Tíminn - 17.03.1957, Side 3

Tíminn - 17.03.1957, Side 3
T ÍMI N N, sunnudaginn 17. marz 1957. 3 öllu hinu mikla yfirborði, er særinn hylur á þessum hnetti, einhver allra auðugasta gull- náman, sem enn er kunnugt lim. Og eykur það ekki bjart- sýnina og trúna á framtíöina, aö líta um öxl og athuga framfarirnar, sem orðið hafa síðustu árin — framfarirnar í sjálfum svefnrofunum. Ellegar hvort það glaðnar ekki yfir henni (bjartsýn- inni), við aö koma á bæ í af- skekktri sveit, húsið úr timbri, hlöður undir járni, fénaðarhúsin reisuleg, þótt úr grjóti og torfi séu gerð. Vel hirtur kálgarður við bæinn, túnið girt, en tveir nátthagar utan túns. Húsbændurnir, hnignir að aldri, eiga þetta allt og bústofninn skuldlaust. En þau eru búin að koma upp tólf börnum og börnin öll heima. Og með hverju hafa þau getað eignazt þetta og al- ið upp barnahópinn? Með 80 ám! Kýrnar tvær, ekki voru seldar afurðirnar af þeim. Hrossin til heimabrúkunar, jörðin ekki heyskaparjörð. Bóndinn einu sinni látið í fourtu hross án þess að þurfa að kaupa annað í staðinn. Og ekki voru aukatekjurnar. Ekki svo mikið sem rekaspýta, eng- in veiði. Ærnar höfðu borgað allt, sem fengið var úr kaup- staðnum, og opinberu gjöldin líka. Auk þess höfðu þær hjálpað kúnum og kálgarðin- um til þess að fæða heimilis- fólkið, og klætt höfðu þær það að mestu. Þetta er sann- arlegur fyrirmyndarbúskapur — með gamla laginu!“ Slíkt var upphafið að fyrstu greininni ii greinaflokknum um landbúnað! IV. Þegar Héðinn Valdimarsson um sumarið kom alkominn heim eftir að hafa lokið há- skólanámi, varð ekki af því, að hann tæki við ritstjórn Timans, heldur voru honum fengin ábyrgðarstörf við Landsverzlunina. Engu er líkara en að æðri máttarvöld réðu hér ferðinni. Ég vildi ekki verða blaðamað- ur, taldi mig ekki hafa til þess næga menntun. Þetta voru engir meðalmenn, blaðamenn- irnir í þá daga, allir lang- skólagengnir, Björn Jónsson, Hannes Þorsteinsson, Skúli Thoroddsen, Einar H. Kvaran og Benedikt Sveinsson yngri o. fl. ámóta. Allt um það fékk ég ekki lausn. En fyrir bragðið átti ég þess kost að bjóða æskuvini mín- um, Tryggva Þórhallssyni, þetta hlutskipti, þegar kom fram á haustið. Og er þetta eitt dæmi þess, hverjar króka- leiðir örlögin einatt fara. Sjálfur er ég kominn til skilnings á því, að það hafði þýðingu fyrir Framsóknar- flokkinn að það var maður uppalinn eins og ég, sem fyrst réðist sem fastur starfsmaður að Tímanum. Uppalinn til sjós og sveita, kúasmali, hestastrákur, verzlunarsend- ill, smali norður á Skeggja- stöðum við Bakkafjörð, prent- nemi í gamla stíl, og loks „póðaður“ með ungmennafé- lagsbakteríunni á hentugasta tíma. Hafði orðið að stórri ósk, að fá stofnað ungmenna félag í höfuöstaönum, næ að svala útþrá og kynnast lýð- skóla, sem okkur þrjá unga menn dreymdi um að koma á fót hér heima (hvað ekki varð), en klykkti út með því að fara upp í sveit og hamast þar af lífi og sál við landbún að í þrjú ár, og loks skyldi einn af mannspörtunum vera samvinnumaður! Af þessu hygg ég, að árin við búskap- inn hafi verið mér bezti skól- inn, og ekki sízt þeim eigi ég að þakka það, hversu til tókst við blaðamennskuna. Hins- vegar virðist sósíalisminn hafa náð sterkustu valdi yfir Héðni Valdimarssyni, þótt hann eins og ég hafi alizt upp á einu merkasta prentsmiðju- heimili sinnar tíðar. Hins- vegar var það lífið sjálft í tveim höfuðstöðum og skól- arnir, sem ætla mætti að að- allega hefði mótað Héðin. V. En enn meiri þýðingu hlaut það að hafa, þegar það ber við á haustnóttum 1917, að Tryggvi Þórhallsson verður ritstjóri Tímans. Þykir mér rétt að skýra frá því hér, að ég hefi örugga heimild fyrir því nú, að það var rétt, er ég sagði eitt sinn á prenti, að samkeppnisprófið um dósents embætti það, sem Tryggvi hafði verið settur til að gegna við guðfræðideild háskólans, var sett upp til þess að ann- ar maður hlyti þetta hlut- skipti. Jón Helgason var í þeirri aðstöðu að hafa heitið prófessor Magnúsi Jónssyni kennarastóli við guðfræði- deild háskólans, en var tví- vegis búinn að skjóta því á frest að efna þetta heit. Taldi sig nú ekki geta frestað þessu lengur. Um þetta hefi ég nú hina fullkomnustu heimild — orð Magnúsar Jónssonar pró- fessors sjálfs. Og sem Magnús svo höfðinglega hafði staðfest þetta — urðum við dús! Ekki var að efa það, að báð- ir voru þessir menn jafn- komnir til að hljóta þetta hlutskipti. Að kvöldi þess sama dags, sem kunn urðu úrslitin um dósentsembættið, sitjum við fimm saman, heimafólk í Laufási, og er rætt um, hvað nú skuli gjört. Vildi Tryggvi ógjarnan fara frá Laufási eins og komið var. Sló þvi þá niður i huga minn að spyrja Tryggva Þórhallsson, hvort hann vildi gjörast ritstjóri Tímans. Ekki hafði Tryggvi svarað þessu þegar gengið var til náða, en sjálfur hafði ég það á tilfinningunni, þegar ég lagðist út af það kvöld, að þessi mundi verða raunin Allt þarf sína 'fjarlægð. Ekki sízt sögulegir viðburðir. En nú hafði hinn ungi Framsóknar- flokkur ekki aðeins fengið sinn frambúðar ritstjóra, heldur jafnframt sinn flokks- f ormann! „Ég man nú eftir fasinu þínu, þegar þú komst til okk- ar Hallgríms upp í Samband til þess aö segja okkur frá þessu,“ sagði Jón Árnason við mig ekki alls fyrir löngu. Eftir átta mánuði nákvæm- lega skipti um ritstjóra Tím- ans. Aðeins 35 fyrstu blöðin af Tímanum komu út undir minni stjórn. Hinn 17. nóv- ember 1917 kemur út fyi’sta blaðið af Tímahum undir rit- stjórn Tryggva Þórhallssonar. Jónas Jónsson er þennan vet- ur norður í Hriflu. Kennara- skólinn og fleiri skólar störf- uðu ekki út af kolaskorti. Að sjálfsögðu höfðu þessi manna- skipti verið rædd við hann, áður en þau áttu sér stað. Þegar J. J. síðan kom suð- ur um vorið, varð hann ekki lítið hrifinn af því, með hverjum hætti Tryggvi hafði unnið að útbreiðslu Tímans. Þegar aðkomumenn voru hér á ferð, sem snertingu höfðu við okkur, yfirheyrðum við þá, hvern um sig, um hverjir í þeirra byggðralagi væru lík- legir til að gjörast kaupendur i Tímans. Prentuðum síðan allar þessar adressur í stórum örkum, sem síðan voru klippt- ar niður og límdar á blaða- bögglana. Að sama skapi var upplag blaðsins aukið og mátti Tíminn nú teljast orðið stórblað á íslenzka vísu. En allt kostaði þetta pen- inga og kom nú annað við sögu. Eigi löngu eftir að Sam- bandið er setzt að hér í höf- uðstaðnum, kom upp sú hug- mynd, að Hótel ísland yrði keypt og þar komið upp sam- vinnuverzlun í nokkrum deildum. Að minni tillögu yrði þessi verzlun undir stjórn eins æskuvinar okkar Tryggva úr Ungmennafélagi Reykja- víkur, Magnúsar Kjaran. Hótelið var keypt, en ekki komst ráðagerð þessi í fram- kvæmd. Magnús Kjaran var bundinn gömlu, skilyrðis- bundnu loforði við húsbónda sinn, sem nú var hermt upp á hann. Niðurstaðan varð, að Hótel ísland var selt. Mismunurinn á kaupveröi þess og söluverði var lagður í Tímann. Komst blaðið þar með fjárhagslega yfir örðugan hjalla. VI. Ekki er hægt að segja sögu Tímans, án þess að minnast á „Tímaklíkuna". Hættulegur og örðugur var Tíminn póli- tískum andstæðingum, en hvað var hann á móti „Tíma- klíkunni“! „Timaklíkan", sem pólitísk- ir andstæðingar ræddu um og rituðu, varð að dularfullri, hrollvekjandi stærð í þjóðlíf- inu, en þá jafnframt að á- trúnaðargoði og hollvætt hinna, sem aðhylltust lífs- skoðanir þær og viðhorf, sem Tíminn boðaði. Hverjir voru svo í þessari mikið umræddu klíku? Jónas Jónsson, Tryggvi Þórhallsson, Hallgrímur Kristinsson, Jón Árnason, Aðalsteinn Kristins- son og Guðbrandur Magnús- son. En Sigurður Kristinsson eftir að Hallgrímur bróðir hans lézt. Allt þangað til Framsókn- arflokkurinn fékk lögformlegt skipulag, var „Tímaklíkan“ í framkvæmd ókrýnd miðstjórn Framsóknarflokksins utan Al- þingis, sem jafnframt bar hitann og þungann af útgáfu Tímans fyrstu 16 árin, eða þangað til 1933, að Framsókn- arflokkurinn fékk sitt skipu- lag — sitt félagsform, og verð- ur jafnframt yfirlýstur eig- andi blaðsins. VII. En áhrif Tímans voru frá upphafi tvíefld fyrir það, að auk ritstjóranna skrifaði Jón- as Jónsson aö staðaldri í Tím- ann. „Gott blað er átök margra manna,“ mælti sá vísi maöur Guðmundur Björnson við fyrsta ritstjóra Tímans. Og vissulega hafa margir staðið að þvi að gjöra Tímann að góðu blaði, en enginn þó meir en Jónas Jónsson, sem samfellt í 20 ár ritaði blaðið samhliða ritstjórunum. Ég hefi velt því fyrir mér, hver rás atburðanna hefði orðið, ef Jónas Jónsson frá upphafi hefði áttað sig á því, að stjórnmál yrðu hans aðál- áhugamál.Ef hann árum sám- an hefði ekki verið að leita að flokksformanni. En það var ekki fyrr en 1927, að Tryggvi Þórhallsson hafði myndað stjórn, og óskað þess, að J. J. yrði ráðherra í þeirri stjórn, að J. J. áttar sig á því, að ’það eru almenn stjórnmál, en ekki aðeins uppeldismál, sem eiga hug hans. Hvernig hefði farið, ef J. J. 1927 hefði orðið stjórnarfor- ur samvinna þessara merku samherja? — En þetta eru nú aöeins vangaveltur. Hitt er segin saga, að sem Tryggvi Þórhallsson féllst á þá hugmynd, að vera með í stofnun nýs flokks — Bænda- flokks, þá kom það sér fyrir Framsóknarflokkinn, hversu lítið hún lét á sér standa 2. kynslóö forustumanna Fram- sóknarflokksins. Hefðu á þess- um tíma ekki verið komnir til sögu og áhrifa Hermann Jón- asson, Eysteinn Jónsson, Gísli Guðmundsson og fleiri, er ekki vitað hvernig fulltrúarnir hefðu þolað það áfall, er flokkurinn varð fyrir um þetta leyti. Einnig voru það þessir annarrar kynslóðar forustumenn á þessum klofn- ingstíma, sem áttu sinn ríka þátt í að koma félagsformi — föstu skipulagi — á Fram- sóknarflokkinn, stjórn hans, fundarhöld og flokksþing. Og ekki er það fyrr en á þessum árum, að Framsóknarflokkur- inn formlega eignast Tímann, svo sem áður var sagt. VIII. Þótt nú hafi verið reynt að rekja þessar minningar, er það segin saga, að hér er farið á skemmsta vaði. Hér er ekki að kalla vikið að mönnum, sem stórfellda þýð- ingu hafa haft fyrir Tímann og Framsóknarflokkinn, beint og óbeint. Þeir Sambands- menn t. d. skildu vel, hvernig blása mundi um samvinnu- málstaðinn, ef enginn væri málsvarinn. Það var sú tíðin, að stjórnmálablöðin treystust ekki vegna ótta við að missa auglýsingar kaupmanna, að birta greinar, sem vörðu mál- stað kaupfélaga. Þá er ekki hins að dyljast, að lífsreynsla þeirra Sam- bandsmanna og þá einkum um viðskipta- og atvinnumál, var eins konar sífelld tiltæk kjölfesta handa okkur, sem yngri vorum og reynsluminni, og þá jafnframt með hugann við aðra málaflokka, enda rit- uðu sumir Sambandsmanna einatt í Tímann, sem muna má. IX. Hvort munu menn almennt hafa veitt því athygli, að Framsóknarflokkurinn á ís- landi er eini frjálslyndi mið- flokkurinn á stóru svæði, sem haldið hefir velli. Systurflokk- ar hans í nágrannalöndunum, sem voru öflugir um það leyti, sem Framsóknarflokk- urinn kemur til sögu, svo sem frj álslyndu miðflokkarnir í Bretlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku og víðar í löndum, hafa allir gengið saman og orðið áhrifaminni en fyrr, á sama tíma sem Framsóknar- flokkurinn hefir verið hér einn öflugasti stjórnmálar flokkurinn. Hvað veldur? Ekki þarf langt að leita skýringarinn- ar. Framsóknarflokkurinn er meginmálsvari samvinnunn- ar hér á landi og flokkurinn hefir jafnframt skilið, hversu mikils er um vert jafnvægi atvinnuveganna. En hér kem- ur þá einnig til leikni ungra forustumanna við að aðlaga flokkinn breyttum aðstæðum og frjálslyndum viðhorfum. X. Fyrsta kynslóð forustu- manna Framsóknarflokksins var mjög kennd við Tímann. Önnur kynslóð forustu- manna hans hefir einkum vakið athygli fyrir störf sín á þingi þjóðarinnar og í stjórn landsins. Að því leyti, sem þriðja for- ustukynslóðin er komin til sögunnar, fer hvað mest fyr- ir henni við Tímann, en hefir einnig látið að sér kveða í samtökum ungra Framsókn- armanna. Haukur Snorrason, sem um mörg ár var aðalritstjóri Dags, var tilkvaddur fyrir rúmu árl, þegar afráðiö var að stækka Tímann um þriðjung, og hef- ir síðan verið annar aðalrit- stjóri blaðsins, ásamt Þórarni Þórarinssyni, sem nú hefir unnið lengur við Tímann sem ritstjóri en nokkur annar maður. Báðir rita þessir menn um íslenzk stjórnmál, en Þórarinn Þórarinsson hefir um mörg ár jafnframt ritað um erlend stjórnmál með þeim hætti, að vakið hefir sérataka athygli, eigi aðeins innlendra manna, heldur einnig erlendra, og mundi þó hafa kveðið enn meira að því, ef íslenzk tunga væri erlendum mönnum eigi jafn þung í skauti, sem raun er á. Undir stjórn þessara for- ustumanna og með völdu samstarfsliði er Tíminn orð- inn að fyrirmyndar dagblaði og málgagni, sem Framsókn- arflokkurinn getur verið stoltur af. Þegar ég ræði um forystu- menn í þessu sambandi, á ég við þá, sem einkum hafa starfað að málum landsins í heild á alþjóðavettvangi. En ekki má gleyma þeim, sem haldið hafa uppi merki flokks- ins í hinum einstöku byggð- arlögum um land allt. Þar hef- ir líka ein kynslóð tekið við af annarri. Og án þess að nefna nöfn, er ég, fyrir hönd okkar, sem ungir að árum beittum okkur fyrir stofnun Tímans og Framsóknarflokksins, þakk látur öllum þeim, sem lagt hafa hönd að verki, sem haf- ið var fyrir 40 árum. Kaupfélag Arnfirðinga sendir Tímanum beztu árnaðaróskir á 40 ára afmælinu og þakkar hinn mikilvæga stuðning blaðsins við kaupfélögin og samvinnustefnuna öll þessi ár. Kaupféiag Arnfirðinga BÍLDUDAL maður og borið aðalábyrgð? Hvort hefði þá ekki enzt leng-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.