Tíminn - 12.03.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.03.1957, Blaðsíða 1
Fylgist með tímanum og lesið TÍilA.NÍv Áskriítarsímar 2323 81300 TÍMINN flytur mest og fjolbreyttast almeant lesefnl. 41. árgangur Reykjavík, þriðjudaginn 12. marz 1957. f blaðinu í dag: * 1 Séð og heyrt frá Spáni, bis. 4. ! fþróttir, bls. 5. 1 Erlent yfirlit, bls. 6. j 59. blað. 7 Nasser ákveður að leggja Gaza undir egypska stjórn Góðar horfur á að ná GæzluliS S.Þ. sakað um samningsrof PoSar Quest ut Myndir þessar voru teknar af Sólfaxa, þar sem hann síó3 utan við brautarendann í gaer. Á efri myndinni sést hvar hann staSar, er hann var kominn yfir veginn. Á neðri myndinni hefir tveim iaiðýtum eða dráttarvélum verið beitt fyrir vélina, og er verið að draga hana aftur á bak upp á brautina aftur. Sólfaxi náSi ekki fkgtaki og rann úf af bractarenda í gænnorgiin Var a<$ leggja af staí í GrænlandsOug. Engan sakaoi en véíin er talin allmikið skemmd Millilandaflugvélinni Sólfaxa hlekktist á, er hún var að hefja sig til flugs á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 10 í gærmorgun, skipuð farþegum og flutningi til Meistaravíkur á Grænlandi. Varð vélin að hætta við flugtak á miðri braut og tókst ekki að hemla sökum hálku, og rann hún út af enda brautarinnar yfir lágan bakka og veg. Skemmdir munu þó ekki vera teljandi á vélinni og engan sakaði. í flugvélinni voru 10 farþegar og 3,5 lestir af vörum. Ætlaði vél- in að hefja sig til ílugs frá suðri lil norðurs eftir brautinni, sem liggur frá Skerjafirði 1 átt til Tjarn arendans. Hreyfill í ólagi. Vélin var komin á miðja braut- ina, þegar mælaborð vélarinnar sýndi, að einn hreyfillinn var í ó- lagi, og vélin var ekki Jcomin á loft. Flugstjórinn hætti þegar við flugtakið eins og reglur mæla fyr- ir og setti á neyðarhemla. Hálka á brautinni. En hemlaskilyrði voru slæm vegna hálku á brautinni, og fékk vélin litla mótstöðu fyrr en kom á enda brautarinnar, sem er mal- arborin. Fór Sólfaxi fram af braut arendanum og yfir lágan bakka og veg og stöðvaðist í snjóruðningi. Vrélin stöðvaðist á réttum kili og sakaði engan í henni. Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar kom á vettvang ásamt fleirum, og brátt tókst að draga vélina með tveim ýtum aftur upp á brautina. Engar skemmdir sáust á henni við fyrstu athugun, en í gær fór fram gagnger rannsókn á henni áður en hún verður tekin í notkun aftur. Gullfaxi var til staðar, og voru vörur og farþegar þegar sett í hann, og flaug hann síðan til Meistaravíkur í stað Sólfaxa. Allmiklar skemmdir. • Seint í gærkvö'ii frétti blaðiS, að rannsókn á Sólfaxa hefði leit.t í ljós, að skemmdir væru nteiri á vélinni en ætlað var í fyrstu. Er sýnt, að 'vélin' verður að fara utan til viðgerðar, og mun ekki geta verið í áætlunarflugi næstu vikit. Talið er þó, að liægt verði að fljúga vélinni út tU viðgerð- ar. Talið er, að flugstjórinn hafi hætt við flugtakið vegna þess, að rautt ljós kviknaði í inæla- borði, en það er merki um eld- hættu í vélinni. Náttari skýringu á því fékk biaðið þó ekki í gær- kvöldi. KIRKJUBÆJA RKi, AILSTRI gær. — Björgunarmenn vinna að undirbúningi aó björgun norska selveiðiskipsins Polar Quest á Meðallandsfjöru. Buiö er að hreinsa skipið og dæla úr því sjó, og virðist það að mestu ólekt. — Einnig er búið að létta það að ýmsu öðru, svo sem að taka nokk- uð af gasolíu úr því. Hafa bændur í Meðallandi fengið, keypt talsvert af gasolíu á tunnur, og hefir það komið sér vel, því að lítið var orð- ið um kyndingarolíu surns staðar eftir langvarandi samgöngu- tregðu. Nú er smástreymt, en stækk- andi straumur, og munu björgun- armenn reyna að nú skipinu út á næsta stórstraumi og telja góðar horfur á að það takist, ef brim verður mikið við sandinn á þeim tíma. VV. Sáítafundur í far- mannadeilunni í nótt Engir sáttafundir voru í far- mannadeilunni um heígina, en í gærkvöldi hafði sáttasemjari boð að til fundar, og stóð hann yfir fram eftir nóttu. Ekkert virðist enn benda til þess, að lausn deil unnar sé skanimt undan. meS stjórn sinni á Gaza — ákvörðun ; Egypta veldur áliyggjum í aðalst. S.Þ. Bátur til Þingeyrar Nýlega kom til Þingeyrar átta lesta bátur, eign bræðranna Gunn ars og Hermanns Bjarnasona. Bát- urinn er keyptur frá Dalvík. Hann er smíðaður úr eik, og er tveggja ára gamall. Báturinn verður gerð- ur út frá Þingeyri. Kairó—NTB, 11. marz. — Egypzka sfjórnin tilkynnti ( dag, að hún hefði ákveSið aS leggja Gazasvæðið undir eg- ypzka stjórn þegar í stað. Hún hefir jafnframt sent Dag Hammarskjöid aðalframkvæmdastjóra S. Þ. mótmælaorð- sendingu þar sem gæzluiið bandalagsins er sakað um aS hafa farið inn á allt aðrar brautir heldur en um hafi verið samið við stjórn Egyptalands í upphafi er gæzluliðið kom til landsins. Ennfremur var tilkynnt að Egyptalandsstjórn hefði skipað Hassan Abdel Latif hershöfðingja landsstjóra Egypta í Gaza. Egyptalandsstjórn tók þetta skref að loknurn löngum viðræðu- fundi Nassers forseta og ráðgjafa hans eftir að gæzlulið S. Þ. hafði sett á stofn stjórn Gaza-svæðisins og skipað yfirmann dansk-norsku herdeildanna, Carl Engholm hern- aðarlegan landsstjóra yfir Gaza. í tilkynningu egypzku stjórnarinn- ar um málið segir, að hlutverk gæzluliðs S. Þ. hafi verið það eitt að koma á vopnahléi í landinu og tryggja brottflutning allra er lendra hersveita af egypzkri grund. Egyptaland mun aldrei á það fallast, segir ennfremur í tilkynningunni, að gæzluliðinu verði falin nokkur önnur verk- efni. Ásökunum vísað á bug Gæzluliðið hefir einnig verið sak að um að hafa hafið skothríð á egypzka borgara í Gaza, en starfs- menn S. Þ. hafa neitað þessum á- sökunum. Sannleikurinn sé sá, að hermenn S. Þ. hafi skotið yfir höf- uð æsingamanna, sem reynt hafi að ráðast á aðalstöðvar gæzluliðs- ins á Gaza. Þessi ákvörðun Egypta um töku Gaza-svæðisins hefir valdið ntikluin áhyggjum í aðalstöðvum S. Þ. í New York. Þegar er írétt- irnar bárust vestur um haf gerði aðalfulltrúi Bandaríkjanna, Henry Cabot Lodge ráðstafanir til að ræða við Dag Hammar- skjöld um hin nýju viðhorf. . i Engin áform um alþjóða- stjórn Varaframkvæmdastjóri S. Þ. dr. Ralph Bunche, sem kom til Gaza í dag, sagði fréttamönnum á fundi í dag, að engin áform væru uppi um að leggja Gaza-svæðið undir alþjóðlega stjórn. Fyrirætlanir S. Þ. í Gaza eru skýrar, sagði Bunch. Hann lágði til, að framkvæmdir og gerðir gæzluliðsins bæði á Sin- ai-skaga og í Gaza skyldu vera í fullu samræmi við stefnu egypzku stjórnarinnar. Danskir og norskir hermenn hafa undanfarna daga átt fullt í fangi með að koma á friði og ró á landssvæði þessu. Allt var með kyrrum kjörum í dag og er það fyrsti rólegi dagurinn síðan að gæzluliðið kom inn á svæðið eftir brott'lutning ísraelshers. Fjörutíu ára afmæli Tímans minnzt með hófi að Hótel Borg 18. marz Fjörutíu ára afmælis Tímans verður minnzt með samsæti að Hóte! Borg mánudaginn 18. þ. m. Hefst það með borðhaldi kl. 7. Aðgöngumiða má vitja á skrif- 1 stofu Framsóknarfiokksins í Edduhúsinu, símar 82613, 6066 og 5564. teur eiitvígisskákin fvisvar í bið: Buðu jafntefii á víxl en höfnuðu báðir, - Friðrik á nú peð yfir Önnur einvígisskák þeirra Friðriks Ólafssonar og Pilniks, sem tefld var á sunnudaginn, varð biðskák þá, og aftur í gær, og virðist ætla að verða allsöguleg, þar sem þeir hafa báðir boðið jafntefli og hvor um sig hafnað. Friðrik hefir nú peð yfir, hefir tvö samstæð frípeð, gegn einu. hvítt í þessari ~ Lokið viðgerð oliu- leiðslunnar í Sýrlandi Olíuleiðslurnar frá írak í gegn- um Sýrland til Miðjarðarhafsins, voru teknar í notlcun í dag í fyrsta skipti eftir að sýrlenzkir hermenn sprengdu þær í loft upp er átökin um Súez stóðu sem hæst. Strax og ísraelsher hafði verið fluttur á brott frá Gaza og Akaba leyfði Sýrlandsstjórn viðgerð á leiðsl- um, sem nú er lokið. i Enn eru jaríískjálftar í Grikklandi LONDON, 11. ntarz. — í dag urðu enn allharðir jarðskjálftar í Norð ur-Grikklandi, hús hrundu, en ekki er vitað um neitt manntjón. Sýrland styður Egypta Dr. Fawsi utanríkisráðherra Eg- ypta ræddi í dag við Hammar- skjöld í aðalstöðvum S. Þ. áður en hann hélt áleiðis til Kairó. For- sætisráðherra Sýrlands, Sabri El As Sali lýsti í dag yfir stuðningi við stefnu Egypta varðandi stjóm þeirra á Gaza. , ■ (Framhald á 2. síðu). i Friðrik hefir hvítt í þessari skák. Hún fór í bið eftir 40 leiki á sunnudaginn, og var þá staðan talin jöfn; Friðrik þó talinn hafa heldur betra tafl, ef nokkuð væri, en eltki taldar líkur til, að það mundi nægja honum til sigurs. Þeir tefldu svo skákinni áfram í gær, og skömmu eftir að þeir hófu að tefla bauð Friðrik Pilnik jafnteflí, en hann hafnaði boðinu. tefldu þeir síðan áfram, og er komnir voru milli sextíu og sjö- tíu leikir, bauð Pilnik jafntefli, en Friðrik hafnaði þá. Fór skákin síðan í bið eftir 72 leiki, og er staðan þannig: Hvítt (Friðrik) Kg4, Hc8, Bd3 og peð á f4 og g3. Svart (Pilnik) KfG, Hcl, Rdl og peð á c2. Engu verður spáð um tafllok, en líklegt er að þeir tefli til loka í dag, þar sem þriðja einvígis- skákin fer fram á miðvikudags-- kvöldið. Friðrik lék biðleik í gær. Myndin sýnir iandamæri ísrael og Egyptalands. Örin vísar á hiS margumdeilda Gaza-svæSi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.