Tíminn - 14.03.1957, Qupperneq 2
2
T í MIN N, fimmtudaginn 14. marz 1957,
Félag dægurlagahöíunda gengst fyrir
dægurlagakeppni í Þórskaffi
Félag íslenzkra dægurlagahöfunda hefir ákveSið að efna
til dans- og dægurlagakeppni, sem fara mun fram í Þórskaffi,
og hefst hún 26. marz n. k. Verður keppt í tveim flokkum,
um gömlu og nýju dansana, en K.K.-sextettinn ásamt Ragn-
ari Bjarnasyni og Sigrúnu Jónsdóttur mun flytja nýju dans-
ana, J. H.-kvintettinn ásamt Sigurði Ólafssyni mun sjá um
gömlu dansana. ___________________
Verðlaun verða veitt þrem
beztu lögunum í hvorum flokki,
fyrstu verðlaun eru þau, að Fálk-
inn h.f. mun gefa lögin út á plötu,
önnur verðlaun eru 300 krónur
í peningum, en þriðju verðlaun
200 kr.
Frestur til 16. þ. m.
Frestur til að skila handritum
að lögum, auðvitað undir dulnefni
(rétt nafn skal fvlgja í lokuðu um-
slagi, sem aðeins verður opnað að
keppninni lokinni) rennur út hinn
16. þ. m., og ber að senda þau til
Þórskaffis, Reykjavík. Öllum er
heimil þátttaka í keppni þessari.
Viðræðum Breía og
Jórdaníumanna iokið
AMMAN - LONDON, 13. marz. —
í dag lauk í Amman viðrœðum
Breta og Jórdaníumanna um upp
sögn samningsins frá 1948. Voru
þær hinar vinsamlegustu að sögn
brezka útvarpsins. Ambassador
Breta í Amman og forsætisráð-
herra landsins undirrituðu upp-
sagnarsamningana, en samkvæmt
þeim munu Bretar flytja allan
herafla sinn á brott frá Jórdaníu
innan 6 mánaða.
Danir veita Standard Oil einkaleyfi
til borunar eftir olíu í Danmörku
Frá fréttaritara Tímans í Kaupmannahöfn.
Opinber tilkynning hefir verið gefin út um það af dönsk-
um stjórnarvöldum, að Danir hafi gert samning við Standard
Oil um einkaleyfi til borunar eftir olíu í Danmörku.
„Samið“ um áfram-
haidandi dvöl Rússa í
Aaustur-Þýzkalandi
MOSKVA—NTB, 13. marz: —
Samningar voru undirritaðir í
dag í A-Berlín af Gromyko, ut-
anríkisráðherra Kússa og utan-
rikisráðherra A-Þjóðverja um
dvöl rússneska liersins í A-Þýzka
landi. í samningunum segir m.
a., að framvegis skuli rússnesku
herirnir ekki blanda sér inn í
innanlandsmál A-Þjóðverja og að
stærð hersins á hverjum tíma
skuli háð samþykki beggja stjórn
anna. — Ráðizt er harkalega á
,,hernaðarstefnu“ V-Þjóðverja og
sagt er, að herseta Rússa sé
nauðsynleg til að koma á móts
við óskir Rússa og A-Þjóðverja
um frið og öryggi.
Nanna Egilsdóttir
syngur á þriðjud.
Eins og sagt var frá hér í blað-
jinu síðastliðinn sunnudag var ráð-
gert að Nanna Egilsdóttir héldi
söngskemmtun hér í Reýkjavík í
kvöld. Nú hefir orðið að fresta
skemmtuninni vegna veikinda söng
konunnar, og verður hún í Gamla
híói næstkomandi þriðjudags-
kvöld. Við hljóðfærið verður Fritz
Weisshappel. Eins og kunnugt er,
■er Nanna nýkomin heim frá Þýzka
'landi, en þar hefir hún sungið í
útvarp og getið sér góðar vin-
sældir.
Þetta einkaleyfi gildir um bor-
un í jörð eftir olíu í danska ríkinu,
og gildir til júní 1960. Þá er og
það ákvæði í samningnum, að
hundrað danskir verkamenn skuli
að staðaldri hafa atvinnu við bor-
anirnar, og útgjöldin við þessar
framkvæmdir eru áætluð um 10
milljónir danskra króna á ári. —
Danir hafa að undanförnu borað
eftir olíu á Suður-Jótlandi en það
hefur borið lítinn árangur. Þó
telja jarðfræðingar ekki ósenni-
legt, að olía finnist í jarðlögum
“Danmerkur. Þá virðist og auðsætt
að leyfi þetta nái einnig til olíu-
leitar í Grænlandi, og hefur því
verið haldið fram, að þar myndi
vera olía í jörð.
SEATO-fundinum lauk
í gær í Canberra
CANBERRA - NTB, 13. marz. —
í dag lauk í Canberra, ráðstefnu
SEATO — Suðaustur-Asíu-banda-
lagsins. — Meðal fulltrúa á ráð-
stefnunni var John Foster Dulles
utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
í tilkynningu, sem gefin var út
um störf ráðstefnunnar segir m.a.
að aðildarríkin hafi orðið sam-
rnála um að efla enn varnirnar
gegn árásarhættunni, sem stafaði
af hinum alþjóðlega kommúnisma.
Það hefir nú verið ákvevðið að
setja upp fast herráð bandalagsins
sem mun hafa aðsetur í Bankok,
einnig er í athugun að ráða fastan
framkvæmdastjóra bandalagsins
og mun þð verða Asíumaður.
Eisenhower heldur í
dag sjóieiðis til
Bermuda
WASHINGTON, 13. marz. — Til-
kynnt var í Washington í dag, að
Eisenhower forseti muni leggja af
stað í fyrramálið sjóleiðis til Berm
uda, þar sem hann mun ræða við
Mcmillan forsætisráðherra Breta
innan skamms. Forsetinn mun
fara með beitiskipinu Canberra,
sem búið er með fjarstýrðum flug
skeytum. Áður hafði verið áætlað
að forsetinn færi í nokkurra daga
dvöl til Frórída, áður en hann
færi til Bermuda.
Vtbreiðið THIANN
Fyrir skömmu hélt Búnaðarfélag íslands og forustumann landbúnaðarins Páli Zóphóníassyni, fyrrverandi
búnaðarmálastjóra, og konu hans hóf í Þjóðleikhúskjallaranum í tilefni þess að hann hefir starfað um hálfrar
aldar skeið að landbúnaðarmálum sem ráðunautur, skólastjóri og síðast búnaðarmálastjóri. Mynd þessi var
tekin í hófinu, og er Páll að halda ræðu og þakka heiður sér sýndan. (Ljósm: Þorv. Ág.)
Deilan um Gaza
(Framh. af 1. síðu.)
svo frá, að gæzluliðið geri nú allt,
sem í þess valdi standi til að koma
í veg fyrir átök eða illindi við inn-
borna menn á svæðinu.
Burns hershöfðingi gæzluliðsins
vottaði í dag aðstandendum pilts
nokkurs er beið bana fyrir byssu-
kúlum hermanna gæzluliðsins
dýpstu samúð sína. Atvik voru
þau, að hermenn S. Þ. skutu fyrir
skömmu nokkrum viðvörunarskot-
Hammarskjöld
— ræðir við Nasser um helgina
um yfir höfuð mannfjölda, sem
gerði sig líklegan til að ráðast á
aðalstöðvar S. Þ. á Gaza-svæðinu.
Svo illa vildi til, að einn særðist
svo alvarlega, að hann lézt í nótt.
Áður hafði verið tilkynnt, að eng-
inn hefði særzt í átökum þessum.
BEN GURION HÓTAR GAGN-
AÐGERÐUM ÍSRAELSMANNA
Þróun málanna á Gaza hefir
valdið mikluin ugg í ísrael. Dav-
id Ben Gurion íorsætisráðherra
lýsti því yfir í ísraelsþingi í dag,
að fsraelsmenn myndu taka til
sinna ráða, ef svo færi að Egypt-
um yrði á ný hleypt inn á Gaza-
svæðið. Ben Gurion sagði, að að-
gerðir þessar yrðu framkvæmdar
án minnstu viðvörunar og svo
gæti farið, að ísraelsmcnn neydd-
ust til að beita liervaldi til þess
að koina í veg fyrir árásarfyrir-
ætlanir Nassers. Ráðherrann full
yrti, að Egyptar liefðu ekkert
með Gaza-svæðið að gera, í fyrsta
lagi væri það ekki þeirra eign,
þar sem þeir hefðu lagt það und-
ir sig í trássi við boð S. Þ. Það
væri sýnt, að Nasser hygðist nú
enn einu sinni hefja undirbún-
ing árásar á ísrael eftir að hann
hefði orðið að yfirgefa Gaza-
svæðið með háðung.
KREFJAST RÚTTÆKRA
RÁÐSTAFANA U. S. A.
Haft er eftir góðum heimildum
í Jerúsalem, að ísraelsstjórn hafi
skýrt Bandaríkjastjórn frá þeirri
skoðun sinni, að ef Bandaríkin
grípi ekki til róttækra ráðstafana
til að stöðva Nasser, muni hann
túlka það sem undanlátssemi og
leggja Gaza-svæðið undir Egypta
með hervajdi þegar í stað. Einnig
er haft eftir ábyrgðarmiklum að-
iljum í ísrael, að það séu komm-
únistar sem fyrst og fremst standi
á bak við æsingarnar gegn gæzlu-
liði S. Þ. á Gaza.
STANDA KOMMÚNISTAR
AÐ ÆSINGUNUM?
Sagt er að æsingunum sé stjórn
að af koinmúnistaleiðtogum. sem
nýlega hafj verið sleppt úr fang-
elsi. Þeim liafi nú tekizt að fá
ofstækisfulla þjóðernissinna í lið
með sér og vinni nú að því að
fá arabíska flóttamenn á sitt
band, en þeir eru mjög fjölinenn-
ir á svæðinu. Ennfremur er full-
yrt af söinu aðilum í ísrael, að
koinmúnistar þessir fái dagskip-
anir sínar beint frá höfuðstöðv-
unuin í Moskvu.
Húseigendur óánægför
Framhald af 12. síðu).
sér til Iðnaðarmálastofnunar ís-
lands og óskað aðstoðar hennar
varðandi eftirfarandi: Að greiða
fyrir mönnum er vilja afla sér
tæknilegrar þekkingar erlendis á
þessu sviði; að efna til námskeiða
fyrir fagmenn um niðursetningu
og viðhald olíukyndingartækja;
að gefa út leiðbeiningar um með
ferð olíukyndingartækja; að stuðla
að því að hið opinbera gefi út
fyrirmæli um lágmarksskilyrði um
notagildi, öryggi og endingu olíu
kyndingartækja.
Brunatryggingar í Reykjavík.
1954 voru brunatryggingar í
Reykjavík boðnar út og barst þá
m.a. tilboð frá Samvinnutrygging
um sem bauð upp á 47% iðgjalda-
lækkun. Engu tilboðanna var tek
ið heldur samþykkt að bærinn
tæki sjálfur að sér tryggingarnar.
Iðgjöld hafa ekkert lækkað, en
tryggingarnar skila þó áiitlegum
ágóða. Er talið að hann hafi ver-
ið á fjórðu inilljón króna árið
1956.
F.R. er heimilt að hafa eftir-
lit með ráðstöfun þessa fjár og
hefur stjórnin falið Páli S. Páls-
syni framkvæmdastjóra félagsins
að hafa það með höndum. Fast-
eignaeigendafélagið vill að félagið
hafi yfirstjórn á brunatrygging-
um húsa í Reykjavík og tekju-
afgangur af þéim verði endur-
greiddur húseigendum eða komi
fram í lækkuðum iðgjöldum.
Landssamband fasteignaeigenda.
Þá var frá því skýrt að F.R.
hefði snúið sér til fasteignaeig-
enda úti á landi og boðið aðstoð
sína til að koma upp félögum þar.
Einnig hefur fél. fengið upplýs-
ingar um landssambönd fasteigna
eigenda á Norðurlöndum og sam
band þeirra innbyrðis og borizt
hafa tilmæli um að íslendingar
gerðust aðili að því. Er nú í ráði
Aðalfundur Bygg-
ingafélags alþýðu
Aðalfundur Byggingarfélags al-
þýðu, Reykjavík, var haldinn 10.
marz síðastl. — Formaður félags-
ins gaf skýrslu fyrir hönd stjórn-
arinnar og endurskoðaðir reikn-
ingar félagsins voru samþykktir.
Hagur félagsins er góður.
Úr stjórninni átti að ganga Er-
lendur Vilhjálmsson og var hann
endurkosinn formaður til þriggja
ára, með honum eru í stjórn Guð-
geir Jónsson og Gunnlaugur Magn-
ússon. Reynir Eyjólfsson var end-
urkosinn varaformaður og Hring-
ur Vigfússon endurskoðandi.
Brekkukotsannáll
(Framh. af 1. síðu).
og einstæðíngsskapar, á flótta
undan þeim sem réðu yfir íslandi.
Mér hefur verið sagt að borgað
hafi verið undir konuna af mor-
mónum, enda hef ég sannspurt
að í þeim flokki séu ágætastir
menn einhverjir í Vesturheimi.
Nema þessi kona er ég nú nefndi
til sögu, hún gerir sér lítið fyrir
og verður léttari á meðan hún
stendur við þar í Brekkukoti að
bíða eftir skipi. Og þessi kona,
þegar hún hefur alið barn sitt,
þá verður henni litið á sveininn
og segir hún þá svo:
Þessi dreingur skal heita Álfur.
Ég mundi nú skíra hann Grím,
sagði þá amma mín.
Þá skulum við kalla hann Álf-
Grím, sagði móðir mín.
Og það eitt sem þessi kona hef-
ur gefið mér, fyrir utan líkama
og sál, það er þetta nafn: Álf-
grímur. Eins og allir föðurlausir
á íslandi var ég kallaður Hansson.
Síðan skildi konan mig eftir nak-
inn, með þetta einkennilega nafn,
í fánginu á honum Birni sáluga
grásleppukalli í Brekkukoti og
hvarf á braut. Er nú kona þessi
úr sögunni“.
Og síðan segir Álfgrímur sögu
sína í gömlu og nýju Reykjavík.
Koma ýmsir við hana, heldri borg
arar og betri menn, og fer varla
hjá því, að lesendur telji sig kenna
svipmót nokkurra þátíðar- og sam
tíðarmanna þar. Sögunni lýkur, er
Álfgrímur stígur á skip með poka
sinn og hefur námsför til Hafnar.
Og sú spurning hlýtur að vakna,
hvort hér sé um að ræða upphaf
sagnabálks af hendi Kiljans.
að stofnað verði landssamband hér
á landi á sumri komanda..
Þá hefur félagið snúið sér til
ríkisStjórnarinnar og farið þess á
leit að félagið fái aðild að undir
búningi og framkvæmd laga um
húseignir. Er þess vænzt að undir
tektir að því máli verði góðar.