Tíminn - 26.03.1957, Síða 5
TÍMINN, þriðjudaginn 26. marz 1957.
Orðið er frjálst SigurSur Snorrasou:
A að hætta að eitra fyrir refi ?
Knattspyrnusamband
íslands er 10 ára i dag
Knattspvrnusamband íslands (KSÍ) var stofnað 26. marz
1947 fyrir atbeina Knattspyrnuráðs Reykjavíkur. Aðilar að
stofnun sambandsins voru þessir: Knattspyrnuráð Reykjavík-
ur, íþróttabandalag Akraness, íþróttabandalag Akureyrar,
íþróttabandalag Hafnarfjarðar, íþróttabandalag ísfirðinga,
íþróttabandalag Siglfirðinga, íþróttabandalag Vestmannaeyja.
Tilgangurinn með stofnun sam
bandsins var að sameina öll knatt
spyrnuhéruð landsins undir eina
yfirstjórn, sem hefði það hlutverk
að vinna að framgangi og eflingu
knattspyrnumálanna í landinu.
Vonir stofnenda hafa orðið að
álirifsorðum, því að innan sam-
bandsins ríkir traust samvinna
allra knattspyrnuráða og héraðs
sambanda landsins. Störf KSÍ
hafa vaxið og eflst frá ári til
árs og grípur nú árlega meir og
meir inn í félagsstörf einstakra
félaga á þeim sviðum, sem aðilar
óska eftir eða þörf þykir á til
leiðbeingar og fyrirgreiðslu. Nú
er svo komið að allir aðilar ÍSÍ,
sem knattspyrnu stunda, eru virk
ir þátttakendur í störfum KSÍ.
Þannig hefur KSÍ útvegað þjálf
ara til lengri eða skemmri tíma
til dvalar út um land, haldið nám
skeið í knattspyrnukennslu og
knattspyrnudómi.
Þjálfari.
Aðalkennari sambandsins síð-
ustu árin hefur verið Karl Guð-
mundsson. Þá hefur sambandið
komið upp vísi að kvikmyndasafni
aðilum ýmsar gagnlegar kennslu
myndir í knattspyrnu. KSÍ hefur
skipulágt landsmótin og staðið fyr
ir milliríkjaleikjum í knattspyrnu
bæði hér heima og erlendis, að und
anteknum einum landsleik, sem
háður var, áður en sambandið var
stofnað.
Alls hafa verið háðir 15 lands
leikir, 9 hér og 6 erlendis. Hafa
11 leikir tapast en 4 unnist.
Nefndir.
Á vegum KSÍ hafa starfað fjöldi
nefnda, sem séð hafa um ýmsar
framkvæmdir fyrir sambandið, svo
sem Landsliðsnefnd, sem sér um
þjálfun landsliðsins og velur það
hverju sinni. Núverandi formað
ur hennar er Gunnlaugur Lárus
son. Landsdómaranefnd, er hefur
með höndum yfirumsjón knatt
spyrnudómaramála í landinu, en
núverandi formaður hennar er
Guðjón Einarsson. Ennfremur
starfar sérstakur knattspyrnudóm
stóll kosinn af ársþingi KSÍ.Á síð-
asta ári var skipuð Unglinganefnd
sem þegar hefur unnið mjög merkt
starf fyrir yngstu knattspyrnu-
mennina. Sér hún m. a. um ungl
ingapróf KSÍ, en það starf má óef
að telja meðal heillavænlegustu
starfa KSÍ frá byrjun. Hefur fjöldi
unglinga lokið hæfnisprófum KSÍ
og hlotið brons-, silfur- og gull-
merki sambandsins. Væntir stjórn
sambandsins sér mikils af þessum
ungu merkisberum í framtíðinni.
Formaður unglinganefndarinnar er
Frímann Helgason.
Landsmótin.
Allmiklar breytingar hafa orðið
frá byrjun á landsmótunum.
Fyrstu árin var aðeins eitt og
eitt utanbæjarfélag þátttakandi í
mótum, en í dag eru utanbæjar
félögin orðin mjög virkir þátttak
endur í flestum landsmótum og
má t. d. geta þess að af 6 beztu
félögunum sem skipa 1. deild í
dag eru þrjú utanbæjarfélög og
þrjú frá Reykjavík. í 2. deild hafa
utanbæjarfélög boðað þátttöku
sína auk tveggja frá Reykjavík.
Með deildarskiptingunni, sem sam
þykkt var á ársþinginu 1955,
hafa orðið straumhvörf í knatt
spyrnuhreyfingunni, sem vafalaust
má telja að hafi aukið þátttöku
sambandsaðilanna í fyrsta aldurs
flokki. Þannig hefur starf KSÍ
borið gæfu til þess að fá fleiri
og fleiri aðila með í starf og
ieik með ári hverju.'
Síjórn KSÍ.
Fyrsti formaður KSÍ var Agnar
KI. Jónsson sendiráðherra, en með
honum voru í fyrstu stjórn sam
bandsins: Björgvin Schram, Guð-
mundur Sveinbjörnsson, Pétur Sig
urðsson og Rútur Snorrason. Aðr
ir formenn þessi 10 ár hafa verið:
Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri,
Sigurjón Jónsson, járnsmiður og
Björgvin Schram, stórkaupmaður.
Núverandi stjórn sambandsins
skipa: Formaður Björgvin Schram
varaformaður Ragnar Lárusson,
gjaldkeri Jón Magnússon, ritari
Ingvar Pálsson og meðstjórnandi
Guðmundur Sveinbjörnsson. Það
skal tekið fram, að þeir Björgvin
Schram og Guðm. Sveinbjörnsson
hafa átt sæti í stjórn sambandsins
frá byrjun.
Aðili að FIFA.
Knattspyrnusamband íslands er
aðili að Alþjóðaknattspyrnusam-
bandinu, (FIFA) og sömuleiðis
knattspyrnusambandi Evrópu.
Yfirstandandi ár er þegar orð
ið eitt af starfsríkasta ár í sögu
sambandsins, auk þess sem fyrir
liggja fleiri verkefni, en nokkru
sinni fyrr. Sambandið hefur kom
ið af stað fræðslufundum og,hvatn
ingarfundum, sem hafa gefizt af
ar vel og óskað hefur verið eftir
að fá víðsvegar út um land. Fundir
hafa þegar verið haldnir í Reykja
vík, Akranesi og Keflavík og verða
haldnir víðar, eftir því, sem við
verður komið.
Knattspyrnuþingið 1955 sam-
þykkti að ísland tæki þátt í heims
meistarakeppni í knattspyrnu
1958, en undankeppnin stendur nú
yfir og verða leikir íslands í
þeirri keppni nú í sumar við
Frakkland og Belgíu. í Frakklandi
hinn 2. júní og í Belgíu 5. júní,
en síðari leikirnir verða hér
heima hinn 1. sentember við
Frakkland og 4. sept við Belgíu.
Stjórn sambandsins hefur þegar
gengið frá og undirbúið landsleiki
allt til ársins 1960 og einn þátt
urinn í því starfi er að undirbúa
unglingalandsleiki.
í tilefni af 10 ára afmæli sam
bandsins hefur verið ákveðið að
3 landsleikir fari hér fram í sum
ar. Verða þeir háðir sem hér seg
ir: ísland—Noregur hinn 8. júlí.
ísland—Danmörk 10. júlí og Dan
mörk—Noregur hinn 12. júlí.
Hannes írá Hleið-
argarði látinn
S. 1. laugardag andaðist í Fjórð
ungssjúkrahúsinu á Akureyri Hann
es Jónsson frá Hleiðargarði, 83
ára að aldri. Hann var vinsæll og
vel virtur bóndi í Eyjafirði um
langan aldur, hafði hin seinni ár
átt heima á Akureyri. Hannes frá
Hleiðargarði var kunnur fræðaþul
ur og skrásetti mikið af eyfirzk
um sögnum og þáttum. Hefir ým-
islegt af því birzt á prenti. Um
skeið ritaði hann „eyfirzka þætti“
í blaðið Dag á Akureyri og var
það efni mjög vinsælt. Hann rit
aði gott mál og kunni vel að segja
frá. Með honum er genginn merk
ur Eyfirðingur, sem margir sakna.
Um marga undanfarna ára-';
tugi hefir ein aðferðin við eyð-
ingu refa á íslandi verið sú að
eitra fyrir þá. Bera út um fjöll
og heiðar, og aðrar refaslóðir,
eitrað æti. Hafa margir talið
þetta eina ódýrustu og örugg-
ustu aðferðina til að halda í
skefjum refastofninum — og
eru þá bifdýrin gklci undan-
skilin — enda hefir í mörgum
sveitum íandsins verið fram-
kvæmd eifrun svo að segja ár-
lega, og hafi eifrun fallið nið-
ur ár og ár, hefir jafnan þótt
mega sjá þess merki.
Þessa reynslu virðast þó ekki
allir, sem hér eiga hlut að máli,
hafa öðlazt, og jafnvel sumir þeir,
sem kynnt hafa sér háttu og eðli
refanna af mikilli kostgæfni —
sem refaskyttur — telja þessa eyð-
ingaraðferð gagnslausa eða jafn-
vel skaðlega. „Veiðidýrin" éti ekki
eitrað æti, heldur „hrædýrin“ ein,!
og það verði grimmi stofninn, sem
lifi og margfaldist.
Hér verður ekki farið að deila!
við þessa menn, en þeim, sem!
langa reynslu hafa um þetta, verð- j
ur það á að taka hana framyfir |
kenningar, sem algjörlega koma í!
bága við það, sem þeir hafa reynt |
á sínum heimaslóðum.
Nú á allra síðustu tímum hafa
komið upp mjög háværar raddir
um það, að bannað verði að eitra
fyrir refi af mannúðarástæðum.
Virðist því rétt að taka til athug-
unar og benda á með örfáum orð-
um ýmislegt það, sem varðar mál-
ið í heild. Ekki verður fulljTt, að
hve miklu leyti unnt er, eða rétt-
mætt, að skipta islenzka refastofn-
inum í tvo flokka: — veiðidýr og
hrædýr — eins og sumir vilja
gera; ekki heldur það, hvort
grimmd og vitsmunir fari að öll-
um jafnaði saman. Hitt er víst, að
dýrin eru mjög misgrimm og þó
munu flest svo grimm, að þau
Valur fékk leyfi ISÍ til að fara
keppnisför til Rússlands
Þann 19. marz s. 1. veitti fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ, Knattspyrnufél.
Val í Reykjavík leyfi til að senda
knattspyrnuflokk til Rússlands í
septembermánuði n. k. Ennfremur
var Glímufél. Ármann, Rvík (sund-
deild félagsins) veitt leyfi til að
senda tólf manna sundknattleiks-
flokk til Austur-Berlínar, til að
keppa þar frá 20. til 22. apríl n. k.
og hefir viðkomandi aðilum verið
tilkynnt það.
í sambandi við þessi málefni var
lögð fram k fundi framkvæmda-
stjórnar ÍSÍ svohljóðandl'tillaga:
„Eins og sakir standa telur
framkvæmdastjórn ÍSÍ ekki
mögulegt að stofna til gagn-
kvæmra íþróttalegra samskipta
við Sovétríkin og Ungverjaland á
þeim grundvelli, að slík sam-
skipti uppfylli ekki þau skilyrði,
sem gera verður til íþrótta-
keppna. Þá samþykkir íram-
kvæmdastjórn ÍSÍ, að íslenzkum
íþróttamönnum skuli óheimilt að
keppa í þessum löndum, og bend
ir jafnframt á, að íþróttamönnum
frá þessum löndum er óheimil
keppni hérlendis, nema leyfi
framkvæmdastjórnar komi til.
Þessi ákvörðun framkvæmda-
stjórnarinnar tel'st í gildi, þar til
hún verður afturkölluð“.
Vegna þessarar tillögu kom
fram eftirfarandi dagskrártillaga
svohljóðandi:
„Vegna framkominnar tillögu
um að slíta að mestu íþróttasam-
skiptum við Ráðstjórnarríkin og
Ungverjaland, ályktar fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ að það sé ekki
hennar að taka ákvörðun um slíkt
en hins vegar vottar fram-
kvæmdastjórnin íþróttafólki Ung-
verjalands sínar innilegustu sam-
úð vegna þeirra hörmunga, er
gengið hafa yfir land þeirra".
Þessi tillaga var samþykkt með
fiórum samhljóða atkvæðum.
Tvö ný met voru sett á Meistara-
móti Islands s.I. sunnndag
Meistaramót íslands í atrennulausum stökkum var háð í
íþróttahúsi Háskólans s. 1. sunnudag. Óvenju góður árangur
náðist í flestum greinum, m. a. setti Vilhjálmur Einarsson nýtt
íslenzkt met í langstökki án atrennu, stökk 3,30 m. Þá bætti
Valbjörn Þorláksson innanhússmet sitt í stangarstökki, stökk
4,15 metra.
14,04 m. Annar varð Skúli Thor
arensen ÍR með 13,94 m. og
þriðji Guðjón Guðmundsson KR
með 13,04 m.
Vilhjálmur Einarsson var meist
ari í öllum atrennulausu stökkun
um, og eins og áðitr segir bætti
hann met sitt í langstökki um
fjóra sentimetra. Annar í lang
stökkinu var Stígur Herlufsen KR
stökk 3.20 m. og þriðji Guðmund
ur Valdimarsson, Héraðssambandi
Strandamanna með 3.11 m.
I hástökki stökk Vilhjálmur 1.60
Hann reyndi síðan við 1.67 m.,
sem er betra en íslenzka metið,
en tókst ekki að stökkva þá hæð.
Annar var Valbjörn Þorláksson
með 1.55 m. og þriðji Björgvin
Hólm, ÍR, einnig með 1.55.
í þrístökki án atrennu stökk Vil
hjálmur 9.73. Annar varð Dan-
íel Halldórsson ÍR stökk 9.37 m.
og þriðji Guðmundur Valdimars
son.
Auk meistaramótsgreinanna var
keppt í nokkrum aukagreinum. Val
björn sigraði í stangarstökkinu,
annar varð Heiðar Georgsson ÍR
með 3.65 m. og þriðji Brynjar Jens
son ÍR, stökk sömu hæð. í há
stökki með atrennu sigraði Heiðar
stökk 1.75 m. Sigurður Lárusson
Á, stökk sömu hæð og þriðji
varð Helgi Valdimarsson KR með
1.70 m. í kúluvarpi sigraði Guð
mundur Hermannsson KR varpaði
Mótið fór hið bezta fram
viðstöddum fjölda áhorfenda.
að
Bækur og höfundar
(Framhald af 4. síðu).
árum hefir vakið mikla athygli hér
á vesturlöndum fyrir máttugar
skáldsögur sínar um líf og frelsis-
baráttu grísku alþýðunnar. Ekki
er efi á því að einnig hann er verð-
ur þessarar viðurkenningar, hvort
sem hann hlýtur hana eða hvenær
sem það verður. Það er fagnaðar-
efni, að ein skáldsaga hans, Frelsi
eða dauði, er nú væntanleg í ís-
lenzkri þýðingu.
| Er kaupamdi )
I að góðri jarðýtu. Þeir sem vilja 1
= selja, sendi tilboð íil innheimtu =
| blaðsins fyrir 5. apríl merkt |
| „Jarðýta“. |
iTiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiHiiiiiimMMamuiiiiiiiiiiuuiT
neyta færis, þegar hungrið svcrf-
ur að og fórnardýrið liggur vcl við
árás. í því sambandi má benda á
það, að oft verður vart við dýrbít,
ef hríðaráhlaup gerir á fé, svo að
það komist í kröggur, þótt hans
hafi ekki gætt áður eða eftir. Hins
eru og mörg dæmi, að nýbitnar
sauðkindur, þar sem mikið hafði
borið á dýrbít, hafa verið eitraðar,
dauð dýr legið við eitrið cg bítir
horfið með öllu, og það er víst, að
bitdýr hafa líka farizt af eitraðri
bráð, sem þau þó ekki íelldu sjálf.
Þá eru og refir á fyrsta ári mjög
auðunnir á eitri, einkum ef eitrað
er snemma að haustinu. Það er
með öllu fráleitt að hætta við eitr-
un fyrir refi af því að það sé ár-
angurslaust. Hver vitiborinn mað-
ur getur séð, að sömu svejtarfélög-
in hefðu ekki lagt árlega í kostnað
og fyrirhöfn, ef reynslan hefði
ekki fyrir löngu sýnt æskilegan
árangur, en reynslan er ólýgnust. •
Hér gilda ekki fullyrðingar þeirra
manna, sem nær eingöngu hafa
stundað refaveiðar með skotvopn-
um, þó þeir hafi þar orðið mikHr
íþróttamenn.
Þá skal vikið að sjónarrniði
þeirra manna, sem banna vilja eitr
un af mannúðarástæðum og í nafni
dýraverndunar.
Það má hiklaust játa, að rcfa-
veiðin, með hverjum hætti, sem
er, er hvorki mannúðleg cða
drengileg. Menn keppa eftir lífi
dýranna og spara þeim hvorki sár
né bana, en margt skotið geigar,
dregur á eftir sér þjáning.r og
leiðir til örkumla. Og að þcssu
marki sækir veiðimaðuiinn með
heldur litlum drengskap og beitir
brögðum, svo sem hann hefir vitið
til. Hann lokkar yrðlingana út úr
grenjunum, dregur þá út á öngli
eða veiðir þá í boga. Hann fer rneð
yrðling út frá greninu og „kvelur'*
hann þar, en dýrin renna á hljóðið
og hætta sér í færi við skotmann-
inn og dauðann. Um það vcrður
ekki dæmt, hversu kvalafullur
dauðdagi þeirra dýra er, sem far-
ast á eitri. Hitt má þó telja lfk-
legt, að oft sé helstríð þeirra ekki
langt, því löngum liggja dauðir
refir fast við eitrið. Það er von að
mönnum blöskri allt þetta — og
þó. Þessi aldalanga ofsókn gegn ís-
lenzka refnum er ekki hafin að til-
efnislausu. Hann segir mönnura,
stríð á hendur. Þeir, sem áratug-
um saman hafa verið hjarðmenn í
fjallabyggðum á íslandi, þckkja
þetta bezt. Þeir hafa séð svo marga
sauðkind, sem fallið hefir fyrir
refnum, oft eftir langa cg harða.
viðureign, sem blóðug slóðin í
snjónum vitnar um, og þeir hafa
sér kindurnar, sem sloppið hafa
frá viðureigninni með lííi, en oft
særðar svo til örkumla, að þeirra
beið hungurdauðinn, og þeir hafa
komið heim á gren dýranna á vor-
in og séð unglambahau&ana, og
aðrar leyfar þeirra, í hiönnum.
Og það er ekki sauðkindin cin,
sem verður fyrir barðinu á ís-
lenzka refnum. Fuglarnir grciða
sinn skatt. Hann rænir eggjamæð-:
ur, myrðir ungana, ófleyga og
fleyga, ruplar og kvelur.
Ef þeir menn, sem af góðum
hug og mikilli miskunn, vilja láta
hætta að eitra, þekktu þetta eins
og það er, myndu þeir efalítið
verða fúsir til að endurskoða af-
stöðu sína. Þeir myndu þá sjá, 'að
það er meira en vafasöm dýra-
verndun að vernda refinn eða tor-
velda eyðingu hans, því svo skal
böl bæta, að bíði ei annað mcira.
Meðan ekki eru fundnar aðrar'
og betri aðferðir til eyðingar ref-
unum en þær, sem nú þekkjast,
má enga þeirra fella niður. Og að'
hafa það saman að banna citrun
fyrir refi, en drepa og særa með
sprengjukasti háhyrninginn, sera
eyðileggur síldarnetin, og láta þó
marga saklausa gjalda, væii næsta
undarlegt, og er þá aðeins eitt
dæmi nefnt.
En framhjá þeirri Staðreynd
verður ekki komizt, að íslenzki ref- ;
urinn er afbrotaseggur, sem verð-'
ur að fjarlægja, svo að sem fæst-
ir friðsamir borgarar í ríki náttiir-
unnar verði honum að bráð.
Sigitrður Snorrason. f