Tíminn - 24.03.1957, Qupperneq 5
TÍMI NN, sunnudaginn 24. marz 1957.
5
11
1
MUNIR OG
MINJAR:
Döggskór
í SÍÐASTA ÞÆTTI var nokk-
uð rætt um sverð fornmanna.
Nú skal vikið að einu smáat-
riði sverðsslíðranna, hinum gvo
nefnda döggskó. Sliðrin voru
gerð úr tvcimur þunnum tré-
flögum, spónum, fóðruö innan
og klædd utan með lérefti, en
yzt var haft skinn. Ofarlega á
slíðrunum var járnspöng, sem í
senn hélt spónunum saman og
var festa fyrir sverðsfetilinn,
bandið, sem sverðið var borið í.
Neðst var dálitlum skó eða
hettu úr skihni smeygt upp á
slíðurtána, en stundum var
þessi skór gerður úr bronsi og
þá fagurlega skreyttur. Skór
þessi nefndist döggskór, en
ekki á það nafn skylt við dögg
í okkar merkingu nema að því
leyti, að sennilega hefir það
tengzt því orði í málvitund al-
þýðu.
AUÐSÉÐ ER af fornleifafund-
um, að skrautlegir döggskór úr
bronsi hafa verið fátíðir á
Norðurlöndum á víkingaöld.
Bezt sést þetta á því, að í
Noregi hafa aðeins fundizt sex
slíkir döggskór á móti hartnær
2500 sverðum. í Danmörku eru
þeir að sama skapi fáir, en í
Svíþjóð töluvert fleiri. Hafa
fornfræðingar fyrir löngu bent
á, að það hafi einkum verið
sænsk eða austurnorræn tízka
að búa sverðsslíður þessum
skrautlegu skóm. Með tilliti til
þess kemur það nokkuð á ó-
vænt, hversu margir slíkir dögg
skór hafa fundizt hér á íslandi,
eða sex á móti aðeins 20 sverð-
um. í allri forngripafátækt okk-
ar eigum við eins marga dögg-
skó og Norðmenn í auðlegð
sinni. Að vonum hefir mönnum
orðið starsýnt á þessi hlutföll
og þófct sýnt, að hér á landi hafi
döggskótízka verið miklu ríkari
en í Noregi og meira í sam-
ræmi við það, sem var í Skandi-
navíu austanverðri. En hyggjum
nú að, hvernig þessir íslenzku
döggskór koma fyrir sjónir.
AF ÍSLENZKU döggskónum
sem eru fjórir með skrautverki
í þeim stíl víkingaaldar, sem
nefndur er Jalangursstíll. Einn
þeirra er miklu beztur og
fannst á glæsilegu sverði í forn
mannskumli á Hafurbjarnar-
stöðum á Miðnesi. Allir hinir
döggskórnir hafa fundizt á víða-
vangi, enda hefir þessum hlut-
um hætt við að týnast á ferða-
lögum. Döggskórinn frá Hafur-
bljarnarstöðum er 8 sm hár,
steyptur úr bronsi, prýðisvel
unninn, gegnskorinn og graf-
inn, og hefir verið gullroðinn.
Uppistaöa skrautverksins (sjá
mynd) er bandlaga kynjadýr,
sem hlykkjar sig á hlið dögg-
skósins, en ormsmynd eða
slöngu er brugðið um dýrs-
myndina og fyllir í eyður henn-
ar. Haus dýrsins teygist upp á
við og myndar odd þann, sem
döggskórinn endar í að ofan.
Verk þetta sver -sig skorinort til
10 aldar, svo sem vænta mátti.
Það gera einnig þeir tveir dögg
skór, sem ekki eru af Jalang-
ursstíl, heldur svonefndum
Barróstíl, en ef til vill eru þeir
eitthvað lítið eldri en hinir.
HÉR ER EKKI staður til að
rekja, hvaða ályktanir er hugs-
anlegt að draga af þessum til-
tölulega mörgu döggskóm Tiér
á landi. En það liggur í augum
uppi, að þeir virðast benda
meira til austurnorrænna sam-
banda hér á 10. öld en venja
er að gera ráð fyrir. Og fleira
hefir komið upp úr kafinu með
al íslenzkra fornminja og í sagn
fræðilegum heimildum, sem
leiðir hugann á sömu brautir.
Uppruni íslenzkra landnáms-
manna og sambönd Forn-íslend
inga við erlendar þjóðir, eru að
líkindum ekki eins einfalt mál
og menn hugðu til skamms
tíma. Döggskórnir sex og fleira
í íslenzkum fornleifum hvetja
til umhugsunar og aðgátar, en
betur má, ef duga skal. Forn-
minjar okkar frá söguöld eru
enn of fáar og lítt kannaðar til
þess að opna sögúlega sýn, sem
verulegt bragð sé að.
Kristján Eldjárn.
Skógarsnípa
ÞAÐ VAR laust fyrir alda-
mótin síðustu, að fyrsta skóg-
arsnípan, sem sögur fara af
hér á landi, náðist norður í
Eyjafirði. Hún var skotin í
grennd við Akureyri haustið
1897 og færð Stefáni Stefáns-
syni kennara á Möðruvöllum og
síðar skólameistara á Akureyri,
en hann sendi hana til Kaup-
mannahafnar til uppsetningar.
Sex árum síðar var Náttúru-
gripasafninu í Reykjavík gef-
in skógarsnípa, sem hafði fund-
izt nýdauð austur í Biskups-
tungum snemma í desember
1903. Þá eru tvær skógarsníp-
ur frá íslandi varðveittar í dýra
fræðisafninu í Kaupmannahöfn.
Er önnur frá Fjöllum í Keldu-
hverfi, en hin úr Axarfirði. Sú
fyrri var send safninu af Birni
Guðmundssyni, Lóni í Keldu-
hverfi, og hafði hún náðst í
nóvember 1906, cn -sú .síðari
mun vera nokkru yngri. Loks
má geta þess, að í ágúst 1923
fannst skógarsnípa dauð í
Grindavík.
Þar með er allt talið, sem vit
að var um skógarsnípu á ís-
landi fram til ársins 1930, en
upp frá því og einkum þó eftir
1940 fer heimildum um skógar-
snípuheimsóknir fjölgandi, og
nú má heita, að skógarsnípur
séu hér árvissir vetrargestir.
Hin síðari ár munu t. d. fáir
'vetur hafa liðið svo, að ekki
hafi orðið hér vart við eina eða
fleiri skógarsnípur. Nú síðast
fyrir fáum vikum barst Nátt-
úrugripasafninu skógarsnípa
frá Skúla Þorsteinssyni, skóla-
stjóra í Eskifirði, en hún hafði
náðst 28. janúar síðastliðinn á
Engjabakka í Eskifirði. Guðni
bóndi Sigurðsson á Engjabakka
kemst svo ao orði í bréfi, sem
fuglinum fylgdi: „Það var hinn
28. janúar, sem hann kom fljúg
and undan vindi, sem stóð af
hafi (suðaustan). Hann settist
hér við bæinn og virtist vera að
framkominn, því að ég gekk að
honum og tók hann með hönd-
unum. Eg setti hann í kassa og
gaf honum soðin hafragrjón,
sem hann í fyrstu virtist éta, en
síðan ekki meir. Hann drapst
daginn eftir.“
SKÓGARSNÍPAN er skyld
lirossagauknum og lík honum
um margt, en hún er miklu
stærri og tvöfalt þyngri eða' ríf
lega það. Vængirnir eru tiltölu
lega miklu styttri og snubbótt-
ari en á hrossagauk og fæturn-
ir styttri og gildari. Bolfiðrið
er þéttara og fjaðrirnar styttri.
Nefið er mjög langt og beint.
Til að sjá er skógarsnípan rauð
brún að lit, en sé betur að gáð,
kemur í ljós, að um allan fugl
inn skiptast á ííngerðai" rauð-
brúnar, gulrauðar, gráar eða
svartar þverrákir og flikrur.
Skógarsnípan er algengur
varpfugl í Mið- og Norður-Ev-
rópu að undanskildu íslandi,
Hjaltlandi og Færeyjum. Hún
er skógarfugl, sem kann bezt
við sig í björtum laufskógum
eða blendingsskógum með
þroskamiklum undirgróðri.
Eins og hrossagaukurinn dylst
hún á daginn í þéttum gróðri
og flýgur ekki upp nema geng
ið sé fram á hana. Skógarsníp-
MÁL OG Menning
Rltstl. dr. Halldór Halldórsson.
II I
an er eflaust einhver allra vin-
sælasti veiðifugl Evrópu, og
margir telja jafnvel snípuveið-
ar göfugastar allra veiðiíþrótta.
Það er biðilsflug karlfuglanna
á vorin, sem er undirstaða þess
ara veiða, og það eru þess
vegna nær eingöngu karlfuglar
sem falla fyrir byssu veiði-
mannsins.
Biðilsflugið hefst í rökkrinu
á kvöldin, um það bil hálfri
stundu eftir sólsetur, og stend-
ur venjulega í 20 mínútur. Al-
mennust er þátttakan í biðils-
fluginu á lygnum, hlýjum vor-
kvöldum eftir milda skúradaga.
Þegar rökkvað er orðið í skóg-
inum, fara karlfuglarnir á
kreik og taka að fljúga um með
hljóðlausum, hægum vængja-
tökum rétt ofan við trjákrón-
urnar, og fylgja þá gjarna skóg
árgeilum, vegum og lækjarfar-
vegum. Á fluginu gefa þeir frá
sér há og hvell hijóð, sem bezt
verða táknuð með „pssíp“, eða
djúp og dimmrödduð hljóð sem
tákna má með „kvorr“. Kven-
fuglarnir, sem kúra niðri í
mollulegu myrkri undirgróðurs
ins, svara með sérstökum hljóð-
um, og mun þeim ætlað að
laða karlfuglana niður í myrkr
ið.
Á slíkum kvöldum heldur
veiðimaðurinn til skógar nokk-
ru fyrir sólsetur og býr um sig
þar sem vænta má mikils snípu
flugs. Síðan bíður hann þess, að
rökkrið færist yfir og karlfugl-
arnir hefji biðilsflug sitt. Þegar
sú stund rennur upp, veltur
allt á viðbragðsflýti veiðimanns
ins, því að honum gefst ekki
langur tími til umhugsunar og
athafna ef langnefjuð skógar-
snípa birtist allt í einu milli
trjánna og ber rétt sem sönggv
ast við rökkvaðan kvöldhimin-
inn. Allt getur þá oltið á broti
úr sekúndu.
Finnur GuSmundsson.
Borgfirðingur skrifar mér á
þessa leið í bréfi dagsettu 3. marz:
Mig langar til að spyrja yður
um, hvort þér þekkið þann talshátt
að stinga Jot.
Amma mín, sem fæddist og ól
allan sinn aldur í Austur-Húna-
vatnssýslu sagði oít, þegar hún
var að lýsa vinnuergju ungdóms-
ára sinna: „Maður mátti aldrei
stinga lot“. Átti hún þá við það,
að aldrei hafi mátt stanza eða
eiga frjálsa stund.
Nú langar mig til þess að vita,
hvort þetta er rétt mál, vitleysa
eða draugur, eins og þið kallið
það.
Ég hefi engan heyrt taka svo
til orða nema móður mína og
móðursystur, og hefi ég þó marga
þekkt og marga spurt.
Mér þótti þetta skemmtilegt orð-
tak, sem Borgfirðingur skrifaði
mér um, svo að ég brá þegar við
og tók að afla mér nánari vitneskju
um það. Varð þá fyrst fyrir að at-
huga, hvort nokkurn íróðleik væri
að finna í seðlasafni Orðabókar
Háskólans, því að prentaðar orða-
bækur tilgreina ekki þetta orðtak.
Úr nútímarnáli hafði orðabókin
eina heimild. Þar var skráð setn-
ingin hann stingur aldrei lot í
merkingunni „hann er aldrei ó-
vinnandi, lítur aldrei upp úr
verki“. Heimildarmaður orðabók-
arinnar er Elísabet Guðmundsdótt-
ir, áður húsfreyja á Gili í Svartár-
dal, systir Sigurðar Guðmundsson-
ar skólameistara. Á miðann er
skráð, að orðtakið hafi verið not-
að í uppvexti Elísabetar í Mjóa-
dal. Þessi heimild er vitanlega al-
gerlega örugg. Orðtakið er alveg
samhljóða því, sem Borgfirðingur
tilgreinir og staðfært á sömu slóð-
ir (Austur-Húnavatnssýlu). Þá
hefir orðabókin heimild um orðið
lot í svipaðri merkingu í öðru sam-
bandi, einnig úr Húnavatnssýslu.
Dæmið er á þessa leið:
Hann vinnur þrjár vaktir á dag
— og ckki lot (þ. e. hlé, hvíld).
Heimildarmaður er Margrét
Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar
Björnssonar náttúrufræðings. Orða
sambandið hefir Margrét eftir föð-
ur sínum og ömmu, sem bæði voru
húnvetnsk.
I seðlasafni orðabókarinnar eru
einnig tvö dæmi runnin frá Bene-
dikt Gröndal eldra um sama orð-
tak í nokkuð öðru gervi, þ. e.
stinga lotum. Benedikt kveður svo:
Veizt’ eigi, hvað veldur
bjargræðis þrotum
og strauma víns og stúlku
skortir mest?
Sérð’ eigi, hví svo margir
stinga lotum?
Og þekkirð’ eigi
lands og lýða pest.
Ben. Grönd. Kv. 150.
Hér virðist stinga lotum merkja
„slá slöku við, vera iðjulaus" eða
eitthvað í þá áttina. Ég er ekki
eins öruggur um merkinguna í
næsta dæmi, en það gæti merkt
„hvílast“:
Sitjið heilir, allir ýíar,
undir merkjum lukkustunda.
Ritið þjóðin þakki nýta,
þrotin baga, stingur lotum.
Ben. Grönd. Kv. 168.
Mér virðist sennilegra, að upp-
runalegra sé að stinga lotum en
stinga lot, að minnsta kosti of sú
skýring orðtaksins, sem ég mun
brátt minnast á, er rétt. En þar
með er ekki sagt, að rangt sé að
stinga Iot. Slíkar breytingar vinna
sér hefð. Meðan ég athugaði heim-
ildir um þetta orðtak í seðlasafni
orðabókarinnar, ræddum við nokk-
uð um uppruna þess Jakob Bene-
diktsson, Ásgeir Blöndal Magnús-
son og ég. Kom þá Ásgeir með þá
tilgátu, að þetta væri myndhverft
orðtak úr sjómannamáli. Lot (hvk.
flt.) á skipi er stykkið frá ltjöl að
hnýfli eða eins og það er orðað
í Blöndalsbók „det Stykke i en
Baad, som udgör Fortsættelsen af
K0len for og agter, íra Kplens
Ende til Stævnet“. Athugandi er,
að orðið cr fleirtöluorð í þessari
merkingu. Að stinga lotum gæti
merkt í upphafi sama og „stinga
stafni, þ. e. lenda. Virðist mér
þessi skýringartilraun sennileg.
Einar M. Jónsson segir svo í
bréfi til mín, dagsettu í Reykja-
lundi 31. janúar:
Eitt er það orð, sem mig langar
að spyrjast um og heíi aldrei
heyrt aðra nota en móður mína.
Hún sagði stundum: Ég hefi enga
mó me'ð það. En það táknað'i „ég
hefi enga döngun í mér til þess“.
Virtist mér helzt vera átt við
getuleysi, sem orsakaðist af sleni.
Ég spurði einu sinni frænda
minn, Stein Sigurðsson, rithöfund
I Hafnarfirði, hvort hann kann-
aðist við þetta orðasamband, en
liann var alinn upp í Landeyjun-
um eins og móðir mín. Eftir að
hafa hugsað sig um dálitla stund
kvaðst hann muna eftir því aS
hafa heyrt afa sinn segja þetta.
Ég tók orðið mó sem kvenkyns-
orð, en nú hefir mér dottið í hug,
hvort ekki sé hér um að ræða
þolfall af karlkynsorðinu mór,
sem þýðir „hugur“. Ætti þá að-
segja að hafa engan mó með cití-
hvað. N-ið gat auðveldlega tap-
að hljóðgildi sínu, þar sem^það
fór á undan m-hljóði.
Ég tel engan vafa leika á því,
að hér er um orðiö mór aö ræða
í merkingunni „hugur“ eða öllu
heldur „kjarkur“. Gæti ekkj Einar
misminnt þetta? Ætli móðir hana
hafi ekki sagt ég hefi cngan mó
með það? Ef til vill borið það dá-
lítið ógreinilega fram. Til eru
dæmi allt frá miðri 17. öld um
orðið mór í merkingunni „hugur“.
Eitt elzta dæmið er úr „Hústcblu"
Jóns Magnússonar (1601—1675):
Ekta-ástin.... j
sem einföld eins og dúfa
æ skal koma af hreinum mó.
J. Magn. Húst. 30.
Orðið mór í merkingunni „kjark
ur“ er kunnugt frá 18. öld, úr rínv
um eftir Svein Sölvason:
Sendir slöngu svaraði engu,
en safnar mó.
Út í kinnar dreyrinn dró.
Sv. S. Giss. X,31.
Að safna mó merkir hér „að
safna kjarki, sækja í sig veörið“.
Að hafa engan mó með eitihvað
virðist því í rauninni merkja „að
skorta kjark til að leggja út í citfc-
hvað“.
Þá spyrst Einar í sama bréfi fyr*
ir um orðið galahjallur, sem hanrt
kveðst einhvers staðar hafa heyrí
notað um hávaðasaman mann. Mér
hefir ekki tekizt að afla heimilda
um það orð, en skýt því að þeim
lesendum þáttarins, sem þekkja
það, hvort heldur í þessari merk-
ingu eða annarri, að skrifa mér
um það. Einu atriði í bréfi Einars
svara ég ekki. Það yrði of langt
mál og flókið til að ræða hér í
þáttunum, en merkilegt efni alít
um það.
Guðmundur Hagalín rithöfundur
leggur til, að bílar þeir, sem í dag-
legu tali nefnast írukkar, verði
nefndir þjarkar (í eint. þjaikur).
Er það ekki nokkuð gott?
H.H;
6ð málverk á !
sýningu Eggerls t
1 gær kl. 4 var afmælissýning
Eggerts Guðmundssonar listmál-
ara opnuð í bogasal Þjóðminja
I safnsins að viðstöddu fjölmenni.
| Meðal gesta voru menntamálnráð
! herra, félagsmálaráðherra og
borgarstjórinn í Reykjavik.
lielgi Sæmundsson, ritstjóri,
form. Menntamálaráðs íslands,
flutti ávarp. Hann gat þess, að
sýningin væri haldin í íileíni af
50 ára afmæli listamannsins s, 1,
áramót, og 30 ára starfsafm;elis»
Á sýningunni eru 60 málvcrk
og teikningar, og eru öll málvcrk
in í einkaeign og hafa veriö lán
uð til sýningarinnar. Þá eru rnárg
ar hinn þjóðkunnu teikninga
Eggerts, andlitsmyndir alþýðii-
fólks og þjóðsagnamyndir. Loks
eru líkön, sem hann hefur gísrt,
m. a. af Hlíðarhúsum, bæjarhtig
um og amboðum.
Sýningin verður opin daglega til
8. apríl n. k. kl. 2—10 síðd. ,