannskemmdum. I Frá málaðri vör líður fúl and- I remma slúðursins og lymskast út | í lífið, sýkir, eitrar. Siggbarinn | lófi strýkur vanga hins týnda son- ar, sem er fundinn, kominn heim, og ylur fyrirgefningarinnar þíðir klakann inni fyrir. Þvöl hönd seil ist eftir forboðnum ávexti og hurð in lokast að hliði paradísar. Skjálf andi tunga stamar bæriá'rstef og himinninn opnast. Augnabliks- tjón, sem eilifðin vart getur bætt. Augnablikssigur, helgaður himins ins náð. Þetta er að gerast í öll- um áttum, ýmist þetla eða hitt, þessa fleygu, hröðu stund, eins og allar aðrar.“ HEITI BÓKARINNAR hefir séra Sigurbjörn valið úr hinu al- kunna sálmaversi Hallgríms' Pét- urssonar: } Gefðu, að móðurmálið mitt, ; minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði um landið hér, til lieiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýðum og byggðum halda. ^ Þessa bæn skáldsins hefir höf- undur bókarinnar, Meðan þín náð, gert að bæn sinni, og vitnar mál og efni bókarinnar um það, að hann hafi þar fengið bænheyrzlu. Bókaútgáfan Frón hefir gefið bók- ina út. Hún er sviphreip ,og fall- eg. Verði hún þjóðinni til'þeirrar blessunar, sem efni stárida til. Pétur Sigurðsson 1 (iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiniiifi 1 Brún hryssa 1 I 3 vetra gömul, ómörkuð, hefir tapazt frá Oddagörðum 1 I í Stokkseyrarhreppi. Auðkennd með K, sem var klippt 1 1 síðast í september í lendina. § § Eigandi Kristján Gíslason, sími 20, Selfossi. mmmmmimmmmiiiiiiiiiiiimmmmimimmimimiiiimimmiiiiiiHiiimiiirimiiiiiiimiiHiiimimiimiiiiiÍn Útför eiginkortu minnar, Dómhildar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur frá Höfn í Hornafirði, fer fram mánudaginn 11. þ. m. kl. 13,30 frá Fossvogskapellu. Athöfninni verður útvarpað. F. h. aðstandenda. BjarniGuðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.