Tíminn - 24.03.1957, Page 4

Tíminn - 24.03.1957, Page 4
TÍMINN, sunuudaginn 24. marz 1951. Auðugasti maður Norður- lartda, sænski peningafurst- inn Axel Wenner-Gren, hefir nú hleypt af stokkunum fram kvæmda-áætlun, sem vekur afhygli víSa um lönd, eink- um fyrir það, hve hún er stór brotfn. Hefir Wenner-Gren þj áður marga hildi háð á fjármála- og framkvæmda- sviðinu og verið stórtækur, en þessi áætlun yfirskyggir alit annað. Á næstu sex ár- um ætlar hann að leggja fram mörg hundruð miljónir krána til þess að rækta og nýfa landsvæði, sem til þessa er lítt numið. Svæðið er 2,5 sinttum stærra en öll Dan- mörk og það er í norðvestur- horni Kanada, í Brezku Kól- umbíu, sem er eitt fegursta land jarðarinnar og hefir tækifæri til þess að verða stárbrotið iðnaðar- og fram- leiðsluland, ef fjármagn er fyrir hendi til að ryðja tæki- færunum braut. V,r2iiner-Gren er enginn meðal- milljónari því að hann er talinn eiga sjálfur 1500—2500 milljónir 4u •óna. Hann hefur því efni á að tiætía dálitlum fjármunum við uppbj'ggingarstarf í ýmsum fjar- Jægum löndum, sem tækifæri hafa átt til framfara, en hefur skort. fjármagn. Hann hefur t. d. lagt fram mikið fé til að gera Bah- amaeyjar í Kar- íbahafi að eft- irsóttu ferða- mannalandi, reist þar hótel og hvers konar aðra aðstöðu fyrir amerískt ferðafólk, og nú streyma dollararnir til þessara eyja og fá- tætiíin er á undanhaldi. En nú hefur V/enner-Gren sem sagt á- kveðið að snúa sér að Brezlcu Kolombíu, norðvesturhorni Kan-1 ada. Engin góðgsrðastarfsemi Hann hefur stofnsett fyrirtæki, sem hann nefnir The Wenner- Gren Foundation og lagt þar til nok'cur nundruð milljónir dollara til fjárfestingar. Þetta er þó alls engin góðgerðai-starfsemi við í- búa þessa lands. Ætlunin er að fá alia aurana aftur, og með góðum vöxtum. Það eru náttúruauðæfi landsins, sem á að nýta, m. a. námuvinnsla og stórfelld vatns virkjun, pappírsiðnaður o. m. fl. Það fé, sem The Wenner-Gren Foundation síðan skilar aftur, á að renua til ýmis konar vísinda stofnana, segir auðkóngurinn, og Auðugasti maður NorSurlanda slær sín fyrri met — Axe! Wenner-Gren meS stóra framkvæmdaáætlun í Ka- nada — ByrjaSi meS tvær hendur tómar, er nú talinn eiga 2000 milljónir króna— Páfi fordæmir aiiglýsmga- myndir í Róm hefur hann skýrt frá því í blaða viðtali, að hann muni þá ekki gleyma vísindastofnunum í Sví þjóð og Danmörku, þótt bróður- parturinn lendi hjá Kanadamönn- Starfið þegar hafið Áætlun Wenner-Grens í Kanada er þegar meira en orðin ein. Sransk ir, amerískir og enskir landmæl- ingamenn eru þegar að starfi og verður landið allt nákvæmlega rannsakað og kortlagt. Er ætlað að það starf eitt kosti 70 millj króna. En sjálfar framkvæmdirn ar verða gerðar í áföngum, enda varla annars úrkosta. í þessu landi, nyrst í British Colombia, eru engar járnbrautir, og verður að byrja á að koma upp birgða- stöðvum meðfram þeirri leið, sem járnbrautin á að vera. Þessi járn- brautargerð er ein undirstaða sam- komulagsins, sem Wenner-Grert hefir gert við kanadísku stjórnina. Brautin á að tengja Fort McLeod, þar sem stóra Kyrrahafsbrautin hefir endastöð við landamerki Yukon, sem eru 600 km. norðar. Furðulegur maður Hver er þessi furðulegi maður, Axel Wenner-Gren? Hann er senn 75 ára gamall, og hann ræður yfir m Ij wm WM * oOo Páfinn hefir kvatt sér hljóðs um sorprit og ósiðlegt orðbragð og myndir. Hans heilagleiki ávarpaði nýlega presta og prestaefni í Róm og sagði, að fordæma bæri þau kynæsandi listaverk, sem sjá mætti á borgarmúrum og auglýsingastöðum Rómaborg- ar. „Ég nefni aðeins eitt nýlegt dæmi“, sagði hann. „Eitt af stór- Þáttur kirkjunnar: Versin 99 r U mm rC- ■■ - ' -■ f :*■ Wenner-Gren I Brezku Kóiumbíu er landslag stórbrotið og fagurt talsverðum hluta af iðnaðarmætti Svía. En fjárafli hans stendur fót- um víðar. Hann á verksmiðju í Kaliforníu, aðra í Þýzkalandi og Auglýsingamynd í Róm blöSum.yorum .lýstrmeð mikilli ná- kvæmni tveimur lostasamlegum : auglýsingamyndum.... Hver veit, : hver spiílandi áhrif þetta getur , liáft á sálirnar, einkum ungar sál- I ir, og hvaöa hugsanir og tilfinn- ingar svona myndir vekja?....“ Páfi hafði ekki fyrr talað, en auglýsendur sendu af stað menn til að líma yfir auglýsingaspjöld þau, sem hann hafði nefnt, en þau ! sýndu íturvaxna kvikmyndadís, -Marasíu Allasio að nafni. ooo það ekkert smáfyrirtæki, því að hann er talinn aðaleigandi stál- verksmiðjunnar Bochumer Verein í Ruhr. Hann á námur í Austur- Afríku og hann á banka á Bahama- eyjum. í Mexíkó rekur hann stór- an þurrmjólkuriðnað, í Venezúela á hann olíubrunna. Wenner-Gren byrjaði samt með tvær hendur tómar, en hann var duglegur og út- sjónarsamur. Upphaf iðnaðarfyrir- tækja hans má rekja til þess, er PA3SÍUSÁLMARNIR minna á í;í svo margt. Meðal annars rifja !ii þeir upp versin, sem við áttum að læra utan að. Nú hefir verið sú tízkan að ll: börn lærðu sem minnst utan að. i| Þau hafa átt að tileinka sér I efni og fegurð ljóða og fræða | án þess erfiöis sem ,,utanað“ | lærdómur hefir í för með sér | fyrir þau. | EN SANNLEiKURINN er, að | efni, sem hefir verið lært orði I til orðs, já, til hins ýtrasta og :i síðan eða áður skýrt til full- | komins skilnings, er hið full- | komnasta stig þekkingar, sem | mannleg sál getur náð, og get- j ur talizt menntun í víðtækustu I merkingu, ef slík þekking nær 1 tökum á vilja og tilfinningum. I Og satt bezt að segja, það er 1 ekki unnt að læra neitt vel án þess að læra það utan að orði til orðs að meira eða minna leyti. Enda er orðaforðinn, sem nemandi nær á sitt vald, miklu meiri með slíku námi og færni hans og hæfni, geta og þroski til að tjá sig sjálfstætt og vald | hans yfir málinu vex alveg ó- sjálfrátt og þar með sjálftraust og öryggi. Þetta gildir alveg sérstaklega 1 með ljóð og sálma. Hve mörg :::: sálmavers eða Ijóðkorn, sem við | lærðum ung, hefir einmitt orð- ið sem perla og gimsteinn í | minjasafni vitundarinnar. Perla | og gimsteinn, sem þá ljómuðu I skærast,' er dimmast var og | urðu stærstur auður og dýrmæt | astur í mestu og sárustu ör- | birgð og örvæni lífsbaráttunnar. | VERSIN, stökurnar, sem ís- l lenzkan er svo auðug af, verður | að teljast andlegur auður þjóð- | arinnar, sem hefir mótað and- | leg viðhorf hennar, styrk henn- 1 ar og drenglund bæði einstakl- | inga og heildar á stærstu og á- | byrgðarmestu úrslitastundum I hennar. Og það verður að læra þau | með mestu nákvæmni og sam- | vizkusemi. Jafnvel smááherzla | getur gjörbreytt efni þeirra og | blæ, anda þeirra og fegurð. I Það má ekki brjóta þau og | brengla, heldur umgangast þau | með auðmýkt og lotningu, sem andlega dýrgripi og eilífa helgi dóma. Heill þeirri móður, þeim | kennara og presti, sem gefur | barni sínu og nemendum sem | mest af slíkum auði. Vart getur ij betra leiðarljós í gleði og sorg. ® Fátt á fermingarharnið fegra |l! en „versin sín“. Sú stefna, sem vanrækir ís-1! lenzka sálma eða gengur fram || hjá þeim í skólum sínum og || starfi, er fræðslustefna á villi- jgj götum. Þeir hafa verið siðræn jjjjj og trúarleg uppspretta hjarta-1 hitans og hugargöfginnar árum | og öldum saman hjá þessari fá-1 mennu en menntuðu þjóð. Vart | gæti raunalegri örlög en þau að skólarnir vanræktu þarna hið bezta, sem heimilin hafa veitt. Takmark skólanna er að veita fyrst og fremst hið bezta, sem heimilin hafa gefið og svo meiri þekkingu eftir mætti. ÍSLENZKU skólarnir hafa þarna ofmjög týnt bjartasta lýsi gulli þjóðarinnar, eða gleymt að taka það með. Þetta má ekki svo vera lengur. Við utanlærðu versin birtist skólinn og kennarinn í björtum ljóma ljúfustu minninganna, ekki sízt, ef lögin voru kennd og sungin um leið. Við hin margvíslegu störf, úti og inni, í gleði og sorg, í lífi og dauða, eru Ijóðlínur bernskuáranna og æskuminn- inganna að opnast líkt og blóm á vormorgni og veita vizku, víð- sýni, fegurð, áminningu, von og trú. En til þess verður að „kunna þau“, annars geta þau ekki ómað í vitundinni, blómstr að í vitundinni. Það, sem við kunnum án þess að leita og lesa í bók, er eign okkar í fullkomn- ustum skilningi. OG LJÓÐBLÓMSTRIÐ, sem opnast í hug eða hjarta, getur orðið lykiilinn að æðri og fegri veröld, þar sem gimsteinn máttawhsv flýtur ** á sólgylltri svanatlörn, þótt áður sæjum við ek\u annað en auðn heiðar- innar og nístingskulda þagnar og einstæðingsskapar. Þannig varða „versin mín“ leiðina til morgunlanda ham- ingjunnar. Rvík, 18. marz 1957, Árelíus Níelsson. ■- InllHÍlÍilIlfllOÍIjH tHHWfrL.1 1, H. rs . SJ! ,1J ?, I ,irs«fi!liiiii hann var staddur í Austurríki árið 1915, keypti þar frumstæða ryk- sugu, sendi hana heim til Svíþjóð- ar og réði unga tæknisérfræðinga til að taka hana sundur og endur- smíða hana sem miklu betra og ódýrara verkfæri. Upp úr þessu spratt Elektro-Lux, en það fyrir- tæki lagði grunninn að fjármála- veldi hans. Næst á eftir ryksugun- um komu ísskápar og alltaf jókst auður Wenner-Grens. Harðnaði á dalnum á stríðsárunum fn ii ■- *Sf feJÍLtSÁ JF E-andabréfið sýnir það svæði, sem (Venner-Gren ætlar sér að hagnýta. Bandarísk mynd. — Aðal-hlut- verk: Rita Hayworth, José Ferrer. Myndin er byggð á samnefndri stuttri sögu eftir W. Somerset Maugham. Sýn- ingarstaður: Stjörnubíó. Á undan er aukamynd af fangbragða glímu þar sem viðkomandi falla með dynkjum og stunum á hart yf- irborð seglvangsins. Hefir auka- mynd sjaldan átt betur við sem formáli aðalmyndar en þessi. Regn eftir Maugham er mjög kunn saga enda einhver sú ágætasta sem sá prýðilegi höfundur hefir ritað. Að vísu er lítill Maughams-keimur að þessari bandarísku mynd og háð fyrirfinnst ekkert. Aftur á móti er mikið um trú og siðferði og kven- mannslausa hermenn og er því öllu steypt saman í hávaðasama jam- session, sem heldur áfram uppi- haldslítið unz trúboðinn liggur skorinn á háls ' fyrir eigin hendi niður í fjöru. (Það er ekki látið sjást). í sögulok er sá ágæti kvenmaður, Sadie Thompson, iátinn segja að allir menn séu skepnur, en í am- erísku útgáfunni er þessi prýðilega niðurstaða send veg allrar verald- ar og konan látin sigla til Ástralíu að bíða eftir liðþjálfa, algjörlega marklausum manni í þessari miklu baráttu við siðferðið. Þrátt fyrir þessi leiðu mistök og hamingjusam an enda myndarinnar, fylgir hún sögunni í ölium meginatriðum, enda verður efninu varla breytt nema til hins verra. Rifa Hayworth leikur af miklum krafti í myndinni. Verður ekki bet ur séð en hún standi lengst af í örgustu erfiðisvinnu. Hraði mynd- arinnar er mikill og góð undirstrik un þeirra ólgu sem nær hátindi sín um í sjálfsmorði trúboðans. Við- fangsefnið líkist um margt því sem er að finna í Tídægru og öðrum bókmenntum þeirrar tegundar og kemst einna bezt fyrir í máltæki, sem segir að vegurinn til vítis sé varðaður góðum áformum. Geist- leg stétt manna hefir löngum orð- ið fyrir aðkasti og verið rannsókn- arefni háðfugla, sem ekki geta fundið samhengið í strangtrúarsið ferði og hinum almenna skilningi varðandi viðhald lífsins á jörðinni. Sem betur fer er mikið að draga úr skrifum um þetta efni, enda hafa þau ekki verið neinum til sóma, þar sem sumt er þanpig vaxið að bezt er að þegja um það. Er lík- legt að sagan Regn sé ein af síð- ustu sögum þessa efnis, enda mun vart betur gert og því tími til að loka þeim vonda kafla. I. G. Þ. Hann er talinn mikill sölumaöur en honum tókst ekki að selja Mussolini og Hitler hugmyndir sínar um friðsamlegar samvistir á jörðinni. Og í Bandaríkjunum og Bretlandi þótti framferði hans grunsamlegt á þeim árum, svo að ekki sé meira sagt. Innstæður hans þar voru frystar, og þá harðnaði svo á dalnum hjá Wenner-Gren, að hann varð að selja lystisnekkjuna sína. En hann lét ekki bugast, skaut sér undan til Mexíkó, og hóf að græða peninga þar, unz inn- stæðurnar hans þiðnuðu aftur eft- ir stríðið. Pilnik og Friðrik tefla s jöttu einvíg- isskákina í dag Sjötta einvígisskák þeirra Friðriks og Pilniks verður tefid í dag kl. 2 e. h. í Sjómannaskól anum. Friðrik hefir hvítt. Ráð var fyrir gert, að þetta yrði síð asta einvígisskákin, en nú standa leikar svo, að Pilnik hefir einn vinning yfir Friðrik og fari svo, að Friðrik sigri í dag, verða þeic að tefla tvær skákir enn. j

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.