Tíminn - 26.03.1957, Page 7

Tíminn - 26.03.1957, Page 7
T í MI N N, þriðjudaginn 26. marz 1957. 7 I Greinaflokkur um búskapinn í aldart>riðjung: Páll Zópkóníasson hef ir gert stórmerk ar skýrslur um búskapinn 1920—’55 j Skýrslurnar, sem eru byggSar á bezfu fáanlegum gögnum og persónulegum kunnugleika Páls, sýna, hvernig jarðirnar bafa verið setnar, hvernig hú- [ skapurinn hefir breytzt, og um leiS, hver nauðsyn er orðin að flýta framför minnstu jarðanna gilt var 1. apríl 1932, var búin undir prentun, athugaði ég öll þessi kort, og frá þeim tíma hefi ég skrá yfir búsafurðirnar á hverri jörð, eins og þær voru tald ar á kortunum. Þá var bætt við þá stærð, þar sem það var hægt, nýrækt þeirri sem orðið hafði, síð an túnmælingarnar fóru fram, og sú stærð á túnunum, sem þá kom út sett inn í sérstakan dálk í fast- eignamatsbókinni, er sýnir tún- stærðina 1932. Á þeim upplýsing- um sem hér fengust er stærð túna 1920 og 1932 miðuð, í þeim greinaflokkum um hreppa og sýsl- j ið fasteignamatsnefnd þeiirri, er I nú starfar að nýju fasteignamati. jEn þar sem augljóst var, að þær j voru mjög rangar, varð ég að bera það saman við búnaðarskýrslur og aðgæta hvort bóndi, sem skatta- nefnd taldi búa á jörð, hefði hey og fénað á jörðinni. í fjölmörgum tilfellum reyndist það ekki vera. og eru allar þær jarðir komnar í eyði, þótt skattanefndir hafi talið þær í ábúð, hafi ekki fengist rétt- ari upplýsingar. Sums staðar staf- ar þetta sýnilega af því, að jarð- irnar eru að einhverju meira eða minna leyti nytjaðar frá öðrum Tímanum var kunnugt um þaS, að Páll Zóphóníasson var að athuga hvernig bænd- ur sætu jarðir sínar, og hvernig þær hefðu breytzt ( höndum þeirra síðasta aldar- þriðjunginn. Blaðið sneri sér því til hans og það samdist svo um, að hann léti blaðið fá til birtingar hreppa- og sýslusamanburð um búskap- inn á meðaljörðum í hverjum hreppi og hverri sýslu, eins og hann var kringum 1920 og svo nú 1955. Páll mun taka hverja sýslu sér og verð ur þá hér um greinaflokk að ræða, sem birtast mun smám saman á næstu vikum og mánuðum. Vonar blaðið, að bændur landsins hafi bæði ánægju og gagn af að lesa greinar Páls, því að víða mun hann benda á það, sem hon- um þykir mega betur fara í þessum eða hinum hreppn- um, því að vanur er hann að segja skoðun sína, hvernig sem mönnum fellur hún. í samtali, er blaðið átti við Pál, skýrðist frekar hver tilgangur hans er með því að vinna þetta merkilega verk og hvernig hann hefir hagað starfinu. Hver er megintilgangur skýrslugerðarinnar? Það er langt síðan mér varð það I tjóst, segir P'JI Zóphóníasson, að jörðunum sem hafa minnstu tún- in og jörðunum þar sem bændurn ir lifa að nokkru leyti á því að fctunda sjó, yrði hætta búinn með breyttum búskaparháttum, og breyttri aðstöðu til búrekstrar, eem stöfuðu af hækkandi kaup- gjaldi og sjósókn á stærri skipum, knúðum vélum. Af þessu hefi ég haft nokkrar áhyggjur. Eg ákvað því, þegar vinna mín hjá Búnaðarfélagi íslands mink- aði i sumar, er ég hætti störfum búnaðarmálastjóra, að reyna að leggja málið eins ljóst fyrir al- menning og mér væri mögulegt, i von um að þá yrði gerðar ráð- stafanir til að reyna að spyrna hér við fótum svo að færri jarðir leggðust í eyði en verið hefir undanfarin ár. Mér var Ijóst, að í það yrði að leggja mikla vinnu, og óvíst hvort hægt væri að afla þeirra gagna, sem upplýstu málið til fullnustu en vildi þó freista að reyna, og sjá fcvernig tiltækist. Eftir viðtal við Pálma Einarsson landnámsstjóra sem er allra xnanna kunnugastur á þessu sviði og fann glöggt eins og ég, að mál ið þurfti að skýra fyrir öllum landslýð, réðist ég svo í verkið. Hvaða gögn hefir þú haft Til að vinna úr? Eftir fasteignabók er út kom 1922, hef ég tekið tölu byggðra jarða þá, og liggur hún ljóst fyr- Jr. Um sama leyti voru öll tún landsins mæld og eru kort af tún unum með teiknaðri stærð þeirra þá, geymd á Hagstofunni. 1930— 1832 þegar Fasteignabókin sem lög Páll Zóphóníasson við skýrslugerðina ur er koma til með að birtast i Tímanum. Heyskapurinn í kring- um 1920, er tekin eftir prentuð- um hagskýrslum, er um meðal- talsjörð í hreppi er að ræða, en þegar um einstaka jörð er að ræða eftir upplýsingum úr jarðalýsing- um, ýmist úr matsgögnum frá fast eignamatinu 1922 eða 1932. Sama er að segja um túnstærðina. Fólksf jöldinn — tala byggðra jarða Fólksfjöldinn 1920 og 1953 er fenginn úr manntalsskýrslum sagði Páll. Mjög væri æskilegt, að hafa lilca tölu kaupafólks, sem bændur höfðu sömu ár, en upplýs- ingar um það er hvergi að fá, að minnsta kosti ekki ábyggilegar, þótt fá mætti þær nokkrar, með því að leita til bændanna sjálfra, en bæði hefðu þær ekki orðið á- byggilegar, fyrir eldri tíma, 1920, og eins hefði tekið langan tíma að afla þeirra. Eg varð því að sætta mig við að setja fólksfjöld- ann í hverjum hreppi eins og hann lá fyrir í opinberum skýrslum enda gefur hann allgóða mynd af þeim auknu afköstum, er allstaðar eða víðast hafa orðið af vinnu fólksins í sveitunum. Um fjölda véla við heyskapinn í hverri ein- stakri sveit, var hvergi að fá á- byggilegar upplýsingar. Tala byggðra jarða nú 1955, er að nokkru byggð á þeim upplýs- ingum, sem skattanefndir hafa gef á skrifstofu sinni að Sóleyjargötu 7. jörðum, eða mönnum sem búa í kaupstað og því af skattanefnd ranglega taldar byggðar, en sums staðar af misskilningi hjá viðkom- andi skattanefnd, sem telja jarðar eiganda ábúanda þótt hann sé víðs fjarri. Hins vegar er því ’ekki að leyna, að til er það, að hreppstjór ar hafa ekki talið hey og fénað á jörð sem þó er búið á. Hefir þá væntanlega gleymst að fá upplýs- ingar hjá ábúanda. Þar sem ég vissi um slíkt, af persónulegum kynnum, hefi ég skrifað viðkom- andi hreppstjórum, og fengið hjá mörgum greið og góð svör, en öðr um ekki. Hefi ég þá farið í skatta skýrslur viðkomanda, og aðgætt þar heymagn og fjölda búfjár, þar sem ég hefi haft grun um að það hafi fallið niður að telja það, en vel geta einstaka jarðir verið tald ar í eyði 1955 af þessum ástæðum, þótt þær séu það ekki, en mikil brögð geta ekki verið að því, og ekki svo að þær skekki heldar- myndina að nokkru ráði. Túnastærðin og heyfengur Túnastærðin nú, er tekin eftir spjaldskrá Búnaðarfélags íslands, en þar eru færðar þær umbætur, sem styrks njóta úr ríkissjóði sam kvæmt jarðræktarlögum, síðan þau lög voru samþykkt. Hér geta þó einstaka jarðir verið taldar með skakka túnstærð, og getur margt borið til, en þegar fjöldinn er tekmn, getur slíkt ekki munað miklu, og engu breytt í heildar- myndinni. Heyskapurinn nú er tekin eftir búnaðarskýrslum ársins 1955, en það er síðasta ár sem skýrslur eru til um og hefir Hagstofan lánað mér þær. Hann er talinn á þeim af hreppstjórum, vafalaust eftir bændunum sjálfum. Mér er ljóst að sumir hafa tilhneigingu til að gera sem mest úr honum, og aðr- ir hið gagnstæða, og er því hæpið að byggja of miklar ályktanir á honum, hvað einstaka jarðir snert ir, en þegar litið er á heildina, verður að ætla að þær jafni hvor aðra nokkuð upp, svo að heildar útkoma á meðal heyskap í hreppnum verði sambærilegt og nokkuð rétt. Það verður líka að ganga út frá því, að hreppstjórar reyni að hlutast til um það að menn telji sem réttast fram, en þó gæti ég trúað, að þeir þyrftu að' gera það betur en þeir hafa gert. Annars var óheppilegt að þurfa að nota 1955 hér. Það ár var hey- skapurinn á stórum hluta landsins minni en venjulega vegna óþurrk- anna sunnan og suðvestan lands, en ég vildi þó heldur nota síðustu skýrslur, þótt þær að þessu leyti væru gallaðri en eldri, þvi að ár- lega bætist við túnin og inn stærð þeirra, og heyfall af þeim, vildi ég ná upplýsingum, sem væru sem næst líðandi stundu. Tala búfjárins er tekin eftir búnaðarskýrslunum 1955, og mið- uð við þann fénað, sem á fóðrum var um áramótin 1955—56. Mér var Ijóst, að þá var nokkru færra af geldneytum á Suðurlandi, en árið áður, eða rösklega geldneyti á bæ, og það má hafa í huga við sam anbur'ð á meðalbúum í sýslum og hreppum. Kýr voru líka orðnar færri á Suðurlandi og Suðvestur- landi, en lítill er sá munur saman- borið við fyrri ár. Á víðavangi Sigurður á gömlu „línunni" Þau tíðindi gerðust á sunnu- daginn, að Sigurður Bjarnason skrifaði forustugrein Morgun- blaðsins og var þar á sömu „línu" og meðan Sjálfstæðismenn voru f ríkisstjórn. Honum fórust m. a. orð á þessa leið: „Sjálfstæðismenn hafa þó frá upphafi vakið athygli þjóðarinnar á því, að í því fælist hinn mesti háski að auka útgjöld útflutn- ingsframleiðslunnar langt fram yfir greiðslugetu hennar. Þeir hafa lagt áherzlu á það, að laun- þegar gætu því aðeins bætt hag sinn með kauphækkunum, að um raunverulega verðmætis- og fram lciðsluaukningu væri að ræða hjá útflutningsframleiðslunni. Ella væru kauphækkanir til ills eins og fælu ekki í sér kjarabót. Þessari kenningu Sjálfstæðis- manna hafa hinir sósíalísku flokkar stöðugt mótmælt. Þeir hafa sagt fólkinu að það gæti i rólegheitum krafizt hærra kaups og bætt með því kjör sin. En hver er svo dómur reynsl- unnar uin þessar tvær kenning- ar? Fólkið hefir nú á síðustu ár- um alls ekki bætt kjör sín meU hækkuðu kaupgjaldi. í kjölfar þess hefir siglt stóraukinn halla- rekstur útflutningsframleiðslunn- ar. Þann liallarekstur hefir al- menningur orðið að borga í gíf- urlegum tolla- og skattahækkun- um. Það hefir að vísu fengið mán- aðar- eða dagkaupið hækkað. Eu. í staðinn hafa komið nýjar álög- ur, sem rýrt hafa kaupmátt laun- anna að sama skapi og meira en það.“ Afkoma bænda í ýmsum landshlutum? Eg hefi ekki farið út í afkomu bændanna sérstaklega í þessum hreppa og sýslusamanburði, því það er erfitt verk og verður eldr- ei gert rétt, þó gera megi hann nokkuð réttan. Þetta kemur fyrst og fremst af því að skepnurnar gefa bændunum misjafnan arð. Það er tvennt ólífct hvort bóndinn hefir 3600 kg sölumjólk pr. kú, eða 2200, en hvorttveggja er til. Það er líka sitthvað að hafa 14 kg af kjöti, eða enn minna eftir fóðr aða kind, eða 26 kg, en hvort tveggja er til, og sést á innleggs- nótunum, og heildar fjárfjölda. Eins er ólíkt, hvort lögð eru inn — þar fyrir utan heimaslátrun — 160 lömb, eða enn fleiri, eftir hverj- ar 100 ær, eða ekki lamb á á, en hvort tveggja er til, og margir í báðum hópum, þó flestir séu ein- hvers staðar á milli. Að vísu er mér nokkuð kunnugt um þennan mismun eftir sveitum, en þó ekki svo, að ég vildi fara út í hann hér. Meira jafnvægi í byggð og aðstöðu En þó að ég geri það ekki, vænti ég þess, að menn sjái af þessu yfirliti, þegar það er komið allt, að mjög mikið vantar á, að það jafnvægi sé í byggðinni í sveitunum, sem mikið er um tal- að, og allir telja að þurfi að vera. Og fyrst er að sjá misfellurnar, og því næst að laga þær. Eg skal sem dæmi nefna, að þegar fé er veitt á f járlögum til vegabóta, og skipt á milli héraða til einstakra vega, hefir aldrei verið tekið nógu mikið tillit til þessa, og svo er með margt fleira. Menn tala um að bændur þurfi að fá hærra verð fyrir afurðir sín ar, og það útaf fyrir sig getur ver ið gott og blessað, en það má ekki gerast með því að lækka verð hjá einum og bæta við annann. Slíkt er gert með samskotum þegar slys ber að höndum, en að gera það sem heildarráðstöfun, til að hækka tekjur bænda í heilum héruðum með því að lækka þær hjá bændum í öðrum, er pólitík, sem er bændum ósamboðin. Hvað er hægt að gera 1 til að jafna metin? Það er auðvitað annað mál, að það opinbera verður að styðja að (Framhald á 8. síðu). . Bjarni á nýju „línunni" í sömu opnu Morgunblaðsins og þessi leiðari Sigurðar birtist, er einnig Reykjavíkurbréf, sem Bjarni Benediktsson hefir skrif- að. Þar gerir Bjarni sem mest lír kjarabótum þeim, sem flug- menn og farmenn liafa fengið ný- lega. Tilgangurinn með því er bersýnilega sá að hvetja aðra til að fara sömu leiðina. í því sam- bandi er ekkert verið að ræða um það, hvort atvinnuvegimir þoli almennar kauphækkanir. Hins vegar er gefið til kynna, a5 núverandi stjórn muni völt í sessi, ef til víðtækra verkfalla og kauphækkana komi. Bjarna finnst bersýnilcga meiru skipta að gera stjórninni erfitt fyrir en að hugsa um af- komu atvinnuveganna og þjóðar- innar. Það er nýja „línan“, semi nú mótar flest vinnubrögð Sjálf- stæðisflokksins. Umbótast jórnin 1934—37 Mbl. sneri nýlega út úr ummæl- um, sem Eggert G. Þorsteinssoa lét falla á Alþingi, og reyndi að nota þau til að ófrægja stjórn- ina á árunum 1934—37. Um það segir Alþýðublaðið í forustu- grein á sunnudaginn: „Hér er sannarlega í mikið ráð- izt. Morgunblaðið kennir sam- stjóra Framsóknarflokksins og jafnaðarmanna um heimskrepp- una og aflciðingar hennar. Öðru vísi verður málflutningur þessi naumast skilinn. Allir vita, a9 stórar og auðugar þjóðir urðu fyrir þungum búsifjum af völd- um heimskreppunnar. Ilún Iam- aði að heita mátti allt mannkyu- ið. Var nokkur furða, að þessara óskapa gætti á íslandi? Og getur nokkrum skyni bornuin og sann- gjörnum manni ilottið í hug, aS heimskrcppan hafi verið runnin undan rifjum íslenzku ríkisstjóra arinnar? Hins vegar væri ekki úr vegi að rifja upp verkefni vinstri stjórnarinnar fyrir stríð. Einnig þá hafði íhaldið skilið við þjóð- arbúskapinn í kaldakoli. Þrátt fyrir þá staðreynd og ægilega erfiðleika heimskreppunnar tókst Framsóknarflokknum og jafnað- armönnum að marka tímamót f íslenzkum stjóramálum. Sam- stjórn þeirra bjargaði því, sem bjargað varð, og þess njótum vi9 fslendingar að ýmsu leyti cnu f dag." ^

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.