Tíminn - 16.03.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.03.1957, Blaðsíða 4
T f M'.TN N, laugardagmn 16. masz 1957. Fá ekki aS hvíla oáreittir í gröfinni — p Minningaflóð og bréfasöfn — Sagn- fræSingur baS skáldkenu en fékk bryggbrot — DrasIiS eftir Beetkoven ^ — Ekki kona heldnr snillingur e£eá!l itiámci MyrkriS er nógu b jar^ Lsikur úr frelsisbaráttu Ungveria — Eftir Christopker Fry Þeir, sem lifa svo lengi að þeir verða hárir og gamlir fá að sjá samtíð sína í spegli ævisagnaritara og útgefenda gamalla bréfa. Ekkert stór- menni vorra tíma fær að liggja lengi óáreittur í gröf sinni. Áður en varir eru kunn ingjar hans farnir að skrifa minningar sínar um hann, menn setjast niður við að rita ævisögu hins látna, bréf hans koma fyrir almannasjónir. Máske leynist bak við þetta sú tilfinning að allt sé á hverfanda hveli, jafnvel for- tíðin má ekki vera of langt undan. Enska skáldkonan Virginia Woolf hefir meðal annarra sætt þessum örlögum og svo sá hópur Tithöfunda, gagnrýnenda, sagnfræð inga og málara, sem hún tilheyrði og kenndur er við Bloomsbury í London, sem á einni tíð var helzta listamannahverfið þar í borg. At- hyglisverðasta bókin, sem út hefir komið um þessi efni, er tvimæla- laust útdráttur úr dagbókum Virg- iniu Woolf, sem gefinn var út fyr- ir skömmu, hrífandi bók og fróð- leg. En stöðugt bætast nýjar bæk- ur í hópinn. Nú hefir mágur Virg- iniu, gagnrýnandinn Clive Bell, gefið út minningar sínar; þar eru hnyttnar lýsingar á sumu helzta fólkinu í Bloomsbury-hópnum og skemmtilegar frásagnir af lífi lista- manna í París á fyrsta og þriðja tugi aldarinnar. Auk þess eru ný- útkomin í bókarformi bréf þeirra Virginiu Woolf og Lyttons Strachey, en þau skrifuðust á að staðaldri í 25 ár. Lytton Strachey og Virginia Woolf — höfuðpaurar í Bloomsbury-hópnum. Engar hjartaskerandi játningar Margir munu hafa búizt við að f þessum bréfum gæti að líta ýms- ar forvitnilegar upplýsingar um einkalíf höfundanna og samband þeirra sín í milli. Þessir hinir sömu urðu fyrir vonbrigðum. Það er greinilegt að skáldkonan og sagn- fræðingurinn hafa verið slíkir vin- ir, að þeim hefir verið óþarft að fylla bréf sín stórum trúnaðarmál- um eða hjartaskerandi játningum. Að vísu kemur fram í þeim, að Strachey hefir beðið Virginiu ein- hvern tíma þegar bæði voru kom- jn hátt á þrítugsaldur, en henni var á hinn bóginn fullljóst, að sam- hand þeirra var ekki þess eðlis, að það væri vænlegt til hjónabands. Og daginn sem skáldkonan hrygg- brýtur hann, skrifar hann henni: „Eins og þú sagðir, þá skiptir það mestu máli að við séum vinir hvað sem í skerst; og okkur þykir vænt hvoru um annað, á því er enginn efi." En flest bréfin 'fjalla um hvers- dagslegustu hluti, miðdegisverðar- boð, helgi upp í sveit, sameigin- lega kunningja — eða þá að þau ræða rrtstörf sín: leiðann við að skrifa, gleðina þegar einhverju er farsællega lokið. Bæði voru þau þunglynd og þörfnuðust stöðugrar Uppörvunar utan frá, og á köflum er kostulegt að sjá, hvernig þau etappa stálinu hvort í annað með gagnkvæmu hrósi. Á stundum gera þau upp reikn- ingana við samtíð sína. Þannig segir Strachey á einum stað um Viktoríutimabilið — það tímabil, sem hann fjallaði einmitt mest um 6jálfur: „Heldur þú að það séu eintómir fordómar, sem koma okk- ur til að hata Viktoríutímabilið eða höfum við rétt fyrir okkur? Mér virðist það safn af stóryrtum, yfir- drepsfullum svikahröppum; en kannske hafa þessir menn samt einhverja töfra til að bera, sem barnabörn okkar eiga eftir að upp- götva“. Og síðan lýsir hann (barna legri?) von sinni um bókmenntir framtíðarinnar: „Þær verða sann- ar og ósiðlegar og skemmtilegar og rómantískar. Og þá (eftir á að gizka 100 ár) verður loksins skrif- að vel“. Það er nú svo ... En Virginia Woolf er varkár i gagnvart hinu nýja, vísar því jafn- ! vel á bug. Forlag það, sem hún og maður hennar stýrðu, hafnaði þann ig bók James Joyce — Ulysses. „Ég held“, skrifar hún, „að hin há- þróaða aðferð hans nái engum öðr- , um árangri en skera útskýringarn- ar niður og setja hugsanirnar milli þankastrikanna. Þess vegna finnst mér að við ættum ekki að gefa bók ina út“. Svo hart getur rithöfund- ur dæmt um verk annars, þótt báð- ir stefni í rauninni að sama marki. Gamlir kunningjar Minningar Clive Bell, Old Friends, er talsvert skemmtilegri lesning. Hann skrifar þarna um gamla vini, mágkonu sína Virginiu Woolf, Lytton Strachey, hagfræð- inginn Maynard Keynes, gagnrýn- andann Roger Fry og T. S. Eliot. En hann dregur ekki upp neina heildarmynd af Bloomsbury-hópn- um; hann leggur einmitt áherzlu á að hópurinn „var hvorki söfnuð- ur eða klíka, heldur hópur ein- staklinga, sem hver um sig hafði sínar skoðanir og viðhorf". Og í hinum skemmtilegu minningabrot- um hans frá París 1904 og á þriðja tugi aldarinnar er það ekki and- rúmsloftið þar eða menningar- straumarnir, er vekja áhuga hans, heldur fólkið, það er að segja frægt fólk. í bók hans birtast merkisber- ar lista og bókmennta í spegli menntasnata — en snati sá er rit- fær í bezta lagi. Þannig lýsir hann veizlu, sem haldin var í kaffihúsinu Les Deux Magots þar sem þeir Picasso, Stra- vinsky, Joyce og Proust voru heið- ursgestir. Proust kom ekki fyrr en seint og um síðir og var þá svo óheppinn að lenda við hlið Stra- vinsky. Hann sneri sér að tónskáld inu með ýtrustu kurteisi: „Þér dá- izt vafalaust að Beethoven“? sagði hann. „Ég hef viðbjóð á Beethov- en“, var svarið. „En, cher maitre, hvað um hinar síðari sónötur hans og kvartetta“? „Ennþá verri' cn hitt draslið“, hreytti Slravinsky úr sér og þar með var samtalið á enda. Hann lýsir einnig morgunverðar- boði hjá sænska málaranum Nils von Dardel, þar sem Clive Bell hitti dansmeyna frægu Isadora Duncan. Þegar staðið var upp frá borðuni, hallaði hún sér á næsta ; sóffa, greip hönd Englendingsins og hvíslaði: ,,Ég er ekki kona, ég er snillingur“. Til allrar hamingju sátu þau svo lengi í þessum hríf- andi stell'ingum, að von Dardel tókst að draga upp mynd þeirra. I Þannig úir og grúir af skopleg- I um frásögnum í bók Bells. Hér er , Picasso á þeirri tíð, er liann var I „fashionable“, Matisse á hestbaki og André Gide í skoplegu afbrýðis- kasti og svo mætti lengi telja. Og maðurinn, sem sögurnar segir, hef- ir á stundum næstum því of skarpt auga fyrir sérvizku og uppátækj- 1 um hinna miklu manna, en hann hefir jafnframt góða kímnigáfu og kann vel að segja frá. Hann er ekki einn þeirra, er ræðir um hina „glöt uðu kynslóð“ eftir fyrra stríðið. Hann segir um sjálfan sig á þess- um árum: Eins og flestir aðrir var ég hamingjusamur, enda var margt til að gleðjast yfir. Styrjöldinni var lokið, og það skipti mestu máli. Hversu margir þora í dag að við- urkenna að þetta hafi þeim einnig þótt — á þessari tíð. Firmakeppni á skiðum Firmakeppni Skíðaráðs Reykja- víkur í svigi fer að öllu forfalla- lausu fram sunnudaginn þ. 17. marz og hefst hún kl. 2 e. h. við Skíðaskálann í Hveradölum. Að þessu sinni taka 80 fyrirtæki þátt jí keppni þessari og er það mun | fleira en nokkurn tíma áður. Kepp ! endurnir, sem eru frá öllum skíða- í deildunum, verða 40 og fer hver þeirra 4 umferðir í 2 flokkum og HID SERKENNILEGA nafn leiksins, „Myrkrið er nógu bjart“ (The dark is light enough) er sótt í rit eftir hinn heimsíræga íranska skordýrafræðing, J. H. Farbe. Þeg- ar tjaldið er dregið frá í upphafi fyrsta þáttar, sjáum við gestina í hinum reglulegu fimmtudagsboð- um Rosmarin greifafrúar af Oten- burg. Sveitasetur greifafrúarinnar stendur á mörkum Ungverjalands og Austurríkis, en Ungverjar berj- ast nú vonlausri baráttu gegn kúg- urum sínum, sem að þessu sinni eru Austurríkismerm. Þetta er vet- urinn 1848—1849. Greifafrúin sést hvergi og gestirnir undrast fjar- veru hennar. Áður en langt um líð- ur kemur frúin aftur og í fylgd með henni er Richard Gettner, fyrrverandi eiginmaður Geldu dótt- ur hennar. Gettner hefir strokið úr ungverska hernum og er á flótta. Skömmu síðar kemur Janik, foringi í uppreisnarliðinu, með menn sína í leit að Gettner, en Rosmarin greifafrú ákveður að halda honum í leynum. Uppreisn- armennirnir handtaka núverandi eiginmann Geldu, Peter Zichy, verða notaðar 2 svigbrautir. Nöfn þeirra fyrirtækja, sem þátt takendur eru í keppninni, fara hér á eftir: Trésm.verkst. Bened. Ey- þórsson, Hótel Skjaldbreið, Sindra- smiðjan, Reykjavíkur Apótek, Hvannbergsbræður, Keildv. Björg- vin Schram, Klæðaverzl. Álafoss, Dvergur h.f.. Hafnarfirði, Síld & Fiskur, Feldur h.í., Verzl. Vaðnes, Lárus G. Lúðvíksson, fkóverzlun, Klæðaverzl. Braga Brynjólfssonar, Brunabótafélag íslands, Hellas, sportvöruverzl., Skógerðin h.f., Sjó vátryggingafélag íslands h.f., Sindri, vélsmiðja, Verzl. Hans Pet- ersen, Heildverzl. Davíð S. Jónsson & Co„ Timburverzl. Árna Jónsson- ar, Klæðaverzl. Andr. Andrésson- ar, Bókabúð Lárusar Blöndal, Þ. Jónsson & Co„ bifvélaverkst., Fé- lagsprentsmiðjan h.í„ Verzl. Edin- borg, Ölg. Egill Skallagrímsson, Vátr.skrifst. Sigfúsar Sighvatsson- ar, Verzl. L. H. Miiller, Bifreiða- stöð Reykjavíkur, Veiðarfæraverzl. Geysir h.f„ Skóbúð Reykjavíkur, Leðurverzl. Jóns Brynjólfssonar, Byggingarv.verzl. ísleifs Jónssonar, Heildverzl. Haraldar Árnasonar, Timburverzl. Völundur, Vélsm. Hamar h.f„ Heildverzl. G. Stefáns- som Haraldarbúð h.f„ Belgja- og skjólfatagerðin h.f„ Sveinn Egils- son h.f„ A. Jóhannsson & Smith, Vélsm. Dynjandi, Sælgætisgerðin Opal h.f„ Á. Einarsson & Funk, Landssmiðjan, H. Benediktsson & Co„ Vátrvggingarfélagið h.f„ Vél- smiðjan Héðinn h.f„ Heildverzl. Kr. Ó. Skagfjörð. Vinnufatagerð íslands h.f„ Reiðhjólaverzl. Fálk- inn, Skeljungur hi„ Olíufélagið (Framhald á 5. siðu ■ sem er liðsforingi í austurríska hernum og halda honum í gislingu. I öðrum þætti hefir Janik og menn hans lagt íbúðarhús greifafjölskyld unnar undir sig og flutí þangað bækistöðvar sínar. Fjölskvldan hef- ir flutt út í hestshús, þar sem Gettner er falinn uppi á loftinu. Þarna fá Gelda cg Richard Gettner tækifæri (;I að ræðast við í ein- rúmi undir óvenjulegum aðstæðum um hina aumlegu stöðu lians og hið misheppnaóa hjónaband þeirra. STEFAN, bróðir Geldu, kemur og varar Richara við hennönnun- um, sem eru á leið til hestshússins og Richard hveríur aftur til felu- staðar sins á loftinu. Húsgögn eru flutt út í hesthúsið og Janik upp- reisnarforingi kemur til að færa fram afsökun sína við greifafrúna vegna þeirra óþæginda, sem hann og menn hans hafi valdið henni. Hann lofar greifafrúnni að sækjast ekki eftir lífi Getlners, en ráðlegg- ur henni jafnframt að láta hann ekki verða á vegi uppreisnar- manna. Peter Zichy hefir verið leystur úr haldi og verður nú áhorf andi að þvi, er Gettner klifrar drukkinn ofan frá loftinu og kyss- ir Geldu. Það verður árekstur milli Stefans og Gettners, en greifafrúin revnir að eyða málinu með því að biðja um músik og hvetja hermenn ina til að hefja dans. Þeir leggja frá sér vopnin og Stefan löðrurig- ar Gettner og án þess að athygli vekji hverfa þeir út í myrkrið. Skot hevrast að utan og Gettner kemur æðandi inn. Hann telur .sig hafa drep;ð Stefan. Hérmennirnir vilja handtaka Gettner og færa hann foringja sínum en greifafrúin mótmælir því. Stefan er borinn inn. Hann er lifandi en milcið særð ur, þá þolir Rosmarin greifafrú ekki meira og hnígur niður með yfirbugað hjarta. FRELSISBARÁTTA Ungverja hef- ir verið bæld niður og austurriska stjórnin hegnir grimmilega öllum þeim, sem þátt tóku í uppreisn- inni. Greifafrúin hefir flutt aftur í íbúðarhús sitt, en nú er séð að líf hennar mun ekki verða lengra. Enn leitar flóttamaður náðar henn- ar og að þessu sinni er það Janik, foringinn úr uppreisnarliðinu. Hún tekur við honum, þótt aðrir reyni að letja hana þess. Gettner fréttir veikindi greifafrúarinnar og kem- ur á fund hennar. Hann misskilur ástæðuna fyrir lífgjöf hennar og heldur að hún elski sig. En þegar hann biður hennar, fær hann af- svar. Hermenn stjórnarinnar berja að dvrum í leit að Janik og Gettn- er, sem nú er einnig í hættu, er í þann veginn að hverfa út um glugg ann, þegar greifafrúin skilur við þennan heim. En þá verða áhrif hennar sterkust. Honum skilst hvers hún hafi ætlazt og ákveður að bíða örlaga sinna. Sbj. Morðið á greifanum af Lamberg í Pesth hinn 28. september 1848. Með því hófst uppreisnin. Samtímamynd úr Leipziger lllustrierten. Herréttur framkvæmir aftöku Zichy greifa á eyjunni Csepel. — Samtímamynd úr Leipziger lllustrierten.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.