Tíminn - 16.03.1957, Side 2

Tíminn - 16.03.1957, Side 2
2 T í MIN N, laugardaginn 16. marz 1957 Samband bindmdisfélaga í skélmn tutiugu og fimra ára í d?.g er Samband bindindisfélaga í skólum tuttugu og fimm ára. Það var stofnað 16. marz árið 1932 í Mennta- skólanum í Reykjavík. Stjórn samtakanna ræddi í gær við blaðamenn um sögu samtakanna, störf þeirra og framtíðar- Rorfur. Eftir nokkurt hlé, hefir starfið nú verið aukið og framkvæmdastjóri ráðinn. Ennfremur erindi sem ferðazt framkvæmdastjóri ráðinn. Ennfremur erindreki sem ferðazt kynnt sér bindindismál á hverjum stað. í tilefni afmælisins afhentu samtökin Bláa bandinu í Reykjavík peningagjöf sem leggst í minningarsjóð séra Magnúsar Jóhssonar frá Laufási, en sjóðnum hyggst stjórn Bláa bandsins verja til húsakaupa þar sem stoínuð verði hjálparstöð fyrir áfengissjúkar konur. Formaður Sambands bindindis- félaga í skólum, Hörður Gunnars- son, Verzlunarskólanum, sagði, að ástæðan til stofnunar fyrsta bind- indisfélagsins hefði verið sú, að forða skólafólki frá illum álirif- um eiturlyfja, svo sem tóbaks og áfengis en auka heilbrigða félags- starfsemi og víða væri bindindis- og íþróttafélög sameinuð. Stofnun bindindisfélaga innan skóla hefði anætt mikilli mótspyrnu í upphafi en því ötullegar hefðu forustu- menn samtakanna barist og að lok um borið málið fram til sigurs. Minntist hanrt sérstaklega þátt- ar Helga Scheving er var fyrsti formaður Bindindisfélags Mennta- skólans og ötull baráttumaður bind indismála meðan honum entist ald ur. Þá sagði Hörður að félagsskap- urinn hefði alla tíð notið mikils stuðnings og velvildar Pálma heit- ins Hannessonar rektors, sem hefði unnið þessum málum af mik illi ósérhlífni alla tíð. Ennfremur væri ekki hægt að minnast svo starfs þessara ára, að ekki væri þökkuð störf þeim þrem Þórarni Þórarinssyni, ritstjóra; Guðmundi Sveinssyni, skólastjóra og Magnúsi Jónssyni alþingis- manni frá Mel. Baráttan gegn tóbaksreykingum. Ásgeir Sigurgeirsson var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Sam- bands bindindisfélaga í skólum. Ásgeir sagði að sambandið færi nú út starfsemi sína og sérstök á- herzla væri lögð á baráttu gegn reykingum. Fyrir nokkru var hinn kunni í- þróttamaður Vilhjálmur Einars- son ráðinn erindreki sambandsins og hefir hann þegar ferðazt um Norður- og Austurland og Borgar- fjörð eftir því sem hægt var vegna ófærðar. Ásgeir sagði sambandið hafa verið févana þar til fyrir þrem ár- um að Áfengisvarnarnefnd veitti því styrk, sem hefði orðið starf- inu hin mesta lyftistöng. Þakkaði hann nefndinni og sérstaklega Brynleifi Tobíassyni þessa hjálp. Bindindis- og íþróttafélög æskileg. Vilhjálmur Einarsson sagði frá ferðum sínum í erindum Sam- bands bindindisfélaga í skólum. Hann kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu í viðtölum við marga skólastjóra að betra ástand væri nú ríkjandi í bindindismálum en oft áður. Sérstaklega sagði Vil- hjálmur að þar sem tekist hefði að sameina bindindis- og íþrótta hugsjónina hefði árangur orðið góður. Sem dæmi um þetta nefndi hann félagslíf skólafólks á Akra- nesi, þar sem bindindissemi hefði stóraukizt samfara auknum íþrótta áhuga og íþróttalíl'i. Vilhjálmur sagði það skoðun sína að betra væri að fá íþróttafélög til þess að taka bindindishugsjón inn á stefnu skrá sína heldur en að stofna mörg félög um þessi mál. Mörg félög dreifðu starfskröftunum um of. Stærsta atri'ðið væri að ung- lingar vissu a'ð það væri ekki leng ur í tízku að reykja og þess vegna væri góðs að vænta um þessi mál í framtíðinni. Fyrrverandi formaður S.B.S., Valgeir Gestsson þakkaði tveim mönnum sem vel og dyggilega hefðu unnið samtökunum alla tíð. Þeim Pálma heitnum Hannessyni rektor og Þorvaldi Örnólfssyni, umsjónarmanni samtakanna. Valgeir skýrði frá fjársöfnun sem fram fór árið 1954. Söfnuðust þá um 10 þús. krónur, sem sam- bandið hefði nú ákveðið að gefa hjálparheimili áfengissjúklinga, Bláa bandinu. Jónas Guömunds- son veitti gjöfinni, sem er að upp hæð 11085,65 kr., móttöku og þakk aði fyrir hönd þeirra er reka hjálp arheimilið. Jónas sagði að fé þetta myndi lagt í minningarsjóð Magn úsar prests Jónssonar frá Lauf- ási, en þeim sjóði yrði síðar varið til þess að kaupa hús, þar sem komið yrði upp hjálparstöð fyrir áfengissjúkar konur. Stjórn Sambands bindindisfé- laga í skólum skipa nú: Hörður Gunnarsson form., Einar Már Jóns son, varaform., Messína Tómas- dóttir ritari, Jón Gunnlaugsson gjaldkeri og Birna Björnsdóttir, meðstj. Ásgeir Sigurgeirsson er framkvæmdastjóri sambandsins, Þorvarður Örnólfsson eftirlitsmað ur og Vilhjálmur Einarsson erind- reki. Níu þúsimd hafatek- ið þátt í lands- göiigimni Landsgangan á skíðum hefir nú sta'öið nokkra daga og er þátt- taka allmikil. í gær hcíðu 9 þús. lokið göngunui á 34 stöðum á landinu. 1 sambandi við gönguna hefir það komið í ljós að skiða- skortur er tilfinnanlegur sums- staðar á landinu, m.a. á Vestfjörð um. í Húsmæðraskólanum á Blönduósi eru aðeins til þrjú pör skíða og hafa allir kennarar og námsmeyjar utan þrjir, gengið vegalengdina á þessuin skíðum. Þorsteinn Einarsson íþróttafull trúi bað blaðið að koma bví á framfæri hvort ekki væri tiltæki- legt að fram færi hér á landi svip uð söfnun o gt.d. í Noregi, þar sem fólk tók til handargagns gömul skíði og skíðaútbúnað sem hætt var að nota og sendi til skóla í nágrenninu. Þannig tókst Norð- mönnum að búa skóla sína skíðum með litlum tilkostnaði. Vitað er að víða liggja slík tæki umhirðu- lítil á háaloftum og í kjöllurum og er þeirri hugmynd hér með komið á framfæri, að fólk athugi hvort ekki sé tiltækilegt að gefa nærliggjandi skólum kost á að nota þau. Næstkomandi sunnudag hefst landsgangan á skíðum á þrem stöð um. M.a. í Hafnarfirði og þar verð ur jafnframt haldið skíðamót. Glæsileg frammislaSa Valdemars Ornólíssonar á skíSamóti í Frakkl. Nýlega fór fram skíðamót á vegum síúdenta í Frakklandi og var keppt um meistaratitla í hin- um ýmsu greinum. Valdemar Grnólfsson, sem á'ður hefir getið sér góðan orðstír í skíðaíþrótt- inni, tók þátt í þessu móti, og vann bæði brun-keppnina og tví- keppni í bruni og svigi. Hann varð þannig tvöfaldur Frakk- landsmeistari stúdeuta í þessum greinum. Ungverskir stúdentar í Osló heiðra minmngn látinna frelsishetja Eínt til hátíílegrar athafnar í Óslóar-háskóla OSLÓ - NTB, 15. marz. — Ung verskir stúdentar í Osló héldu í dag hátíðlegan þjóðfrelsisdag Ungverja, 15. marz. Með hátíð- legri athöfn í háskólanum í Osló var hinum látnu hetjum bylt- ingarinnar í haust vottuð virð- ing. Stúdentarnir fóru í gegn um borgina og báru þeir kyndla og norska og ungverska fána. Er gangan nam staðar fyrir framan Oslóar-háskóla var þjóðsöngur Ungverja sunginn og einn stúd- entanna las kvæði eftir frelsis- skáldið Sandor Petöfi. Annar stúd ent rakti frelsisbaráttu ungversku þjóðarinnar fram á þennan dag. Lagður var blómsveigur á minnismerki um fallna stúdenta til minningar um hinna föllnu frá Bretar handtaka enn einn leiðtoga EOKA NICOSIA, 15. marz. — Brezkar öryggissveitir á Kýpur handsöm- uðu í dag einn helzta leiðtoga EOKA-manna á Kýpur, en 5000 sterlingspund höfðu verið lögð til höfuðs honum. í tilkynningu um handtöku mannsins segir, að hann hafi verið skipaður næst-æðsti maður EOKA fyrir 10 dögum síð an er Bretum tókst að handsama 5 af helztu leiðtogum félagsskap- arins. Helztu ráðherrar í stjórn Macmillans ræða friðartilboð E0KA Hvort vertíur hitS hernaðarlega etia stjórnmála- lega sjónarmií upp á teningmim hjá Bretum? LONDON, 15. marz. — Macinill- an forsætisráðherra Breta kall- aði nokkra helztu ráðherra sína á fund í dag, sem haldinn var að Ðowning Street 10. Meðal ann arra mættu þar Butler, innsiglis vörður drottningar, Selwyn Lloyd utanríkisráðherra og Lennox- Boyd nýlendumálaráðherra. Fréttamenn telja fullvíst, að rætt hefi verið um það boð EOKA manna á Kýpur að hætta öllum hernaðaraðgerðum gegn Bretum, ef Makarios erkibiskup verði leyst ur úr varðhaldinu á Selchelles- eyjum og fluttur til Kypur. Það er skoðun kunnugra, að öll starfsemi EOKA sé nú mjög í molum eftir þau skörð, sem ör- yggissveitir Breta hafa höggvið í raðir helztu lelðtoga félagsskap- Frá hernaðarlegu sjónarmiði mun talið rétt að ganga nú þegar milli bols og höfuðs á EOKA, en frá stjórnmálalegu sjónarmiði kemur annað upp á teninginn. Spurningin er, hvað vilja EOKA- menn ganga langt til samkomu- lags, ef Bretar gefa eftir og láta Makarios lausan. Allt hefir verið með kyrrum kjörum á Kýpur í heilan sólar- hring, eða síðan EOKA baúð Bret um vopnahlé. Miisica sacra efnir ti! kirkjutón- leika aS nýju? nú í Kristskirkju Sunnudagskvöld, 17. þ. m. verða tónleikar í Kristskirkju við Landakot. Tónleikar þessir eru haldnir á vegum Félags íslenzkra organleikara — Musica sacra —. Organleikari kirkj unnar, dr. Victor Urbancic, mun leika á hið vandaða orgel, sem byggt var af Frobeniusi nú fyrir nokkrum árum og er eitt stærsta hljóðfæri sinnar tegundar hér á landi. Þá mun og 5 manna lúðraflokk- ur leika ýms andleg verk, með og án orgels. Samleikur orgels og blásturshljóðfæra er mjög vinsæll erlendis og mikið iðkaður, en lítt þekktur hér. Meðal slíkra vei’k- efna verða leikin 3 sálmalög eftir Karl Ó. Runólfsson í útsetningu fyrir orgel, trompet, hórn og bás únu, leikin þannig í fyrsta sinni. Miðdepill tónleikanna verður þó nýtt verk eftir Þórarin Jónsson, orgel-sónata, samin 1956. Allt verkið er byggt yfir gamalt ísl. sálmalag: „Upp á fjallið Jesú vendi“ (frá 1747). Sálmurinn er um „Fjallræðuna“, sem tónskáld- ið leitast við að skýra á sinn hátt, en í miðjunni stendur „Faðirvor“. — Þórarinn Jónsson hefir hlotið verðskuldaða hylli fyrir tónsmíð- ar sínar, svo sem hina snilldar- legu fúgu fyrir einleiksfiðlu, söng- lagið „Fjóluna“ o. fl. Mönnum mun þvi nokkur forvitni á að heyra þessa ný.iu tónsmíð hans. Síðast á efnisskrá tónleikanna er þáttur úr orgelkonsert eftir Hand- el, þar sem hornin munu leika hlutverk strengjasveitarinnar. Tónleikarnir standa í klukkust. og er öllum heimill ókeypis að- gangur meðan húsrúm leyfir. Þeir hefjast stundvísl. kl. 9 síðd. Schumanns-verk flutt á tónlistarkynn ingu í Háskólanum á sunnudaginn Á morgun, sunnudag, kl. 5 síðdegis, verður haldin næst síðasta tónlistarkynning vetrarins í hátíðasal Háskóla íslands. Flutt verða af hljómplötutækjum skólans tvö verk eftir Ró- bert Schumann. Guðmundur Matthíasson, tónlistarkennari, skýrir verkin.____________________________________________ Efnisskráin verður þessi: 1. Róbert Sehumann: Frauen- Liebe und Leben, samið við ljóða- flokk eftir Chamissó. Kathleen Ferrier (contralto) syngur, John Newmark leikur undir á slaghörpu. 2. Róbert Schumann: Konsert í a-moll ópus 54 fyrir píanó og hljóm sveit. Hljómsveitin Fílharmónía leikur, undir stjórn Herberts von Karajan, Dinu Lipatti leikur á pí- anóið. Frauen-Liebe und Leben er eitt af öndvegisverkum Schumanns í þessari grein tónlistar. Ljóð Gham- issó hefir séra Matthías Jochums- son þýtt, og verður gestum afhent ur ljóðaflokkurinn fjölritaður á frummálinu ásamt með þýðingu sr. Matthíasar. Píanókonsertinn télja margir vera snjallasta og heil- steyptasta hljóðfæraverk tónskálds ins. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. 1848 og 1956. Þessari hátíðlegu athöfn lauk með því að stúdentar og ungverskir flóttamenn sungu þjóðsöngva Noregs og Ungverja lands. Skák í hávegum í Bólstaðarhlíðar- hreppi Frá fréttaritara Tímans í Svartárdal, 4. marz. Tafláhugi er nú mikill hér í Bóstaðarhlíðarhreppi. Tveir tafl- klúbbar eru starfandi, annar að vísu ekki formlega stofnaður. Um þrjátíu meðlimir munu vera í báð um klúbbunum. Taflæfingar eru til skiptis á heimilunum og oftast einu sinni í viku. Nokkrir áhugamenn um leiklist æfa nú Hreppstjórann á Hraún- hamri, eftir Loft Guðmundsson. Ekki mun neitt afráðið hvenær leikurinn verður sýndur. Smíði félagsheimilisins miðar nú vel áfram. Bíða sveitungar þess með óþrevju að hægt verði að taka það í notkun, en þess mun þó varla að vænta fyrr en í vor. G.H. Gaza-deilan 'Framhald af 12. slðuh Gaza lýsti því yfir í dag, að hann í nafni egypzku stjórnarinnar, hefðu tekið við allri stjórn og á- byrgð á Gaza-svæðinu. Landstjór- inn sagði, að nærvera gæzluliðsins hefði engin áhrif á hina borgara- legu stjórn hans, ennframur upp- lýsti landstjórinn, að gæzluliðið yrði fljótlega flutt til vopnahlés- línunnar. Eban aðalfulltrúi ísraels hjá S. Þ. og ambassador lands síns í Bandaríkjunum sagði í dag, að krafa Egypta um yfirráð yfir Gaza og skipun egypzks landstjóra mvndi ef til vill leiða það af sér, að Israelsmenn myndu endurskoða ástæðurnar, sem leiddu til þess, að ísraelsmenn fluttu her sinn á brott frá Gaza og Akaba. Frú Golda Meir, utanríkisráðherra, hafði áður lýst því yfir, að fsra- elsmenn myndu beita hervaldi, ef Egyptar reyndu að hefta siglingar ísraelsmanna um Akabaflóa. Attglýsitf í TimaiBum Garalar og fágætar ljóðabækur og leikrit á bókauppboði í dag Sigurður Benediktsson heldur bókauppboð í dag kl. 5. I Verða bækurnar til sýnis í Sjálfstæðishúsinu kl. 10—16 í ' dag. Eru þarna á boðstólum ýmsar gamlar og fágætar bækur. ; Á þessu uppboði eru einkum ljóðabækur og leikrit. j Má t. d. nefna frumútgáfu að ■ Kvöldvökum Hannesar Finnssonar ! biskups, gefnar t 1794, ágætt ein- j tak þeirrar fágætu bókar. Þá er : þarna 8. útgáfa af Passíusálmun- um gefin út 1722, og kveðst Sig- urður ekki fyrr hafa fengið svo gamla útgáfu af Passíusálmunum. Þá er bænabók gefin út á Hólum 1683 og leikritið Stormurinn eftir Shakespeare í þýðingu Eiríks Magnússonar. Loks má nefna Sig- ríði Eyjafjarðarsól og Feðgaæfir Boga Benediktssonar, mjög fágæt- an bækling, sem ævisagnasafnarar sækjast mjög eftir. Járnbrautarslys fFramh. af 1. síðu). Björgunarstarfið var í fullum gangi í allan dag og var ekki lok- ið síðast er til fréttist. Mikill fjöldi fólks úr byggðarlaginu hefir gefið sig fram til björgunarstarfanna svo og stór hópur lækna. Erfitt er um samgöngur á þessum slóðum vegna snjóalaga og er nú unnið að því að flýtja hina særðu á brott með sleðum, sem dregnir eru af hestumi Ekki er talið ósennilegt, að dánartalan eigi eftir að hækka nokkuð, þar sem fjöldi manna er mjög alvarlega særðir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.