Tíminn - 16.03.1957, Qupperneq 8
8
Minnmg: Helgi Jónsson Deildartungu
Hinn 19. október síðastliðin’
andaðist að heimili sínu að Deild-
artungu í Borgarfirði, einn af
elstu þegnum þess héraðs, Helgi
Jónsson. „Um héraðsbrest ei get-
ur þó hrökkvi sprek í tvennt." Það
mun hafa sannast þar, enda mála
sannast, að um sæti hans haf
sjaldan staðið styrr. Slík sæti eru
ekki baráttusæti að jafnaði, i
þeirri merkingu, sem venjulegasí
er lagt í það orð. Og þó mun þaC
hverri kynslóð hollt, að þaðan sé
ekki runnið fyrir hverjum and-
byr.
Helgi í Tungu, — eins og hann
var oftast nefndur af þeim, sem
nánast þekktu hann, — var einn
hinna hljóðlátu sona þjóðarinnar.
Hann var einn hinn síðasti úr
stétt, sem frá öndverðu hefir ver-
ið allfjölmenn meðal þjóðarinnar,
en nú er að mestu horfin, stétt
sem sinn þátt átti í að fleyta þjóð-
inni yfir örðugleika fátæktar og
harðbýlis, stétt, sem samtíð okkar
hefir, — a. m. k. að eigin mati, —
efni á að þurrka út úr þjóðlífinu.
Hann var alla sína löngu starfs-
ævi vinnumaður og jafnvel svo
traustur í því efni, að hann dvald-
ist 52 ár samfleytt á sama heimil-
inu sem slíkur, að svo miklu leyti,
sem orkan entist. Og því verður
ekki neitað að hann entist flest-
um betur.
Helgi var fæddur í Hvammi í
Norðurárdal 2. október 1867 og
var því búinn að fylla 89. árið,
þegar hann lézt.
Foreldrar hans voru hjónin Þór-
laug Jónsdóttir og Jón Helgason,
þá vinnuhjú í Hvammi. Hann var
annað barn þeirra hjóna, en alls
urðu þau þrettán. Þau hjón voru
borgfirzkra ætta og þremenningar
að frændsemi, en sá þáttur verður
ekki rakinn hér. Þau reistu bú að
Króki í Norðurárdal vorið eftir að
Helgi fæddist og bjuggu þar um
skeið. Hlóðst þeim þar mjög ó-
megð, en harðbýlt og nytjarírt þar
í Króki. Varð þröngt í búi þeirra,
og það ráð því tekið að vista þá
eldri bræður svo fljótt, sem kostur
var. Varð það og hlutskipti Helga.
En hann mun hafa verið heilsu-
lítill og seinþroska, enda barist
um áraskeið við sjúkdóm, sem
löngum hefir verið harðhentur á
íslendingum. Um tvítugsaldur
mun hann hafa háð úrslitaorrust-
una við þann vágest. Lá hann þá
mikinn hluta árs og má telja víst,
að við berkla hafi verið að etja.
Settust þeir mest að í mjöðm og
á fæti, og sóttu svo fast að, að
hann fékk fót sin aldrei heilan, og
gekk því haltur alla ævi.
Trúlegt er, að sú fötlun hafi átt
sin þátt í að Helgi'kaus sér þann
kost, sem raun gaf vitni. Framan
af ævi dvaldist hann á ýmsum stöð
um í Borgðarfirði, löngum í Þver-
árhlíð og Reykholtsdal.
Vorið 1893 mun hann hafa ráð-
ist að Hömrum í Þverárhlíð. Þar
var og vinnukona, sem Þuríður hét
Halldórsdóttir. Voru þau þremenn
ingar að frændsemi. Þau felldu
hugi saman um skeið, og varð
tveggja sona auðið, sem báðir eru
á lifi og atgervismenn. Þau Helgi
og Þuríður giftust aldrei og slitu
að fullu samvistir sínar, meðan
þeir bræður voru enn á bernsku-
skeiði.
Vorið 1904 réðst Helgi að Deild-
artungu til Vigdísar Jónsdóttur, er
þar bjó ekkja við stórbú og mikla
rausn. Hafði hann ekki vistaskipti
eftir það, og höfðu húsráðenda-
skipti þar í Deildartungu engin á-
hrif í því efni, enda voru þau þess
eðlis, að um fátt mun hafa skipt
þar við þau ein. Breytingar heimil
isins þá hálfa öld, sem hann dvald
ist þar, munu meir raktar til ann-
ars en húsráðendaSkiptanna.
Slík samskipti milli húsbænda
og hjúa, sem löngum ríkti þar í
Deildartungu milli Helga og hús-
bændanna munu sjaldgæf á þess-
ari öld. Þau munu oft hafa borið
meiri svip samrýmdra systkina en
húsbænda og hjúa, og þó slík, að
hvor aðili hélt sínu um skoðanir
og jafnvel starfsháttu. Mikinn
hluta þess tíma, sem Helgi dvald-
ist í Deildartungu réði þar húsum
hin þekktu hjón Sigurbjörg Björns
dóttir og Jón Hannesson. Var Jón
sem kunnugt er, einn af hinum fyr
irferðamestu í forustuliði bænda
um langt skeið. Sigurbjörg mun og
hafa haldið sínum hlut með hinn’
fyllstu sæmd, þótt þeir Jón og
Helgi væru svo samhentir sem
raun gaf vitni, voru þeir á margan
hátt höfuð andstæður. Að Helga
mun aldrei hafa hvarflað að ætla
sér sæti utan heimilisins og anna
þess. Og þó hann væri aldrei skrá
settur ráðsmaður þar, mun ráða
hans hafa gætt þar talsvert enda
óhætt að telja það til hollráða, er
þangað var sótt. Mun svo ætíð
hafa reynst öll þau ár, sem hans
naut við fyrir aldurs sakir, hvað
sem húsráðendaskiptum leið þar í
Deildartungu.
Eins og áður er getið fatlaðist
Helgi svo á yngri árum að mjög
horfði til örkumla. En slík var
starfsorka hans og starfshæfni, að
ekki mun hafa verið á almennings
færi að draga úr greipum hans um
afköst við flest verk. Var á orði
haft hve miklu hann fékk afkast-
að og mun fjárgeymslan þar
minnisstæðust, einkum þó þegar
haila tók undan fæti fyrir aldurs-
sakir. Hirti hann um og yfir 300
fjár flesta vetur fast að áttræðu og
löngum með lítilli hjálp nema
hina siðustu vetur. Mundu slík af-
köst þykja ærin þó yngri skyldu
um fjalla og ófatlaðir, þótt ekki
kæmi beitarhúsavegur til.
Þótt störf Helga fyrir Deildar-
tunguheimilið væru á margan hátt
athyglisverð fyrir sakir áræðis og
atorku munu þó fjallferðir hans
mörgum samtíðamönnum hans, er^
fjær stóðu minnisstæðastar. Frá
því hann kom fyrst að Deildar-
tungu og fast að áttræðu, var hann
alltaf hin sjálfsagði sendimaður
heimilisins þegar leitir eða rekst-
ur til afrétta voru annars vegar,
enda var hann um langt skeið hinn
sjálfkjörni foringi slíkra ferða. —
Mun hann hafa eignast margt vina
í þeim ferðum, ekki aðeins í sínu
umhverfi heldur og norðan heiðar,
vegna samskipta Reykhyltinga og
Vatnsdæla í göngum. í minning-
um vina hans frá þeim ferðum,
sem annars staðar ber hæst hinn
hugrakki og ráðslyngni gleðimað-
ur, en ófyrirlátssamur hvort sem
í hlut áttu kappsfullir samferða-
menn eða óvægin öræfaveður.
Helgi mun engrar fræðslu hafa
notið í æsku, þegar frá er talin
hin lögskipuðu fræði til ferming-
ar. Framan af ævi munu honum
; lítt hafa gefist tómstundir til lest-
urs. En eftir því, sem aldur færð-
ist yfir hann stundaði hann þær
menntir meir, enda átti hann er
hann féll frá allgött bókasafn og
vel hirt. Mun þá hafa komið í
Ijós að hlutgengur gat hann og
orðið á þeim sviðum.
Eg spurði konu, sem um ára-
bil var með Helga þar í Deildar-
tungu, hvað henni væri minnis-
stæðast í fari hans. „Vinnugleðin
og trúmennskan“, — var svarið.
Það er athyglisvert, að henni varð
ekki starsýnast á afköstin, sem
oft munu hafa verið furðuleg af
svo fötluðum manni. Það var trú-
mennskan, sem fylgdi þessum sér
stæða gleðimanni til leiðarloka, er
hún mundi bezt, — mat mest —
og vissulega að verðleikum.
„Tvisvar verður gamall maður
barn.“ Fyrir þessu sígilda lögmáli
lífsins varð Hélgi í Tungu að
beygja sig eins og aðrir. En hann
varð eftirlætisbarn þar í Deildar-
tungu. Hefir það sína sögu að
segja um mat þeirra, sem þar ráða
húsum á störfum hans og í garð
hans. En það segir líka sína sögu
uiii háttu hans í garð þeirra, sem
TIMINN, laugardaginn 16. marz. 1957,
Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika tókst aö lokum að taka útvarpsþáttinn „BrúSkaupsferSin" á segulband á Akureyri.
Hér sjást fimmmenningarnir berjast viS eina óskina í Nýja bíói á Akureyri. TaliS frá vinstri: Helgi Sæmunds-
son, FriSfinnur Ólafsson, SigurSur Magnússon, SigurSur Ólason og IndriSi G. Þorsteinsson.
nefndar. Enn liggur ekkert fyrir
um úrslitin, þar sem þættinum
lýkur ekki endanlega fyrr en síð-
ustu upptökunum hefur verið út-
varpað.
Jt
BrúSkaupsferSinm4 lauk meS tveim
upptökum þáttarins á Akureyri
Útvarpsþættinum „Brúðkaupsfei-ðin“, sem Sveinn Ás-
geirsson hefir stjórnað mun nú að öllu óbreyttu vera lokið,
en tvær síðustu upptökur á honum fóru fram á Akureyri
síðast liðna helgi. Gekk ei'fiðlega fyrir þá sem í þættinum
störfuðu að komast þangað og enn verr að komast þaðan,
vegna þess að flugferðir hafa verið strjálar sökum slæmra
flugskilyrða norðanlands.
imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmumi
í upphafi var fyrirhugað að
upptaka þáttanna færi fram á Ak-
ureyri um fyrri helgi, en þá var
ekki hægt að komast norður. Eft
ir nokkurt þóf, þ.á.m. gistingu á
Sauðárkróki tókst að komast til
Akureyrar um hádegi s.I. sunnu-
dag og voru þættirnir teknir á
segulband síðdegis og um kvöldið,
bæði skiptin fyrir fullu húsi.
Vinsæll þáttur.
Þrátt fyrir nokkra gagnrýni og
tíðum meiningarlitla, hefur þátt-
urinn „Brúðkaupsferðin“ verið
vinsælt útvarpsefni yfirleitt. Hins
vegar mun reynast erfitt að gera
svo öllum líki í þessu efni sem
öðru. Verðlaun eru ókeypis brúð-
kaupsferð til Mallorka í Miðjarðar
hafi (Balaríeyjar), en þau hlýtur
það par ,sem ber af að áliti dóm-
Sjötngnr: Sturlaiigiir Einarsscn,
skipstjóri, Stykkishólmi
í dag er sjötíu ára Sturlaugur
Einarsson skipstjóri frá Stykkis-
hólmi Sjötíu ár er talinn allveru-
legur dvalartími á mælikvarða
mannlífsins. Þó er það svo með
þá, sem eiga þess kost að líta
heilbrigða ævibraut til baka finnst
þessi tími ekki vera langur. Stur-
laugur má með sanni kallast gæfu
maður. Hann hefur alla tíð aðlag-
ast bjartari hliðum tilverunnar, og
notið vinsemdar og virðingar
þeirra er honum hafa kynnst. —
Hann er Breiðfirðingur að ætt,
fæddur 16. marz 1887 að Hnúki
Skarðsströnd. Foreldrar Sturlaugs
voru sæmdarhjónin Einar Odds-
son og Guðrún Sturlaugsdóttir,
sem þar bjuggu, og síðar að Dag-
varðarseli. Ungur að árum byrj-
aði Sturlaugur sjómennsku, sem
hann og starfaði við fram á fimm
tugsaldur, lengst af sem skip-
stjóri á fiskiseglskipum (skútum)
sem aflamaður og öruggur sjó-
maður, sem búinn var ábyrgðar-
þroska og leikni í starfi. Það er
einnig vert að geta þess að það
var ekki ávallt auðveldur leikur
að stjórna vélvana seglskipi í mis
jöfnum veðrum, og á hættusöm-
um slóðurn. Þeir sjómenn sem
njóta nútímatækni í fyllsta máta
mundi ærið bregða við, ef þeir
ættu að skipta um.
þar sátu með honum, að hann
mun hafa verið nokkuð jafnt eftir
læti þeim, sem þar trítluðu fyrstu
sporin um pallinn og hinum, sem
önn dagsins heimti til sín. Og síð-
ast munu það hafa verið móður-
hendur húsmæðranna í Deildar-
tungu, sem hlúðu að bernsku hans
við leiðarlokin.
Guðm. Jósafatsson.
Sturlaugur er kvæntur Stein
unni R. Bjarnadóttur, breiðfirzkri
að ætt, ágætri konu, sem hefur
stutt mann sinn með ráðum og
dáð. Þau hjónin bjuggu að mestu
í Stykkishólmi ,þar til þau fluttu
til Reykjavíkur árið 1935, ásamt
börnum sínum, fimm að tölu, sem
öll eru nú uppkomin og búsett
hér í Reykjavík og nágrenni. Um
nokkurt árabil hefur Sturlaugur
unnið á vegum Skipaútgerða,
ríkisins, sjómennsku lagði hann
að mestu niður eftir að hann flutt
íst suður. Að lokum vil ég óska
Sturíaugi allra heilla á þessum
merku tímamótum og þakka hon-
um góða viðkynningu fyrr og síð-
ar, með von um að vinir hans
og aðrir samferðamenn fái lengi
að njóta góðvildar og glaðsinnis.
S. S.
m H
!llS||||!||lliíii| S
‘llíijí k |
l!lh U 11 firlt —K