Tíminn - 08.02.1957, Síða 6

Tíminn - 08.02.1957, Síða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 8. febróar 1957, Íili i rrr Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Eitstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur 1 Edduhúsi við Lindargötu. Slmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. ERLENT YFIRLiT: Flokkamir og varaarmálm í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM á mánudagskvöldið, hrakti forsætisráðherra mjög ræki :lega þá fullyrðingu Sjálf- .stæðismanna, að stjórnar- flokkarnir hefðu brugðist stefnu sinni í varnarmálun- um. Forsætisráðherra hóf mál sitt með því að rekja af- greiðslu þingsályktunarinnar :frá 28. marz í fyrra. Sjálf- stæðisflokkurinn hefði greitt atkvæði gegn tillögunni allri, en þingmenn Þjóðvarnar og Sósíalistafl. hefðu haft þann fyrirvara, að þeir væru and- vígir þeim þætti hennar, „að íslendingar ættu samstöðu :um öryggismálin við ná- grannaþjóðir sínar, meðal annars með samstarfi í At- ■lantshafsbandalaginu“. — Framsóknarmenn og Alþýðu ílokksmenn hefðu fylgt henni fyrirvaralaust. í tillög- unni hefði verið lögð á það megináherzla, að krafan um brottför hersins væri gerð „með hliðsjón af breyttum viðhorfum síðan varnarsamn Ingurinn var gerður, og með tilliti til yfirlýsinga um, að eigi skuli vera erlendur her á íslandi á friðartímum". EFTIR AÐ HAFA rakið þannig afgreiðslu tillögunn- ar frá 28. marz, fórust for- sætisráðherra orð á þessa leið: „Af þessu er Ijóst, að þrjár stejnur komu fram í varnar- málunum á Alþingi við at- kvæðagreiðsluna 28. marz 1956. Ég lýsti þessum stefnum í útvarpsræðu, er ég flutti rétt íyrir kosningarnar, þannig: að stefna Þjóðvarnar- og Sósíalistaflokksins væri sú, að hafa hér engar varnir og láta það ráðast, hver tæki . landið fyrstur, ef til styrjald- ar kæmi að stefna Sjálfstæðisflokks íns væri sú, að hafa hér var- anlega hersetu, án tillits til friðarhorfa, en af annarleg- um ástæðum; að Framsóknar- og Alþýðu Vflokkurinn vildlu hinsvegar standa við þá yfirlýsingu, er við íslendingar gáfum 1949, er við gengum í Atlantshafs- bandalagið, að leyfa varnar- her dvöl í landinu á styrjald- artímum eða ef styrjaldar- hætta væri mikil, eins og við gerðum 1951, en ekki á :friðartímum“. Alsírmálið rætt á þingi S.Þ. Líklegast viríist, a$ þmgið geri enga ályktun um þa<5 I FORSÆTISRAÐHERRA benti þessu næst á það, að hinn 28. marz hefðu friðar- horfur verið betri en um langt skeið, og nefndi ýmis dæmi því til sönnunar. íslending- um var því skylt að hefjast handa um brottför hersins, samanber yfirlýsingu þeirra við inngönguna í Atlantshafs bandalagið 1949. Með því að greiða atkvæði gegn þings- ályktunartillögunni 28. marz, brást Sj álf stæðisf lokkurinn þeim yfirlýsingum, sem hann hafði gefið 1949. Forsætisráðherra sagði síð an: „Atburði þá, sem gerð- ust í Ungverjalandi og við Súez, þarf ekki að rekja. Þá sá enginn fyrir 28. marz s.l. og þeir geta því ekki afsak- að atkvæðagreiðslu Sjálf- stæðisflokksins á Alþingi þann dag. Þá sagði forsætisráðherra: „Atburði þá, sem gerð- ust, lá fyrir sú staðreynd, að ófriðarhættan var sízt minni en 1951, er við gerðum varn- arsamninginn og leyfðum bandarískum her að koma hingað, og því var það í alla staði eðlilegt og í samræmi við ályktunina 28. marz, að fresta samningum, er viðtöl hófust við Bandaríkin, enda töldu meira að segja sósíal- istar, að tíminn væri óhent- ugur til þess að gera kröfu um brottför hersins, — þótt þeir væru ekki samþykkir þeim rökum, sem borin voru fram fyrir frestuninni. Það, sem gerzt hefur, er þvl ekki það, að stefna stjórnarflokkanna hafi breytzt eða þeir hafi frá henni kvikað i einu eða neinu, heldur hitt, að lieims ástandið hefir með óvœnt- um hœtti gerbreytzt, og til þeirra staðreynda varð ríkis stjórnin að taka tillit, i sam ræmi við fyrri yfirlýsingar. Að stjórnarflokkarnir hafi brugðizt fyrirheiti sínu, er því hrein fjarstœða. En það hefir Sjálfstæðisflokkurinn gert með því að bregðast þeirri stefnu, sem mörkuð var árið 1949“. Þessi rök forsætisráðherr- ans eru svo ljós, að ekki þarf neinu við þau að bæta. En vissulega sýna þau, að Sjálf- stæðisflokkurinn hittir sjálf an sig fyrst og fremst, þegar hann er aö tala um svik í varnarmálunum. A MANUDAGINN var, liófust um- ræður í stjórnmálanefnd allsherj- arþings S. Þ. um Alsírmálið svo- nefnda. Fyrsti ræðumaðurinn var Pineau utanríkisráðherra Frakka. Eins og margir munu minnast, var Alsírmálið tekið á dagskrá þings S. þ. í fyrra gegn öflug- ustu mótmælum Fralcka. Frönsku fulltrúarnir gengu af þingfundi, þegar samþykkt hafði verið að taka málið á dagskrá, og mættu ekki aftur fyrr en í þinglok, þeg- ar samþykkt hafði verið að taka ;| málið af dagskrá. Tillagan um að taka málið af dagskrá var borin ; fram af Krishna Menon eftir að hann hafði átt langar og strangar] viðræður við fulltrúa Arabaríkj- anna og fengið þá til að fallast á þessi málalok. Indverska stjórnin leit svo á, að afskipti S. Þ. af Al- sírmálinu á þessu stigi, myndi ekki greiða neitt fyrir lausn þess, eins og þá var ástatt. Margt bend- ir til, að þetta sé ennþá skoðun indversku stjórnarinnar, þar sem Indverjar eru t. d. ekki meðflutn- ingsmenn, að þeirri tillögu, er' Þessari átján Asíu- og Afríkuríki hafa lagt fyrir stjórnmálanefndina um Al- sírmálið. PINEAU afstöðu, var ákveðið að taka málið á dagskrá, og því síð- an vísað til stjórnmálanefndar- innar. RÖK FRAKKA fyrir því á þingi S. Þ. í fyrra, að Alsírmálið yrði ekki tekið til umræðu, voru fyrst og fremst þau, að það væri franskt innanríkismál, þar sem Alsír væri hluti Frakklands. Öðru máli hefði verið að gegna um Marokko og Túnis, — en allsherjarþingið hafði fjallað um mál þeirra áður, — þar sem þau lönd hefðu aðeins verið verndarsvæði Frakka sam- kvæmt samningum við þjóðhöfð- ingjana þar. Máli sínu til sönnunar, vitnuðu Frakkar m. a. til 7. greinar sátt- mála S. Þ., þar sem segir, að „ekk- ert ákvæði þessa sáttmála heimili hinum Sameinuðu þjóðum að skipta sér af málum, sem koma í aðalatriðum undir eigin lögsögu ríkisins". Allmörg ríki litu svo á, að þetta væri rétt iögskýring hjá Frökkum og væri því ekki rétt að taka málið á dagskrá, en með þeirri afgreiðslu væri vitanlega ekki lögð nein velþóknun á fram- ferði Frakka í Alsír. Meðal þeirra þjóða, sem tóku þessa afstöðu, voru Danir, Norðmenn og Svíar. íslendingar sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Sum ríki liöfðu þá afstöðu, að ekkert mælti á móti því, að málið væri rætt, en vafasamara væri, hvort heimilt væri að gera sérstaka ályktun um það. Fyrir þingi S. Þ. í haust, lá fyr- ir krafa um það frá allmörgum Arabaríkjum, að Alsírmálið yrði tekið á dagskrá. Frakkar tóku þá afstöðu nú, að þeir myndu ekki beita sér harðlega gegn því, að málið yrði tekið til umræðu, enda gæfist þcim þá kostur á að gera fulla grein fyrir afstöðu sinni. Hins vegar héldu þeir því fast fram, að öll frekari afskipti S. Þ. af málinu væri óheimil. Eftir að Frakkar höfðu gert grein fyrir EINS OG AÐUR segir, hófust um- ræður um Alsírmálið í stjórnmála- nefndinni á mánudaginn var, og talaði fyrstur Pineau, er flutti langa ræðu. Hann lýsti yfir því sem stefnu frönsku stjórnarinnar, að hún vildi tryggja Alsírmönnum fullt jafnrétti við Frakka og væri reiðubúin til viðræðna við for- svarsmenn þeirra um þau mál. Til þess að slíkar umræður gætu haf- ist, þyrfti að komast á vopnahlé og almennar kosningar að fara fram, en þær myndu leiða í Ijós, hverjir væru réttir samningsaðil- ar fyrir Alsírbúa. Ekki væri hægt að taka forvígismenn uppreisnar- manna sem fullgilda samningsað- 1 ila, nema kosningar leiddu þá i Ijós, að þeir hefðu svo mikið fylgi að baki sér. Nú stæðu að upp- reisninni margir smáskæruflokk- ar, sem væru ósammála innbyrðis og væri erfitt að taka einn fram yfir annan. Þó taldi Pineau, að samkomulag myndi þegar hata náðst um vopnahlé við þessa smá- skæruflokka, ef áróður utan frá hefði ekki hindrað það. í ræðu sinni, gerði Pineau grein fyrir ýmsum umbótum, verk- legum og félagslegum, er Frakkar hefðu á prjónunum í Alsír. Stefnt væri að því að auka áhrif Alsír- búa á sem flestum sviðum. Þá j gerði hann ítarlega grein fyrir því, ! sem hann taldi erlenda íhlutun í 1 Alsír, en með því átti hann við á- róður meðal uppreisnarmanna og j aðstoð við þá, ekki sízt herg'agna- ! útvegun. Alveg sérstaklega á- kærði Pineau kommúnista fyrir slíkan undirróður. i |AF HÁLFU fulltrúa Arabaríkj- ! anna hefir Pineau verið harðlega ! mótmælt, en þó einkum lögð á- herzla á að fordæma framferði Frakka í Alsír. Þá hafa átján Asíu- og Afríku- bióðir lagt fram tillögu til álvkt- unar. þar sem skorað eij á Frakka | að taka velviljaða afstöðú til óska : bjóðernissinna og síðan skorað bæði á Frakka og þjóðernissinna að hefja viðræður um vopnahlé. Loks er Hammarskjöld falið að vinna að samningum milli þessara aðila. Athyglisvert er, að aðeins 18 Asíu- og Afríkuríki standa að þess- ari tillögu. Meðal þeirra ríkja, sem ekki standa að flutningi hennar, eru Indland, Laos, Kambodia, Thailand, Filippseyjar, Etiopia og Tyrkland. Þá er athyglisvert, að ekkert Suður-Ameríkuríkin stendur að tii- lögunni, en án stuðnings megin- þorra Suður-Ameríkuríkjanna, get ur tillagan vart fengið þá % hluta greiddra atkvæða, sem hún þarf að fá til að hljóta samþykki. I SÍAMKVÆMT útvarps: og blaða- fregnum, er hingað hafa' borizt, hafa Kanada, Ítalía bg Perú unnið að því á bak við tjöldin, að reynt yrði að afgreiða málið nú með svipuðum hætti og í fyrra, þ. e. að taka málið af dagskrá, i án nokk- urrar samþykktar um efni þess. Bandaríkin munu sennilega styðja þetta, þar sem Dulles hef- ir lýst yfir á blaðamannafundi, að hann telji heppilegt, að engin á- lyktun verði gerð um málið að þessu sinni. Hér skal ekki fullyrt um það, hver niðurstaðan verður, en sterk- ar líkur benda til þess, að ekki fá- ist tilskildur meirihluti fyrir neinni ályktun. Næstum öll Vest- (Framhald á 8. síðub Varnarmálastjórn Bjarna I UTVARPSRÆÐU sinni vék forsætisráðherra einnig nokkuð að fortíð Sjálfstæðis ílokksins í varnarmálunum. Honum fórust þannig orð: „Nú á, samkvæmt tillögu- Sjálfstæðisfl., að stofna til kosningá vegna þess, að stjórnarflokkarnir hafi á ein hverjum mestu hættutímum síðan styrjöldinni lauk, frest að samningum um brottför hersins. Af þessum ástæðum ætti þjóðin að fela Sjálf- stæðisfl. forustuna í þessum málum. Flokknum, sem vill hafa her í landinu varanlega. Flokknum, sem beitti sér gegn því, að radarstöðvunum úti um land væri lokað. Flokkn- um, sem stóð fyrir því, að erlendum verkamönnum og hermönnum á Keflavíkur- velli væri heimilað að dvelja utan flugvallarins, hvar sem þeir óskuðu, fram á nætur. Flokknum, sem leið það ó- fremdarástand án mótmæla, að herbílar söfnuðu ungling um saman á tilteknum stöð- um í bænum til þess að flytja þá á skemmtanir suður á Keflavíkurflugvöll og annað eftir því. Flokknum, sem gaf út sérstakt saurblað á Kefla- víkurflugvelli til þess að rægja fyrrverandi utanríkis- ráðherra, dr. Kristinn Guð- mundsson fyrir það, að hann kom á breytingum til bóta á þessu ástandi, sem var orðið okkur til stórkostlegrar minnkunar". Ólíklegt er, að þeir kjósend ur séu margir, er vilji aftur fá svipaö vandræðaástand í varnarmálunum og ríkti í utanríkisráðherratíð Bjarna Benediktssonar. Hútmæðrakennaraskólinn. HÚSMÆÐRAkennaraskólinn starf ar ekki í vetur. Ilann er húsnæð- islaus. Undanfarin ár hefir skól- inn haft inni í háskólanum, en nú hefir háskólinn tekið það húsnæði til sinna þarfa. Útkom- an er sú, að starfsemi skólans fellur niður því að ekki liefir tekizt að fá hæfilegt húsnæði i staðinn. Það fer ekki hjá því, að þessi niðurstaða verði til þess að rifja upp þá ákvörðun Alþingis fyrir einum 3 árum, að hafna til- boði Akureyringa um að láta í té hið veglega hús húsmæðraskóla Akureyrar fyrir kennaraskóla. Þetta varð nokkurt hitamál á þinginu. En það sjónarmið varð ofan á, að halda í skólann hér í Reykjavík og stefna að því að koma upp eigin húsi yfir hann. Síðan hefir víst fátt gerzt í þeim húsnæðismálum og nú er skól- inn bókstaflega á götunni. Málið endurvakið. NÚ HAFA ÞINGMENN Akureyr- arkaupstaðar enn leitt athygli að þessu máli með því að flytja frv. um heimild til að flytja skólann út fyrir Reykjavík. Ef sú heiinild yrði lögfest, væri á valdi ráð- herra að ákveða, hvort ganga skuli til samninga við Akureyr- inga um afr.ot skólahúss þeirra. Virðist einsætt að hverfa nð því ráði. Eins og á stendur liefir ríkið i svo mörg horn að iíta í sambandi við skólabyggingar, atJ fyrirsjáanlegt má kaila, að hæfi- legt hús fyrir þennan kennara- skóla verður ekki reist fyrst um sinn. En húsið á Akureyri gæti orðið mjög hentugt skólahús með litlum breytingum. Það er byggt og innréttað sem húsmæðraskólj, er búið öllum nýtízku tækjum og ágætum húsbúnaði, stendur á á- gætum stað þar sem landrými er nóg og umhverfi fallegt. Á Akur- eyri er aðstaða fyrir slíkan skóla líka ágæt. Þar eru margir aðrir skólar og góðir kennslukraftar. f nágrenni kaupstaðarins bæði 1 austri og vestri eru húsmæðra- skólar. í bænum eru margar fyrsta flokks verksmiðjur, t. d, fullkomnasta ullarverksmiðja landsins og ein bezta mjólkuriðn- aðarstöð. Húsmæðrakennaraskóli væri vel settur í bænum. Jafnvægið. ÞAÐ ER SJALDAN, sem tækifærl gefst til þess að flytja stofnanir úr höfuðstaðnum út á land. Straumurinn hefir yfirleitt legið til höfuðstaðarins. En þegar slík tækifæri bjóðast, ætti sá þing- meirihluti, sem hefir einsett sér að efla jafnvægi í byggð lands- ins og jafna aðstöðu til að lifa í landinu, ekki að hugsa sig um tvisvar. Með frv. Akureyrarþing- manna um húsmæðrakennaraskól ann, er slíkt tækifæri veitt. — FrosM,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.