Tíminn - 26.02.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.02.1957, Blaðsíða 9
■T XÍMINN, þriðjudaginn 26. febrúar 1957. i 8 I 8 ♦♦ *♦ ♦ ♦ g :: ♦♦ ♦♦ ♦♦ :: ♦♦ :: ♦♦ :: FRMMWflHíflll delfíu í næstu viku og svo aftur eftir hálfan mánuð. Ég setla að hitta manninn á leið inni til Edgartown og svo aft- ur á heimleiðinni. Á milli get um við heimsótt Rose og Art- hur. Og hvaða máli skiptir þetta eiginlega? Þú getur synt og siglt og farið í sólbað og þarft alls ekki að umgang- ast þessa Bostonbúa. — Nei, auðvitað ekki. En hvert einasta kvöld verða ein hverjir gamlir karlar að spyrja mig af hvaða árgangi þú sért og hvort þú sért skyld Ur hinum eða þessum Chapin. — Gleymdu nú «kki:*ð ég hef gengið i gegnum þetta þó nokkru oftar eh> þú. Og svo verður þetta ekki nema núna í sumar. — Ég skal sjá um. að þú gleymir ekki þessu loforði. Síðan voru þáu viku í Martha’s Vineyard. Á heim- leiðinni stönzuðu þau í Fíla- delfíu. Þau fóru upp á hótel- herbergið sitt og meðan Edith var í baði hringdi Joe í mann inn, sem hann ætlaði að hitta. Þegar hún kom úr baðher- berginu sat Joe á rúminu. — Við skulum fara með lestinni 4.35, sagði hann. i— Hvað er að? — Price getur ekkf staðið við það sem við vorum búnir að ákveða; hann þarf að vera í Fort Penn allan daginn. Rit- ari hans sagðist hafa sent mér skeyti en ég fékk ekkert gkeyti. Ég fer heim. — En það geri ég ekki, sagði Edith. Ég hef mörgum erindum að sinna á morgun. Það er útsala hjá Wanamak- er og nú er síðasta tækifærið fyrir mig að ljúka ýmsu af fyrir haustið. Ég þarf að fá tvo nýja stóla og panta gólf teppi og ég ætla mér ekki að gera mér ferð hingað einu Sinni enn. — En hefurðu nokkuð á móti því að. ég fari heim með lestinni? — Nei, sagði Edith. Hrein J skilnislega sagt hef ég ekkert | á móti því. Þú heimtaðir að við heimsæktum Rose og mér leiddist það og nú viltu að ég brqyti mínum ráðagerðum þegar ég hef loksins færi á að gera eitt og annað til J gagns. — Allt í lagi, Edith, allt1 I lagi. Ég fer heim og svo get ur þú komið á morgun. Tekur þú þá líka lestina 4.35 svo að j ég geti sótt þig til Swedish' Haven? | — Já, ég kem 4.35, sagði Edith. Fíladelfía var það mikill hluti af lífi hinna betri borg, ara í Gibbsville að ef þeir mættust í Chestnut Street heilsuðust þeir brosandi en mót þeirra gaf ekki tilefni til slíkrar endurfundagleði sem reis ef þeir hittust á Fifth Ave nue í New York. Klukkan fjög ur lagði Joe af stað til Read Jng járnbrautarstöðvarinnar en Edith sat ein eftir, fýld yf ir því að hann hefði verið eig ingjarn og tillitslaus við hana og vegna þess hve miklu hún hefði fórnað fyrir hann með því að fara til Mattha's Vin eyard og loks yfir því að hann skyldi taka bömin fram yfir að vera með henni þennan dag. Hann hafði ekki einu sinni hugsað út í það að þetta var fyrsta skiptið á æv- inni sem hún átti að vera ein á hóteli nætursakir. Þó verð ur að viðurkenna það að hún hafði setið heilan stundar- fjórðung uppi á herbergi sínu áður en henni varð þetta Ijóst sjálfri. Það var ennþá tími til að verzla, stærstu inn kaupin ætlaði hún að vísu að geyma til morguns, en hún gat enn skroppið í búðir og lokið einhverju smávægilegu af. Hún ætlaði sér ekki að sóa meiri tíma milli þessara framandi veggja. Hún lokaði herberginu á eftir sér, fór í lyftuna, kinkaði kolli til hvít hærðu konunnar í skrifstof- unni á neðstu hæð og tveim ur mínútum síðar var hún komin út í Walnut Street og stefndi á Chestnut Street. Edith var um það bil þuml ungi hærri en flestar þær kon ur sem hún mætti á götunni; hún var sólbrennd og klædd svo leiðinlegum kjól að hún hefði vel getað verið af þvi fólki sem átti Fíladelfíu og verið í smáheimsókn frá Cape May. Hún var ágætlega vaxin hvorki áberandi kvenleg eða sérstaklega mögur. Á höfði hafði hún bláan stráhatt með breiðum svörtum borða, kjóll inn hennar var úr bláu lérefti með hvítu belti og hún var í svörtum sokkum og hvítum hjartarskinnskóm. Hún bar trúlofunar- og giftingar- hring en ekki annað skraut nema einfalda guli- nælu í hálsmálinu á kjólnum. Hún klæddist nákvæmlega eins og konur af fínna taginu sem áttu sér einhvers staðar eiginmann útskrifaðan frá Yale, léku tennis og syntu, voru mótmælendatrúar og báru enga leynda ósk í brjósti um að sleppa sér út í ævin týri eða svall en voru samt í raun og veru hundóánægðar með tilveruna öðrum þræði. Hún gekk hægt og rólega eftir götunni og stanzaði öðru hvoru til að líta á hanzka, skó, píanó, skartgripi eða fatn að í gluggum verzlananna. Og þá brast hún allt í einu í grát. Hún náði í vasaklútinn sinn i mesta flýti og þóttist hafa fengið rykkorn upp í augað en sneri samt aftur til baka til hótelsins og er þangað kom var grátkastið liðið hjá. Þetta var ömurlegur atburð ur, einna líkastur því að ó- sýnilegur andstæðingur hefði ráðist aftan að henni, og það var alls,ekki nægjanlegt að kenna þreytu um. Hún vissi að meira lá að baki þessu, að sumu leyti var það sök Joe en aðeins að sumu leyti. Og hún vissi að hún myndi ná sér niðri á Joe fyrir þetta, ekki aðeins vegna atburðanna í dag heldur einnig vegna þess að hann færðist blíðlega en á- kveðið undan því að láta hana ráða lífi sínu. Það kom í ljós í eðlilegri og óþvingaðri fram komu hans við fullorðna og börn og jafnvel í tryggð hans við hana; það leit jafnvel svo út á stundum að hann hefði mótað hana eftir þörfum sín um. Hún fann að hún þyrfti að þvo sér um augun og ekki síð ur að forðast návist annars fólks. Hún gekk yfir að lyft unum og beið þess að ein- hver þeirra kæmi niður. Þá heyrði hún karlmannsrödd segja: -— Þér fyrst, frú Chapin. Karlmaður í hvítum lérefts fötum og með svarta slaufu hneigði sig kurteislega og bauð henni að ganga á undan sér inn í lyftuna. Henni var Ijóst að hann var frá Gibbs ville en gat samt ekki komið honum fyrir sig. — Þakk, sagði hún. Hann fylgdi á eftir henni inn í lyftuna og sagði: — Lloyd Williams; frá Coll , ieryville. | — Já, ég þekki yður, sagði hún; og við lyftudrenginn: ! Tólftu hæð, þakk. I — Líka tólftu, sagði Lloyd ! Williams. — Við búum þá við j sama gang. Hafið þér verið úti : við ströndina? Það er annars 1 orðið langt síöan ég hef hitt Joe. — Já, við vorum þar, sagði Edith. Þér líka? — Ég var í Atlantic City snemma í sumar en var þar j ekki nema vikutíma. Ég er enginn sóldýrkandi. — Þaö hefur líka verið með 1 heitasta móti, sagði Edith. | — Eruð þér ekki í Chelsea | á sumrin? spurði Williams. — Við höfum alltaf verið í Ventor þangað til í ár. Nú er- um viö búin að kaupa búgarð skammt frá Gibbsville. En við vorum i heimsókn hjá Arthur McHenry. — Þá erum við kom in. — Þér á undan, sagði Will iams. — Þjónninn á ganginum kinkaði kolli til þeirra og þau kinkuðu kolli aftur. Williams fylgdi Edith að dyrum henn ar og rétti fram höndina. Eft ir andartakshik fékk hún honum lykilinn sinn og um leið og hann sneri honum í skránni sagði hann: — Segið þér Joe að ég eigi flösku af kanadisku viskíi síð an fyrir strið ef hann hafi lyst á einum litlum fyrir mið degisverð. Ég bý á 1220. — Hann verður fyrir von- brigðum þegar hann heyrir þetta, hann fór nefnilega heim með lestinni 4.35. Þakka yður samt fyrir gott boð; ég skal muna eftir að segja hon um frá því. Verið þér sælir, hr. Williams, það var gaman að hitta yður. :: 3 Nú geta allir lært islertzka réttritun cg málfræði heima hjá sér á bréfanámskeiði, sem hófst s. I. haust í Tímaritinu SAMTÍÐINNI Nýir áskrifendur fá seinasta árgang í kaupbæti, ef þeir senda árgjaldið 1957 (45 kr.) með pöntun. Þeir geta því fylgzt með íslenzkunámskeiði okkar frá byrjun. — Samtíðin flytur auk þess: Ástasögur, kynjasögur, skopsögur, vísnaþætti, viðtöl, bridgeþætti, skákþætti, nýjustu dægurlögin, fjölbreytta kvennaþætti (tízkunýj- ungar og hollráð), verðlaunagetraunir, gamanþætti, úr- vaisgreinar, ævisögur frægra manna o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 45 kr. Póstsendið í dag meðfylgjandi pöntun: Ég undirrit......óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐ- INNI og sendi hér með árgjaldið fyrir 1957, 45 kr. Nafn .............................................. Heimili .......:................................... Utanáskrift okkar er: SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Rvík. ................ | Tliboð óskast { | í Barner Green krana til sand- og malarmoksturs, er W | verður lil sýnis að Skúlatúni 4 næstu daga. — Tilboðin P | verða opnuð í skrifstofu vorri miðvikudaginn 27. þ. m. f§ I kl. 11 íyrir hádegi. 1 Sölunefnd varnarliðseigna h fliiiiiiiÞiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimniTmiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu1»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.