Tíminn - 24.03.1957, Side 8

Tíminn - 24.03.1957, Side 8
8 TÍMINN, sunnudaginn 24. marz 1959« Áttræður í dag: Guðmundur Bjarnason frá Mosvöllum í Onundaríirði Frostaveturinn 1918 heyrði ég um það rætt einhverju sinni, þeg- ar gestir komu heima, að bjarndýr hefðu gengið á land á íslands- strönd. Svo mikið vissi ég þá, að spauglaust gat verið að hafa hungr uð og grimm bjarndýr í grennd við sig og mætti það verða að tjóni bæði fólki og fé. Og þó að slikar áhyggjur næðu lítt tökum á mér að staðaldri minnist ég þungra þanka af því tilefni, þar sem ég sat úti í skoti í rökkrinu, áður en kveikt var. Þá fannst mér rökkrið langt. En bæri slíkan vágest að garði hafði og helzt traust á Guð- mundi Bjarnasyni á Mosvöllum til að friða byggðjna og vinna björn- inn. Og nú er Guðmundur Bjarnason áttræður í dag. Ég hefi áður minnst Guðmundar Bjarnasonar í þessu blaði með fá- um orðum og verður það ekki end- urtekið hér. En ég vil nota þetta tækifæri til að benda á hvers virði i það getur verið að eiga slíka sam- ferðamenn og vitna ég þá til reynslu minnar. Það hefir oft ver- ið traust að því að vita af honum í grennd, sem góðum nágranna, ör- uggum í mannraunum og traustum liðsmanni í félagsmálum, jafnan glöðum og reifum. Einu sinni spurðum við, strákar af grannbæjum, Guðmund á Mos- ' völlum að því, hvað hann hefði gert skemmtilegast um dagana. Hann var þá að aka mykju á tún. á Mosvöllum að vita hvort hann vildi verða samferða en svo var ekki. Þá sagði hann: „Guð hefir alltaf leitt mig farsællega þegar ég hefi verið einn“. Ég svaraði heldur stuttlega: „En þegar þú hefir verið með öðrum?“ „Þá hef- ir heldur borið út af“, sagði hann. Ég hygg að íslenzkar fornsögur hafi mótað orðlist Guðmundar Bjarnasonar og þar sé um að ræða þjóðlega íþrótt. Ég minnist skemmtilegra viðræðna okkar fyrr og síðar um persónur fornsagn- anna, skapgerð þeirra og örlög. Það gat verið menntandi ekki síð- j ur en skemmtilegt að vera honum | samferða. Formaður Guðmundar Bjarna- | sonar spurði háseta sína eitt sinn hvort þeir ættu að baka sér ómak j og töf með því að gera annarri i skipshöfn greiða. ' Guðmundur mælti með því og sagði: „Það j kynni að koma sér vel að ekki væri i öllum illa við okkur“. Sízt mun þó ! greiðasemi hans hafa byggzt á því J að hann vantreysti sjálfum sér. ; Einu sinni svaraði hann þegar hon 1 um var sagt að samferðamenn færu á undan honum: „Ég segi ! eins og strákurinn: Á ég að fara ! að gráta strax? Ætli.ég borði ekki áður.“ Mér finnst, að tilsvör Guðmund ar, stuttorð og gagnorð, hafi löng- um verið eftirminnileg árétting á drengilegri lífsskoðun. Og því vil ég nú í dag bera því vitni, að sveitungar og samferða- menn minnast hcns með glöðu geði og þakklæti. — H. Kr. Dánarminning Sigurður H. Þorsteinsson Laugardaginn 16. marz síðast liðinn lézt Sigurður H. Þorsteins- son f. afgreiðslumaður, Hring- Glettnu brosi brá yfir andlitið þeg1 braut 24 hér í bæ, að sjúkrahúsinu ar hann svaraði: „Núna langar mig mest til að koma þessum haug á túnið“. Sjálfsagt hefir hann notið þess að koma okkur á óvart á þennan hátt. En mér er snilldin í svarinu og lífsspekin ógleymanleg. Þarna blasti það við, að bezta og dýpsta lífsfyllingin og lífsnautnin er að eiga sér áhugamál og njóta starfs- gleði vegna þeirra. Þá verður það hin bezta skemmtun að moka skít. Það verður lífsnautn. Guðmundur Bjarnason dvelur nú í Reykjavík hjá Ólafi syni sínum og er nú handverksmaöur í höfuð- borginni i elli sinni. Ég heimsótti hann núna eitt kvöldið og bar margt á góma. Meðal annars sagði hann mér að hann hefði gengið landsgönguna og minntist í því sambandi gamalla skíðaferða. Þá sagði hann að á hinni öldinni hefði hann verið léttari á sér með 50 pund á baki: „Ellin er þyngri en það“. Ráða má af því, sem þegar hefir verið sagt, að Guðmundur hefir verið íþróttamaður í tilsvörum og viðræðum. Einu sinni var ég á leið í kaupstað á vetrardegi og kom við Skrffað og skrafað (Framhald af 7. síðu). Sú stjórnarandstaða, sem Sjálf stæðisflokkurinn rekur nú, mun vafalaust breyta viðhorfi margra þeirra, sem áður hafa fylgt hon- um. Nú kemur hann til dyranna eins og hann er, stefnulaus og úrræðalaus valdastreituflokkur, sem hefir sérhagsmuni nokkurra auðmanna fyrir leiðarljós. Ráð- stöfun lánanna hjá Sparisjóði Reykjavíkur er mjög glöggt dæmi þess hverra flokkur hann er fyrst og fremst. Slíkur flokkur dæmir sig ekki aðeins úr samstarfi við aðra flokka vegna sérhagsmunabaráttu sinnar, Sólvangi í Hafnarfirði, 81 árs að aldri. Utför hans verður gerð frá Fossvogskapellu á morgun kl. 1,30 eftir hádegi. . Sigurður Helgi Þorsteinsson var fæddur á Hóli í Köldukinn 24. nóv. 1875, en þar bjuggu foreldr- ar hans það ár. Faðir hans var Þorsteinn, fædd- ur að Þverá í Dalsmynni 1829, Sigurðsson, síðar bónda á Veisu og Draflastöðum, Þorsteinssonar bónda í Fremstafelli, Grímssonar bónda á Fjöllum, Stefánssonar bónda þar 1703, Ásmundssonar. Bróðir Sigurðar í Veisu var Þorlákur á Þórðarstöðum, faðir Jónatans fræðimanns. — Sigurður í Veisu var orðlagður elju- og at- hafnamaður. Hann var tvíkvænt- ur og átti 22 börn. Urðu 17 þeirra fulltíða, giftust flest og eiga fjölda afkomenda. Meðal systkina Þor- steins á Hóli voru Sigurður bóndi á Halldórsstöðum í Kinn, faðir þeirra Halldórsstaðabræðra Krist- jáns og Sigurðar hreppstjóra og Friðfinns í Rauðuskriðu, og Helga móðir Sigurðar búnaðarmálastjóra. Kona Þorsteins og móðir Sigurð- ar var Sigríður Eyjólfsdóttir, Þor- steinssonar bónda í Veisuseli í Fnjóskadal 1801—1841, Vigfússon- ar. Móðir Sigríðar var Aðalbjörg Jónsdóttir frá Naustum í Eyja- firði ívarssonar. Þorsteinn var lærður járnsmiður. Hann var stop- ult við bú, löngum í hús- og vinnu mennsku, en stundaði iðn sína jafnframt. Hann var eftirsóttur smiður, hraustur verk- og þrek- maður, átti þó alltaf við erfið kjör að búa. Sigurður Helgi var fóstraður upp til fimm ára aldurs í Fjósa- tungu í Fnjóskadal. Fór þá til for- eldra sinna er fluttust burt úr héraðinu til Eyjafjarðar og fáum árum síðar til Skagafjarðar. Þar ólst hann síðan upp til tvítugs- aldurs. Dó þá móðir hans, en þau áttu þá heima á Ingveldarstöðum heldur mun sópa af sér miklu því í Hjaltadal. Fluttist faðir hans þá aftur a fornar stoðvar 1 Fnjoska- Bréffrá Argentínu fylgi, sem hann hefir áður haft. Fjöldi fyrrverandi fylgismanna hans mun á komandi árum gera sér ljósa þörf sem víðtækastrar þjóðlegrar einingar og þar hefir núv. forusta Sjálfstæðisflokksins dæmt sig úr leik með sérhagsmuna haráttu sinni. Því betur, sem ís- lendingum verður ljóst, að hér er þörf vaxandi samstarfs í stað sundrungar, því fámennari verður sá hópur, sem að lokum mun standa undir merkjum þeirra sér- hagsmunamanna, sem ráða Sjálf- stæðisflokknum. dal, en Sigurður, er þá var í Hóla- skóla, varð eftir og var þar með samvistum þeirra feðga að fullú slitið. Er Sigurður hafði útskrifazt úr Hólaskóla ári síðar, fluttist hann til Vopnafjarðar að beiðni Her- manns Jónassonar skólastjóra, en þaðan hafði verið falazt eftir bú- fræðingi til þess að hafa forgöngu í ræktunarmálum þar eystra. Eftir fárra ára dvöl í Vopnafirði fluttist Sigurður til Akureyrar og nam þar múr- og steinsmíði, og eftir nokkurra ára dvöl þar flutt- ist hann til ísafjarðar. Á ísafirði átti hann heimili um tuttugu ára skeið. Fékkst hann þar við margt. Vann við múrsmíði og húsabyggingar, fékkst við út- gerð og rak þar verzlun um langt skeið. Frá ísafirði fluttist hann laust fyrir 1930 til Grundarfjarðar. Keypti hann húseign í Grafarnesi og hugðist ílendast þar. Stofnaði hann til verzlunar og byggði vél- frystihús, eignaðist bát og gerði út. Svo kom kreppan og þessi við- skipti reyndust Sigurði ofurefli. — Þarna var um að ræða byrjun þess er síðar hefir þar giftusam- lega tekizt með auknu fjármagni og bættri aðstöðu. Sigurður fluttist til Reykjavíkur 1935 og átti hér heima síðan. Eftir að hingað kom fékkst hann við af- greiðslustörf, m. a. í allmörg ái' við benzínafgreiðslu hjá Steindóri Einarssyni, unz hann var ekki verk fær sökum aldurs og sjóndepru. Síðastliðin tvö ár var hann sjúk- lingur á Sólvangi, allþjáður með köflum, en lengst af hress og skýr á milli, unz yfir lauk. Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Kristjönu Jónsdóttur trésmiðs á Bergsstöðum í Reykja- vík Jónssonar, kvæntist hann í Vopnafirði. Þau áttu fimm börn. Er eitt þeirra á lífi, Friðjón, áð- ur verzlunarstjóri, en nú um langt skeið sýsluskrifari á Hólmavík. Seinni kona Sigurðar var Salvör Ingimundardóttir bónda á Reykja- völlum í Biskupstungum, Ingimund arsonar bónda sama stað, Jónsson- ar. Salvör er hin ágætasta kona og var hún manni sínum mikil stoð og öruggur styrkur þessi hin síðustu sjúkdómsár. Þau áttu ekki börn. - Af því sem að framan er skráð, má sjá fremur algenga sögu þeirr- ar kynslóðar sem nú er að hverfa (Framhald af 6. síðu). fsl. héldu suður, halda mjög við þjóðerni sínu enn og sambandi við heimalandið. Má víst lengi deila um á hvern staðinn heppilegra hafi verið að flytja fyrir íslendinga, og áreiðan- lega höfðu vitmennirnir, Einar Ás- mundsson í Nesi og Jakob Hálf- dánarson, mikið til síns máls, er þeir hvöttu til að velja heldur Brasilíu en Grænland eða N.-Ameriku til landnáms fyrir ís- lendinga, þótt margt sé ágætt um a. m. k. Norður-Ameríku. En því verður ekki neitað, að í Brasilíu biðu ötulla handa mörg og stór tækifæri til góðrar afkomu — og bíða ennþá. En sem íslendingar syðra er hætt við að hefði orðið örðugt með tímanum, þótt senni- lega hægara heldur en nyrðra í álfunni, en alls staðar mun „rót- arslitinn visna vísir, þótt vökvist hlýrri morgundögg". ÞAÐ var gaman að koma til Brasilíu. En nánari sagnir afi landi, fólki, menningarlífi, siðum| og háttum og smá ævintýrum mín- um á ferðalaginu, segi ég ykkur frá einhvern tíma seinna, ef tæki- færi bjóðast. Þ. e. að segja þeim, er kynnu að langa til að heyra sitthvað frá þessum stóru, blíðu og gróðursælu löndum hér í sunn- anverðri Vesturálfunni. Á þá það sama við um önnur ríki en Bras- ilíu. Fór aðeins fljótlega yfir Uru- guay, sem er minnsta og „hvít- asta“ ríki S.-Ameríku, þ. e., að þar sjást varla nema hvítir menn og höfuðborgin, Montevideo, minnir helzt á að sé verið í einhverri Evr- ópuborg. Og hingað til Argentínu er ég nýkominn og því ókunnugur ennþá. Eitt langar mig til að minnast á áður en ég skil við Brasilíu í þetta sinn. Undanfarið hafa lítil skipti verið milli hennar og ís- lands, nema á saltfiski og kaffi. Brasilíumenn vilja kaupa meiri saltfisk frá okkur, einkum nú á föstunni. A. m. k. væri auðvelt að selja þeim 6—7 þús. tonn á ári í stað 4 þús. nú, sögðu ræðismenn okkar í Rio de Janeiro og San Paulo. En af hverju þá að vera nú að kaupa lökustu og ódýrustu teg- undina af kaffi, sem þeir fram- leiða? Við kaupum kaffið sem okk ar aðalhressingar þjóðardrykk, ef svo má segja. Hví þá að kaupa ekki heldur betri kaffitegundirn- ar, þótt þær séu dálítið dýrari — þó að þurfi 2—3 þorskum fleiri og horfin er sýnum. Uppeldi við harðbýli og skort, en jafnframt þrautseigju og kjark er ásamt um- bótaþrá og atgerfi braut sumum veg til nokkurra framkvæmda í at- hafnalífi þjóðarinnar á fyrstu tug- úm þessarar aldar. — Um Sigurð er skráður þáttur af Benedikt Gísla syni frá Hofteigi í Fólkið í land- inu, öðru bindi, er út kom fyrir nokkrum árum. Sigurður var um flest óvenju- lega vel gerður. Hann var maður meira en í meðallagi hár, þykk- vaxinn, vel þrekinn og afburða karlmannlegur. Fríður sýnum, höf- uðið stórt og fallega skapað með gáfuleg augu undir skörpum brún- um. í svipmóti og hreyfingum var reisn og vaskleikur er vakti eftir- tekt. Hann talaði hreint mál, hag- aði orðum skipulega og innihald þeirra og framsetning var svo sem samrunnið hinu gjörfulega svip- móti. Orð hans féllu haglega og þó blátt áfram, og birtu skoðun hans einarðlega og afdráttarlaust, hvort sem mönnum þótti betur eða miður, en allt var af hrein- lyndi mælt. Samúð hans var rík með þeim er minnimáttar eru, réttlætiskennd hans sterk og um- hyggja hans fyrir framförum ein- staklings og þjóðar lifandi og frjó fram á elliár. Sigurður Helgi Þorsteinsson var kynborinn kvistur af fjölgreind- um og mergsterkum ættarmeiði. Sannur fulltrúi margra þeirra beztu éðliskosta er búið hafa með þjóð okkar. Þessa vegna er hann minnisstæður og -hugþekkur þeim er þekktu hann, og því er bæði skylt og ljúft að minnast hans við leiðarlok. Indriði Indriðason fyrir hver 100 kg. af betra kaff- inu. Gæðamunurinn á Rio-kaffi nr. 3 og San Paulo-kaffinu er mikill. Það síðarnefnda er svo miklu betra. Fyrir þá, sem þykir kaffi gott, er unun að drekka það. Úr því við íslendingar kaupum kaffið sem almennastan hressing- ardrykk, þá er sjálfsagt að kaupa beztu kaffitegundirnar, sem Brasi- lía framleiðir. ÉG vona að klakinn og snjórinn sé farinn að þiðna heima, því óð- um er sólin þar að hækka á lofti nú þegar líður á Góuna. Hér skín sólin hátt á lofti, oftast allan dag- inn og þá auðvitað úr norðurátt. Alltaf finnst mér torráðin gáta, hvers vegna íslendingurinn, sem skrifaði af ýmsu leyti skemmtilega ferðasögu sína, aðallega frá aust- urrönd Suður-Ameríku, kallaði bók sína „Sól í fullu suðri". Nafnið virðist verka sem hreint öfugmæli og einkum þó þegar verið er hér syðra og verið er að steikjast sí og æ af blessaðri sólinni, sem alla daga skín — í norðri. En heldur er hitinn samt að minnka og veldur því að verið er að smáfærast suður á bóginn og byrjað er að hausta. Þó er nú ekki margt sem bendir á, að sé að koma haust. Allt er algerlega í fullum sumarskrúða ennþá og það þótt komið sé suður í Argentínu. En syðst í henni — suður í Patagóníu og Eldlandinu, eru nú að koma kaldir hauststormar og rigningar, engu betri' en á haustum norður á íslandi. Og þar fara sauðfjárbænd urnir að velja úr. hinum stóru hjörðum sínum féð, sem á að slátra, en ákveða að setja ennþá fleiri lömb á vetur en í fyrra, því alltaf stækka hjarðirnar þar með ári hverju. Eins og margir vita heima, stend ur þessi borg að sunnanverðu við hið stóra fræga fljót Rio de la Plata — Silfurfljótið, sem er skip- gengt fleiri hundruð km. inn í landið og svo breitt viða, að hvor- ugu megin sér til lands, þótt ver- ið sé á því miðju. Buenos Aires stendur á slétt- lendi og er ólíkt snubbóttara borg- arstæðið hér heldur en í Rio de Janeiro. Og mér sýnist borgin við fljóta yfirsýn, ekki mikið heill- andi, þótt ríkidæmi muni vera hér mjög mikið. — Ég er svo óhepp- inn, að ræðismaður íslands hér er ekki heima í borginni og verður ekki fyrst um sinn — og hefi því engan til að fara til að fá leiðbein ingar, meðan ég er ókunnugur öll- um. Enda hugsa ég mér að dvelja hér ekki lengi. Vil þá heldur lit- ast um úti á landinu á hinum við- áttumiklu sléttum — hinum nær óendanlegu pampas, þar sem nauta- og sauðfjárhjarðirnar reika um í þúsundatali, og „náttúran talar ein við sjálfa sig.“ Með beztu kveðjum. Vigfús Guðmundsson. Eru skepnurnar og heyið Iryggt ? , MMVMmuTvnMiiimuui I ampep^* | Raflagnir — ViSgerSir Sfmi 8-15-56. iiuiiiiiiuiuuiuuiuujr'uuu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.