Tíminn - 08.03.1957, Page 4

Tíminn - 08.03.1957, Page 4
4 TÍMINN, föstudaginn 8. marz 1957. Á spænskum búgarði um jðl 2. grein Guðb. Bergssenar frá Spáni Þegar „ungi herrann", eins og eigandinn Jaime Salinas Bonmati er kallaður, ekur upp að búgarSinum hefir ráðsmað- urinn, f jöískylda hans og ann- að verkafólk á bænum tekið sér stöðu við inngönguna í húsið til að bjóða okkur vel- komna. Þetta er vingjarnlegt fólk og lágvaxið og ákaflega brúnt af sólinni. Dóttir ráðs- mannsins er þó mjög Ijós á hörund, hón er nefnilega ó- gift og passar húð sina vel að hún brenni ekki í sólinni. Hún er komin af virðingarverðu fólki, pabbi hennar er ráðs- maður á stærsta búinu í sveit- inni og þess vegna er búizt við að hún nái sér í einhvern efn- aðan bóndason. mýflugan hefir aðsetur sitt og ger-! ir fólki skráveifu á heitum sumar- dögum. Eftir að úrgangsvatninu ! hefir verið veitt úr saltvinnslu-' tjörnunum er svo vatni dælt aftur inn í þær þangað til að myndast hefir saltskán, sem er sópuð sam- an og send í verksmiðju, sem hreinsar það, og síðan er það seH Ég segi unga herranum að salt, sem keypt er frá Spáni til ísland orsaki gulu í-fiski og valdi þannig talsverðum skaða á ári hverju, or- sökina fvrir því telur hann vera að moldin sé mjög joðrík og végna þéss að tjarnirnar séu ekki steypt ar, gangi það saman við saltið og komi svo fram við það, að blotna á ný. Ekki veit ég, hvort þetta er rétt, „enda sel ég það ekki dýr- ara en ég keypti það“, eins og var- færnar kjaftakerlingar segja. Hér er engin klukka, ekkert út- varp og enginn sími. Maður hefir j það á tiifinningunni að maður séf BaSsfröndin fullkomlega frjáls og óháður. Ál Á leiðinni út á baðströndina meðan við göngum heim frá salt-! skoðum við hús systur hans, sem vinnslunni sígur sólin til viðar og býr í Ameriku, en kemur á hverju | litar skýin rauð, himinninn verður sumri með fjölskyldu sína og býr Lo Cruz er fremur stórt hús, það | eins og haf af dökku blóði. Svo þá í þessu húsi. Síðan er ferðinni er tvílyft og áfast við það er hús j færist myrkrið yfir. Einmana fugl haldið áfram framhjó saltvinnslu- ráðsmannsins og verkafólks, einnig flýgur upp og hverfur inn í myrk- tjörnunum, unz við komum í litla hús þjónustufólks. Á vetrum stend- i ur ólífutrjánna, gargar þar um j ____________________ ______________ ur það autt, því að fjölskyldan kem ! stund en hljóðnar svo. Eftir að , «r þangað einu sinni á ári og sleik- j myrkt er orðið, er enginn á ferli, j ir sólskinið á víðáttumiklum svöl- > fólk hverfur inn til sín og lokar unum. Niðri er víðáttumikill salur öllum gluggum með hlerum, svo með opnum arni, við arininn situr ekkert ljós kemst út um þá. í hálf gömul kona og starir í glæðurnar; rökkrinu komu fyrstu stjörnurnar hún er búin að vera hérna í mörg í ljós, en þegar við komum heim á bæinn, er himinninn þakinn stjörnum, þær eru bjartari en heima og sýnast nær. Guðbergur Bergsson um einföldu náttúrubörnum"; við það verður hann reiöur og rís á fætur. vík, sem er í skjóli lágra hæða. Það er enginn á baðströndinni. Ungi herrann segir, að mjög fáir Spánverjar noti baðstrendurnar og ef þeir noti þær, þá séu þeir í gamaldags sundbolum, vegna þess, að kaþólska kirkjan meini fólki að ganga í bikini-sundbolum, einnig að þessi litla vík hafi þann kost, að hér komi enginn lifandi maður og það sé hægt að synda og j sóla sig nakinn. Tómatar og ólífur Daginn eftir förum við að skoða jarðareignina. Hér eru aðallega ræktaðar ólífur og tómatar. Ólífu- trén gefa eina uppskeru á ári, en tvenns konar tómatar eru ræktað- ir, vetrar- og sumartómatar. Bænd urnir hafa verið mjög óheppnir með vetrartómatana í ár. Kaldur vindur frá hálendinu eyðilagði næstum því alla uppskeruna. Á mörg hundruð fermetra svæði er ekkert nema ónýtir tómatar á söln- uðum tómatajurtunum. Bændurnir eru að hirða þá, sem ætir eru, þeir láta þá í körfur og selja á niður- settu verði til Alicante. Við göng- um til eins þeirra, ég er kynntur fyrir honum og sagt að ég sé frá íslandi. „Frá íslandi", segir hann. Hann veit, að Reykjavík er höfuð- borgin og að þar eru hverir. Einn- ig veit hann að íslendingar ætluðu að banna Amerikönum að hafa her stöðvar. Hann segist hafa lesið það í blöðunum. „En nú hafa þeir alveg gefist upp við það“, segir hann og brosir. Ég segist vona að svo sé ekki. „Þið voruð einu sinni viking- ar?“ spyr hann. „Já,“ segi ég, ,,-e-n við erum það ekki lengur“. „Lax- ness er víkingur, ég hefi lesið Sjálfstætt fólk.“ Ég veit ekki hvern ig ég á að svara og skammast mín. Hann klappar mér góðlátlega á axlirnar og brosti. Síðan heldur hann áfram að tína tómatana af sölnuðum tómatajurtunum. Ungi herrann segir mér að þessi maður sé sonur eldabuskunnar, hún hafi látið hann læra og hann fylgist mjög vel með, hvað er að gerast í heiminum. Hann hefir mikinn á- huga á Norðurlöndum og menn- ingu þeirra; hundinn sinn hefir hann skírt Norde. Seinnihluta dagsins göngum við á fjöll og horfum á sígauna fara eftir veginum. Þeir eru að koma að norðan og halda nú til suðurs. Þeir eru með ótal nýfædd börn og bera þau á örmum sér. Þeir vinna lítið og lifa aðallega á sn:kjum og þjófnaði. Hundarnir gelta ákaft þegar þeir nálgast bæina. Þeir hafa sitt eigið mál og sínar eigin siðvenjur. Þeir lúta engum lögmál- um, nema lögmáli náttúrunnar — þeir eru ríki í ríkinu. Á næsta bæ við- Lo Cruz búa tvær systur á stórri jörð. Það er eina jörðin, sem er ekki í eigu Bonmati-fjölskyldunnar, sem á all- ar jarðirnar hér í nágrenninu. Systurnar hafa frétt að ungi herr- ann ætlar að dvelja á sveitasetri sínu í þrjár vikur og.einn daginn fáum við kort frá þeim með heim- boði. — Rækjuveiðin í Isafjarðardjúpi ár, systir hennar, Josepa, er elda- buska og enginn veit hvað þær eru gamlar. Úr þessum víðáttu- mikla sal liggur svo stigi upp á loftið. Gegnum lúgu á veggnum getur maður horft inn í vínþróna, sem á dögum afa unga herrans var full af víni, en er nú töm, því að fjölskyldan, sem er dreifð um Frakkland, Afríku, Spán og Ame- ríku, hefir ekki neinn sérstakan áhuga fyrir búskap. Á efri hæð- inni eru svo ótal smá og stór her- bergi, setustofa og heljarmikill borðsalur. Eftir skamma stund er Josepa búin að elda einn af þjóð- arréttum Spánverja, sem er hrís- grjón með alls konar góðgæti, svo sem rækjum, skeljum, sníglum og smokkfiskum, einnig steikir hún saltfisk í alls konar grænmeti. Öll eldun fer fram yfir opnum eldi og þess vegna allur matur sérstaklega bragðmikill, enda er Josepa meist ari í að búa til mat. Hálf saltur sjór drepur æðri gróður Fyrir ofan búgarðinn eru lágar hæðir, þær eru gróðurlitlar, því að hér er vatnsskorturinn mesta vandamál bændanna, hér rignir stundum ekki nema einu sinni á ári. Jörðin er þurr og án áveitu væri enginn landbúnaður hérna. Vatninu er veitt á akrana frá á einni, sem er marga kílómetra í burtu. Aðalæðin er steinsteypt, en frá henni liggja svo ýmsir smá- skurðir um akurrendið með ótal lokum og holrásum, því að reynt er að nýta vatníð eins mikið og <unnt er, og vatnið hér er dýrmætt sem gull. Ef hægt væri að leysa vatnsvandamálið, með því að grafa fyrir vatni, væri hægt að nýta jörð ina betur en gert er, en þar sem allur slíkur kostnáður er mikill, þora bændurnir ekki að leggja íkostnað í að grafa brunn hver fyr- ir sig og samtök milli bændanna bérna eru fremur lítil. Auk þess er öllum landbúnaði ógnað hérna: að norðan iðnaðarbærinn Ali- cante, sem er vaxandi iðnaðarborg skáld í húsi föður hans Þegar við komum inn í setustof- una hefir verið komið fyrir skál á statívi. í þessari skál eru kol, sem brenna hægt og án reyks. Þetta er eina upphitunin í húsinu. Við komum okkur þægilega fyrir i hægindastólum. Þetta er um það leyti, sem fólk heima er að Ijúka skúringum og öðru tilstandi fyrir jólin, en hér virðist ekkert slíkt eiga sér stað. Einhver kemur með Gin á bakka. Við sötrum það fram eftir nóttu. Ungi herrann segir mér, að á dögum borgarastyrjald- arinnar hafi húsið verið rænt öllu verðmætu. Hann segir mér einnig frá æsku sinni í Madrid í húsi föð- ur síns (faðir hans var eitt bezta ljóðskáld Spánar) þar sem Lorca, Unamuno, Nóbelsverðlaunaskáld- in Jimenes og Benavente vöndu komur sína. Það er söknuður í rödd hans og hann segist vera þreyttur á þessari svokallaðri menningu, vilji helzt búa hérna og ganga berfættur meðal bændanna, vera einn af þeim, en hvorki bænd- urnir eða fjölskylda hans geti skil- ið, að maður, sem hefir dvalið í fjarlægum heimsálfum meðal frægra manna, vilji hverfa aftur til náttúrunnar. Hann segir, að þar sem hann sé fæddur, í svokallaðri yfirstétt, sé hann dæmdur til að lúta lögmálum hennar. Þetta finnst mér kynleg heimspeki, en þegar ég ætla að fara að reyna að hrekja hana dettur mér í hug orð kunn- ingja míns um hinar þrjár höfuð- syndir, en þær eru: Að taka Jesú og kopp frá gamalli konu og hug- sjón frá ungu skáldi. Á jóladaginn ákveður ungi herr- ann að við skulum spenna hest fyr ir kerru og aka út á baðströnd. Þar sem verkafólkið á frí, verðum við að spenna kerruna fyrir hest- inn. Þetta er snemma morguns og ég nenni ekki á fætur, svo hann á- kveður að gera þetta einn. Þegar Stutt lokasvar til Bjarna í Vigur ira Knstjam a barosstoðum Bjarni SigurSsson í Vigur, gamall og góður kunningi minn, ritar nú aftur langa grein í Morgunblaðið 12. febr. til varnar rækjuveiðabanni sínu. Er þetta svar við grein minni í Tímanum frá 23. jan. Ég tel rangt að þegja með öllu við grein Bjarna, álít það móðgun við höfundinn, og ætla því að svara honum nokkrum orðum. Bjarni talar um fljótfærni mína og ætlar hann sýnilega að freista að draga athyglina frá sínum djörfu fullyrðingum um rækju- veiðarnar, sem ég leyfði mér að nefna glannaskap og flasfengni hjá undirskrifendum. En mín vegna má líka nefna þetta fljót- færni. —r Bjarni heíir fullyrt, að rækjuveiðarnar í Ísaíjarðardjúpi hafi þegar valdið milljónatjóni, en hefir þó færst undan að færa fyrir því sannanir, aðrar en þær, að smábátaafli brást að mestu í Djúp inu síðastl. sumar, eins og hefir margsinnis hent fyrr og áður en sú, sem rækjuverksmiðjurnar hér í bænum greiddu fyrir afla og vinnulaun síðastliðið ár, nam, eftir upplýsingum þeirra, um 3 millj. og 200 þús. kr. — Útflutnings- verðmætið er auðvitað miklu mun meira. Rækjuveiðar bannaðar Bjarni lét í það skína í fyrri grein sinni, að það væru aðeins veiðitæki rækjumanna, botnvarp- an sem hann kallar, er hann vilji banna. Nú er á honum að heyra í seinni greininni, sem ætlast til að rækjuveiðarnar verði bannað- rækjuveiðarnar komu til sögunn- j ar. Ég hygg að ekki hefðu fengist ar. — En svo gerði þorskurinn | svona margar undirskriftir undir og að sunnan saltvinnslan. Stórar j ég kem út, sé ég að eitthvað hefir ferhyrndar tjarnir eru grafnar í jörðina og sjó dælt inn í þær. Síð- an er sólin látin næstum því þurrka þær upp, en það, sem eftir er af sjónum, sem er orðinn þá hálf saltur, er veitt inn í landið nær ökrum bændanna, því það er engin dæla, sem dælir því aftur út í sjó. Þetta hálf salta vatn drepur svo allan æðri gróður og þess vegna eru stór svæði vaxin ýmis konar safaríku illgresi þar sem komið fyrir. Umhverfis unga herr- ann, sem liggur á jörðinni, er hóp- ur kvenna með tuskur og vatn. Ég flýti mér á vettvang, og þarna ligg ur hann með kúlu á enni og skrámu á nefi. Hann hafði fallið við að reyna að draga kerruna út úr vagnskúrnum. Ég get ekki stillt mig um að hlæja og segja við hann, að svona fari fyrir yfirstétt- arsveimhuganum, þegar hann ætl- ar að reyna að vera einn af „hin- Bjarna þann grikk, að streyma í Djúpið núna í desember og jan- úar í stærri torfum en menn hafa átt að venjast á þessum árstíma, og það á sumum þeim slóðum sem dragnótamenn höfðu verið að veið um í haust. Glannaskapur eða fljótfærni Hann fullyrti líka að vissir menn hefðu hætt við að gera báta út á rækjuveiðar, er þeir þóttust fullvissir um þau hroða spjöll, sem veiðar þessar yllu. Nefndi hann Einar Guðfinnsson í því sambandi. Nú vill svo til að Bolvikingar (ég hygg að Einar eigi þar hlut .að) hófu rækjuveiðar um miðjan febrúar, og sækja í Djúpið, eins og ísfirðingar. Ekki skiptir það máli hvort menn fremur vilja nefna þetta glannaskap eða fljót- færni. En staðreyndirnar stang- ast hér algerlega við fullyrðingar Bjarna. Bjarni hampar tölum úr skýrsl- um yfir útfluttar sjávarafurðir, sem mun vera að finna í 1. tbl. Ægis þ.á. Þar segir að útflutn- ingur af rækju og humar frá í jan. til í nóv. 1956 hafi numið 1 milljón 796 þús. kr. En bæði er það, að mikið af framleiðslunni 1956 mun ekki hafa verið flutt út þá, og auk þess hygg ég að niður- soðin rækja sé ekki talin þarna með, einungis fryst. En upphæð svonefnt kæruskjal, ef undirskrif- endur hefðu gert sér ljóst, að bann við að nota hlera við rækju- nótina væri sama og að banna veiðarnar með öllu. Varla myndu ísfirðingar, að minnsta kosti hafa léð nöfn sín undir kæru, sem myndi, ef til greina væri tekin, leggja rækjuveiðarnar með öllu að velli. Bjarni nefnir sem dæmi um rányrkju rækjuveiðimanna, að Hestfjörður og Mjóifjörður, er áð- ur hafi verið beztu veiðiplássin séu svo þurausnir, að rækjubát- arnir leiti þangað ekki lengur. Ekki veit ég hvað hæft er í þess- ari fullyrðingu — hygg ég að hér sé orðum aukið. En þótt rækja kynni að þverra um stund á fá- einum veiðisvæðum, þá væri það ekkert undrunarefni. Svipað ger- ist um ýmsar fisktegundir, líka í viðiám. Annars halda rækuveiði- menn því fram að rækjuveiðin hafi verið með bezta móti í sum- ar og haust á hinum gömlu miðum í Djúpinu. — Bjarni ræðir um það í grein í Víkingi að Hestfjörð ur hafi verið meðal beztu uppeldis stöðva þorsksins hér við Djúp og þótt víðar væri leitað og ber dr. Bjarna Sæmundsson fyrir þeirri skoðun. Vel má þetta vera. En þær eru áreiðanlega fleiri, og við brott flutning fólks og niðurlagningu bátaveiða t.d. í Sléttuhreppi og einnig í Aðalvík, mætti ætla að skilyrði sköpuðust fyrir slíkar uþp eldisstöðvar víða. Enda hefir Hesteyrarfjörður verið talin góð uppeldisstöð þorskveiða, en þang að kemur nú engin fleyta til veiða lengur. — Það sýnist því ofreisn að tíma ekki að veiða jafn verð- mætan fisk og rækjan er í Hest- firði, en ætla sér að geyma hann og vernda vegna hugsanlegra þorskseiða, sem hafizt þar við. Fer ill þorskseiðanna er ekki auðrak- inn og þarflaust að fara með á- gizkanir um hvort þau staðnæpi- ast, sem kynþroska fiskar á heima miðum, ellegar fiskur þessi leitar á útjaðar landgrunnsins og lend- ir þá mikill hluti hans í botnvörpu togaranna. Rækjunót og botnvarpa Bjarni hyggst bara saman botn vörpuveiðar togaranna og nót rækjubátanna og telur víst að þeir, sem eru á móti togveiðum á landgrunni, vilji banna þær með öllu, hljóti einnig að vilja banna rækjunótina. — Hvílík fásinna er að bera rækjunót nokkurra smá- báta saman við botnvörpu fjölda stórskipa. Það, sem okkur Bjarna ber í milli er í stuttu máli þetta: Bjarni vill banna rækjuveiðarnar af því hann telur sér og ýmsum öðrum trú um að veiðarnar valdi svo miklum spjöllum og eyðileggi jafn vel þorskveiðisvæðin í ísafjarðar djúpi, að til tortímingar leiði. — Ég og flestir óhlutdrægir menn í þessu efni, teljum hann alls ekki færa nein fullnægjandi eða fram bærileg rök fyrir þessari skoðun. sinni. Ég tel sjálfsagt að veiða jafn dýrmætan fisk og rækjan er þar, sem nokkur tök eru á — jafnvel þótt þorskveiði kunni að þverra eitthvað á þeim slóðum, sem veið arnar eru stundaðar að staðaldri. — Rækjuveiðarnar reynast veita svo mikla atvinnu og skapa svo mikil útflutningsverðmæti, að það væri fásinna að banna veið- arnar, eins og nú horfir við. Þjóðinni er það brýn nauðsyn að veiða sem flestar tegundir sjáv arfiska, og kemur þar margt fleira til greina en rækja og hum- ar, og framleiða aflann á sem fjölbreyttastan hátt handa erlend um markaði, til gjaldeyrisöflunar og atvinnuaukningar. ísafirði, 2. marz 1957 Kristján Jónsson frá Garðstöðum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.