Tíminn - 26.02.1957, Blaðsíða 1
Fylgist með tímanum og lesið
TÍMANN. Áskriftarsímar 2323
81300. TÍMINN flytur mest og
fjölbreyttast almennt lesefni.
41. árgangur
Reykjavík, þriSjudaginn 26. febrúar 1957.
í blaðinu f dag:
Kvikmyndin Gilitrutt, bls. 3.
Leiksýning í Kópavogi, bls. 5.
Sjávarútvegsmál, bls. 5.
Erlent yfirlit, bls. 6.
Viðtal við Gunnar Gunnarsson
um kvikmyndina um Borgar-
ættina, bls. 7.
47. blað.
Stjórnarframvarp um landnám, ræktun og nýbyggingar lagt fram í gær:
Framlög til landnáms og túnauka hækka um8-9mi!lj.
á ári; 24 millj. á 5 árum til að jafna aðstöðu í sveitum
Ríkisstjómin gerir ráðstaíanir til
að létta skuldir vegna harðinda,
ófmrrka og þurraféa í skipnm
Meirihluti fjárveitinganefndar hefir lagt til að sú breyt-
ing verði tekin upp á fjárlögum, að stórar lánsfjárupphæðir,
sem veittar hafa verið úr Bjargráðssjóði vegna harðinda og
óþurrka og lánsfjárupphæðir ábyrgðar af ríkinu, vegna þurra
fúa í skipum, verði gerð þannig að menn eigi mun auðveld-
ara með að standa straum af þeim, eða þau felld niður í
öðrum tilfellum.
Hér er um að ræða svokölluð
hallærislán, veitt úr ríkissjóði til
bænda á árinu 1952. Lán þessi
voru að upphæð 5.320 millj. og er
lagt til, að þessi lán verði gefin
eftir.
Þá er um að ræða lán til bænda
vegna óþurrkanna á Suður- og Suð
vesturlandi árið 1955, að upphæð
10,5 millj. kr. og lán veitt bænd-
um vegna harðinda og óþurrka á
Austur- og Norðausturlandi, að
upphæð 3 millj. kr.
Fórust framsögumanni meiri-
hluta fjárveitinganefndar svo orð
um þetta atriði á þingfundi í gær:
Þá er lagt til, að í nýjum lið-
um á þessari grein verði ríkis-
stj. lieimilað að afhenda með
þeinv skilyrðum, sevn ríkisstj. set-
ur, Bjargráðasjóði íslands til
eignar lOVz nvillj. kr. skuldabréf,
sem gefið var út vegna óþurrk-
anna á Suður- og Suðvesturlandi
árið 1955, og ennfremur skulda-
bréf, sem nú er í vörzlu Búnað-
arbanka íslands og upphaflega
nam 3 miilj. kr. og út var gefið
vegna harðinda og óþurrka á ár-
unum 1949 og 1950 á Norður- og
Norðausturlandi.
Varðandi þessa tillögu er gert
ráð fyrir, að ríkisstjórnin afhendi
Bjargráðasjóði þessar skulda-
‘ kröfur, sem ríkissjóður er nú
| eigandi að, með fyrrimælum um
það, að innheimta þeirra verði
mjög væg, og sé það skilyrði af
hálfu ríkissjóðs fyrir þessari af-
hendingu, að lánstíminn á þess-
um lánum verði Iengdur, þar sem
þurfa þykir, að vextir verði eins
vægir eins og unnt er, að Bjarg-
ráðasjóður sé viðbúinn, að veita
þeim bændum, sem eru þess ó-
megnugir að standa skil á lánun-
um, greiðslufresti. Þar getur
komið til greina að veita slíkum
bændum lengingu á lánstíma, sér
staka vaxtalækkun eða niðurfeli-
ingu vaxta, eftirgjöf á höfuðstól
að meira eða minna leyti, enda
verði í slíkum tilfellum leitað
(Framhald á 2. síðu).
Stórfellt átak til aS koma lágmarksstærS tuna um land
alit í 10 hektara á löghýli - Framlag til ræktunar á ný-
býlumverSur aukiS, frumhýlingar fá stofnframlag til
inga
Friðrik hraðskák-
meistari Rvíkur
Úrslit í Hraðskákmóti Reykja-
víkur voru tefld á sunnudag. Sig-
urvegari varð Friðrik Ólafsson
með miklum yfirburðum, sigraði
alla andstæðinga sína, og hlaut
16 vinninga. Annar varð Ingi R.
Jóhannsson með 13V-; v. 3. Gunn-
ar Ólafsson með 13 v. 4. Her-
fcnann Pilnik með 12 v. og 5.
Lárus Johnsen með IIV2 vinn-
ing.
í nýju frumvarpi um landnám, ræktun og byggingar í
sveitum, sem lagt var fyrir Alþingi í gær, er gert ráð fyrir
jað hefjast handa um stórfelit átak til að jafna aðstöðuna í
sveitum landsins og koma lágmarksstærð túna á öllum lög-
býlum í 10 hektara. Eru ákvæði í frumvarpinu, sem jafn-
gilda áætlur. um að ræktaðir verði í landinu 12000 hektarar
á næstu árum. Nema framlög ríkisins í þessu skyni 24 milj.
á næstu 5 árum.
Að auki eru svo í þessu frumvarpi ný ákvæði um ræktunar-
framkvæmdir í byggðahverfum og á nýbýlum utan byggða-
hverfa og verða framlög hækkuð í 5 milj. kr., úr 2 IV2 milj.
Mörg fleiri merk nýmæli eru í frumvarpinu.
Forsaga málsins er, að á þing-
inu 1956 fluttu nokkrir þingmenn
Framsóknarflokksins þingsálykt-
Fjáríögin rædd við þriðju umræðu á Alþingi:
Stóraukin framlög til rafvæðingar,
atvinnubóta, ræktunar og nýbýla
NiðurstöSutölur f járlaganna verSa
væntanlega 811,602 millj. kr. - Hag-
stæður greiSslujöfnuSur 1.463 millj
Þriðja umræða um fjárlögin fór fram í sameinuðu þingi
í gær. Samkvæmt niðurstöðutölum, eftir að teknar eru til
greina breytingartillögur meirihluta fjárveitinganefndar verð-
að nýjum fiskimiðum er hækkað
um 250 þús. og til skurðgröfu-
kaupa um 350 þús.
Þá er nýr liður, þar sem gert
er ráð fyrir því, að ríkisstjórnin
sé heimilað að ábyrgjast allt að
4 millj. kr. lán til skipasmiða-
stöðva til bátasmíða innanlands.
Þá er komin inn í frumvarpið
mjög mikilvæg tillaga um ráð-
stöfun skuldabréfa vegna
ur heildarupphæð fjárlaganna 811,602 miljónir króna og þá vegnfSSfnga0^ sambandfvið
gert ráð fyrir greiðsluafgangi, sem næmi 1.463.177 kr.
Við þriðju umræðu verða nokkr
ar breytingar á frumvarpinu, þann
Greitt verður nokkuð úr fyrir veS-
deild Búnaðarhankans á þesso ári
Fjármálaráðherra upplýsti þetta, er fjárlögin
voru ti! umræðu á Alþingi í gær
Umræður um fjárlögin, þriðja umræða stóð enn á kvöld-
fundi í sameinuðu þingi, þegar blaðið fór í prentun í gær-
kvöldi. Þegar fundur hófst klukkan hálfníu í gærkvöldi tók
Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra til máls og tók nokkuð
til meðferðar yfirboðstillögur Sjálfstæðismanna.
Hafa þeir borið enn fram við
þriðju umræðu margar yfirboðs-
tillögur við afgreiðslu fjárlaga, en
samþykkt allar útgjalda- og hækk
unartillögur stjórnarflokkanna í
fjárveitinganefnd, nema þær til-
lögur, sem gerðu ráð fyrir aukn-
um tekjum ríkissjóðs, til þess að
mæta útgjöldunum.
Fjármálaráðherra upplýsti í
ræðu sinni í gærkvöldi, að ríkis-
stjóruin ynni nú að því að gera
ráðstafanir til þess að bæta nokk
uð úr fjárþörf veðdeildar Búnað
arbankans. Sagði ráðherra að
brýn þörf væri á því, að gera ráð
stafanir til úrbóta í þessu efni,
og það myndi gert þótt erfitt
væri. Sagði ráðherra að gerðar
myndu slíkar ráðstafanir til að
greiða nokkuð úr fyrir veðdeild-
inni á þessu ári. Myndi ríkis-
stjórnin leggja það mál fyrir AI-
þingi, ef ekki reyndist unnt að
leysa það án nýrra lagaákvæða.
ig að um stóraukin framlög er
að ræða til nokkurra mjög mikil-
vægra liða.
Mestar hækkanir til raf-
orkuframkvæmda og
atvinnubóta
Ber þar helzt að nefna 10 miilj.
kr. aukið framlag til raforkufram
kvæmda (Raforkusjóðs) og jafn
liá upphæð, 10 millj. kr. hækk-
un á framlagi til bóta á atvinnu
örðugleikum.
Þá eru aukin útgjöld, 8 millj.
kr. vegna frunivarps sem ríkis-
stjórnin hefir lagt fram um
aukna aðstoð við ræktun og land
nám. Hækkanir á þessuin þrem-
ur liðum nema því samtals 28
millj. kr.
Þá er tvöfaldað framlag til
Byggingasjóðs kaupstaða og kaup
túna og hækkar það um 1,957
millj. kr. Framlag til útrýmingar
á heilsuspillandi húsnæði er hækk
að um eina milljón kr. Framlag
til Iðnlánasjóðs hækkar um eina
millj. kr. Framlag til sjúkrahúsa
hækkar um eina milljón. Fé, sem
áætlað er að verja til þess að leita
snjóaveturinn mikla á Norðaustur-
landi og óþurrkana sunnanlands
og vestan, og ennfremur vegna
lána, er ríkissjóður er ábyrgur
fyrir, vegna viðgerða á þurrafúa
í skipum. Er nánar skýrt frá þess
um liðum á öðrum stað í blaðinu.
unartillögu um nefndarskipun til
að endurskoða ákvæði laga um ný-
býli og bústofnslán. Náði hún fram
að ganga og var nefndin skipuð af
fyrrv. landbúnaðarráðherra, Stein-
grími Steinþórssyni á s. 1. sumri.
Nefndina skipuðu Kristján Karls-
son skólastjóri, formaður, Þor-
steinn Sigurðsson, Vatnsleysu, Pét-
ur Ottesen alþm., Jón Pálmason
alþm. og Pálmi Einarsson land-
námsstjóri. Nefndin skilaði áliti í
haust, og hefir það verið lagt til
grundvallar um ýmis meginatriði
frumvarpsins, sem er samið á veg-
um landbúnaðarráðuneytisins, og
flutt sem stjórnarfrumvarp.
Nolckur helztu atriði frv.
I greinargerð irumvarpsins
koma fram nokkur aðalatriði hinna
nýju ákvæða og segir þar svo
„Stærsta nýmælið, sem í þessil
frv. felst, er að liefja skipulagða
starfsemi á vegum Landnáms rík-
isins og með sérstöku föstu fjár-
framlagi frá ríkinu í því skyni
að koma lágmarksstærð túna á
byggðum lögbýlum upp í 10 ha.
Er hér um að ræða, ef að lögum
verður, mikið átak í þá átt að
bæta aðstöðu þeirra bænda, er
lakasta aðstöðu hafa, og stuðla
þannig að því, að þeir geti stækk
að bú sín. En skýrslur sýna, að
margar jarðir hér og þar á land-
(Framhsld é 2. cfSu).
Nauðsynlegt að f nndin sé leiS til ank-
innar verSjöfnunar mjólkurafurða
Fjármálaráíherra sagíi á Alþingi í gær, a<S
bændasamtökin og landbúnaðarráÖuneytift
ynnu nú aí því a<Í finna réttláta veríjöfnun-
arleií
A fundi sameinaðs þings um
fjárlögin í gærkvöldi gerði Ey-
steinn Jónsson fjárinálaráðherra
nokkuð að umtalsefni tillögu frá
Jón Sigurðssyni, um að taka upp
nýjan hátt á verðjöfnun mjólkur-
afurða. Er þar lagt til að ríkis-
sjóður greiði verðjöfnunargjald
á injólkurafurðir.
Benti fjármálaráðherra á, að
með þessari tillögu væri lagt út
á alveg nýja braut. Nýr uppbóta-
sjóður stofnaður á vegum ríkisf-
ins í viðbót við þá, sem fyrir eru.
Það verður að finna aðra leið,
sagði ráðherra, til þess að auka
á réttmætan hátt verðjöfnun
mjólkurafurða.
Ráðherra upplýsti, að það mál
væri nú einmitt til athugunar hjá
bændasamtökunum og landbún-
aðarráðuneytinu. Þessvegna væri
fram komin tillaga um nýja skip-
an þessara mála ekki tímabær á
Alþingi.