Tíminn - 17.03.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.03.1957, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, sunnudagiun 17. marz 1957, Gísli Guðmundsson: Nokkur orð um í byggð landsins Um aldamótin síðustu voru Ibúar- höfuðstaðarins um sex þúsundir talsins. Við aðal- manntalið 1910 voru þeir tólf þúsundir, hafði fjölgað um helming. íbúar landsins voru þá 85 þús. Hinir miklu fólks- flutningar innanlands, úr sveitum að sjó, voru þá þeg- ar hafnir fyrir alvöru og hafa haldið áfram síðan, það sem af er þessari öld. Nú í seinni tíð er þó varla rétt að skilgreina þessa fólks- flutninga svo, að þeir hafi verið úr sveitum að sjó, held- ur öllu fremur, að fólkið hafi flutst úr sveitum um land allt og úr sjávarplássum á Norð- ur-, Austur- og Vesturlandi í þéttbýlið við sunnanverðan Faxaflóa. Nýlega hefur yerið gerð sundurliðuð skýrsla samkv. manntölum um fólksfjölda í hverri sýslu, hreppi og kaup- staö á árunum 1910, 1920, 1930, 1940, 1950 og 1953. Þessi skýrsla segir athyglsiverða Sögu um fólksflutningana og þá einnig um það, sem kallað hefir verið röskun jafnvægis í byggð landsins. Á 43 árum hefir þjóðinni fjölgað úr 85 þús. í 152 þús., þ.e.a.s. um nál. 80%. En ef litið er á þróunina í einstökum landshlutum á þessu tímabili, kemur í ljós, að hún er alls staðar langt frá meðalfjölguninni. í Norðlend- ingafjórðungi hinum forna er aöelns um 35% fjölgun að ræða á stað nál. 80%, sem er meðalfjölgunin í landinu, en þessi fjölgun hefir öll orðið á mjög takmörkuðum svæðum (Akureyri, Siglufjörður o. fl.). í Austfirðingafjórðungi stend- ur íbúatalan í stað. Sá fjórð- ungur hefir því misst alla sína 'fólksfjölgun. Á Suðurlandi (austan fjalls) hefir íbúum fjölgað um nál. 9%, en séu Vestmannaeyjar frá taldar, er um fækkun að ræða. Á Vestfjörðum norðan Látra- bjargs hefir fólki fækkað um rúml. 17%, og í Breiðafjarðar- byggðum um nærri 30%- En í byggðum við sunnanverðan Faxaflóa hefir íbúum á þess- um 43 árum fjölgað um meira en 320%. Munar þar mest um Reykjavik, sem hefir fimm- faidað íbúatölu sína á þess- um tíma. í nál. 30 hreppum í ýmsum landshlutum hefir íbúum f ækkað, um helming eða meira. í árslok 1955 var íbúatala landsins samkv. skýrslum hagstofunnar 159.480 og skipt ist þannig: Reykjavík 63856 Aðrir kaupstaðir (13) 39802 Þorp (50—60) 21511 Sveitir 34311 í sambandi við fólksflutn- ingana 1953 skal að lokum bent á þá hlutfallslegu breyt- ingu, sem orðið hefir á fólks- fjölda á þessum tíma, annars vegar í byggðunum við sunn- anverðan Faxaflóa, hins veg- ar í öllum öðrum byggðum lanasins: Niöurstaðan er þessi: í byggðunum við sunnan- verðan Faxaflóa var íbúatal- an árið 1910 nál. 26% af íbúa- Éöiu landsins í heild, en í öll- um öðrum byggðum samtals 74%. Árið 1953 var íbúatalan í byggðum við sunnanverðan Faxaflóa komin upp í 55%, en samanlögð íbúatala allra ann- ara landshluta niður í 45%. Síðan eru liðin 3 ár, og virð- ist nú alveg að því komið, að 3 af hverjum 5 landsmönnum eigi heima á Faxaflóasvæðinu í stað sem næst eins af hverj- um fjórum árið 1910. Mikið hefir verið um það rætt og ritað, hvernig á því standi, að jafnvægið í byggð landsins hefir raskast svo mjög, sem raun er á. í því sambandi er talað um skort á samgöngum, skort á nútíma tækni og þægindum, skort á félagslifi o. s. frv. í hinum fá- mennari byggðarlögum. Og ef rekja skal orsakir fólks- straumsins af Norður-, Aust- ur- og Vesturlandi og úr sveitum Suðurlands, má þar áreiðanlega tína margt til, bæði almennar orsakir og sér- stakar, sem stundum er til að dreifa og stundum ekki. En ég ætla aðeins að nefna þá or- sökina, sem mér virðist mest þörf á að ræða, eins og nú standa sakir: Mismunandi þróun atvinnulífsins í land- inu. Frumskilyrði þess að land sé byggt er, að þar sé hægt að afla verðmæta til lífsviður- væris og að menn hafi það í höndum, sem til þess þarf að afla þessara verðmæta. í upp- hafi mannabyggðar þurfti víða ekki mikið til þess að hagnýta náttúrugæöin og svo var m. a. hér á landi, á með- an landið var „víði vaxið milli fjalls og fjöru", veiði auðtek- in í vötnum og í sjó við land- steina. í þann tíð byggðist ís- land allt á skömmum tíma með þeim hætti, sem hélzt síðan með litlum breytingum í margar aldir. Þessu, að land- ið byggðist allt á skömmum tíma og að mestu einum og sama kynstofni, eigum við það að þakka, að til er í dag sjálfstæð íslenzk þjóð og að landið allt er eign hennar, viðurkennd af öðrum þjóðum. Nú er öldin önnur en fyrrum var á landnámstíð. Landið og særinn við strendur þess búa að vísu enn yfir nægum auði til framfærslu þessari þjóð og eflaust miklu stærri þjóð en nú byggir landið.En verðmæt- in í skauti náttúrunnar eru ekki jafn auðtekin og fyrrum, og nýjar þarfir krefjast þess, að meiri verðmæta sé aflað en áður handa sama fólks- fjölda. Nú þarf að breyta landinu, rækta það, til þess að gæði þess nýtist svo sem þörf er á, virkja vötnin og orku þeirra. Orfið og árin, hamarinn og snældan eru ekki lengur viðhlítandi áhöld til að afla náttúrugæðanna og hagnýta þau. Hér hefir því orðið breyting á og hlaut að verða, ef þjóðin átti að lifa áfram í landinu. En breytingin, sem orðið hef- ir, er ekki í samræmi við hina fornu byggð. Það hefir ekki verið ræktað nógu mikið land í sveitunum eða bústofn auk- inn svo, að þær gætu séð fyrir hið margumrædda jafnvægi í byggð landsins. Þetta gerist ekki eins og æv- intýri á nokkrum mánuðum eða fáeinum árum. Til þess þarf tíma. Til þess þarf sterkan vilja, óhvikula stefnu, sleitulaust starf og samstarf margra. Það þarf þolinmæði og trú á land.ð, skilning á þelrri hættu, :em yfir þjóð- inni og sjáifstoéði hennar vof- mikla fólksfjölda, sem þar er saman kominn, og væri ekki vanþörf á, að ráðrúm gæfist til úrbóta á þessu sviöi, sem sennilega myndi verða, ef minni orku væri eytt i að stækka bæinn. Það, sem sagt hefir verið hér að framan, má ekki skilja svo, að mönnum sé nú fvrst að verða það ljóst, að vinna sínum hluta af fólksfjölgun- inni. Vafasamt, að það hafi verið íramkvæmanlegt. Við; eignarrétt, sjávarsíðuna hafa komið til sögunnar ný tæki til að afla verðmæta til framfærsiu mik- ils mannfjölda umfram þann, sem áður byggði landið. En nýju tækin hafa ekki verið til staðar við hvern fjörð eða vík, þannig að sem skemmst þyrfti ir á kcmandi tímum, ef hún ’Þurfi gegn óeðlilegri röskun leggur land sitt í eyði að meira; Jafnvægis í byggð landsins, eða minna leyti, og lætur sér I °& eicií:ert Þafi verið til þess þar með fínnast fátt um þann Sert hingað til. Því fer fjarri. ___________ sem landnáms-:Ef ekkert hefðl venð §ert 'menn unnu henni til handa' undanfarna áratugi, t. d. af og hún nú, eítir langa bar- . hálfu ríkisins, tíl þess aö réíía ... , , , . . „ ... . Vilnf lainnn Hvoif^n VvTrrrrr^Coí( áttu. hefir hlottð viðurkenn- ingu á. Þess er ekki að vænta, að breyting.n, sem þarf að verða í jafnvægisátt, gerist á þann hátt, að mikill hluti af at- hlut hinna „dreifðu byggða' væru það áreiðanlega fleiri byggðarlög en Sléttuhreppur vestra og Papaós eystra, sem nú væru með öllu mannlaus. Fólksflutningarnir hefðu þá orðið mun meiri en þeir hafa verið. En íbúar dreifbýlisins inn hafa aðallega safnazt j verði tekinn þaðan og dreift j1 sveifum og:við sjó hafa neytt að fara til þess að hafa not; viirnutækjum og öðrum mann þeirra. Atvinnutækin við sjó- j virkjurn á Suðvesturlandi i saman á takmörkuðu svæði í einum landsfjórðungi. Og þar hefir fólkið lika safnazt sam- an, sem að heiman fór. Þang- að liggja allir vegir, eins og sagt var um Róm forðum. Ef þjóðin vill vinna að því að stemma stigu við fólks- flutningum, stuðla að jafn- um laiidið, ásamt fólkinu, ] sem þau notar. Breytingin íj jaínvægisátt verður fyrst og fremst að gerast í sambandi við vöxt atvinnulífsins og fjölgun þjóðarinnar á kom- andi árum, og til þess að slíkt megi verða, þarf að nota hvert tækiíæri, sem gefst. Sú Gísli Guðmundsson, rifsfjóri 1930—1940. vægi í byggð landsins, er ó- hjákvæmilegt að gera sér ljóst, að þetta er þvi aðeins hægt, að fyrir hendi verði möguleikar til að afla meiri verðmæta en nú er gert á þeim stöðum og í þeim byggð- arlQgum, þar sem ástæða þyk- ir til að stuöla að því, að fólksfjölgun eigi sér stað í samræmi við vöxt þjóðarinn- ar í heild. í sveitunum þarf meiri ræktun, fleiri bú og stærri að meðaltali, ef fólk- inu á að fjölga. í kaupstöðum og þorpunum, sem nú standa i stað eða minnka, þarf m. a. meiri skipakost til að sækja sjóinn og tilsvarandi aðstöðu í landi, ef þessir staðir eiga að geta aukið íbúatölu sína eði komið í veg fyrir, að sú tala lækki. Margt annað er æskilegt, sumt nauðsynlegt En fólksfýölgun verður ekki til frambúðar án tilsvarandi eflingar atvinnulífsins. í vax- andi atvinnulifi landsins þarf að skapast jafnvægi þeirrar tegundar, að á því geti byggst breyting, sem hér er um að ræða, þarf, ef rétt er að farið, ekki að vera andstæð hags- munum þeirra, sem í þéttbýl- inu búa, t. d. í höfuðstaðnum. Þvert á móti. Hin öra fólks- fjölgun í Reykjavík hefir það í för með sér, að bæjarfélagið og stofnanir þess hafa ekki við að ræsa fram land undir lóðir, gera götur við hæfi um- ferðarinnar og sjá fyrir öðru því, er bæjarbúar þurfa til sameiginlegra afnota. Ef fólksfjöldi í höfuðborginni yxi hægar en verið hefir eða stæði í stað um tíma, yrðu þessi verkefni öll viðráðan- legri, og þá er ekki ólíklegt, að fljótlega tækist að ráða bót á hinum margumrædda hús- næðisskorti þar. Því verður heldur ekki neitað, að at- vinnulíf höfuðborgarinnar hvílir enn sem komið er á helzt til veikum grundvelli, þrátt fyrir allt það fjármagn, sem þar hefir verið fest á þessari öld. í þessu er allmik- il áhætta fólgin fyrir hinn pólitískra áhrifa sinna á lög- gjaíarþingi og í rikisstj órn til að hamla gegn því, að landið legðist í eyði. Þeir hafa stofn- að samvinnufélög, búnaðarfé- lög og ýmis önnur samtök heima í héruðum í sama til- gangi. Með atbeina ríkisvalds og samtaka, með framtaki og atorku í byggðum landsins, hefir hið ræktaða land verið aukið um helming á 3—4 ára- tugum, byggt upp meira og minna á flestum sveitabýlum, vegir og símar lagðir, unnið að hafnargerðum á fjölda staða, og nokkuð hefir miðað í þá átt að rafvæða landið. Með öllu þessu hefir verið bú- ið í haginn fyrir þá almennu eflingu atvinnulífsins, sem vænta verður um land allt á komandi árum, ef stuðla skal að framgangi jafnvægisstefn- unnar. Jafnvægisstefnan og fram- kvæmd hennar er ekki í því fólgin að hvergi megi hætta búskap á jörð, sem byggð hef- ir verið í þessu landi, eða að í hverri sjávarbyggð verði að hefja framkvæmdir í stórum stíl nú á næstunni. En víða er byggilegt á þessu landi, ef vel eru notuð gæði lands og sjáv- ar. Um flest byggðarlög hygg ég, að það eigi við, að engin fjarstæða sé að gera ráð fyr- ir, að æskilegt sé, að sá fólks- fjöldi haldist þar, sem nú er, og þó með nokkurri viðbót, misjafnri eftir aðstöðu. Sú breyting, sem í því fælist, frá því, sem verið hefir á þessarl öld, væri meiri en margan m.un gruna í fyrstu, jafnvel þótt hún breytti ekki þeim fólksfjöldahlutföllum, sem nú eru milli landshluta. En ef stefnan er ákveðin og henni fylgt fram af kostgæfni frá ári til árs, hygg ég, að koma myndi að því, að einnig það hlutfall breyttist, er stundir líða. Þegar litið er á framtíð- armöguleika ýmissa þeirra staða, sem nú eru fámennir og að litlu metnir, kæmi mér ekki á óvart, þótt þar kynni, er tímar líða, eitthvað til að bera, er minnti á hið forn- kveðna: „Þeir munu lýðir löndum ráða er útskagjL áður of byggðu.“ f ' stefnuskrá ríkisstjórnar þeirrar, er nú fer með völd, segir svo: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir að skipuleggja alhliða atvinnuuppbyggingu í land- inu, einkum í þeim þrem landsfjórðungum, sem nú eru verst á vegi staddir í atvinnu- legum efnum1)". x) Leturbr. mín. G.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.