Tíminn - 12.03.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.03.1957, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, þriðjudaginn 12. marz 1957, Símar; I Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi vi3 Lindargötu. 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h. f. Vonbrigði frambjóðandans ' HÉR í blaðinu, var ný- lega sagt frá viðtali, sem einn af starfsmönnum blaðs ins hafði átt við mann, sem var í framboði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn við alþingis- kosningar fyrir nokkrum ár- um síðan. Talið barst að stjórnmálunum og fórust faonum þá svo orð, að hann hefði aldrei orðið fyrir meiri pólitískum vonbrigðum en í sambandi við framkomu for ■yígismanna Sjálfstæðis- Slokksins nú. Þeir hafa árum saman, sagði hann, varað kappsam- Sega við þeirri hættu, sem væri fólgin i ósanngjörnum kaupkröfum, og skammað kommúnista alveg réttilega Æyrir óbilgirni í þeim efnum. Nú, þegar svo virtist, að kommúnistar hefðu tekið app hóflegri stefnu í þess- um efnum, sneru forkólfar Sjálfstæðisflokksins við blað iinu. Nú væri málgögn þeirra tekin við af Þjóöviljanum Og rækju öllu kröftugri kaup hækkunaráróður en hann hefði nokkurn tíma gert. Vel iræri þó forkólfum Sjálfstæð Isflokksins ljóst, að fram- leiðslan þyldi nú ekki nýja ikauphækkunaröldu. Leikur- inn virtist því eingöngu gerð pr til þess, að koma á öng- þveiti og ringulreið, sem ef til vill gæti lyft þeim í ráð- iierrastóla aftur. ÞAÐ ER vafalaust, að það eru miklu fleiri Sjálf- Stæðismenn en þessi fyrr- verandi frambjóðandi, sem Mta nú á málin svipað og hann. Dag eftir dag sjá þeir Morgunblaðið og Vísir blása út sérhverja verðhækkun, sem óhjákvæmileg er vegna erlendra áhrifa (sbr. olíu- verðið og Súezdeiluna) eða ráðstafana, sem allir viður jkenna að voru óhjákvæmileg ar. Sé nokkur tilgangur með þessum æsiskrifum, getur jhann ekki verið annar en sá að ýta undir óánægju laun- jþega og koma þannig af stað einni kauphækkunaröldunni enn. Engir vita það þó betur en forkólfar Sjálfstæðis- flokksins, að ekkert gott gæti leitt af nýrri kauphækk unaröldu nú fyrir launþega, heldur myndi hún aðeins hafa aukna verðbólgu og ringulreið í för með sér. íhaldsforkólfarnir gera sér hinsvegar von um, að slíkri efnahagslegri ringulreið gæti fylgt öngþveiti í stjórn málum, sem ryddi þeim braut til valda að nýju. Þessvegna beita þeir sér nú fyrir því, sem þeir réttilega fordæmdu manna mest áður. FJÖLDI manna hefur á- reiðanlega að undanförnu f ylgt Sj álfstæðisf lokknum að málum vegna þess, aö þeir álitu hann annan en hann var. Hann vann þá með öðr- um umbótasinnaðri flokkum og naut góðs af þeirri sam- vinnu. í augum ýmsra tókst honum að eigna sér það, sem samstarfsflokkarnir gerðu vel. Eftir að flokkurinn er orðinn einangraður i stjórn- arandstöðu, nýtur hann ekki þessa lengur. Hann verður nú að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Hann get- ur ekki lengur dulið stefnu- leysi sitt og úrræðaleysi, og að völdin eru eina takmark hans. Undirróður hans og áróður fyrir nýrri kaup- hækkunaröldu leiðir það þó gleggst í ljós, að hann er ábyrgðarlaus valdastreitu- flokkur, sem einskis svífst og hugsar um það eitt að kom- ast aftur til valda og lætur sig einu gilda með hvaða hætti það er gert. Þessvegna temur hann sér nú þá starfs hætti, er hann taldi for- dæmanlegasta áður. ÞAÐ fer ekki hjá því, að hugsandi fólk, sem hefur fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum, komi auga á þetta. Þess sjást líka orðið mörg merki. Flokkur, sem hagar sér eins og Sjálfstæðisflokk urinn gerir nú, verðskuldar sannarlega stórfellt fylgis- tap. Það mun hann líka hljóta hjá því hugsandi fólki sem hingað til hefur látið blekkjast, en fær nú fullt tækifæri til að sjá hann í réttu ljósi. Þegar hugsjónirnar vantar ÞEGAR Bjarni Benedikts son gerðist ritstjóri Morgun- blaðsins, gerðu Sjálfstæðis- menn sér vonir um, að nú myndi gerast mikil og gleði- í'.eg endurbót á Mbl., enda •öími til kominn. Þótt margir Sjálfstæðis- ÍOienn hafi orðið fyrir von- larigðum af stjórnarandstöðu Sjálfstæðisfl., hafa þó enn tfleiri orðið fyrir vonbrigðum af ritstjórn Bjarna. Aöalverk hans hjá Mbl. er að skrifa Staksteinana svonefndu, sem er smá skítlegra nart í menn og málefni en Valtý taldi sér Dokkitrntima samboðið að birta. Til viðbótar hefur Bjarni svo breytt Reykja- víkurbréfunum í það form, að slíta vissar setningar út úr greinum andstæðinganna og reyna síðan að halda því fram, að þeir hafi sagt allt annað en þeir raunverulega gerðu. Hafa öllu lubbalegri útúrsnúningar ekki sézt áður í íslenzku blaði. Það er ekki undarlegt, þótt Sjálfstæðismenn fyllist von- brigðum yfir því, að fyrrv. prófessor, borgarstjóri og ráðherra skuli ekki hafa meira fram að leggja, þeg- ar hann á áð endurskapa ERLENT YFIRLIT: Furðuleg ákæra á hendur Svíum Hlutleysisstefnan hindrar ekki rangar ákærur Rússa gegn þeim ÞAU TÍÐINDI gerðust í vikunni I sem leið, að stjórn Sovétríkjanna sendi stjórn Svíþjóðar harðort mót- mælaskjal, þar sem því var haldið fram, að leyniþjónusta sænsku stjórnarinnar hefði árum saman rekið njósna- og undirróðursstarf- semi í Sovétríkjunum. í skjalinu segir, að rússneska lögreglan hafi í desember síðastliðnum látið fang- elsa mann, Mumm Endel að nafni, þegar hann hafi verið að reyna að ná radíósambandi við njósnastöð- ina í Stokkhólmi. Áður hafi verið handteknir allmargir menn, sem hafi verið þjálfaðir í Svíþjóð með það fyrir augum að reka njósnir og undirróður í Sovétríkjunum. Alls hafi 13 menn verið handtekn- ir í seinni tíð af þessum ástæðum. Yfirheyrslur yfir þeim hafi leitt í ljós, að sænska stjórnin hafi árum saman sent njósnara til Sovétríkj- anna. Leyniþjónusta sænsku stjórn arinnar hafi fengið frelsisráð eist- jlenzkra útlaga í Svíþjóð til að velja mennina en síðan hafi þeir verið sérstaklega þjálfaðir af starfsmönn um sænsku leyniþjónustunnar. Þeim hafi síðan verið hjálpað til að komast til Sovétríkjanna og unnið þar að njósnum og undir- róðri. Hjá þeim njósnurum, er hafa náðst, hafi fundizt loftskeytatæki, orðalyklar, fölsuð rússnesk emb- ættisskjöl, vopn og hvers konar annar útbúnaður fyrir njósnara. Þeir, sem hafi verið klófestir, hafi nú játað sekt sína og m. a. gefið upplýsingar um þá starfsmenn sænsku leyniþjónustunnar, sem hafi þjálfað þá. Njósnararnir, sem hafi verið handteknir, hafi nú all- ir hlotið refsidóm fyrir afbrot sín. Skjalinu lýkur með hörðum mót- mælum gegn þessu atferli sænsku stjórnarinnar, ásamt eindreginni kröfu um, að því verði tafarlaust hætt. EFTIR AÐ opinberlega hafði verið sagt frá efni orðsendingar- innar, hafa rússnesk blöð og út- varpsstöðvar gert hana mjög að umtalsefni. í blöðunum hefir því m. a. verið haldið fram, að sam- vinna hafi verið milli leyniþjón- ustu Svíþjóðar og Bandaríkjanna um þessa starfsemi og hafi aðal- forustumenn hennar verið sænsk- ur liðsforingi, Andreasson að nafni ERLANDER — eru Bulganin og Krustjeff reiðir vegna þess, að hann vill ekki taka á móti þeim? mál, sem eiga að fara fram í sænska þinginu 20. marz. Öll sænsku blöðin eru sammála um, að mótmæla ákæru Rússa um njósnarstarfsemi sænsku stjórnar- innar, sem hreinni fjarstæðu. Jafn- vel kommúnistablaðið Ny Dag kemst svo að orði, að enginn Svíi trúi því, að sænska stjórnin reki slíka starfsemi eða að hún sé rek- in með vilja hennar og vitundar. Blaðið reynir hins vegar að bæta fyrir Sovétstjórnina með því að segja, að einhver öfl í Svíþjóð kunni að fást við slíka starfsemi í blóra við ríkisstjórnina, og því sé rétt að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn. SÆNSKU BLÖÐIN ræða það mjög, hvað valdi því, að rússneska stjórnin skuli bera fram slíka ákæru gegn sænsku stjórninni. Sum benda á, að þetta kunni að garð Svía. Frásagnir rússneskra blaða og útvarpsstöðva um þetta mál gefi einnig til kynna, að ætl- unin sé að hefja einhvers konar áróðurssókn gegn Svíum. Það beri ekki sízt vott um þetta, þegar það er borið á sænsku stjórnina, að hún hafi samvinnu við leyniþjón- ustu Bandaríkjanna um njósnir og skemmdarverk í Sovétríkjunum. Með því sé bersýnilega verið að reyna að má hlutleysisstimpilinn af Svíþjóð. Það er ekki sízt Dagens Nyheter, sem bendir á þetta. Jafnframt seg- ir Dagens Nyheter, að þessi ákæra Rússa feli í sér gjaldþrot sænsku hlutleysisstefnunnar. Svíar stæðu utan allra hernaðarbandalaga og | reyndu sem mest að halda sér ut- an við kalda stríðið. Þrátt fyrir þetta, yrði ekki aðeins uppvíst um stórfelldar njósnir Rússa í Svíþjóð, heldur yrðu sænsk stjórnarvöld fyrir tilhæfulausum ákærum um njósnir og skemmdarverk í Sovét- ríkjunum og fyrir samvinnu við levniþjónustu Bandaríkjanna um slík mál. Vissulega er mikið rétt í þessarí ályktun Dagens Nyheter. Það virð- ist a. m. k. ljóst af þessu öllu, að rússnesku valdhafarnir sætta sig ekki við þá hlutleysisstefnu, sem Svíar fylgja. Hún er bersýnilega of vestræn að dómi þeirra. eiga að draga athyglina frá því, að orðið hefir uppvíst um víðtæka njósnarstarfsemi Rússa í Svíþjóð á undanförnum árum. Önnur benda á, að þetta geti verið mót- leikur vegna Wallenbergs-málsins, sem hefir vakið mikla andúð gegn Rússum í Svíþjóð. Fleiri ástæður koma svo vitan- og Bandarikjamaður sem heitir | lega til greina. Ein er sú, að Svíar Valdin. Þá er sagt, að njósnararnir hafi m. a. drepið rússneskan liðs- foringja og allmarga eistlenzka embættismenn. Áður en þeir fóru frá Svíþjóð hafi þeim m. a. verið kennt að skipuleggja sveitir skemmdarverkamanna. Nöfn flestra þeirra, sem hafa verið hand- teknir, hafa verið birt í blöðun- um. Sænsku blöðin hafa undanfarið reynt að afla sér upplýsinga um þá menn, sem nefndir eru í ákæru- skrifum rússnesku blaðanna. Sum- hafa tekið ákveðna afstöðu á al- þjóðlegum vettvangi gegn fram- ferði Rússa í Ungverjalandi og m. a. af þeim ástæðum frestað að bjóða þeim Bulganin og Krustjeff til Svíþjóðar. Rússneska stjórnin hefir hins vegar látið í það skína, að hún sé þess fýsandi, að þeir heimsæki fleiri af Norðurlöndun- um en Finnland í sambandi við heimsókn þeirra þangað á vori komandi. ÖLL ERU sænsku blöðin sam- ir þeirra virðast vera Eistlending- / mála um það, að umrædd ákæra ar, er fóru frá Svíþjóð til fyrri rússnesku stjórnarinnar gegn heimkynna á árunum 1947—49, og I sænsku stjórninni beri vott um 'lítið cpa ekkert hefir frétzt af síðan. I þjónustu hersins eða upp- lýsingaþjónustunnar er ekki til neinn Andreason, en hins vegar er til fyrrv. liðsforingi, sem heitir þessu nafni. í Svíþjóð er ekki til neinn Bandaríkjamaður, sem heit- ir Valdin, en hins vegar er búsett- |ur þar gamall Eistlendingur með þessu nafni. AF HÁLFU sænska utanríkis- ráðuneytisins hefir enn ekki verið sagt neitt opinberlega um þessa ákæru annað en það, að hún falli alveg um sjálfa sig vegna þess, hve fjarstæðukennd hún er. Hins vegar er búizt við nánari greinar- gerð frá ráðuneytinu síðar. ’Búizt er við, að þetta mál muni dragast mjög inn í umræður um utanríkis- blaðamennsku flokksins. En við hverju er að búast, þegar hugsj ónirnar vantar og valda streitan er eina áhuga- efnið? fjandskap rússnesku valdhafanna í VESTAN JÁRNTJALDS trúir því vafalaust enginn maður, nema blindustu Moskvukommúnistar, að það hafi við minnstu rök að styðj- ast, að sænsk stjórnarvöld reki njósnir og skipuleggi skemmdar- verkastarfsemi í Sovétríkjunum. Vafalaust vita líka rússnesku vald- hafarnir það vel, að slíkt er til- hæfulaust. En hvað er þá að ger- ast hér? Fyrir þá, sem hafa von- azt til þess, að verið væri að hverfa frá Stalinismanum í Sovétríkjun- um, hlýtur þessi framkoma rúss- nesku stjórnarinnar í garð Svía að vekja fyllstu vonbrigði. Hér er grinið til þeirra gömlu vinnuað- ferða Stalins að bera fram alger- lega rangar sakir og byggja það á vitnisburðum tilgreindra manna, sem annað hvort hljóta að vera falsaðir eða þeir hafa verið píndir til að gefa. Ef stjórnendur Sovét- ríkjanna halda lengra inn á þessa braut, hljóta þau að einangrast aftur og kalda stríðið að komast f algleyming að nýju og ekkert verða úr þeirri batnandi sambúð aust- urs og vesturs, sem horfur voru á um skeið. Þ. Þ. Aðalfundur Yerk- stjórafélagsins ^ Verkstjórafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn þann 3. marz s. L, en þann dag var félagið 38 ára gamalt. Fundurinn var fjölmenn- ur. Fráfarandi stjórn flutti skýrslu (Framhald á 8. sfðu.) ‘BAÐSTOFAN Gamall bóndi skrifar baðstofunni á þessa leið: Eftirmæli Gerplu. „MIKILL léttir var það fyrir útvarpshlustendur þegar Halldór Kiljan lauk við að lesa Gerplu sína. Það voru margir orðnir leið ir á þeim lestri. Efnismeðferð og málfar á þessu sögukorni er þannig að höfundinum sjálfum reyndist ofviða lesturinn, svo að úr varð tilgerðarlegt stagl og stuna, með smásprettum á milli. Útvarpshlustandi einn, sem hefir ánægju af því að hlusta á sögu- lestur og reyndi að fylgjast með þessari sögu Kiljans, án þess þó að hafa gaman af, lét að einum lestrinum loknum svo um mælt: Von er að fátt um finnist flestum, og líki illa. Er þvoglar með stirðu stagli, staðmæltur Kiljan Gerplu. Hins vegar eiga allir ánægjustund þau kvöldin, er faðranna forna snilli flutt er með sögunni Grettlu. Nýja útvarpssagan. „EN NÚ er H. K. L. hættur sögulestrinum að sinni og mun enginn þess sakna, en í hans stað er kominn séra Sveinn Víkingur, og eru það góð umskipti. Það er alltaf ánægjulegt og hressandi á hann að hlýða. Ekki er ennþá tímabært að dæma um söguna, en við skulum hlusta." Lýkur þar bréfi gamals bóndá og baðstofuhjalinu í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.