Tíminn - 14.03.1957, Síða 4
4
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ:
BROSIÐ DULARFULLA
TÍ9II ?í,N, fiijrfptadaginn J4. raarz 1957.;
ÞjóSJeikMsið frumsýndi á
þriðjutídgskvöldið Brosiö tíular-
fulla eftir Aldous Huxley í þýð-
ingu Ævars R. Kvarans, sem
einnig annast Ieikstjórn.
Þetta er leikrit um afbrot. Það
er byggt upp á sama hátt og sú
bókmenntategund, sem enskir
nefna „thrillers". Höfundurinn
hyggst nota þá spennu, sem lausn
morðgátunnar er, en vill jafnframt
fjalla um málið á sálfræðilegan
hátt. Til þess að neyta hinna sál-
fræðilegu bragða verður hann þó
þegar í upphafi að gefa um of í
skyn, hver hinn seki 'sé. Þetta
veldur því, að leikritið verður eins
konar kleyfhugi, svo að talað sé
í sálfræðilegum tón. Spennan, sem
lausn glæpamálsins er, dvínar fyr-
ir þá sök, að lausnin er gefin í
skyn í upphafi, en aftur njóta
hinar sálfræðilegu og heimspeki-
legu bollaleggingar sín miður
vegna óleystrar morðsögu leikrits-
ins. Um leikritið má því með
nokkrum rétti segja að „röddin er
rödd Jakobs, en hendurnar eru
hendur Esaú.“ Slík tvíþætt bygg-
ing getur oft aukið á listrænt gildi
í bókmenntum, ef höfundi tekst
að láta báða þætti streyma í einn
farveg. Hins vegar getur hitt líka
orðið, að hin andstæðu skaut dragi
hvort annað niður, afhlaði verkið
þeirri spennu, sem tekizt hefði
mátt að ná, ef aðeins hefði verið
sinnt einum þætti. Sú virðist mér
hér hafa orðið raunin.
Að flestu öðru leyti er bygging
þessa leikrits góð. Atburðarásin
er trúverðug og hæfilega hnitmið-
nð. Þó finnst mér síðasta atriðinu
í fangelsinu ofaukið. Það varpar
engu nýju ljósi á skapgerð eða fer-
il Huttons, og auðvelt var að
tákna þann tíma, sem á meðan Iíð-
ur, með einhverjum öðrum og
hæfilegri hætti.
Hinn sálfræðilegi og heimspeki-
legi þáttur þessa leikrits virðist
mér heldur utangarna. Hinar skin-
helgu oröaræður um fagrar listir
og bókmenntir orka fremur óheilt.
Það vantar heitara blóð J þetta
allt. Heimspekiboðandi höfundar-
ins er læknirinn gamli, og er hann
furðu haglega gerð persóna frá
hans hálfu. Hann er einna sam-
kvæmastur og mannlegastur af
því fólki, sem þarna er um vélt.
En þrátt fyrir heimspekilegar og
eálfræðilegar vangaveltur, virðist
mér þetta leikrit ekki varpa neinu
xiýju ljósi á þau gömlu sannindi,
að maðurinn uppskeri svo sem
hann hefir sáð, og sumt af lífs
spekinni er nauðaléttvægur skáld-
skapur.
Þótt þannig megi að mínum
dómi sitthvað að þessu leikriti
finna, er það mjög þokkalegt verk,
og persónusköpun höfundar hefir
víða vel tekizt.
Sjónleikur eftir Aídous Huxíey
Leikstjóri Ævar R. Kvaran
Bryndís Pétursdóttir og Inga Þórðardóttir í hlutverkum.
Téklmeskt knattspymeliS kesssor
fiingaS á vegom Víkings í soiasar
Þorlákur Þffirííarson kjörinn forimaSnir Vskings
— Frá aoaífundi félagsins
Inga Þórðardóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Jón Aðils sem Janet
Spence, Braddock hjúkrunarkona og Spence hershöfðingi.
Baldvin Halldórsson og Róbert Arn-
finnsson sem fangavörðurinn og
l Henry Hutton.
Ævar R. Kvaran hefir þýtt leik-
ritið á islenzku, og virðist þýðing
hans góð, að því er heyrt verður.
Hann stjórnar einnig leikritinu,
Og er þetta í annað sinn, sem hann
eetur sjónleik á svið Þjóðleikhúss-
ins. Leikstjórn hans virðist vel
unnin, staðsetningar eru góðar, en
heldur virðist mér um of hæga-
gangur í Jeiknum..
Kóbert Arnfinnsson leikur ann-
að aðalhlutverkið, Henry Hutton.
Þetta er góðlátlegur, enskur yfir-
stóttarmaður. Hefir áhuga á listum
og bókmenntum, góðum vínum og
fögrum konum. Hann er engan veg
inn svipmikill persónuleiki og á-
stundar meðalmennskuna í flest-
um greinum. Róbert leikur þenn-
an mann ai smekkvísi og nærfærni.
Leikur hans er traustur og heil-
steyptur.
Þá konu, er ber brosið dularfulla
og heitast elskar Hutton leikur
Inga Þórðardótíir. Leikur Ingu er
mjög góður. Hún lifir sig inn í
hlutverkið, nær víða snilldargóð-
um tökum á persónu þeirri, sem
hún á að túlka. Bezt þótti mér
hún í þrumuatriðinu, en hún er
einnig mjóg nærfærin í þeim at-
riðum, þegar þessar ógæfukonu
heldur við sturlun í lok leiksins.
Libbard iækni leikur Haraldur
Björnsson. Það er ekki hans sök,
I þótt sumar tiitektir þess heiðurs-
| manns séu í það reyfarakenndasta,
og Haraldur leikur lækninn af.
sinni góðkunnu list. Þetta er eng- j
inn þrjótur, eins og Haraldur hef-
ir oft fengizt við, heldur þvert á
móti góðviljaður, víðsýnn og mann j
legur vinur þess fólks, sem í raun-
ir leiksins ratar. Haraldur ieikur
þennan mann rólega og ýkjulaust.
Braddock hjúkrunarkonu leikur
Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Leik-
ur Guðbjargar er afbragðsgóður í i
þessu hlutverki. Hún er pipruð
(Framh. á 8. síðu.)
Aðalíúndur Knattspyrnufélags-
ins Víkingur var haldinn s. 1.
sunnudag í félagsheimiii Víkings
við Réttarhcltsveg. Er þetta fyrsti
fundurinn, sem haldinn er í hinu
glæsAega féiagsheimili, sem fé-
lagsmenn binda miklar vonir við.
Aðalíundurinn var mjög vel sótt-
ur, só fjölmennasti, sem um getur
í sögu félagsins. Reykjavíkurbær
hefir félagsbeimilið sem kunnugt
er á leign nú og rekur þar skóla,
og opinber vigsla þess hefir enn
ekki farið fram.
Fráfarandi íorma'ður, Gunnar
Már Pétursson, setti íundinn og
tilnefndi Guðmund Hofdal sem
fundarstjóra, en Hall Símonarson
sem fundarritara.
Skýrsla félagsstjórnar.
Gunnar Már las síðan skýrslu
félagsstjórnar, en umíangsmesta
verk hennar á árinu var bygging
félagsheimilisins. Framkvæmdir
við félagsheimiiið hófust á árinu
1953 og heíir því tekið rúmlega
þrjú ár að koma því upp. Kostnað-
ur við það næmi nú einni milljón
og sjötíu þúsund krónum og er
það skemmtileg taia, þar sem fé-
Iagið átti sjötíu þúsund krónur, er
framkvæmdir hóíust. Kostnaður
við félagshe?n::l:ð á síðasta ári nam
660.000 krómjm. Eftir er nú að
koma verk við það: Dúklagningu
og málningu íbúðar og stiga, inn-
rétting eidhúsa, innrétting bað- og
búniRgsáirrru Qg.p.ú.Þýráng utanhúss,
I byggingarnefnd stcrfuðú á ár-
inu Gunnar Már formaður, Þorlák-
ur Þórðarson, Sigurður Jónsson,
Árni Árnason og Gunnlaugur Lár-
usson. Má segja, að G:mnlaugur
hafi starfað daglega v:ð byggingar-
framkvæmdir. Þakkaði aðalfundur-
inn þessum mönnura írábært starf
á áriisu, eiriknm þó í'ormanninum
og Gunnlangi. Fjárhagur félags-
heimilissjóðs er allgóður, þótt fé-
lagið skuidi að vísu enn talsverða
upphæð vegna byggingarfram-
kvæmda.
Lítill árangnr í íþróíttun.
Árangur 'Víkings í knattspyrnu
og handknattleik var heidur lélcg-
ur á árinu, en þó er ekki ástæða
til að vera annað en bjartsýnn á
framtíð félagsins, sem nú hefir í
fyrsta sinn skapað sér aðstöðu sem
önnur félög í bænum með bygg-
ingu ffclagsheirnilis, og í surnar
verður unnið að því, aö Koma upp
íþróttasvæði viö félagsheimilið.
Þarf þá ekki að efa, að i hinu íjöl-
byggða hverí'i rrrunu koma upp
sterkir knaL .pyrnu- og uandknatt-
lejksflokkar.
í ísland.-irótinu í knattspyrnu
féll meistarafiokkur félagsrns nið-
ur í 2. deúd. Einu Ijó-u punktarn-
ir á íþróttasvioinu voru árangur 3.
og 4. flokks íélagsins í knattspyrnu
en þessir flokkar urðu báðir í öðru
sæti í sínum riðlum í íslandsmót-
inu, og væntaniega eiga þessir
ungu drengir eítir að varpa Ijóma
á nafn félag.ins á ný. Félögum í
þessum flokkura íjölgaði mjög á
j árinu, og æfingar voru vel sóttar.
|
Tékkneskt 113 kemur í sumar.
Samkvæmt- úthiuLur. Knatt-
spyrnuráðs Reykjavíkur á Víking-
ur fyrstu erlendu knattspyrnuheim
sóknina á þessu ári. Mun sterkt
tékkneskt LS koma hingað á veg-
úm félagsins síöari hiuta iúní-mán-
aðar og leika hér nokkra ieiki.
Væntir féiagið sér mikils af þeirri
heimsókn.
Stjórnarkorníng.
Þá fór fram stjórnarkosning og
voru kosnír íormaður og tveir með
stjórnendur. Fráfarandi formaður,
Gunnar Már Pétursson, og fráfar-
andi gjaldkeri, Gunnlaugur Lárus-
son. báðust e ndregið undan endur-
kosningu. en þeir munu starfa
áfram í byggingarnefnd.
) Formaður var einróma kjörinn
Þorlákur Þórðarson og með honum
í stjórn Jóhann Gíslason og Jón
Stefánssom en fyrú í st.iórn voru
1 Magnús Tbjell og Pétur Bjarnason.
Formaður knattspyrnunefndar 'var
.’kjör'nn Gunnar A'ífiDtelnsson. for-
maður handknattie^ksdeildar Pétur
Bjarnason og íormaður . kíðadeild-
ar Freyr Bj.rrtrnarz. í varastjórn
i voru kjnrn'r Gu'rr-uridur Kr’stjáns
; son cg Hjörtur Hjarf ar.son. Endur-
| skoðendur: Ingvar N. Pálsson og
! Olafur Jónsson, Fiosa.
1 Haukur Eyjólfsson, formaður
I fulltrúaráðs, iagði fram lög um
| fulltrúaráð Knattsþyrnufélagsins
j Víkingur, sera vcru sarnþykkt á
ifundinum. í trúnaðarmannaráð fé-
I lagsins voru kjörnir Agnar Lúð-
Kramnaid a ti sföu.j
Lokaspreiturmn í 15G0 m. hlaupi í Melboíirne
Sem kunnugt er urðu úrslit í 1500 m. hleup.nu a Olytupíuleikunum I Melbourne mjög tvísýn og þar sigraðl
hlaupari, sem ekki hafði verið reiknað með í fyrstu sætunum, írlendingurinn Delaney, á nýju ólympísku
meti. Á myndinni sést er Delaney slítur fagnandi marksnúruna á 3:41,2 mín. Annar er Þjóðverjinn Richtzen-
hain, sem einnig kom mjög á óvart, hljóp á 3:42,0 mín. Þriðji er ástralski stórhlauparinn Landy, sem hlaut
sama tima. Þá berjast þeir Tabori, Ungverjalandi, cg Hewson, Engiandi um fjórða og fimmla sætið, og varð
Tabori á undan á 3:42,4 mín., en Hewson hljóp á 3:42.6 mín. Þrír öftustu menn eru taíið fiá vinstri: Boyd, Eng-
landi, Jungwirth, Tékkóslóvakíu, og Scott, Nýja-Sjálandi. Tékkinn hristi hina tvo af sér og hlaut sama tíma
og Hewson, Scott hljóp á 3:42.8 mín. og Boyd á 3:43.0 mín. eða sama tíma og heimsmel Svians Gunder Hágg
var, sem Stóð um árabil. Allir 12 mennirnir í úrslitahlaupinu hlupu Innan við gamla Ólympíumetið, en það
voru til viðbótar nr. 9 Ken Wood, Englandi, 10. Gunnar Nielsen, Danmörku, 11. Halberg, Nýja Sjálandi og Lin-
coln, ÁstraSíu.