Tíminn - 30.03.1957, Side 6

Tíminn - 30.03.1957, Side 6
6 TÍMINN, laugardaginn 30. marr 1957- Útgefandi: Framsóknarflokkurtnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn). Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda hf. Sjávarútvegsstjórn Ólafs Thors ÞAÐ ER sagt, að eftir að menn skipti um tilveru, sjái þeir- hlutina í allt öðru ljósi en áður. En þetta getur einnig gilt í lifandi lífi. Breytingar á afstöðu manna hafa oft í för með sér, að þeir fá eins og nýja sýn. Þetta sannast ekki sízt á forkólfum Sjálfstæðisflokks- ins um þessar mundir. Þeir keppast nú daglega við að flytja tillögur eða aö láta í ljós skoðanir, sem eru alveg öfugar við það, sem þeir héldu fram meðan þeir voru í stjórnaraðstöðu. ÞETTA hefur ekki sízt komið frain í afstöðu þeirra til sjávarútvegsmála. Meðan Ólafur Thors fór með yf- irstjórn þeirra mála á árinu 1950—56, fannst þeim allt vera þar í stakasta lagi. Nú er þetta alveg ger- breytt. Nú keppast þeir við að flytja tillögur, sem eru raunar ekkert annað en yf- lýsingar um það að illa hafi verið búið að sjávarútveg- inum í stjórnartíð Ólafs. Þeir flytja t. d. frumvarp um eflingu Fiskiveiðasjóðs, sem í raun og veru felur í sér vanþóknun á því, hve illa hafi verið búið að sjóðn- um af Ólafi. Þeir flytja tillögur um stór felld skattahlunnindi sjó- manna, og gefa þannig til kynna vanrækslu Ólafs á því sviði. Þeir flytja tillögur um kaup á 20 nýjum togurum, en öll þau sjö ár, sem Ólafur var sjávarútvegsmálaráð- herra, var ekkert gert af hálfu hans til að auka eða endurnýja togaraflotann. Og svona mætti áfram telja. Rétt er að geta þess, að sumt af vanrækslum Ól- afs, uppgötvuðu Sjálfstæð- ismenn ekki fyrr en eftir að núv. ríkisstjórn hafði haf- ist handa um að bæta úr þeim. Þetta gildir t.d. um efl- ingu togaraflotans og skatt- hlunnindi sjómanna. ÞAÐ LJÓS virðist nú vera að renna upp fyrir Sjálf stæðismönnum, að þeir geri Ólafi vafasaman greiða með umræddum tillöguflutningi sínum. Mbl. er því byrjað að reyna að halda því fram, að Ólafur hafi þó alltaf staðið sig vel á vissum sviðum. Þessu til sönnunar bendir Mbl. einkum á kaupskipastól inn, sem hafi aukizt verulega meðan hann var sjávarút- vegsmálaráðherra. Þess getur Mbl. hins veg- ar ekki, að langmest af þess- ari aukningu er að þakka framtaki Sambands ísl. sam vinnufélaga og að langoftast kostaði það viss hrossakaup við Sjálfstæðisflokkinn að fá leyfi fyrir skipum þess. Kaup in á olíuskipinu tafði Sjálf- stæðisflokkurinn í mörg ár. Ólafur Thors verður því aldrei gerður stór af því, sem hann hefur lagt til aukning- ar á kaupskipaflotanum. MENN hafa oftast gott af því að sjá hlutina í nýju ljósi. Það er vissulega ánægju legt, að Sjálfsttæðismenn skuli nú hafa uppgötvað það, að sjávarútvegsmálastjórn Ólafs Thors var hvergi nærri eins góð og þeir höfðu haldið, og auglýsa nú þær uppgötv- anir með tillöguflutningi á Alþingi. Það er gott að þeir auglýsi t. d. þannig, að í öll þau ár, sem Ólafur Thors var sj ávarútvegsmálaráðherra, var ekkert gert til að endur- nýja togaraflotann og að fiárhagur Fiskveiðasjóðs og skattamál sjómanna voru í mesta ólestri, þegar hann skildi við. Stærsta og þyngsta sök Ólafs sem sjávarútvegsmála- ráðherra er þó ótalin. Undir forustu hans sem sjávarút- vegsmálaráðherra var sú stefna hafin að greiða halla rekstur útvegsins með vax- andi uppbótum í stað þess að tryggja honum heilbrigð- ari rekstrargrundfvöll. Það var auðveldar að innleiða þann sið, en það mun reyn- ast að afnema hann aftur. Með því að innleiða þessa stefnu, hefur Ólafur Thors tvímælalaust gerzt mesti ó- happamaður íslenzks sjávar- útvegs. ! Afkvæmi Ingólfs og Ólafs MORGUNBLAÐIÐ er nú öðru hvoru að reyna að kenna þeim Eysteini Jóns- syni og Steingrími Steinþórs syni um öngþveiti efnahags- málanna. Vitanlega veit Mbl. vel, að hvorugur þeirra Eysteins eða Steingríms höfðu frumkvæði að þeirri óheillastefnu, sem tekin var upp með afnámi fjárfestingareftirlitsins 1953 og er frumorsök þess, hvern- ig nú er komið. Sú stefnu- breyting var knúin fram af Sjálfstæðisflokknum, enda kepptust blöð hans við að lýsa henni sem hinu mesta fagnaðarefni og kvörtuðu undan að Tíminn væri þög- ull um hana eins og gröfin! Við þá stefnubreytingu urðu Framsóknarmenn hins veg- ar að sætta sig, þar sem ekki var þá kostur á öðru stjórn- arsamstarfi. Nú vill Mbl. hinsvegar ekki lengur kannast við „fagnað- arefnið“ og færir þetta af- kvæmi Ólafs Thors og Ingólfs Jónssonar ranglega á reikn- ing Eysteins og Steingríms. Menn munu þó geta áttað sig á því rétta, enda er Mbl. vant því að eigna öðrum það kappsamlegast, sem foringj- ar Sjálfstæðisfl. eru valdir að. ERLENT YFIRLIT: Staða Frakka versnar í Alsír Her þeirra sætir vaxandi gagitrýjii fyrir hryðjuverk og réttarbrot HINUM almennu stjórnmála- umræðum í franska þinginu, er hafa staðið yfir á aðra viku, lauk í fyrradag og var síðan gengið lil atkvæða um traustsyfirlýsingu ríkisstjórninni til handa. Úrslitin urðu þau, að traustsyfirlýsingin var samþykkt með nokkrum at- kvæðamun, en mjög margir þing- menn tóku þann kost að vera fjarverandi. Liklegt er lalið, að flestir þeirra séu andvígir stjórn- inni, en vilji þó ekki bera ábyrgð á« falli hennar að sinni. Sé það rétt, hangir líf stjórnarinnar orðið á veikum þræði. Það, sem einna mest hefur geng ið gegn stjórninni undanfarið, er . framvinda Alsirmálsins. Það virð-1 ist fara vaxandi, að menn efist um, að stjórnin fylgi þar réttri : stefnu. Þessu til viðbótar hefur | svo komið fram vaxandi gagnrýni i á framkomu franska hersins í Alsír. Því er haldið fram meira og meira, að hann beiti lögleysum og ofbeldi í skiptum sínum við Araba í Alsír og gefi uppreisnar mönnum þannig byr í seglinn. Stjórnin er ásökuð um að hafa í ekki gripið hér í taumana, en ýms | ir afsaka það með getuleysi henn- FYRSTA alvarlega ákæran um þetta birtist fyrir skömmu, þeg ar vinstrisinnaður katólskur höf- undur, Pierre-Henri Simon, sendi frá sér bók um Alsírmálið, er fjallaði um pyntingar og of- beldisverk, sem hann taldi franska herm. hafa gerzt seka um í Alsír. Máli sínu til sönnunar til- greindi hann ýmis dæmi. Bók þessi vakti strax athygli og hlaut Simon þegar stuðning ýmsra mætra manna, m. a. Nobelsverðlauna- skáldsins Francois Mauriac. Litlu síðar birtu allir katólskir kardinál ar og biskupar í Frakklandi yfir- lýsingu, þar sem þeir hvöttu stjórn arvöldin til að gæta þess vel, að mannréttindum yrði haldið í heiðri og forðast allt ofbeldi, er bryti gegn lögum Guðs og manna. Aug- ljóst var, að yfirlýsing þessi var birt í tilefni af bók Simons. Bók Simons er nú ekki lengur fáanleg í bókabúðum. Deilt er um það, hvort hún hafi verið svona mikið keypt af almenningi eða hvort herinn hafi látið kaupa hana upp. Servan-Schreiber er fyrirskipað að hafa upp á þeim seku. Sökudólgarnir fara hins veg ar huldu höfði og hermennirnir: vita oftast ekki, hvort þeir hafa vinum eða óvinum að mæta. Þeir j þurfa alltaf að vera á verði og neyðast ti! að tortryggja alla. f alltof mörgum tilfellum bitna því j aðgerðir þeirra á saklausu fólki.! Það leiðir svo af sér vaxandi i gremju almennings í garð þeirra. J Tilgangur Servan-Schreibers með því að tilgreina ýmis dæmi þessu til sönnunar, er fyrst og fremst sá að gera það Ijóst, að það sé bæði rangt verk og vonlaust að halda styrjöldinni áfram og því verði að reyna að fara samninga- leiðina með ejnhverjum hætti. Annað leiði til stórfelldari upp- gjafar síðar. jafnframt því, sem á- framhaldandi styrjöld setji blett á heiður Frakka, því að hún verði ekki framkvæmd með öðrum hætti. Franska hermálastjórnin hefir brugðist þannig við skrifum Ser- van-Schreibers, að hún hefir látið höfða mál gegn honum fyrir óhróð ur um franska herinn. Servan- Schreiber segir, að rúmlega 100 franskir hermenn hafi lofað að j vitna fyrir réttinum um sannleiks- ! gildi greina hans. Búist er því við | sögulegum réttarhöldum í þessu ! máli. OFAN Á þá athvgli, sem bók Simons og greinar Servan-Schreih- ers hafa vakið, hefir það nú bætzt að þekktur lögfræðingur í Alsír, Ali Boumendjel, fyrirfór sér í fangelsi í Alsír á laugardaginn var. Hann var talinn einn af hófsöm- ustu leiðtogum uppreisnarmanna. Þremur vikum áður hafði annar leiðtogi uppreisnarmanna, Ben Mehidi Larbi, fyrirfarið sér í fang- elsi hjá Frökkum. Jafnframt hefir svo komist á kreik orðrómur um fleiri slík sjálfsmorð. Þetta hefir orðið til þess, að frönsku blöðin hafa mjög tekið að gagnrýna rétt- arfar Frakka í Alsír > og hafa margir þekktir menn tekið undir þá gagnrýni, eins og t. d. Rene Capitant, sem var menntamálaráð- herra í stjórn de GauJle, og Mau- rice Garcon, sem er einn þekktasti málaflutningsmaður Frakka og á sæti í frönsku akademíunni. Gagn- rýnin virðist m.a. leiða í Ijós, að merin sitji lengi í haldi, án þess að mál þeirra séu tekin fyrir, og að pyntingum sé mjög beitt við yfir- heyrslur. Margir saklausir menn hafi því verið grálega leiknir. SVO VIRÐIST, sem sú gagnrýni, sem hér hefir verið rakin, hafi sí- vaxandi áhrif á viðhorf almenn- ings í Frakklandi til Alsírstyrjald- arinnar. Við það bætist svo líka, að engar horfur eru nú taldar á því, að uppreisnarhreyfingin verði kveðin niður að sinni, heldur bend ir alveg eins margt til þess, að hún muni eiga eftir að magnast. Þá berast þær fregnir frá Alsír, að tvær stefnur berjist þar um' yfirráðin meðal uppreisnarmanna. Önnur stefnan er sú, að rétt sé að leita samninga við Frakka, ef þeir bjóða einhver sæmileg kjör, og er sagt að þessi stefna sé studd af ráðamönnum Túnis og Marokkós. (Framhald á 8. síðu). '&AÐsromN ÞAÐ VAKTI þó enn meiri athygli, þegar málgagn Mendes- France, L’ Express, byrjaði að birta greinarflokk um þetta efni eftir hinn unga og gáfaða ritstjóra sinn, Jean-Jacques Servan-Schreib er. Greinar hans vöktu enn meiri athygli en ella vegna þess, að hann hefur nýlega lokið hálfs árs herþjónustu í Alsír, en þar starf- aði hann sem undirforingi og var sæmdur heiðursmerki fyrir hreysti lega framgöngu. Þótt Servan-Schreiber sé ekki nema 32 ára að aldri, hefur hann oft áður vakið á sér athygli. Hann strauk úr landi á stríðsárunum og barðist i her de Gaulle sem orustu- flugmaður. Eftir nokkra dvöl í Brazilíu, gerðist hann blaðamaður við Le Monde og 1953 stofnaði hann sitt eigið blað, L’ Express, sem lengstum hefir komið út sem vikublað og verið hefur ákveðn asta stuðningsblað Mendes-France. Haustið 1955 veittist Servan- Schreiber svo hart að Edgar Faure, þáv. forsætisráðherra, að Faure taldi sig nauðbeygðan til að skora hann á hólm. Af ein- víginu varð þó ekki vegna milli- göngu vina beggja. í GREINUM þeim, sem Servan Schreiber hefir undanfarið birt um Alsírmálið, hefir hann reynt að sanna að hún leiði óhjákvæmi lega til hryðjuverka og réttar- brota af hálfu franskra hermanna. Hann ber fyrir sig vitnisburð margra hermanna. Þeir eru áhorf- endur að hvers konar ofbeldis- verkum uppreisnarmanna og þeim Skemmtilegt útvarpserindi. ÚTVARPSHLUSTANDI skrifar blaðinu á þessa leið: „Eg get ekki orða bundist, eftir að hafa hlýtt á hið bráðskemmtilega og stór- fróðlega erindi Þorsteins Sigurðs sonar í Vatnsleysu á kvöldvöku bænda í útvarpinu á fimmtudags- kvöldið. Margt er maður búinn að heyra og lesa frá Rússlandi að undanförnu. Oftast hefir mánni virzt þar vera öfgar á aðra hvora hlið. En frásögn Þorsteins var svo skýr og iifandi og svo vel studd töium og áþreifanlegum upplýsingum. að auðheyrt var að þarna hafði skýr og glöggur mað ur horft á hlutina og gert sér far um að meta þá hlutdrægnis- laust og öfgalaust. Og fer þá æ- tíð svo, að áhrifin verða sterk, miklu sterkari en ef flutt hefði verið einhver áróðursræða." Hlýtur a8 vekja umHugsun. ENN SEGIR útvarpshlustandi: „Þorsteinn hélt sig einkum við búskapinn á samvrkiubúunum og brá upp stórfróðlegri mynd. Skyldi margur íslenzkur bóndi vilja skipta á kjörum við þetta rússneska fólk. þrátt fvrir erfið- leikana hér. Gaman væri að sjá framan í bónda, sem það viidi gera. Skemmtilegt þótti mér að heyra lýsinguna á því, hvernig Rússar fara að því að halda fjósunum hreinum, og hvernig þeir halda hjörðunum að skildum í haganum. Eitt sinn fór einn sanntrúaður í austurveg. Hann kom aftur himinsæll, og sagði, að fjósin í Rússlandi væru svo fín, að þar fyndist ckki einu sinni fjósalykt. Þorsteinn í Vatns leysu kom með skýringu á þessu fyrirbæri. Rússar hafa fjósakon- ur starfandi allan sólarhringinn. Þær halda þar til, og hreinsa hverja klessu, jafnótt og hún dett ur. Yfir þessu er vakað. Þannig vinna þeir, sem nógan eiga mann aflann, og prísa hann eins og þarna er lýst. Úti um hagann höfðu Rússar hjarðir af ýmsum kúakynjum. Þær eru ekki að- skildar með girðingum, eins og tíðkast mundi hér á landi, nei, umhverfis hvern hóp var fólk á ferli og gætti þess, að hjarðirnar rynnu ekki saman. Ekki upplýsti Þorsteinn, hvert kaup fólk hefði við þennan starfa, en af öðrum upplýsingum mátti ætla eitthvað á það. Þarna hafði maður mynd af því, hvers virði einstaklingur- in er í raun og veru í ríkisvél- inni." Dýrt er það. AÐ LOKUM segir í bréfinu: „Undir lokin drap Þorsteinn á verðlagið. Virtist manni miðlungs maðurinn ve'ra á annan mánuð að vinna sér fyrir alfatnaði, og honum lélegum. Verðið á fiski og smjöri t. d. var svo óskaplegt, að jafnvel íslendingum blöskrar. Enginn mundi vilja skipta á lífs- kjörum hér og þar í raun og veru, hvernig sem menn láta á prenti í áróðursskyni. Að lokum hinu ágæta erindi Þorsteins mun margur maðurinn hafa beðið góð ar vættir að forða okkur frá slíku skipulagi, frá hinni dauðu hönd ríkisbáknsins, sem virðir einstaklinginn ekki meira en flugu og fórnar honum miskunn- arlaust og heimskulega á altari kerfis, sem er andstætt einstak- lingnum sem sjálfstæðri og hugs- andi veru. Þökk fyrir myndina Þorsteinn bóndi!" Lýkur þar með bréfi útvarpshlustanda og bað- stofuspjallinu í dag. —Finnur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.