Tíminn - 26.02.1957, Blaðsíða 6
6
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Ritstjórar: Haukur Snorrason,
Þórarinn Þórarinsson (áb.).
Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu.
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn),
auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h. f.
Atkvæðisrétturinn í S.I.F.
MORGUNBLAÐIÐ hefur
að undanförnu hamast á-
haflega gegn frumvarpi rík
Isstjórnarinnar um nýja yf-
Irstjórn útflutningsverzlun-
arinnar. Alveg sérstaklega
hefur það þó áfellst sjáv-
arútvegsmálaráðherra fyrir
að ympra á því, að tilgangur
inn væri m. a. sá, að auka
frjálsræði á sviði saltfisk-
verzlunarinnar. Þetta hefur
Mbl. talið hinn mesta háska
og marglýst blessun sinni yf-
ír þeirri einokun, sem ríkir
þar nú.
Ótrúlegt er, ef þessi reiði-
lestrar Morgunbiaðsins reyn-
ast ekki lærdómsríkir fyrir
þá, sem hafa lagt einhvern
trúnað á þær fullyrðingar
leiðtoga Sjálfstæðisflokksins
að þeir væru unnendur
frjálsrar verzlunar og ein-
tíregnir andstæðingar hvers
fconar einokunar. Hér ger-
ast forkólfar Sjálfstæðis-
fiokksins gagnstætt öllum yf
irlýsingum sínum helztu verj
endur mesta einokunarfyrir
•tækis, sem nú starfar á ís-
landi.
MORGUNBLAÐIÐ hefur
orðið til þess með umrædd-
um skrifum sínum að varpa
Ijósi yfir það, hvernig þetta
fyrirtæki, sem nú hefur ein-
okun á sölu saltfisksins, er
félagslega byggt upp. Sam-
kvæmt lögum S.Í.F. skal hver
sá, sem afhendir saltfisk til
útflutnings, fá eitt atkvæði
fyrir hverjar 25 smál. Enginn
má þó fá meira en 8% af at-
kvæðamagninu fyrir þann
ealtfisk, sem hann sjálfur
leggur fram. Til viðbótar má
hann þó fara með atkvæði
í umboði annarra og eru
engar hömlur á því, hvað
mikið atkvæðamagn hann
fer með á þann hátt. Þannig
eru fullkomlega fræðilegir
möguleikar fyrir því, að einn
maður geti farið með meiri-
hluta atkvæða á aðalfundi
S.Í.F. Vitanlega býður þetta
skipulag þeirri hættu heim,
að meginhluti atkvæða lendi
í höndum fárra manna, —
og þar með yfirráðin yfir
fyrirtækinu, — eins og líka
raunin hefur orðið.
SVO GETUR verið ástatt
stundum á sviði útflutnings-
verzlunarinnar, að heppilegt
sé að gefa einu fyrirtæki
einkarétt. Þá þarf hinsvegar
að vera svo um hnútana bú-
ið, að þetta fyrirtæki sé
byggt upp á lýðræðislegan
hátt með sem almennastri
þátttöku þeirra, sem hafa
hagsmuna að gæta í sam-
bandi við sölu viðkomandi
afurða. Það verður að útiloka
að slík fyrirtæki geti lent í
höndum fámennrar klíku, er
misnotar þá aðstöðu til
framdráttar fyrir sig og sína.
Öllum má vera ljóst af
framansögðu, að núverandi
skipulag S.Í.F. gerir þetta
ekki, heldur þvert á móti bíð
ur klíkuskapnum heim. Saga
fyrirtækisins hefur lika ver-
ið á þann veg, að mikil tor-
tryggni hvílir á. Ýmsar á-
stæður þeirrar tortryggni
eru svo kunnar, að óþarft
er að rifja þær upp hér.
ÞÓTT EKKI væri til að
dreifa nema þeirri ástæðu
einni, hvernig S.Í.F. er fé-
lagslega uppbyggt, er fyllsta
þörf fyrir þá lagasetningu,
sem ríkisstjórnin beitir sér
fyrir. Þjóðin öll á svo mikilla
hagsmuna að gæta í sam-
bandi við fiskverzlunina, að
fátt er nauðsynlegra en að
vel sé fylgzt með því, hvern-
ig hún fari úr hendi, en
aðaltilgangur frv. er að
koma á slíku eftiriiti. Jafn-
framt veitir það heimild til
þess að ákveða, að þau fyrir
tæki, sem annast útflutning,
fullnægi vissum skilyrðum.
Af því, sem er rakið hér
að framan, getur hver og
einn vissulega séð, að ófor-
svaranlegt er með öllu að
hafa einkaleyfi lengur i hönd
um fyrirtækis, sem er byggt
upp eins og S.Í.F. Sjálfstæð-
isflokkurinn sýnir bezt, hve
lýðræði og viðskiptafrelsi er
honum lítils virði, þegar
hann berzt fyrir því, að
halda slíkri einokuji ó-
breyttri. Hann sannar bezt
með því, að fyrir honum vak
ir það eitt að efla forréttindi
og viðhalda einokun gæð-
inga sinna.
I Játning Merete Nordentofts
ÞEKKTASTA konan, sem
hefur fylgt Kommúnistafl.
Danmerkur að málum, hef-
ur nýlega sagt skilið við
hann, vegna Ungverjalands-
málsins. Það er Merete Nord
entoft, er átti um skeið sæti
í danska þinginu.
Nordentoft hefur nýlega
verið spurð að því, hvort hún
væri kommúnisti áfram, þótt
hún hefði sagt sig úr flokkn
um. Hún svaraði því neitandi
og bætti svo við: Raunar
held ég, að ég hafi aldrei
verið kommúnisti. Ég fylgdi
fiokknum vegna baráttu
hans fyrir ýmsum félags- og
xnannúðarmálum, en kynnti
jnér aldrei kennisetningar
kommúnismans að ráði —
því miður.
Þá lýsti frú Nordentoft
yfir því, að hún myndi fylgja
framvegis frjálslyndum skoð
unum og vinna að samstarfi
við kommúnistaríkin, því að
þar væru að eflast frelsis-
öfl, sem rétt væri að hlúa
að.
Vafalaust geta margir þeir,
sem hafa fylgt kommúnist-
um, sagt svipaö og frú Nord-
entoft. Þeir hafa aldrei
kynnt sér kenningar komm-
únismans, heldur veitt
kommúnistaflokknum braut
argengi af öðrum ástæðum.
Þetta fólk yfirgefur þá svo,
þegar það kemst að því
TÍMINN, þriðjudaginn 26. febrúar 1957.
ERLENT YFIRLIT:
Josef Cyrankiewicz
Hinn glaílyndi forsætisrá(Sherra, sem átti
mestan þátt í valdatöku Gomulka
SÍÐASTLIÐINN miðvikudag
kom saman í fyrsta sinn hið ný-
kjörna þing Póllands. Setning þess
var með talsvert frábrugðnum
hætti en áður hafði verið, því að
allar áheyrendastúkur voru íullar;
og margt erlendra blaðamanna var |
viðstatt. Síðan kommúnistar hóf- í
ust til valda í Póllandi, hefir þing-;
setning ekki vakið teljandi athygli
fyrr en nú.
Ástæðan fyrir þessu er að sjálf-
sögðu sú, að menn vænta annars
og meira af þessu þingi en þeirri
leppsamkundu, sem pólska þingið
hefir verið að undanförnu. Að
sjálfsögðu mun þó mikið vanta á,
að það hafi sama frjálsræði og
þingin vestan járntjalds.
Á hinu nýja þingi elga sæti 237
kommúnistar og setja þeir lengst
til vinstri í þingsalnum. Síðan
koma þingmenn Bændaflokksins,
sem eru 118 að tölu og þá þing-
menn demokrata flokksins, sem
eru 39. Lengst til hægri eru óháð-
ir þingmenn, 63 talsins. Kommún-
istar hafa þannig 51,7% þingsæt-
anna. Þess ber að gæta, að bæði
Bændaflokkurinn og demokrata
flokkurinn eru raunverulega undir
yfirstjórn kommúnista. Aðrir óháð
ir frambjóðendur voru heldur ekki
í kjör en þeir, sem kommúnistar
höfðu samþykkt. Allir frambjóð-
endurnir voru á einum og sama
lista í hverju kjördæmi, en kosn-
ingarnar í janúar voru að því leyti
lýðræðislegri en fyrri kosningar,
að nú voru nöfn fleiri manna á
listunum en kjósa átti og gátu
menn því valið milli frambjóðenda
kommúnista og frambjóðenda
leppflokkanna eða óháðra. Áður
voru ekki nöfn fleiri manna á list-
unum en kjósa átti og liöfðu kjós-
endur því ekkert val milli fram-
bjóðenda.
ÞVÍ VERÐUR áreiðanlega mikil
athygli veitt, hvernig pólska þing-
ið mun haga störfum sín-
um. Þau verða mikil vísbending
um það, hvort þróunin verður
áfram í frelsisátt í Póllandi eða
ekki. Óneitanlega hefir þróunin
stefnt í þá átt siðan Gomulka
komst til valda. T. d. hafa verið
gerðar verulegar bætur á réttarfar-
inu. Blöðin virðast og frjálsari en
áðúr og almenningur leyfir ser
miklu meiri gagnrýni en áður.
Frjálsræði hefir verið aukið tals-
vert á sviði framleiðslu og við-
skipta, t. d. leyst upp ríkisbú og
einstaklingum leyft að reka smá-
verzlanir og smáiðnað. Samvinnu-
félög hafa verið efld á ýmsan hátt.
Þá hefir stjórnin leitað mjög eftir
auknum viðskiptum við vestrænu
Iöndin bæði efnahagslegum og
menningarlegum og eru nú t. d.
engar hömlur á ferðum erlendra
blaðamanna í Póllandi. Fyrir dyr-
um standa viðræður milli stjórna
Póllands og Bandaríkjanna um að
Pólverjar fái meiriháttar lán
vestra.
Það verður nokkur mælikvarði á
utanríkisstefnu Sovétríkjanna,
hvernig þau snúast við því, ef
pólska stjórnin heldur áfram að
auka frjálsræði almennings. Ef
Rússar láta það afskiptalaust, er
það veruleg sönnun þess, að þeir
vilji ekki auka deilur og viðsjár í
Evrópu. Það gæti og verið vísbend-
ing um, að þeir fengjust fyrr en
ella til að lina á heljartökunum í
Ungverjalandi.
Af þessum ástæðum öllum mun
athyglin mjög beinast að Póllandi
næstu mánuðina og misserin.
EITT AF fyrstu verkum pólska
þingsins var að kjósa forsætisráð-
herra, en honum ber svo að leggja
ráðherralista sinn fyrir þingið.
Mun hann sennilega gera það í
dag.
Eins og vænta mátti, var Josef
Cyrankiewicz endurkosinn forsæt-
isráðherra. Hann er nú annar
þekktasti stjórnmálamaður Pól-
lands, næst á eftir Gomulka, og á
sennilega manna mestan þátt í því,
að Gomulka var aftur kvaddur til
valda. Eftir Poznanuppþotið, sem
hann kenndi að vísu erlendum
flugumönnum um í fyrstu, gerðist
hann leiðtogi þeirra afla í Póllandi,
sem knúðu fram hina nýju stjórn-
arstefnu. Þótt áróðursstofnanir í
Moskvu héldu áfram að kenna er-
lendum aðilum um Poznanuppþot-
ið, sneri Cyrankiewicz við blaðinu
og kvað það afleiðingu rangra
stjórnarhátta. Þar hefðu fyrst og
fremst pólskir verkamenn verið að
verki og yrði að sinna réttmætum
óskum þeirra. Út af þessu risu
hörð átök í kommúnistaflokknum
milli fylgismanna Cyrankiewicz og
heittrúuðustu Moskvumannanna í
flokknum, og lauk þeim með sigri
Cyrankiewicz. Hann kaus þó ekki
sjálfur að taka forustuna, heldur
lagði hana í hendur Gomulka,
sem naut bæði meiri tiltrúar þjóð-
arinnar og meiri tiltrúar í komm-
únistaflokknum, en Cyrankiewicz
hefir alltaf verið nokkuð tortryggð-
ur þar, því að hann er gamall
sósíal-demokrati.
JOSEF Cyrankiewicz er 46 ára
gamall, sonur verkfræðings, sem
var allvel efnum búinn. Nokkurt
dæmi þess er það, að móðir hans,
sem enn er á lífi, var fyrsta konan,
■ sem tók bílpróf í Póllandi. Cyran-
kiewicz hefir því sennilega erft
það af henni, að honum þykir gam
an að aka bíl og þykir ekki alltaf
aka gætilega. Hann lagði fyrir sig
lögfræði og gerðist starfsmaður
hjá flokki sósíaldemókrata að próf
„'tiO
Josef Cyrankiewicz
inu loknu, en hann gekk í flokk
þeirra 19 ára gamall. Han var skip
aður foringi í hernum, þegar Þjóð-
verjar réðust á Pólland. Herdeild
hans var neydd til að gefast upp
fyrir Þjóðverjum, en honum tókst
fljótlega að sleppa úr haldi og var
síðan einn af leiðtogum leynisam-
taka gegn nazistum um tveggja
ára skeið. f stríðslokin 1945 varð
hann framkvæmdastjóri flokks sós
íaldemókrata. Hann átti síðan
mikinn þátt í því, að flokkur sós-
íaldemókrata var sameinaður
kommúnistaflokknum. Flokksbræð
ur hans ákærðu hann þá sem tæki
færissinna, en hann afsakaði sig
með því, að ekki væri um annað
að ræða, eins og þá var ástatt. Ár-
ið 1847 var hann tilnefndur forsæt
isráðherra og hefir hann gegnt
þeirri stöðu síðan. Honum er það
m. a. þakkað, að hinir svokölluðu
Títóistar voru ekki eins grálega
leiknir í Póllandi á sínum tíma og
í hinum leppríkjum Rússa. Þykir
víst, að hann hafi jafnan hcldur
beitt áhrifum sínum í þá átt að
draga úr harðstjórn og óréttlæti.
CYRANKIEWICZ ’ er manna
mestur vexti, sex feta hár og veg-
ur yfir 100 kg. Hann er mjög góð
ur ræðumaður, hefir hljómfagra
og karlmannlega rödd og gerir all
mikið að því að bregða fyrir sig
léttri fyndni í ræðum sínum, en
slíkt er fátítt með foringjum
kommúnista. Hann þykir laginn
samningamaður. f framkomu er
hann alþýðlegur og glaðvær og
blandar sér iðulega í mannfjölda,
(Framhald á 8. síðu).
'BAÐsromA/
sanna um kommúnismann.
Vonbrigðin yfir slíkri upp
götvun á hinsvegar ekki að
hrinda því yfir til íhalds-
aflanna. Það á heima í sam
tökum og flokkum frjáls-
lyndra lýðræðissinna. Með
því að skipa sér þar í sveit,
vinnur það bezt að þeim hug
sjónum, er hafa raunveru-
lega vakað fyrir því.
Enn um visuna og Kemp.
Þ. M. skrifar baðstofunni um vís-
una um Kár og sjóinn og segir:
„í 35. TBL. TÍMANS gerir
Lúðvík R. Kemp, skáld og fræði
maður á Skagaströnd eina vísu
að umtalsefni. Þar segir að „frök
en“ (það er frú eða ungfrú) hafi
farið skakkt með vísuna í útvarpi
og telur sig færa sönnur á það,
en þó eftir líkum. Vísan er á
þessa leið. Eins og frúin hefir
hana:
Taktu á betur kær minn kall
kennd’ ei í brjóst um sjóinn,
harðara taktu herðafall,
hann er á morgun gróinn.
Eins og Kemp hefir hana:
Hertu þig betur Kár minn kall
kennd’ ei £ brjóst um sjóinn,
liarðara taktu herðafall,
hann er á norðan gróinn.
Eins og ég lærði hana fyrir tæp-
um sjötíu árum:
Róðu betur kær (sumir Kár)
minn kall
kennd’ ekk’ í brjóst um sjóinn
harðara taktu herðafall,
hann er á morgun gróinn.
Norðanátt — sunnanátt.
„NÚ VERÐUR að gera ráð fyr
ir að höfundur hafi verið óskeik-
ull og finna það út, eftir þvi,
hvað réttast muni vera. Fyrsta at
riðið, upphöfin, skipta ekki
miklu máli. Þó vil ég ekki falla
frá því sem ég lærði. Það fellur
bezt við: Harðara taktu herðafall.
Annað atriðið, mannsnafnið, það
skiptir heldur ekki miklu máli.
En ég tel að Kemp færi næstura
órækar sannanir fyrir sínu máÚ
þar. Enda fer það betur, en um
þriðja og síðasta atriðið stend ég
gallharður með frúnni.Það að vís-
an fer stighækkandi, og þetta
stóra orð, að sjórinn liggi ekki
lengi í sárum, er það sem hefir
gert vísuna fræga. Hitt orðalagið
Hann er á norðan gróinn, er ekki
hreint mál. Orðið „gróinn“ er já
kvætt og notað um sunnanátt.
Um norðanáttina er sagt að
„hann sé uppgenginn eða lagztur
að“. Það hefi ég aldrei heyrt sagt
um sunnanátt. Orðið ,.gróinn“ er
notað í ýmsum jákvæðum merk-
ingum, t. d. um ríkan bónda, að
hann sé gróinn fjárhagslega og
um heyjabónda, að hann sé gró-
inn í fyrningum, en aldrei sagt
að menn séu grónir í fátækt eða
heyleysi og kemur þá það sama
út þegar talað er um norðanátt-
ina. Þessi hugsanaskekkja mun
þó eiga sér stað. En að láta hana
útrýma snjallasta orðinu í einni
ágætustu vísu landsins, það kem-
ur ekki til mála."
i
Hreyft við kulnuðum glæðum.
AÐ LOKUM segir Þ. M.:
„Þessi vísa er ein af þremur,
sem oftast voru raulaðar við
vöggu systkina minna eftir að ég
útskrifaðist þaðan. Hinar voru:
„Við skulum róa sjóinn á“ og
„Við skulum ekki hafa hátt". Að
lokum er ég svo frúnni og Kemp
mjög þakklátur fyrir þeirra hlut
í þessu máli. Það er mikill við-
burður nú orðiö að nokkur
hreyfi við kulnuðum glóðum
fyrri tíma. Þ. M.“