Tíminn - 26.03.1957, Síða 2

Tíminn - 26.03.1957, Síða 2
2 TÍMINN, þriðjudaginn 26. marz 1957« Hin fflýja Neskirkja í Reykjavík verð- ur vígð á pálmasuimudag 14. apríl Eínt til happdrættis til þess a$ aíla kirkjubún- j aííar hit5 innra Bygging nýrrar sóknarkirkju fyrir Nessókn í Revkjavík, Sem var stofnuð 21. október árið 1940, var hafin vorið 1952 og cr nú svo langt komin, að áformað er, að hin nýja kirkja, Neskirkja, verði vígð á pálmasunnudag 14. apríl næstkom- mé'. Hefir sóknarnefnd Nessóknar beðið blaðið fyrir eftir- farar.di orðsendingu: Kt söfnuður, sem hefir starfað kirkjulaus um 16 ára bil, en þó baldiö' uppi þróttmiklu safnaðar- <starfi undir forustu hins vinsœla og ötula sóknarprests síra Jóns Th.trarensen, mun þá fagna þeim niil'.la árangri, sem náðst hefir með ágætu samstarfi safnaðarins og 'l.i. jarfélagsins. Með hinni nýju og glæsilegu kirkju gefst tækifæri ti! að efla safnaðarstarfið til keiilo. og blessunar fyrir alla, sem Wut eiga að máli. Ölluin þeim, sem styrkt hafa -söfnuðinn til þess að koma kirkj- tmni upp, bæði þeim, sem unnið hafa að fjársöfnun og lagt henni 4ái fé og gjafir, færum við kærar þakicir. Þó að hin nýja kirkja verði vígð og tc-ldn í notkun á næstunni, <ei byggingarsögu hennar hvergi mærri lokið. Margt er enn ógert. Nokkur hluti byggingarinnar er «e»m ófullgerður, og enn vantar flesta nauðsynlega kirkjugripi. Eiiiqubúnað vantar. Til þess að lúka kirkjubygging- unni rneð nauðsynlegum búnaði skortir söfnuðinn mikið fé. Þess vegna hefir sóknarnefndin ákveðið að reyna nú, um það leyti sem kirkjan verður vígð og tekin í notk un, að afla nokkurs fjár til kirkj- unnar með því að efna til happ- diættis til ágóða fyrir hana, og hefir nefndin fengið leyfi stjórn- anáðsins til þess. Bæjarbúum verður nú næstu daga gefinn kostur á að kaupa Biiða í happdrætti kirkjunnar, og er það von okkar, að þeir, sem tojóða þá til sölu, fái góðar mót- tökur. Vinningarnir verða 18 tals- ins, yfirleitt mjög góðir vinning- ar og margir þeirra mjög verð- mætir. Þeirra á meðal eru ágæt listaverk, t. d. glæsilegt málverk frá Þingvöllum eftir stórmeistar- •ann Kjarval, úrvals bækur, ferða- lag til útlanda og heimilistæki. Vinningarnir eru valdir með til- liti til þess, að kaupendur miðanna fái tækifæri til þess að eignast góða gripi til gagns og heimilis- pjýði, fróðleiks og skemmtunar jafnframt því, að þeir styðja gott Biálefni. Verð miðanna verður aðeins 10 fcrótiur, og dráttur fer fram 2. maí ■æstkomandi. Sólmarnefndin væntir þess, að happdrætti þetta fái góðar móttök- ur bæjarbúa almennt og að sem flestir kaupi miðana, þegar þeir verða boðnir til sölu. Verðmæti vinninganna er íalið um kr. 34.000,00, en þeir eru: 1. Máiverk frá Þingvöllum eftir Jóhannes S. Kjarval. 2. Vídalínspostilla. 3. Málverk eftir Þorvald Skúla- son. 4. Ritverk Halldórs K. Laxness, 10 bindi. 5. Þvottavél. 6. Ritverk Gunnars Gunnarsson- ar, 15 bindi. 7. Málverk eftir Gunnlaug Schev- ing, vatnsl. 8. Far með Gullfossi til Kaupm,- hafnar og heim aftur. 9. Jónas Hallgrímsson, 2 bindi. 10. Málverk eftir Eggert Guð- muncjsson. 11. Heimskringla Snorra Sturlu- sonar. 12. Eftirprentun af málverki eft- ir G. Scheving. 13. íslands þúsund ár, 3 bindi. 14. Málverk eftir Katharina Wallner, vatnsl. 15. Landnámabók íslands. 16. Standlampi. 17. Jón Hreggviðsson eftir H. K. Laxness, 3 bindi. 18. Brennu-Njálssaga. Góð aðsókn að sýn- ingu Eggerts Sex hundruð manns sáu mál- verkasýningu Eggerts Guðmunds- sonar í Bogasal Þjóðminjasafnsins fyrstu tvo dagana, sem hún var op- in. Fjórar myndir hafa selzt fyrir utan teikningar. Sýningin er opin daglega frá kl. 2—10. Stórt skref í áitina að sameinaðri Evrópu Samningurinn um sameiginlegan markað V- Evrópu var undirritatSur af fulltrúum 6 þióSa í Rómaborg í gær Rómaborg—NTB, 25. marz: — Fulltrúar 6 V-Evrópuríkja, V- Þýzkalands, Frakklands, Ítalíu, Hollands, Belgíu og Lúxemborg- ar, undirrituðu í dag samning um að koma á fót sameiginlegum markaði ríkjanna og nánu samstarfi á sviði kjarnorkumála. Samn- iiigur þessi öðlast ekki gildi fyrr en þjóðþing ríkjanna sex hafa fufigiU hann. Meðal þeirra sem undirrituðu samninginn í Róma- borg í dag, voru Paul Henri Spaak, utanríkisráðherra Belgíu og væntanlegur aðalframkvæmdastjóri NATO, og Adenauer forsætis- | ráðherra V-Þýzkalands, sem báðir hafa beitt sér mjög fyrir fram- 1 gangi þessa máls. ] Samningur þessi miðar að því að gera þessi 6 þjóðlönd að viðskiptalegri heild, þar sem allir innbyrðis tollmúrar verði m. a. lagðir niður og heildarvinmunarkaði komið á. Ríkisstjórnir land- aiina eru sammáia um að vinna að framgangi málsins hið fyrsta. Er samningur þessi talinn liinn jnikilvægasti fyrir hinar frjálsu þjóðir Evrópu og er undirritun Iians tvíniælalaust lang- stærsta skrefið, sem til þessa hefir verið stigið í áttina að sam- einaðri Eyrópu. Skákmóti Hafnar- fjarðar lokið Hafnarfirði í gær. — Skákmóti Hafnarfjarðar lauk um helgina. í meistaraflokki voru 5 þátttakend- ur og voru tefldar tvær umferðir. Skákmeistari Hafnarfjarðar varð Stígur Herlufsen með 6 vinninga. Jón Kristjánsson hafði fjóra og hálían vinning. Reykvíkingarnir Eggert Gilfer og Björn Jóhannes- son tefldu sem gestir á mótinu og varð Gilfer efstur með átta og hálf an vinning en Björn hafði 5 vinn- inga. í öðrum fiokki voru 13 þátt- takendur og urðu efstir Hilmar Ágústsson og Ólafur Magnússon með 10 vinninga hvor. Ráðgert cr að efna til hraðskákmóts í Hafn- arfirði á næstunni. — GÞ. PúSurskoíin ætiuí á ílækingshuncla (Framhald af 1. síðu). þegar næstá dag hinn 12. marz. Haukur Bjarnason bar þá fyrir dóminum, að Hinrik Ólafsson hefði komið að máli við sig, eigi alls fyrir löngu, og spurzt fyrir um það, hvort sér væri eigi heimilt að flæma burtu flækingshunda, sem mikið ónæði væri af í Smá löndum, með því að skjóta af fjár byssu sinni upp í loftið. Haukur kveðst hafa varað Hinrik sérstaklega við því að skjóta kúl um úr fjárbyssunni upp í loftið, en bent honum á að afla sér heldur púðurskota. (Startbyssuskota.) Skot þessi eru seld í verzlunum án þess að sérstakt leyfi þurfi til kaupa á þeim. Svo vildi til, að Haukur átti þrjú slík skot og gaf hann Hinrik þau. Staðhæfir Hauk ur, að Hinrik hafi ekkert á það minnzt, að skotin væru ætluð til að bægja manni eða mönnum frá húsinu. Hvimleiður ágangur. Hinril«» Ólafsson kvaðst hafa sagt lögreglunni, að Haukur Bjarnason hefði veitt sér heimild til að beita skotunum gegn Benja mín. Hins vegar viðurkenndi hann að Haukur hefði aldrei gefið sér slíkt leyfi. Hann hefði fengið skot in hjá Hauki eingöngu á þeirri forsendu, að þau yrðu notuð til þess að flæma búrtu flækings hunda, en Haúkur hefði áður ver ið búinn að benda honum á þá hættu, sem- það gæti haft í för með sér, að skjóta kúlunum úr byssunni út í loftið. Hinsvegar hélt Hinrik því fram að þrálátur ágangur Benjamíns þar í húsinu hefði verið orðinn svo hvimleiður að hann hefði talið sér heimilt að beita púðurskotum til að fæla hann frá. Konan biður um hjálp. Ástæðan til afskipta Hinriks af Benjamín í umrætt sinn var sú, að Sigurlína Gísladóttir hafði kvatt hann sér til hjálpar, eftir að Benjamín hafði ruðzt inn í íbúðina. Staðfestir hún einnig frá sögn Hinriks um, að mikill ófrið ur hafi stafað af næturheimsðkn um Benjamíns, sem hafi að undan förnu þráfaldlega sótt að henni með ofstopa og jafnvel lagt á hana hendur, enda að jafnaði verið drukkinn í heimsóknum þessum. Af því sem nú hefur verið rakið er ljóst, að í umræddri grein Mánu dagsblaðsins er lýst sem staðreind um því kæruatriði, sem við rann sókn málsins hefur reynzt stað lausir stafir.“ Eisenhower skýrir leií- togum flokkanna frá Bermuda-ráístefnunni Washington—25. marz: Eisenhow er boðaði í dag leiðtoga flokkanna í báðum þingdeildum á sinn fund með klukkustundarfyrirvara til að skýra þeim frá viðræðum sínum við Macmillan á Bermuda. Nixon varaforseti og Dulles utanríkisráð herra munu einnig verða viðstadd ir. Flugvél til notkunar (Framhald af 1. síðu). Jafnhliða skipunum hefir þó iðulega verið gripið til annarra tækja eða aðferða ef talið var að þau kæmu gæzlunni að gagni eða gætu orðið varðskipunum til stuðn ings, eins og t. d. eftirlits eða upp- lýsinga frá landi, — en þó sérstak lega notkun flugvéla, — einkum nú síðari árin. Árið 1947 varð raunverulegur árangur af fluggæzlunni, en það ár var flugvél send út vegna gruns um fiskveiðibrot, og kærði eftir þá ferð 9 íslenzk fiskiskip fyrir ólöglegar veiðar. Næstu ár var svo flogið áfram öðru hverju þegar þurfa þótti og gaf það góðan árangur. Þau skip, sem voru kærð, voru þó allt innlendir bátar. Skipulögð gæzla með flugvélum hefst þó ekki fyrr en eftir að fisk veiðitakmörkunum hafði verið breytt árið 1952 enda komu þá líka fram ýms ný viðhorf og vanda mál, sem taka varð til sérstakrar úrlausnar, — og síðan hefir þessi þáttur í starfsemi gæzlunnar verið aukinn og endurbættur jafnt og þétt. Frá byrjun og allt fram til síð- ustu áramóta voru eingöngu not- aðar venjulegar farþegavélar af ýmsum gerðum til þessa starfs enda var ekki á öðru völ. Reynsl- an sýndi þá að þessar vélar voru ekki sem allra heppilegastar, en ekki þótti ráðlegt að fara út í kaup á sérstakri vél strax á meðan næg reynsla fyrir notkun þeirra var ekki fyrir hendi. Á síðastliðnu ári var þó notkun flugvéla við gæzlustörf orðin svo mikil og árangurinn af störfum þeirra það góður að Landhelgis- gæzlan fór að leita fyrir sér um kaup á sérhæfðri vél. Vildi þá svo heppilega til að gæzlunni bauðst til kaups flugbát- ur, sem Flugmálastjórnin hafði nokkru áður bjargað og síðan keypt af bandarísku herstjórninni hér, ■— og tók Landhelgisgæzlan við þessum flugbát í desember síð- astliðnum. Hefir hann síðan verið í stöðugri notkun og reynzt mjög vel, enda hefir árangurinn af starfi hans þegar orðið vonum framar. Jafnframt hefir jafnt og þétt verið unnið að lagfæringum og endurbótum á bátnum, enda þótt mjög æskilegt tæki vanti enn, er þó svo komið nú, að telja má hann „sýningarhæfan" almenningi. Sjálfur báturinn er af svonefndri Catalina-gerð (PBY-6A) og getur lent jafnt á sjó og landi. Er þetta sama tegund en nýrri gerð af hin- um þekktu Catalinaflugbátum, sem m. a. hafa verið í notkun hér í innanlandsflugi um margra ára skeið og reynzt mjög vel. Var báturinn upprunalega ætl- aður og útbúinn til könnunarflug- ferða og þess vegna mjög heppi- legur til almenns gæzluflugs. Hefir hann tvo hreyfla og getur vel flog- ið á öðrum. Venjulegur hraði er 110 sjómílur á klst. Eldsneytis- forði til allt að 17 klst. flugs. Á- höfn er 6 menn, þ. e. a. s. flug- stjóri og aðstoðarflugstjóri, tveir sigíingafræðingar, sem eru skip- stjóri og stýrimaður frá varðskip- unum, og vélstjóri og loftskeyta- maður. Hvað viðvíkur fyrirkomulagi og útbúnaði flugbátsins, þá er hann llllllllllllllUlllllllltlllllllll|||||||||||||||||||l||||||||t|f||||_ 1 í miklu úrvali. Margir litir. \ | Tvíhneppt og einhneppt. | Jakkaföt á drengi 7—14 ára. | i Matrósaföt og matrósakjólar § i Drengjabuxur og peysur | Sldðabuxur kvenna, telpna i § Dúnhelt og fiðurhelt léreft I i Æðardúnssængur Senduin í póstkröfu | Vesturgötu 12 — Sími 3570. | iiiiiimMiiiiimuiuiiiiiiuiiuiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiipi1 yið landhelgisgæzíu í stuttu máli þannig, að fremst er rúm með góðu útsýni og er þar sæti fyrir skipstjórann. Hefir hann |þar mjög góðar aðstæður til allra I athugana, svo sem sextantmælinga, kompásmiðana og myndatöku. iNæst kemur svo rúm með sætum Ifyrir flugstjóra og aðstoðarflug- stjóra eins og venjulegt er í flug- vélum, þarnæst stór korta- og loft- skeytaklefi, þar sem stýrimaður og , loftskeytamaður hafa aðsetur sitt j við tæki sín. Vélstjórinn hefir hins jvegar sinn samastað nokkru aftar , og ofar, uppi undir vængjunum. í afturhluta vélarinnar er að- I staða til eldamennsku, 4 farþega- sæti með borði, legubekkur, og loks rúm þar sem vopnum vélar- innar, gúmíbát og öðrum nauð- synlegum útbúnaði er komið fyrir. Um framtíð fluglistarinnar í þágu landhelgisgæzlunnar er ef- laust heppilegast að spá sem minnstu. Sem stendur er notkun flugvéla til þessara starfa hér raun verulega á byrjunarstigi, en ný tæki, nýjar aðferðir og þar með nýir möguleikar koma fram á sjón- arsviðið svo til daglega. Reynslan ein sker úr um margt sem nú er verið að reyna, en eitt er þó þeg- ar komið í ljós, og það er, að án þess að nota flugvélar við land- helgisgæzluna, stæðum við nú mjög höllum fæti við verndun hinna friðuðu nvæða. Hingað til hefir flugbáturinn ekki borið neitt nafn heldur aðeins einkennisbókstafi sína, TF-FSD. En þar sem þeir voru raunveru- lega eign Flugmál'astjórnarinnar, þá fékk Landhelgisgæzlan skrá- setta nýia einkennisstafi, KF-RAN, og hefir um leið fengið leyfi hæst- virts dómsmálaráðherra til þess að fluebáturinn megi bera heitið RÁN. Er óskandi að hann eigi eftir að gegna langri og dyggri þjón- ustu í þágu lands og þjóðar undir því nafni. 1953 flognar 5.500 sjómílur, 3 togarar dæmdir. 1954 flognar 12.767 sjómílur, 3 togarar dæmdir. 1955 flognar 19.815 sjómílur, 1 togari dæmdur. 1956 flögnar 26.095 sjómílur, 1 togari dæmdur. 1957 til 25.3. flognar 11.610 sjómflur. Enginn togari dæmdur. Danskt flutningaskip siglir um Akaba-flóa Óþekkt skip krafðist upp* lýsinga NTB—25. marz: Danska flutninga skipið Birgitte Toft, kom til ísra elsku hafnarinnar Eliatinst í Ak aba-flóa. Nokkuð einkennilegur at burður kom fyrir skipið er það var að sigla um flóann. Skipstjór inn skýrir svo frá, að óþekkt skip hafi siglt í námunda við flutninga skipið og krafizt þess með merkj um, að upplýsingar verði gefnar um ákvörðunarstað og þjóðerni skipsins. Því var eigi sinnt og hélt þá skipið leiðar sinnar. Hafnar borg þessi hefir verið lokuð und anfarin 8 ár vegna siglingabanns Egypta, sem upphafið var með valdi í haust er ísraelsmenn sendu her inn í Egyptaland og brutu niður öll hernaðarmann virki á leið þeirra. Gæzlulið S. þ. heldur nú vörð við flóann, en Egyptar hafa krafizt fullra um ráða yfir þessu svæði. St. Laurent og Lester Pearson komnir til Bermuda Hamilton—Bermuda 25. marz: Þeir St. Laurent forsætisráð- herra Kanda og Lester Pearson utanríkisráðherra komu í dag til Bermuda þar sem þeir munu ræða við Macmillan og Selwyn Llöyd. Ráðstefnan hefst á því, að Mac millan mun gefa hinum kanadísku ráðherrum nákvæma skýrslu um viðræðurnar við Eisenhower Bandaríkjaforseta. Ráðherrarnir munu ræða sameiginleg,.hagsmuna mál Breta og Kandamanna, m. a. verzlunarviðskipti laudanna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.