Tíminn - 26.03.1957, Qupperneq 3
XÍMINN, þriðjudaginn 26. marz 1957.
3
Sá atburSur, sem ég hefi
hugsaS mér að minnast á*
snertir ySur öll, — kemur
lyður öllum við, hvort sem
þér kunnið að sitja inni á veit I
ingahúsi eða iiggið á sjúkra-
húsi. Hvort sem þér eruð úti i
á sjónum eða þér eruð að!
ferðast með bíl á vegum úti.
Það snertir þig, sem situr
heima hjá þér í hlýrri stof-
unni og einnig þig, sem
kannt að hýrast einhvers stað
ar einn og yfirgefinn. — Það
snertir þig, glaður og ærsla-
fullur æskulýður, og þig, sem
kembir þínar hvítu hærur og
lifir í minningum gamals
tíma.
Þessi alburður kemur yður öll
um við, því að fyrir yður öll dó
frelsarinn á Golgata. — Beinið at
hygli yðar stundarkorn að kross
festingu Krists, og heyrið, hvað
hann hefir að segja yður á deyj
ana degi. j
Ég ias fyrir yður bin sjö orð
Jesú á krossinum.
Fylgstu með þessum orðum.
Hvað segja þau þér um hann,
sem á krossinum dó?
Hin fyrstu þrjú sýna kær-
leika hans til mannanna. Hann
biður fyrir óvinum sínum. „Fað
ir, fyrigef þeim, því þeir vita
ekki, hvað þeir gjöra“. Hann
fyrirgefur þeim, æðstu prest-
unum, Pílatusi, faríseunum, —
lygurunum, spotturunum. Hann
fyrirgefur ræningjanum, sem
líður við hlið hans og getur
þó fengið sig til að spotta hann.
Hann biður fyrir þeim öllum,
þessum steinblindu mönnum, er
snúast gegn kærleika guðs
með fjandskap og hatri.
Nú langar mig til að spyrja í
fullri alvöru: Finnurðu enga á-
stæðu til að setja þessa bæn í
samband við sjálfan þig? Eða
mundirðu treysta þér til að segja
við þann sem á krossinum hangir,
að þú hafir aldrei snúist gegn
honum í neinu? Einu sinni varst
þú skírður til hans nafns, en hef-
irðu aldrei á ævi þinni aukið á
sorg hans, eða þjáningu? Hefirðu
ekki stundum verið tregur til að
hlýða kenningu hans og boði?
Veiztu þig saklausan af að
hafa einhverntíma á ævi þinni
jafnvel lastmælt því, sem hann
gaf heiminum? Hefirðu aldrei snú
ist gegn kristindómnum, tafið fyr
ir boðun hans, gert gys að hinu
hreina og heilaga? Hefirðu aldrei
aukið á vanlíðan þeirra, sem þjáð
ust? Mundu, að allir, sem bágt
eiga, eru hans minstu bræður, og
það, sem þú gerir þeim, gerir þú
einnig honum. Reyndu að vera full
komlega raunhæfur og líta sjálf
an þig vægðarlaust í réttu ljósi.
Athugaðu framkomu þína við
mennina, t. d. þá, sem þér eru
næstir, og þú hefir mest samneyti
við. Ef þú hefir grætt einhvern að
ástæðulausu, geturðu þá hugsað
þér tár hans á vöngum Krists?
— Hefirðu ekki einhverntíma
snúist með háði og lastmælum
gegn vinum, sem vildu þér vel,
og jafnvel þjáðust þín vegna?
Þá varst þú í hópnum, sem hróp
aði að Jesú við fætur krossins.
— Og hefir það aldrei komið fyr
ir þig, þegar þér sjálíum leið illa
að beiskja þín og reiði bitnaði
á þeim, sem stóðu með þér í
þjáningunni? Þá varstu líkur ræn
ingjanum, sem svalaði sér í þján
ingunni með því að særa frelsar
ann með orðum.
Eigum vér ekki að vera fullkom-
lega einlæg og kannast við það, að
vér þurfum einnig á bæninni að
halda, sem hann bað, — vér, sem
ýmist höfum sært mennina eða
snúist gegn sannleikanum og kær-
leikanum, — jafnvel sært sjálfan
Drottinn. Hvílík huggun og hug-
hreysting, að drottinn sjálfur elsk-
ar oss, þrátt fyrir það, hvernig vér
höfum talað og breytt.
ANNAÐ orðið segir hann við ræn
ingjann, sem iðrast. „Sannlega
segi ég þér. f dag skaltu vera með
mér í paradís". Hugsarðu nokkurn
tíma um það, að einhvern tíma
átt þú að deyja? Þó að oss finnist
eins og séra Hallgrími, að marg-
breyttar leiðir liggi út úr heimin-
Föstiiprédikun eftir séra Jakob Jónsson:
Hin sjö orð Jesú á krossinum
um, þá er þó einnig víst, að „allr-
ar veraldar vegur vvkur að sama
punkt“. Sá, sem glaðast syngur í
kvöld, verður einhvern tíma þann-
ig staddur, að honum verða tileink
uð grafarljóðin. Aflið og yndis-
þokkinn hverfur eins og loginn,
sem slokknar. Þá verður þér mesta
sælan að heyra röddina hans tala
til þín, sem sagði: ,,í dag skaltu
vera með mér í paradís“. Mundi
hún segja það við þig í kvöld, ef
stundin þín væri komin? Engi.nn-
vafi er á því, að hann sjálfur
mundi ekkert fremur vilja en að j
bjóða þér inn til sinnar gleði. En!
kærir þú þig um slíkt heimboð |
sjálfur eða sjálf? Þú átt marga!
vini og kunningja, sem biðja þigj
að vera með sér. En hvert viliaj
þeir fara með þig? og hvert ósk-1
arðu helzt, að þeir fari með þcr? I
Þjónar Drottins flytja þér frá;
vöggu til grafar heimboðið hans'1
— inn í paradís, inn í guðsríki trú-
arinnar, inn í sálufélag beirra, sem
elska hann. Ertu þakklátur fyrir
það heimboð? Paradís hans er ekki
aðeins á himni ,heldur og á jörð-
inni. En inn í hana fer enginn
nauðugur, heldur aðeins sá, sem
iðrast synda sinna, sér eftir því,
sem hann hefir gert rangt og þrá-
ir að bæta ráð sitt. Það liggur í
hlutarins eðli. Ég á hér ekki við
það, að þú sért syndlaus eða full-
kominn. Það var ræninginn á
krossinum áreiðanlega ekki. Það,
sem hér er átt við, er aðeins það,
að vilji þinn til að fylgja Kristi,
sé einlægur, og að þú raunveru-
lega setjir traust þitt á hann, en
ekki sjálfan þig. Einu sinni átti
ég tal við mann, sem vissi vel um
syndsamlegar tilhneigingar sínar,
og hann sagði við mig það, sem
ég gleymi seint. Hann sagði: Ég
finn, að ég get engan dag án Krists
verið, af því að ég er breyzkur
maður, — en ég finn, að hann er
með mér og hjálpar mér“. — Ef
þú finnur, að þú ert ekki sjálfum
þér nógur, — og það er enginn —
þá farðu að eins og þessi maður.
Hann bað til Krists, eins og ræn-
inginn á krossinum. Og orð Krists
á krossinum er ekki aðeins talað
til fólks suður í Jerúsalem, heldur
einnig til vor hér úti á íslandi.
Kirkja bans hefir séð um, að heim
boðið hefir einnig náð til vor í
niu aldir.
sinn fyrir gamla móður, þannig
biður hann oss öll fyrir þá, sem
eru hjálpar þurfi í þessum heimi.
Þú ert lærisveinninn, sem hann
vill að sé sonur eða dóttir, bróðir
eða systir hinna sjúku og fátæku,
hinna einmana og áhyggjufullu.
Gættu í kringum þig, og sjáðu,
hvort ekki er einhver í grennd við
þig, sem Jesús á krossinum vill
biðja þig sjálfan að liðsinna. —
Þeir kunna að vera nær þér en
þú heldur, því að ekki bera allir
raunir sínar utan á sér. „Getur
undir glaðri kinn, grátið stundum
hjarta“. Það er gott og blessað að
hafa alla vora sjóði og líknarstofn
anir, tryggingar og félög, embætt-
ismenn og nefndir, — en vafalaust
veizt þú einhvers staðar um mann-
lega neyð, sem ekkert af þessu
nær til, — og enginn hefir ástæðu
til að létta af, nema þú einn.
Gleymdu því ekki, að það ert þú,
sem Jesús viil senda til þessa með
búa þig undir dauðastríð þitt, þeg-
ar þar að kemur, ef þér gefst ráð
og ræna til slíks. — Togarasjó-
menn, sem horfast í augu við dauð-
ann, af strönduðu skipi, hafa hvað
eftir annað látið bænarsálmana
sína etja kappi við rokið og sjó-
ana, og kvatt heiminn í friði trú-
arinnar. En það þarf ekki deyj-
andi menn til. Þú, sem lifir, átt
þinar raumr og erfiðleika. baráttu
og stríð. Farðu þá leiðina, sem
deyjandi frelsarinn vísar, lærðu
sálma og bænir, — vendu þig á
það, meðan þú ert heill heilsu,
ungur og glaður, að ganga til
kirkju þinnar, til að læra að biðja
með öðrum, — og gakk þú einnig
inn í svefnhús þitt, eins og frels-
arinn eitt sinn ráðlagð, og þegar
þú hefir lokað dyrunum og ert
einn með sjalfum þér og guði, —
þá talaðu við hann, eins og barnið
talar við góðan föður. Og sértu
fjarri heimili þínu, þá minnstu
ÞRIÐJA orðið á krossinum er tal
að til móður frelsarans og til þess
lærisveins, er hann treysti bezt til
að taka hana að sér. — „Kona,
sjá, þar er sonur þinn“. „Sjá, þar
er móðir þín.“— Og lærisveinn-
inn gekk Maríu í sonar stað. Frels
arinn bar umhyggju fyrir móður
sinni. Þú átt einnig móður, annað
hvort þessa heims eða annars.
Hvernig hugsarðu til hennar, ef
hún er dáin? Hvernig kemurðu
fram við hana, ef hún er á lífi?
Hún var kannske ekkert fullkomn-
ari eða meiri en aðrar konur, en
hún var fyrsta mannlega veran,
sem elskaði þig, þjáðist þín vegna,
og hversu mikill maður, sem þú
nú þykist vera í eigin augum eða
heimsins, ert þú í hennar augum
fyrst og fremst barnið, sem hún
elskar, — barnið, sem hún gerði
sér svo miklar og göfugar vonir
um. Fyrst og framst hefir hún
samt sem áður þráð og vonað, að
þú yrðir góður maður, sem lifðir
öðrum til blessunar. Hvað gerir
þú svo sjálfur til að vonir hennar
rætist? Hefirðu brugðist vonum
hennar, eða hefirðu gert þér far
um, að verða henni til gleði? —
Jesús var góður sonur. Því var
snemma spáð, að sverð mundi
nísta sáí móður hans, en það var
ekki hann, heldur aðrir, sem særðu
hjarta hennar. Gættu þess, að særa
ekki hjarta þinnar móður, hver
sem þú ert. En orðin, sem Jesús
talaði, af umhyggju fyrir móður
sinni, fólu um leið í sér umhyggju
fyrir öllum, sem standa í svipuð-
um sporum og hún, eru gamlir og
sorgbitnir, umkomulitlir fyrir
heiminum, þreyttir eftir erfiði æv-
innar, lasnir, sjúkir, mæddir og
þjáðir. — Eins og hann bað vin
bróður þíns. Til þín er orð hans á
krossinum einnig talað.
Fjórða og fimmta orðið á kross-
inum beinir athygli þinni að dauða
stríði Jesú sjálfs. í sinni eisin
neyð leitar hann í tvær áttir eftir
miskunn. Til síns himneska föður.
— og til mannanna. Sterk einmana
tilfinning hefir gagntekið hann.
Jesús gat fundið til á sálunni,
engu síður en líkamanum. Og hanti
viðhefir í dauðastríðinu hina sömu
aðferð og margir lærisveinar hans
hafa síðan haft, að leita sér hugg-
unar í gömlum sálmi. Einu sinni
var ég sóttur til deyjandi konu um
nótt. Hún hafði fulla rænu og
skirt mál, og. átti bó aðeins fáar
stundir ólifaðar. Hún baðst fvrir
með orðum Passíusálmanna. Við
byrjuðum á versinu „Vertu guð
faðir, faðir minn“, og síðan fór
hún með það, sem eftir var af 44.
sálminum. — Menn heyrðu Jesú
mæla fram fyrstu hendinguna í 22.
Davíðs sálmi: „Guð minn, guð
minn, hví hefir þú yfirgefið mig!
En ef þú lest þennan sálm allan
— reyndu að muna ,að það er tutt-
ugasti og annar Davíðssálmur —
ef þú lest hann. þá sérðu, hve vel
sálmurinn á við það, sem Jesús er
að ganga í gegnum. Sálmurinn er
trúarljóð manns, sem auðsjáanlega
líður mikið, en hann leitar til
guðs og finnur traust og hjálp hjá
honum. Þannig leitar Jesús til síns
himneska föður í þjáningum sín-
um, og finnur hjá honum hina ó-
endanlegu föðurelsku, kærleika,
sem aldrei að eilífu bregzt. — Einn
ig þetta orð Jesú vísar þér veginn,
þegar þú átt erfitt. Þannig skaltu
þess, að Jesús baðst fyrir inni á
fjöllum og úti á vatninu, og inn
miíli trjánna í Getsemane. Og þú
munt komast að raun um, að guð
hefir aldrei yfirgefið þig. Þú ert
stundum feiminn við að leita til
mannanna með það, sem hvílir á
huga þínum, en þú þarft aldrei að
vera feiminn við guð. Fyrir honum
er líka óþarfi að reyna að dyljast,
því að hann þekkir þig.
ÉG sagði, að Jesús hefði einnig
leitað til mannanna eftir miskunn.
„Mig þyrstir“, sagði hann, — og
hvað gerðu mennirnir fyrir hann?
Þeir gáfu honum edik að væta
varir sínar á. — Það var öll
þeirra miskunn á þeirri stundu.
Sýrublandinn drykkur, sem róm-
verskir hermenn höfðu til að væta
kverkar sínar í sólskininu. Einhver
örlítill vottur um linkind, þrátt fyr
ir allt. Ég veit ekki, hvernig þetta
hefir litið út í guðs augum. Ef til
vill hefir gleðibjarmi farið gegn
um himinninn, við það að frelsar
inn fann eitt andartak eitthvað
svalandi koma við varir sínar. Og
þó er eins og þetta atvik hljóti
að vekja hjá oss skelfingu, þegar
vér hugsum um það í ljósi þess,
sem er að gerast. Er þetta ekki
eitt þeirra fjöldamörgu smá-atvika
sem lýsa vondri samvizku mann
anna, þegar þeir eru grimmastir
og miskunnarlausastir? Er ekki ó-
þægilega mikið af góðverkum og
góðgerðarsemi mannkynsins með
þessum svip? Er þetta ekki hitinn
sem réttur er að hinum hungraða
þegar rangsleitni mannanna hefir
svift hann brauðinu? Er það ekki
handahófsgóðgerðasemin við þá,
sem þjóðfélögin hafa kúgað? Er
það ekki sú rönd af himninum,
er fjötruðum fangabúðarmanni er
leyft að sjá gegnum grindarglugg
ann? Er það ekki vinmælin, sem
þú eða ég segjum við þá, sem
vér annars höfum sært og kvalið
með einhverju móti. Berðu saman
það, sem þú getur gert fyrir með
bræður þína og það, sem þú raun
verulega gerir. Berðu saman það,
sem mennirnir hefðu getað gert
fyrir Krist og það, sem þair raun
verulega gerðu, — og þú munt
komast að raun um, að hróp
hans eftir svaladrykknum heldur
áfram að vera skerandi neyðaróp
allra þeirra, sem líða, en menn
irnir vanrækja að hjálpa og líkna.
Þannig heldur bæn frelsarans til
mannanna að bergmála, — hún
berst frá prédikunarstólnum og
ölturum kirkjunnar um allan heim
inn, hvort sem mennirnir vilja
hlusta á hana eða ekki. Það er
ekki aðeins mennirnir, sem biðja
til guðs, heldur biður guð einnig
til mannanna, — biður börnin sín
um miskun, í stað þess að neyða
þau með harðri hendi. Hefir þú
nokurn tíma hugsað út í það, að
sjálfur Drottinn biðji til þín, —
fari að þér bónarveginn — biðji
þig um kærleika þinn? Ef þetta er
þér ókennileg hugsun, þá taktu
eftir fimmta orði Jesú á kross
inum. Hvernig ætlarðu að bregð
ast við bæn hans?
BRÁTT er sagan á enda. — Tvö
siðustu orðin á krossinum, — síð
ustu hugsanirnar, sem vér vitúm
að Jesú hafi hugsað hér í jarð
nesku lífi, felast í þessum orðum.
Þótt sýrudrykkur hermanna væri
lítilfjörleg miskunn, er það þó
sennilega þeirri miskunnsemi að
þakka, að varir Jesú gátu borið
fram síðustu orðin: „Það er full
komnað — og — „Faðir, í þínar
hendur fel ég anda minn.'“
Nú var allt fullkonmað, —
ferðin farin á leiðarenda. Menn
irnir höfðu lokið sínu verki og
Jesús hafði lokið sínu. Nú var
fullkomnuð sú fórnfæring, sem
raunverulega hófst, þegar lítið
barn fæddist á hinni fyrstu jóla
nótt. Þá steig hinn guðlegi andi
lausnarans niður í myrkur synd
ugrar jarðar, til þess að líða og
elska. Á einum stuttum manns
aldri hafði hann dreift út meðal
mannanna blessun sinni, náð og
sannleika, hvar sem hann fór. Nú
hélt sonurinn aftur heim úr út
legðinni, — ekki hinn týndi sonur
sem lauslæti, svall og leti hafði
knúið til að eta draf með svínum,
— heldur sá sonur, sem fer inn
í svínastíuna til bróður síns og
hvíslar í eyra honum hugsunum
um góðan og ástríkan föður, sem
vilji fá hann aftur heim. — Jesú
felur föðurnum himneska sjálfan
sig í dauðanum. Það var sá faðir
sem hafði sent hann inn í þenn
an þrautanna heim, og nú var
viðbúinn að rétta honum báðar
hendur við heimkomuna. í þessu
viðkvæma andvarpi frelsaráns finn
um vér hvílík gleði og fögnuður
hefir fyllt sál hans við tilhugsun
ina um lausnina, sem senn var í
vændum. Þannig hefir margur læri
sveinn hans fyrr og síðar fundið
tilhlökkunina gagntaka sig, þeg
ar dró að leiðarlokum. Margt
mæðubarnið á þessari jörð hefir
að lokum þráð að losna frá erfið
leikum jarðlífsins og fara heim —.
hverfa frá hinu jarðneska lifi, —.
já, jafnvel að hverfa frá mönn
unum, sem oft og tíðum höfðu
lagt á það þungar byrðar og sært
það djúpum sárum hér í lífi. Þó
mun heimvon Jesú tæplega rétt
lýst með því að segja, að þetta
eitt hafi fyrir honu mvakað. Bæði
kenning hans og jarðlíf og þá
ekki síður upprisa hans og send
ing hins heilaga andá bera þess
vott, að hann vildi ekki losna við
mennina, — heldur taka þá með
sér til guðs. Til þess lifði hann
og færði sína miklu fórn að færa
guði aftur heim sín' týndu börn.
Bæði þig og mig — og mannkynið
í öllum löndum heims. Með síð
asta orðinu á krossinum gefur
hann oss til kynna, í hvers hend
ur hann vill leiða mannsandann,
svo að maðurinn, hin hugsandi
og þó villuráfandi vera, — hið
(Framhald » 11. síðu./